Færslur: 2009 Júlí
30.07.2009 10:52
Folöld 2009
Fyrsta folald Ronju undan Fróða frá Staðartungu er eitt af mörgum sniðugum folöldum í ár.
Vildi bara að ég hefði átt góða myndavél þegar hann dansaði þarna fyrir mig, ekki einhverja sem tekur 1 mynd á sekúndu og ekki einu sinni í fókus :( Það verður breyting á núna þar sem hún Hrefna María er búin að kaupa sér eina svaðalega flotta vél sem er nú kannski hægt að stelast í.
Sá bleikálótti hefði nú mátt fá eitthvað af litnum hennar mömmu sinnar, en engu að síður er ég mjög ánægð með hann, kattmjúkur og rúmur á öllum gangi og ég þarf ekkert að væla yfir fótaburðinum.
Fyrstu vikuna fannst mér hann mátulega fallegur en hann var orðinn mjög gerðarlegur og framfallegur þegar ég fór með Ronju undir hest í síðustu viku, en hún fór undir Auð frá Lundum. Humm, já reyndar á ég hann nú ekki alveg sjálf því hann er fæddur í hlutafélagi þessi með þeim Húsafellsfélögum Sigga og Robba.
Móaló kalla ég einu hryssuna sem ég fékk undan Dimmi í sumar, en hún er undan Mónu gömlu. Nafnið skrítna fann ég upp þegar ég sá hana fyrst, hún var eins og lítil könguló og svo heitir mamman Móna svo þetta var auðvelt :D
Mér líkaði það vel sem ég sá í Fróðasyninum hennar Ronju að ég keyrði alla leið vestur á Snæfellsnes og hélt Mónu undir Fróða frá Staðartungu. Hún er nú orðin gömul greyið en ég vona að ég nái einu í viðbót frá henni. Dimmu keyrði ég líka undir Arð frá Brautarholti í vikunni sem leið til þess að búa til alsystkyni Dívu :)
21.07.2009 02:53
Að vera til
mynd Valgerður Valmundsstóttir
Ekkert er eins gaman í hestamennskunni eins og njóta þess að vera á góðum hesti úti í náttúrunni :) Sumarið er tími rekstratúranna. Við erum búin að fara í 3 stutta hérna niður að Hólsá, þar eru hreint frábærar útreiðarleiðir, moldargötur og grasbakkar. Svo væri auðvitað gaman að komast eitthvað til fjalla en spurning hvað það er gáfulegt þegar ca 70 % af hópnum sem er í þjálfun eru fjögurra og fimm vetra hross. Þá finnst manni dagsferðirnar vera hentugastar.
mynd Valgerður Valmundssdóttir
Dekurdollurnar tvær, Gjóska og Díva sáu alveg um að minna mann á tilgang þess að vera í hestamennsku ef ske skildi að maður hefði gleymt því.
Ég var svo ótrúlega heppin að fá hana Valgerði vinkonu í heimsókn með myndavélina og smella nokkrum myndum af okkur í túrnum síðasta laugardag.
16.07.2009 01:28
Folöld
Stundum fæ ég sendar myndir frá ánægðum ræktendum sem hafa haldið undir stóðhest hjá mér, þessi Dimmissonur er í eigu vinkonu minnar Maríu Dís og þau hafa skýrt hann Tígur í höfuðið á afa sínum. Það vantar ekki töltið í þennan ef marka má þessa mynd :)
Sometimes I get pictures from a happy breeders who have a foals from my stallions. This Dimmi´s son is owned by my girlfriend María Dís and he has got the name, Tígur like his grandfather. A natural tölter, prepare to this picture :)
Ninja móðir þess rauða er einnig frá Álfhólum og er sýnd með 7.80 í aðaleinkunn.
Ninja his mother is also from Alfholar and is showed with 7.80 overall scoure
Þessa mynd fékk ég svo senda fyrr í sumar af fyrsta folaldinu sem fæðist undan Mánastein, en hann heitir Gýgur frá Melaleiti og er undan hálfsystur Ágústínusar.
This picture I got send erlier in summer of first offspring of Mánasteinn, his name is Gýgur from Melaleiti and is from half sister of Ágústíns from Melaleiti.
14.07.2009 13:59
Íkon frá Hákoti í girðingu
Íkoni frá Hákoti mun verða sleppt í girðingu hér á Álfhólum á næstu dögum.
Íkon er mjög vel ættaður stóðhestur í eigu Rósu Valdimarsdóttur (móðir Hrefnu og móðirsystir Söru) og jafnframt hennar reiðhestur og keppnishestur. Það sem prýðir þennan hest fyrir utan ættina er einstakt geðslag og botnlaust rými á takthreinu tölti. Til gamans má geta að Íkon er ósigraður Vetrarleikahestur Fáks! ;)
John Kristinn tengdasonur Rósu hefur staðið sig einnig vel í töltkeppni á Íkoni undan farið.
Hann sver sig vel í ætt föður síns Töfra frá Kjartansstöðum með mikla úrgeislun og hæfileika. Hálfbræður hans hafa líka verið að koma skemmtilega út Krákur, Kramsi, Kiljan og Óskar. Með Íkoni er hægt að ná í sömu blóðlínu fyrir miklu minna verð. Hann hefur mikla reiðhests eiginleika og sennilega eftir að gefa mikla töltara, geðgóða keppnishesta og reiðhesta.
Móðir Íkons er 1. verðlauna hryssan Bella frá Kirkjubæ. Hún stóð efst í 4. vetra flokki LM 1998. Hún hefur reynst vel sem ræktunarhryssa og gefið 3 fyrstu verðlauna afkvæmi. Albróðir Íkons, Sjón, hlaut 8,17 í aðaleinkunn.
Aðaleinkunn: 7,98 | |
Sköpulag: 7,80 | Kostir: 8,10 |
Höfuð: 7,0 Háls/herðar/bógar: 7,5 Bak og lend: 9,0 Samræmi: 8,0 Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,0 Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,0 |
Tölt: 9,0 Rúmt Taktgott Há fótlyfta Brokk: 8,0 Skeið: 5,0 Stökk: 8,5 Vilji og geðslag: 9,0 Fegurð í reið: 8,5 Fet: 7,0 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
Verð á Folatolli er 40.000 kr (með girðingagjaldi og sónar) + Vsk.
Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga á að koma með hryssu.
07.07.2009 01:31
FM 2009
Jæja, nú er lífið að komið í sinn vanagang eftir stuttan skreppitúr á Fjórðungsmót á Kaldarmelum. Þar fengum við Díva tækifæri til að keppa við bestu töltara landsins sem gekk bara nokkuð vel. Ég var svo hógvær að setja mér aðeins það markmið að komast í B-úrslit, því þetta var jú fyrsta stórmótið hennar og hryssn varla búin að slíta barnsskónum. Markmiðinu var náð og við enduðum í níunda sæti með einkuninna 7.20 í forkeppni. Humm, næst setur maður markið enn hærra!
Það hafa verið haldnir miklir fundir um framtíð Dívu, því hún er jú hlutafélagseign. Einn hluthafinn fékk nefnilega þá grillu í höfuðið að hann væri alveg að fara að deyja, stálsleginn maðurinn og hann yrði að drífa sig og fá folald svo ræktunin gæti hafist. En síðasti fundurinn var haldinn á Kaldármelum og þar var sæst á að vera með Dívuna í keppni eitt ár enn og sýna hana aftur í kynbótadóm næsta vor. Sjá fleiri myndir teknar af vinkonu minni Valgerði Valmundsstóttur á Hrauni í albúmi hér
Ég dvaldi í góðu yfirlæti hjá pabba, Ástþóri og konunni hans, Kötu í Dal og Dívan fékk spónalagaða svítu hjá Gunnari í Hrísdal og kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir mig.
Folöldin hafa fæðst heldur seint hjá mér þetta árið, hryssurnar fóru ekki að kasta af alvöru fyrr en eftir 10 júní. Mig vantar góða uppskrift af því hvernig á að framleiða merfolöld, því ca 85% af fæddum folöldum eru hestar :(
Hvort að ónefndur móbrúnn Dimmisson fetar einhvern tíman í fótspor frænku sinnar Dívu get ég ekki sagt til um en sportlegur og léttur er hann og hefði alveg mátt vera hryssa. Ég segi meir frá folöldum síðar.
- 1
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]