Færslur: 2011 Febrúar
25.02.2011 09:02
Febrúarfréttir og Glens
Jæja, það er nú bara tvennt í stöðunni, að skila inn þessu léni sem maður er að borga formúgur af á hverju ári, eða að fara bretta upp ermarnar og reyna að uppfæra reglulega!
En þótt lítið sé um fréttaflutning, er ekki þar með sagt maður hafi haft lítið fyrir stafni undanfarið, nema síður sé. Ég er samt búin að komast að því að það er ekki nóg að eiga dýra og fína myndavél, ef að enginn er til að taka myndir af manni á hestbaki :o
Þá er ekki annað í stöðunni en að skella sér í bæjarferð og troða sér í "spotlætið" en ég reið nokkra hringi í reiðhöllinni í Víðidal um síðustu helgi með öðrum útskrifuðum reiðkennurum frá Hólaskóla á henni Gjósku minni sem er hægt og rólega að komast í form, en má samt missa svona 50 kíló í viðbót ;) Líklega eina hrossið sem ég hef verið á sem hefur náð að gefa sjálfri sér á kjaftinn, en það gerðist fyrr í vetur þegar hún var í ægilegu stuði!
Þessari mynd stal ég af Fésinu hennar Rikke Norsku sem var hér á Íslandi í heimsókn í nokkra daga og tók þessa mynd í rigningarsudda hér um daginn, en þetta er hún Sóllilja, undan Berki frá Litlu-Reykjum og Sóldögg minni.
Það munaði nú ekki miklu að það færi illa fyrir henni þessari í haust, en ég fann hana í lok október afar illa til reika og hún hafði greinilega legið í afveltu í nokkurn tíma, en var nýstaðinn upp þegar ég fann hana, mjög þrekuð og ég tók hana að sjálfsögðu heim í meðhöndlun. Þegar ég setti hana út daginn eftir til að viðra sig, gat hún varla gengið, svo miklar harðsperrur var hún með greyið. Hvað það var sem kom henni loksins á lappir veit ég ekki, en grunar þó varginn sem er nú ekki að spyrja að því hvort skepnan sé lifandi eða dauð þegar hann býst til matar.
Vegna þessa áfalls var Sóllilja ekki tekin inn aftur fyrr en um áramót, svo hún fengi góðan tíma til að jafna sig og er bara búin að vera í þjálfun í rúman mánuð þegar þessi mynd er tekin.
Það væri ólíkt tómlegra í hesthúsinu ef Sóllilja væri ekki þar að bjóða manni góðann daginn á morgnanna með sínu vinalega kumri, má ekki til þess hugsa!
Í byrjun febrúar var alveg geggjað útreiðafæri í nokkra daga, hérna tekur Leó hálfsystur Sóllilju til kostanna, Bót sem er á fimmta vetur undan Berki frá Litlu-Reykjum og Synd frá Kollaleiru, hörku gott tryppi með allar fimm gangtegundirnar.
Ég var ekki lítið pirruð á að hafa ekki neinn góðan myndasmið í þessu frábæra færi, gerði eina tilraun við að setja annan á vélina en mig, en gafst upp þegar vantaði ýmist haus eða fætur ;(
Þá rölti ég bara sjálf niður í mýri til að leika mér með nýju cameruna og náði nokkrum skemmtilegum myndum í snjónum!
Eyjafjallajökull skartaði sínu fegursta og lítið við hann sem minnir á gjörningatímabil síðasta vors.
Þetta er yngsta afkvæmi Mónu, og hugsanlega það síðasta, þar sem hún er orðin frekar ellileg greyið, jarpvindóttur hestur undan Fróða frá Staðartungu. Móna gamla klikkar sjaldan á því að gefa pattaralega klárhesta og hátt hlutfall af vindóttu.
Nei Vindur litli er ekki bara að lyfta í snjónum ;)
Afturhjólaspyrna1
Þessari hryssu hef ég tröllatrú á, en hún er undan Dimmi og Þyrnirós og þá hálfsystir Þrumufleygs. Hún er lík móður sinni þegar hún var folald á margan hátt, nema það er ívíð betra afturfótaskref í þeirri litlu að sjá (Þá er ég ekki bara að tala um í snjónum) Eitt af örfáu merfolöldum sem fæddust hér í sumar. Þau fæddust fimm, ég átti fjögur, seldi eitt og þá eru ekki nema þrjú eftir, ekki mikill ríkidómur það!!!
En hestfolöldin..... þau fæddust hvorki meira né minna en 15 hér á bæ, 75%! Og svona var það í fyrra líka, yfir 70% hestfolaldahlutfall. Ég verð að fara 3-4 ár aftur í tímann til að finna jafnt hlutfall hesta og hryssna! Það liggur við að maður missi gersamlega áhugann á hrossaræktinni með þessu áframhaldi!
Og dýralæknirinn ánægður enda nóg að gera við að klippa kúlur á næstunni!
Gásku og Kappasonurinn er kominn með formið á kristaltært, spurning hvort hann hafi kíkt á FT sýninguna og numið fræðin?
Fyrir tveimur vikum var Þorri blótaður af miklum krafti hér í Njálsbúð og Kjellan fyllti heilt borð af Grúppíum og gæum héðan og þaðan af landinu sem biðu spennt eftir að sjá þá gömlu láta ljós sitt skína á leiklistarsviðinu, en það var hlutverk mitt þetta árið að vera í skemmtinefnd ásamt öðru stórskemmtilegu fólki ;)
Systkinin Fannar og Hrefna með John á milli sín. Gárungarnir eru farnir að kalla hann John Skúla eftir góðan árangur í tölti í Meistaradeildinni og ekki síst stórsigur á "Tengdamömmubrún" í liðakeppni Höfuðborgarbúa í tölti. Tengdamömmubrúnn (Það var Daníel Ingi Smárason sem fann uppá þessu frábæra nafni og póstaði á Feisbúkk ;) er sem sagt Íkon frá Hákoti, alveg þrældrjúgur keppnishestur í tölti. Rósa reið meira segja yfir dóttur sína um daginn á Bleika töltinu á honum, ekki skrítið að Hrefna nauði í þeirri gömlu að selja hann, ómögulegt að hafa hana of vel ríðandi ;)
Og hér má sjá hluta af skemmtilegu skemmtinefndinni, þá Tomma Snorra og Danna Smára. Skemmtilegu skemmtinefndinni segi ég, því hópurinn var samheldinn og skemmti sér stórlvel þennan mánuð sem æfingar stóðu yfir. Það var töluvert stórt hlutfall af hestamönnum í nefnd þetta árið. Og margir sýndu hæfileika sem þeir sýna alla jafna ekki dags daglega. By the way ef ykkur vantar trúbador þá skulið þið hringja í Vigni í Hemlu hann er alveg með þetta, og Tommi getur örugglega sungið með ;)
Hér má einmitt sjá feðgana í Hemlu ná upp rífandi stemmingu í salinn með því að syngja um Gestalistann í afmælisveislu Nautabílsins....Jahá sumir geta alltaf fundið sér partítilefni!
Við lögðum allt undir til að gera eina stóra flugeldasýningu og skemmta sveitungum okkar og við höldum að það hafi tekist! Allavega voru "grúppíurnar mínar" inná því að þetta hefði verið skemmtilegra en áramótaskaupið ......humm veit ekki hvort ég tek því sem hrósi því mér fannst áramótaskaupið ekkert skemmtilegt í ár ;)
En stemmingin á sviðinu í lokin var geggjuð þegar allir í salnum stóðu upp og tóku undir í lokalaginu sem var ekki af verri endanum, Íslenskuð útgáfa af Fairytale hans Alexanders Rybak! Því miður náðist það ekki á filmu því myndavélin mín varð batteríslaus í lokaatriðinu :/
Og ég ætla hiklaust að kenna þessu Þorrablótsstandi um bloggleti mína undanfarnar vikur, því öll tölvuvinnsla ( og hún var mikil) lá á mér og einnigl á Daníel, sem er algert séní á að finna réttu lögin við atriðin og stílisera eitt og annað. Ef við Danni verðum atvinnulaus í hestamennskunni þá setjum við bara á stofn Kvikmyndafyrirtæki saman, mohahaha
Læt hér fylgja með stutta video sketsa sem við fléttuðum inní skemmtiatriðin okkar.
Þarna má sjá fréttafólkið frá Asísku sjónvarpsstöðinni sem var í hér í sveitinni í fyrra í leit sinni að venjulegu fólki í Landeyjum. Hvort að nágrannarinir í Fróðholti og Ármóti falla undir þá flokkun, skuluð þið sjálf dæma um ;)
Og áður en Sjónvarpsstöðin yfirgaf klakann, fékk hún að fylgja Lilla í lokatilraun til þess að finna "Venjulega fólkið í landeyjum"
Góða skemmtun ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
- Október
Flettingar í dag: 2953
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364470
Samtals gestir: 89842
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 12:56:34
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]