Færslur: 2010 Ágúst
29.08.2010 21:41
Slagurinn við þá bestu
Mynd Óðinn Örn
Það er nú ekki alltaf sem að hófapressan veitir manni athygli þegar maður mætir í brautina, en Díva fékk óskipta athygli Eiðfaxa manna að lokinni forkeppni í tölti á Íslandsmótinu á föstudaginn. Við mættum í braut í fyrri hálfleik keppninar og vorum lengi vel í öðru sæti með 7.70 í einkunn, en toppurinn er heitur og margir vilja komast þangað og næstsíðasti hestur í braut ruddi okkur að lokum niður í B-úrslit.
Ég var að vonum ekkert voðalega kát yfir því enda B-úrslitin riðin samdægurs og kannski fór ég ekki alveg með rétta hugarfarið inní þau, því mér fannst eiginlega allt of mikið að ríða tvenn úrslit á tveimur dögum á svona ungu hrossi þó svo að þjálfunarástandið hafi batnað til muna síðasta mánuðinn. Díva stóð sig vel í B-úrslitunum og eftir hraðabreytingar vorum við efstar. Svona eftir á að hyggja hefði ég kannski getað tekið meira á henni á yfirferðinni, enda kom það í ljós þegar Siggi Óli ætlaði fram úr okkur, þá setti hún í "óverdrævið", en ég átti nottla að vera búin að setja það á sjálf löngu áður! Hvort þetta réði úrslitum um lokatölur skal ég ekki segja en við enduðum í sjöunda sæti með 7.97 og misstum af því að vera í beinni á RÚV ;)
Hér má sjá sjá umfjöllun um Dívu í nokkrum fréttum Eiðfaxamanna og greinilegt að hún var þeim hugleikin.
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/im-2010-stada-i-tolti-eftir-50-keppendur
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/tolthryssan-diva
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/im-2010-b-urslit-i-tolti
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/myndasyrpa-ur-b-urslitum-i-tolti
En sjöunda sætið á Íslandsmóti þeirra sterkustu er ekkert til að kvarta yfir og kannski bara besta niðurstaðan fyrir mig fyrst ég náði ekki strax að hanga í A-úrslitum. Ég á þá kannski frekar möguleika á því að mæta með hana aftur um næstu helgi á Metamótið og bæta um betur ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
15.08.2010 20:11
Ræktunarbúsýning á Stórmóti Geysis
Við frænkurnar vorum í rokna stuði í lok Júlí mánaðar. Ætli við höfum ekki verið svo yfir okkur ánægðar að vera loksins komnar í hnakkinn aftur að okkur fannst ekki annað hægt en að vera með í ræktunarbúsýningu sem Geysir bauð upp á á Laugardagskvöldið á Stórmóti Geysis sem haldið var um Verslunarmannahelgina.
Hinn ungi og sperti Þrumufleygur var tekinn inn úr hryssum 3 dögum fyrr, járnaður og Jonni prufaði kappan. Það var eins og hann hefði aldrei dregið undan folanum og hann væri í fullri þjálfun, sem sagt Þrumarinn var klár!!. Þrumufleygur og John Kristinn áttu feikna góða innkomu, enda ekki annað hægt en að hrífast að þessum gæðing.
Það mætti halda að hann sé gerður úr gúmmíi, svo mikil er teygjan í þessum kraftmikla pjakk.
Sara reið Dimmi sínum sem fyrr um morgunin hafði þreytt B-úrslit í A-flokk og staðið sig vel. Þess má geta að Dimmir og Þrumufleygur eru náskyldir, undan hálfsystkynunum og fyrstu verðlauna hrossunum Tígur og Þyrnirós sem eru undan Vöku frá Álfhólum.
Hrefna María sat Indíu sína Leiknisdóttur og dóttur Svertu frá Álfhólum. 5 vetra efnileg keppnis hryssa sem er hálf systir Zorró sem gerði góða hluti með hana á brautinni fyrir nokkrum árum.
"Týndi sonurinn Daníel Smárason á Sóllilju". Danni vann í mörg sumur hjá okkur þegar hann var yngri, er núna komin í nágrenni við okkur, nánar tiltekið á Ármót.
Stenft var með Dívu, Dimmir, Þrumufleyg, Gjósku og Indíu. En þó nokkur forföll urðu á hrossum á síðustu stundu þar sem Díva átti að taka þátt í a-úrslitum í tölti strax á eftir sýningunni og Gjóska marðist á hóf daginn áður og draghölt. Föstudagskvöldið fór í að skoða hvað væri til í búllinni á Álfhólum og hver hentaði best til að sýna hvað.
Hinn ungi og sperti Þrumufleygur var tekinn inn úr hryssum 3 dögum fyrr, járnaður og Jonni prufaði kappan. Það var eins og hann hefði aldrei dregið undan folanum og hann væri í fullri þjálfun, sem sagt Þrumarinn var klár!!. Þrumufleygur og John Kristinn áttu feikna góða innkomu, enda ekki annað hægt en að hrífast að þessum gæðing.
Já það vantar ekki fagran limaburð í þennann. "Glampi gerði þetta 10 vetra... þessi er aðeins 4 vetra!!!".. heyrðum við í fólki segja eftir sýninguna.
Það mætti halda að hann sé gerður úr gúmmíi, svo mikil er teygjan í þessum kraftmikla pjakk.
Sara reið Dimmi sínum sem fyrr um morgunin hafði þreytt B-úrslit í A-flokk og staðið sig vel. Þess má geta að Dimmir og Þrumufleygur eru náskyldir, undan hálfsystkynunum og fyrstu verðlauna hrossunum Tígur og Þyrnirós sem eru undan Vöku frá Álfhólum.
....Svo var tekin ein upphitunarbuna á Dívu þar sem hún var að hita upp fyrir Tölt úrslitin.
Hrefna María sat Indíu sína Leiknisdóttur og dóttur Svertu frá Álfhólum. 5 vetra efnileg keppnis hryssa sem er hálf systir Zorró sem gerði góða hluti með hana á brautinni fyrir nokkrum árum.
Leó Geir reið á Móey Eldjárnsdóttur og dóttur Móeiðar Kjarksdóttur. 5 vetra hryssa sem fór í 7.90 fjögurra vetra.
"Sara, jakkinn gleymdist!" hahha
Þess má geta að Móey er sónuð fylfull við Þrumufleyg!
Þess má geta að Móey er sónuð fylfull við Þrumufleyg!
"Týndi sonurinn Daníel Smárason á Sóllilju". Danni vann í mörg sumur hjá okkur þegar hann var yngri, er núna komin í nágrenni við okkur, nánar tiltekið á Ármót.
Hér er Video af showinu þar sem Shakira var til hávegar höfð og hrossin dilluðu sér við Waka Waka...
Skrifað af "Álfhólar team"
03.08.2010 10:20
Stórmót Suðurlands
Dimmir og Sara
Hestamennskan hér á Álfhólum er hægt og rólega að rísa upp úr öskustó eftir flensuskrattan sem hefur tröllriðið öllu síðustu misseri.
Það var þó ekki fyrr en um síðustu mánaðarmót, í byrjun Júlí að ég sagði hingað og ekki lengra, byrjaði að járna allt uppá nýtt og koma öllu í gang. Þá hafði ég varla sest í hnakk frá því í lok apríl, í rúma tvo mánuði! Ég var að spá í að byrja á því að fara á reiðnámskeið, svo ryðguð var ég orðin, og harðsperrurnar sem ég fékk eftir fyrsta daginn..... við skulum ekki tala um þær!
Hrossin voru svona og svona, og sum höfðu bætt alveg svakalega á sig, eins og til dæmis hún Díva mín sem líktist frekar flóðhesti en venjulegu hrossi eftir hvíldina. Hefði nú getað startað henni eitthvað fyrr, en hún slasaðist á afturfæti um miðjan júní og fékk þ.a.l tvær auka vikur í hvíld.
Um helgina var svo stórmót og miðsumarssýning á Hellu þar sem voru yfir 50 skráningar í öllum fullorðinsflokkunum og það er ánægjulegt að það sé að lifna svona yfir hestamennskunni.
Í B-Flokk var ég með Gjósku, og fékk hún 8.30 eftir þokkalega sýningu og vantaði herslumuninn til að komast í B-úrslit. Mér fannst ég reyndar ekki ná nógu vel til hennar og svo kom í ljós daginn eftir að hún var orðin hölt á framfæti og er enn. Þar með er hún að brenna inni með síðsumarssýninguna.
,
Díva og Sara
Systkinin undan Miðfells-Dimmu stóðu sig með ágætum. Dívan er enn svoldið þung á sér eftir langa stöðu og var svo sem ekkert að toppa sig, en í forkeppni í Tölti skoruðum við 7.20 og í úrslitum 7.57 og uppskárum fjórða sætið.
Dimmir og Sara
Viku fyrir mót byrjaði ég að þjálfa Dimmir aftur. Ég ætlaði að byrja á honum líka í byrjun Júlí en hann byrjaði þá aftur að hósta mér til mikillar ánægju eða þannig og fékk 3 vikur í viðbót í frí.
Í annað skiptið inná hringvöll og einkunn í forkeppni 8.43 og önnur inní B-úrslit. Eftir tölt og brokk stefndi allt í öruggan sigur, en úthaldsleysið gerði vart við sig og skeiðið klikkaði. Hann endaði þvi aftur annar í B-úrslitum með einkunina 8.52. Ég fékk boð um að ríða í A-úrslitum á honum vegna forfalla, en ég ákvað að geyma það til betri tíma og koma hestinum í betra form.
Á laugardagskvöldið tókum við einnig þátt í ræktunarbússýningu en meir um það síðar.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
- Október
Flettingar í dag: 2645
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364162
Samtals gestir: 89834
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 11:30:23
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]