Færslur: 2010 Janúar
25.01.2010 15:48
Val á Landsmótsstað
Ég get vart orða bundist yfir þeirri ákvörðun að leitast við að halda Landsmót í Reykjavík 2012. Persónulega finnst mér nóg að hafa tvo landsmótsstaði á landinu, á Gaddstaðaflötum og á Vindheimamelum, byggja þessa staði betur og betur upp heldur en að hringla með þau á milli staða.
Landsmótið 2008 var illa skipulagt að mörgu leyti og ég skil afar vel óánægju fólks yfir því. Að hafa keppnishrossin í hólfum á opnu tjaldsvæði, veit ekki hverjum datt þetta eiginlega í hug. Ég hefði verið brjáluð að hafa eitthvað lið undir áhrifum allskyns efna í kringum sparihestana mína.
En þó að skipulag á mótinu 2008 hafi ekki verið í lagi, hvernig voru mótin á undan því?? Ég man ekki eftir öðru en að LM 2004 hafi bara verið afar vel heppnað og skemmtilegt mót. Reyndar eru umferðarmálin á sunnudeginum alltaf vandamál og það reyndi verulega á þolrifin að bíða í bílnum í tvo tíma áður en maður komst út á þjóðveginn á síðasta landsmóti. Ég hugsa hinsvegar að það sé sama hvar landsmótið verði haldið á suðurlandinu, umferðamálin á sunnudeginum verða alltaf erfið, líka í Reykjavík, Landsmótið er jú FYRSTU HELGINA Í JÚLÍ mestu ferðahelgi ársins ásamt verslunarmannahelginni. Og til að losna við þessa miklu umferð, verðum við þá ekki bara að færa Landsmótið fram um eina helgi??? Og losna þá við skrílinn sem kemur bara á LM til að detta í það, því það hefur ekki efni á því svona rétt fyrir mánaðarmótin!
Og hver eru svo helstu rökin fyrir því að færa LM til Reykjavíkur, jú það er svo frábær aðstaða þar fyrir hesta og menn.
Tökum fyrir hestana... Ég veit ekki betur en að allir hestar séu komnir meir og minna á græn grös þegar komið er fram í lok júní. Aðstaðan sem ég sé á höfuðborgarsvæðinu samanstendur af hesthúsi og litlum gerðum fullum af grjóti en mér finnst það ekki vera sæmandi keppnishrossum um hábjargræðistímann. Ég myndi vilja hafa túnblett til að geta hleypt út á, kannski að maður gæti girt af UMFERÐAREYJU einhversstaðar. Í þrjátíu km radíus frá Gaddstaðaflötum eru óteljandi tamnngarstöðvar og hrossabú sem hægt er að semja við um geymslu á hrossum og með réttu skipulagi er hægt að hafa fín keppnishestahólf á Gaddstaðaflötum fyrir slatta af hrossum, þannig að fullyrðingin um að aðstaðan fyrir hross sé betri á höfuðborgarsvæðinu er röng að mínu mati.
Og svo fólkið.... Það er ekki hægt að bjóða útlendingum að vera í tjöldum innan um þetta æpandi pakk sem sækir landsmót, þeir vilja vera á fínum Hótelum! Á suðurlandi eru líka óteljandi gistimöguleikar frá Hveragerði að Eyjafjöllum og ég get ekki séð að það sé stórt vandamál þar á ferð. Tjaldbúðastemningin líka fyrir marga ómissandi á Landsmótum og ég get ekki séð hvar á að koma henni fyrir á Landsmóti Í Reykjavík, kannski á einhverri ANNARI UMFERÐAREYJU??
Aðstaðan fyrir áhorfendur á Gaddstaðaflötum er sú besta á landinu, hvar annarstaðar geturðu rölt nokkra metra og verið með puttann á púlsinum um hvað er að gerast bæði á kynbótavellinum og keppnisvellinum?? Ekki í Víðidal, ekki á Vindheimamelum eða Melgerðismelum! Og mér hefur verið tjáð að það eigi að bæta enn um betur varðandi áhorfendabrekkuna á Gaddstaðaflötum ef mótið verður aftur þar. Til að koma öllum áhorfendaskaranum fyrir í Reykjavík hlýtur að þurfa að gera miklar breytingar, því ef ég man rétt þá var afar þröngt á þingi þar árið 2000.
Hvort að ég sé hlutdræg, já ég er það örugglega en ég þekki samt fullt af fólki héðan og þaðan af landinu sem er sammála mér og vill að þarnæsta Landsmót verði haldið á Gaddstaðaflötum með hæfu og reyndu fólki í skipulagningu sem er ekki alltaf að finna upp hjólið!
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
14.01.2010 00:00
Smá ræktunarpælingar
Alltaf er maður að velta fyrir sér ræktuninni og reyna að læra eitthvað af þeim hrossum sem maður er með undir höndum, hvað passar og hver sé lykillinn að því að hrossin passi saman, og hvernig hross maður eigi ekki að para saman. Þó svo að blubbið sé örugglega fínt til hliðsjónar fyrir suma, þá get ég ekki sagt að ég fari mikið eftir því. Ég get verið óskaplega "pikkí" þegar ég er að halda hryssunum mínum, þó svo góðir graðhestar séu í hverju horni þá get ég alltaf fundið þeim öllum eitthvað til foráttu ;)
Mæður hestanna er eitthvað sem ég lít á áður en ég ákveð mig endanlega, eru þær búnar að gefa einhver önnur afkvæmi sem kveður að eða er allt ósýnt eða með slaka dóma nema þessi eini sem ég er að hugsa um að halda undir. Það hlýtur að vera meiri möguleiki á góðum genum í hesti sem á góð systkini heldur en þeim sem á það ekki.
Töluvert er ég haldin þeim annmarka að horfa meira á hæfileika heldur en byggingu, sést kannski best þegar litið er á tölur á hrossunum okkar, oftar en ekki er hæfileikaeinkunn töluvert hærri en byggingin. Ég hef lítið gaman að ríða á útlitinu og faxinu einu saman og vil finna mótorinn virka og hestinn bylgjast undir hnakknum, já og fótaburð takk fyrir!
Geðslag og vilji skipta höfuðmáli, því jú hugurinn ber þig hálfa leið. Þetta er sá þáttur sem erfiðast er að vita eitthvað um, hvernig var gripurinn sem þú ætlar að nota t.d í tamningu? Hrekkjóttur? Ofur viðkvæmur eða þar fram eftir götunum....
"Sjálfrennireið" var notað yfir hlutinn bíl áður en naforðið bíll eða bifreið varð til. Ég nota þetta orð stundum um hesta sem ég get riðið um án mikils handafls, og það er líka eitt af mikilvægustu ræktunarmarkmiðunum mínum, að hrossið sé sjálfberandi. Maður vill að afkastahrossin séu líka reiðhestar, en ekkert er leiðinlegra en að ríða á hesti sem hangir stanslaust á taumunum Ég get alveg fengið mér lóð og æft heima í stofu þegar mig langar til, ef mig langar í sterkari upphandleggsvöðva!!
Það væri auðvitað frábært ef maður kæmist í að prófa alla hesta sem maður hefur hug á að nota því það getur gefið manni réttari tilfinningu á það hver passar undir hvern, en það er afar langsótt mál og því verður maður að fylgjast vel með hvað er í gangi á brautinni þegar sýning er í gangi, því tölurnar á blaðinu.... þær segja nú ekki alla söguna.
Folaldið sem skreytir þessa færslu er undan Dimmir og Þyrnirós. Þessi tvö hross hef ég tamið og þjálfað frá byrjun og gjörþekkti bæði tvö og fannst bara Dimmir vera akkúrat hesturinn á hana. Ætla svo sem ekkert að uppljóstra hvaða ræktunarformúlu ég hafði til hliðsjónar og framtíðin verður að leiða það svo í ljós hvort ég hafi haft rétt fyrir mér, en ég kom allavega sigri hrósandi heim í hesthús eftir að hafa hann augum litið í fyrsta sinn og titlaði sjálfa mig sem ræktunarmann ársins fyrir afrekið. Svipurinn á Hrefnu frænku sem var þar heima fyrir var heldur vantrúarlegur en samt var það hún sem skríkti hæðst þegar stóðið var rekið heim nokkrum dögum síðar og var með myndavélina á lofti.
En folöld eru jú bara folöld en gefa þó alltaf einhverja vísbendingu um það sem vænta má, og þessi sýndi stökkferð á tölti og skeiði með miklum fótaburði og mýkt fyrstu vikurnar, og geðslagið virkaði mjög indælt þegar hann var örmerktur fyrr í haust þannig það má allavega láta sig dreyma um flotta "Sjálfrennireið" ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
05.01.2010 23:32
Á nýju ári
Það er ekki hægt að hafa Gleðileg jól fram að páskum þó að óneitanlega hafi maður haft það fínt um jólin, og já og Gleðilegt nýtt ár, "by the way" :)
Veit ekki hvar ég á að byrja en fannst það við hæfi að birta mynd af litlum brandblesóttum Pjakksyni sem komin er í fóstur til mín. Átti að vera tímabundið því Verena var búin að frátaka hann, en svo kom í ljós að það er ekki víst hvort hún hafi aðstöðu til að vera með hann því hún verður ekki hjá mér í vetur. En mér er eiginlega alveg sama þó hann verði hér Ótímabundið, því mig langar bara alveg að eiga hann sjálf. Ekki það að það sé ekki nóg af hundum í kringum mann, hann er bara svo "ógó" mikið krútt ;)
Eins og t.d hann Viggó varðhundur sem tekur sér alltaf stöðu í óbyggðri kaffistofunni (sem á vonandi að fara að klára í vetur) og tekur hressilega á móti gestum svo að mörgum er um og ó. Það er samt alveg nauðsynlegt að eiga góðan varðhund á þessum síðustu og verstu, allavega er Hrefna María alveg klár á því að það hefði ekki verið brotist inn hjá þeim í fyrra ef Rexi hennar og Fluga hans Valda bróður hennar, hefðu verið heima. Þau hefðu örugglega tekið á móti þjófapakkinu og pakkað því saman. En sem betur fer hefur starf Viggós verið Hestasmali fram að þessu og hann er svaka góður í því, hjálpar til við að reka á eftir hjá manni og fleira. Hann er samt stundum aðeins of aktífur og oftar en ekki heyrast svohljóðandi orgin í manni um allt hesthús: VIGGÓ NEI !!!!!! Og þá hleypur sá mórauði uppá kaffistofuloft svo ég nái ekki í skottið á honum ;)
Pjakkur minn gamli er þarna fremstur á myndi með Viggó og Rex. Pjakkur vill heldur halda sig á "Austur-bakkanum", nánar tiltekið á Kanastöðum þar sem honum finnst hann fá betri þjónustu og húsnæði heldur en hérna. Þar hefur hann líka verið duglegur við að auka kyn sitt og nýjustu fréttir herma að litfagrir hvolpar undan honum hafi verið að seljast dýrum dómi á einum bæ. Jahá, ég þarf nú að fara að innheimta hvolpatoll fyrir hann með þessu áframhaldi!
Og Dimmuborg litla biður að heilsa. Það er svo sem ekkert nýtt að frétta af henni, en hún er ekkert
á því að gefast upp á lífinu ennþá og er býsna brött á að líta og fyrirmyndarsjúklingur í alla staði.
"Hörkutól" segir Dýralæknirinn um hana sem hefur meðhöndlað hana og er á sömu skoðun og ég, að gefa henni eins mikinn tíma og sjá til hvort einhver bati komi til með að eiga sér stað. Vorum raunar sammála um það í síðustu úttekt að hún væri aðeins skárri. Og verður maður ekki að vona að góðir hlutir gerist hægt og ungur aldur vinni með henni.
Heilbrigt hross verður hún náttúrulega aldrei heldur er spurning hvort hún geti gróið einhvern veginn þannig að hún finni ekki mikið til.
En annars bara spennandi vetur framundan og fullt af skemmtilegum hrossum að týnast á skeifur. Móey Móeiðardóttir og Gáskudæturnar Gjóska og Gæska svo eitthvað sé nefnt. Og ég fékk góðar fréttir af Mánastein rétt fyrir áramót. Hann svarar ekki beygjuprófi og ýfingar sem sáust á kjúkubeini fyrr í haust virðast hafa gróið ágætlega, þannig að maður skellir kannski kappanum aftur á skeifur fyrr en síðar og athuga með frekari tamningu :) Maður fagnar nú samt alveg rólega, því sinar sjást ekki á röntken og það verður bara að koma í ljós hvort að það hafi orðið einhver skaði á þeim.
Og hvort hann verður jafn hágengur og þarna á myndinni verður líka að koma í ljós, en hann er allavega laus í bógunum ;)
Ný aðstoðarkona er komin í hesthúsið og hún er íslensk í þetta skiptið, eða allavega að hálfu leyti, norðmenn eiga svo hinn helminginn, hún heitir Elísabet og er frá Steinsholti í Gnúpverjahrepp.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
Flettingar í dag: 1357
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627831
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 12:23:59
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]