Færslur: 2009 Ágúst

28.08.2009 10:20

Ekki bara liturinn ;)



Frumburður Móeiðar, Móey Eldjárnsdóttir, mætti í braut í hífandi roki síðastliðin mánudag og stóð sig með ágætum, 7.90 í aðaleinkunn og annað sætið í fjögurra vetra flokki.   Klárhryssa með 8.5 fyrir tölt, vilja, fegurð í reið, háls og herðar ( það sem skiptir máli ;) og 9 fyrir prúðleika. 7.99 fyrir byggingu og 7,84 fyrir hæfileika.

Not only the color ;)

The first offspring of Móeiður, Móey daughter of Eldjárn frá Tjaldhólum, went to the track last Monday and did very fine, 7.90 overall score and second place in four year old group.  Fourgaited mare with 8.5 for tölt willingness, form under rider and neck (all what matters ;) and 9 for mane.  7.99 for conformation and 7,84 for rideabilitys.



"Áts"...... á blinda stökki upp í rokið. 

Ég verð að játa að mér leist síður en svo á blikuna á mánudag þegar ég mætti með hrossin á sýningu, kolvitlaust moldrok og huggulegheit eða þannig.   Hross komu rjúkandi á fullri ferð niður að stóðhestahúsi og menn hvítir í framan af hræðslu.

I have to admit that I didn´t have a nice feeling about showing the horses when I came to Hella, the wind was sometimes so strong that you couldn't see out of the eyes cause of mud.  Some horses did handle the wind very badly and came running really fast from the track with their terrified riders.
 
Reiðhallirnar gera það að verkum að um leið og það blaktir hár þá ríður maður bara inni og hefur það náðugt og þar með veit maður ekkert hvernig hross taka því að þurfa að afkasta í svona veðri. En sú vindótta kippti sér ekkert upp við það að fjúka þarna fram og aftur og stóðst óveðursprófið uppá 10 :)

When you have a riding hall, your horses don't know how to handle such a crazy weather, cause when you have such a weather at home, you simply ride inside!  Therefor you don´t know anything about how the horse are handling this kind of situation.  But the young silver dabble didn´t care about blowing there back and forward and did passed the bad-weather test with 10 ;)


Fleiri myndir hér

23.08.2009 14:05

Hökuhágengur?



Það er spurning hvort orðið hökuhágengur sé næginlegt lýsingarorð til að lýsa þessum skjótta eða hvort það þurfi að finna upp nýtt orð fyrir þennan fótagang.

It is a question if the it is possible to find a right word to describe the movements in this pinto stallion foal.

Ég notaði tveggja vetra Víkingsson undan Miðfells-Dimmu, Dáðadreng í fyrra á þrjár hryssur og ég held að ég geti ekki verið annað en ánægð með útkomuna. Öll fara þau á flottu tölti þó svo að þessi skjótti beri af.  Ganghæfnina er ekki langt að sækja því Víkingur afi er með 10 fyrir tölt og ekki var Dimma amma svo ómöguleg heldur.  Móðirin, Rauðhatta er af gamla Nökkvakyninu hér undan Tígur gamla.

I used two year old son of Víking from Voðmúlasstöðum and Dimma from Miðfelli, Dáðadrengur, last summer for three mares and  I´m pretty happy with all his offspring.  All goes on beautiful tölt with good movements even though this pinto stands up.  He doesn´t have to seek the quality of gaits far away cause his grandfather, Víkingur  had 10 for tölt and Dimma wasn´t that bad horse either ;)  The mother Rauðhatta is from the old Nökkvi´s breeding line here, daughter of Tígur from Álfhólar.



09.08.2009 10:09

Gáska gleðigjafi



Eitt ráð er alveg óbrigðult til að koma tamningarfólkinu í gott skap eftir erfiðan dag, að bjóða því á bak góðu hrossi :)

Gáska happy maker!

One thing that never fails to get our employees into a good mood after a difficult day is to offer them to ride a good horse :)




Sko, hvað það virkaði vel :D

And look how it worked, pretty well :D



Litli folinn sem fylgir með er Keilissonurinn klaufalegi sem ég birti myndir af fyrr í sumar.  Það er ekkert klaufalegt við hann lengur, kattmjúkur töltari og hver veit nema að hann verði bara einhverntíman íslandsmeistari eins og einn af eigendunum!

The little foal is son of Keilir, who was very clumsy on his first day of live, is not clumsy anymore. He goes on this soft clear tölt and who knows if he will be in the future Master in something like his owner. Owners are Husafellshestar.

 



Það þarf nú engar þyngingar eða skeifur svo að hún Gáska mín lyfti uppí vinkilinn ;) ... hvað þá marga mánaða sérfræðiþjálfun. Og ekki liggur hún á taumunum blessunin, það má hún eiga.  Gáska hefur ekki verið í þjálfun síðan 2002.  Hún sónaðist fylfull við Kappa frá Kommu fyrir tveim vikum síðan og Sara Rut tamningarkona skellti sér berbakt á hana þegar hún fór í með hana út í hagann.
Ekki leiddist henni að ríða um á þess mýktar tölti og var erfitt að fá hana til að taka út úr merinni og sleppa.

Gáska doesn't need any shoes or boots to lift her legs nicely ;) ... or specific training for many months. And neither is she leaning hard on the rains!   Gáska is one of my favorite first price mares and she hasn't been in training since 2002.  We were just taking her home after a meeting with Kappi from Kommu for two weeks ago and Sara Rut our help trainer was just ferrying her to the wild horse field when we took those picture. She did not think it boring at all to ride this soft tölt and she almost didn´t want to release her to the field.  And notist, Sara Rut hasn´t any saddle and that does say something about Gáska trustful temperament!

02.08.2009 22:20

"I´m a Barby girl....."



Það er ekki sjálfgefið að góð meri sé endilega góð ræktunarhryssa eða að maður sé svo heppin að para hana saman við rétta hestinn. 

It is never for sure that a good mare is necessarily a good breeding horse or that you are so lucky that you bring her to the right stallion.

Þó svo maður sé fullur hroka og segi að litur skipti engu máli, bara gæði, finnst manni ekkert leiðinlegt að eiga svona ljóshærða barbídúkku í stóðinu hjá sér eins og þessa fjögurra vetra dóttur 
Móeiðar og Eldjárns frá Tjaldhólum.  Móeiður, móðir hennar er ennþá eftir því sem ég best veit hæst dæmda vindótta hryssa í heimi. Hvort sú litla kemur einhvern tíman til með að toppa mömmu sína er ómögulegt um að spá en hún er allavega léttstíg og jákvæð og gefur mér bara tilefni til að vera bjartsýn um framhaldið og góð fyrirheit að Móeiður sé ekki bara góður einstaklingur og falleg á litinn heldur komi einnig til með að skila eitthvað af sínum góðu eiginleikum til afkomenda sinna

Even though I´m cocky and say that colour doesn´t matter, only the quality, I cant help it that I´m really pleased to have such a blond baby doll in my heard like this 4 year old daughter of Móeiður and Eldjárn from Tjaldhólar. Móeiður her mother is still, with my best knowledge, the highest judged silver dapple mare in world.  Weather the daughter will ever step into her mother´s shoe is impossible to tell, but anyway she is amaching youngster, with good movements and positive character.  She gives me the hope that Móeiður is not only a good for her self and with a pretty colour, but also is giving some of her good rideability's and to her offspring's.




Ég var með snilldargest frá Hollandi, Rudy, um helgina sem var að prófa hesta og þiggja reiðkennslu.  Ég var alveg orðin raddlaus eftir að ausa úr viskubrunni mínum yfir kallinn í heila tvo daga þannig að ég setti hann bara á bak við nýju myndavélina hennar Hrefnu Maríu með ágætum árangri þó svo að eitthvað hafi gleymst að hafa inni á þessari mynd ;)

 
I had this good visitor from Netherlands, Rudy, over the weekend but he was trying horses and getting some more knowledge about riding and handling from us.  When I had become completely speechless after been informing him about all things for two days, I put him behind the new camera from Hrefna María with fine result even this picture is maby not 100% perfect ;)




Þetta fax er eiginlega allt of mikið fyrir minn smekk, tóm vandræði alltaf að flækjast í taumunum og undir hnakknum!   En sumir er  víst hrifnir af þessu. Fleiri myndir af Móey
hér

This mane is exeally too much for my taste, just making trouble when it goes around the rains and under the saddle!  But some do like it anyway ;)   More picture here



En Hollendingurinn fór ekki tómhentur heim eftir helgina hann pakkaði Zonju í tösku og hún fer út með næstu ferð til Liege ásamt þremur öðrum sem ég seldi til Þýskalands í vikunni.  Við frænkurnar vorum reyndar orðnar tvístígandi um hvort við ættum að selja hana undir lokin en það þýddi ekkert að snúa Rudy, Zonja var hesturinn hans og punktur!

But the man from Netherlands did not went home with emty hands after the weekend, he put Zonja into his suitcase and she leaves with next flight to Liege with three other horses I sold to Germany last week.   My and my cosine Hrefna were unsure in the end if we should keep Zonja cause she has such a nice character and movements, but it was not a chance to turn Rudy mind to another horse, Zonja was his horse and that was IT !!
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 3043
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364560
Samtals gestir: 89842
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 13:18:55

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]