17.06.2009 00:29

Dansað við sjóinn




Dancing by the sea

Stundum þegar við fáum góða gesti í heimsókn og veðrið er gott, þá er lagt á og riðið niður í fjöruna sem liggur c.a 3,5 km fyrir neðan bæinn.

Sometimes when we have good company, we offer our gests a ride to the sea, c.a 3,5 km away from the farm.



Sandurinn er frekar þungur en er ágætis þjálfun fyrir hestana.  Hér áður fyrr, fyrir tíma hringgerða og reiðhalla, bundum við alltaf tryppin utaná og gerðum þau reiðfær á fjörunni.

Útsýnið er fallegt til allra átta og víðáttan mikil.

The sand is rather heavy but good training for the horses.  Before we used to train our youngster on the beach for first times. The view is beautiful.


Áður en við komumst niður á sjó verðum við að fara yfir grunnt stöðulón og það þykir töluvert sport.

Before we get to the seashore we have to ride over a little lake, fun both for horses and people :)
The dancer by the sea is of course my stallion Dimmir.

13.06.2009 22:11

Mánasteinn kominn í hólf

Nokkrar óþreyjufullar hryssur biðu eftir að komast á stefnumót við hann Mánastein frá Álfhólum. Ekki var hægt að láta þessar dömur bíða stundinni lengur og ákveðið var í snarasti að redda málunum og sleppa folanum í girðingu í gærdag. 

Þeir sem hafa pantað undir hann eru beðnir um að hafa samband sem fyrst en ekkert mál er að sleppa inn á hann hryssum. Aðrir áhugasamir geta einnig haft samband en ennþá eru nokkur pláss laus undir þennan flotta fola. Verð á folatolli er 40.000 kr með öllu (tollur, vsk, girðingagjald +1 sónar)
 



Nánast óþarft er að kynna þennan fola fyrir lesendum sem koma reglulega hér inn á síðuna en Mánasteinn er afar álitlegur og vel ættaður ungfoli sem ber þennan fallega móvindóttalit sem hann hefur erft frá móður sinni.

Mánasteinn er undan 1. verðlauna klárhryssunni 
Móeiði frá Álfhólum og hinum hornfirska 1. verðlauna stóðhesti Tígur frá Álfhólum.



Eldri systir Mánasteins, Móey sem er á 4 vetur hefur komið mjög vel út í tamningu núna í vetur. Hágeng og léttstíg klárhryssa sem geislar af. Hún er undan stóðhestinum Eldjárni frá Tjaldhólum. Hér er mynd af henni, hún ætti nú að fá ágætt fyrir frampart þessi  ;)



Dimmi verður sleppt í hólf núna upp úr 20. júni. Verð á folatolli undi hann er 50.000 kr með öllu (tollur, vsk, griðingagjald + 1 sónar).

Annars eru folöldin að fæðast hvert á fætur öðru þó svo það fari rólega af stað. Sara hélt flestum hryssunum sínum eftir síðasta Landsmót þannig þau fara að koma bráðlega.

Móeiður eru hins vegar búin að kasta móvindóttu hestfolaldi sem verður trúlega grátt. Faðirinn er Huginn frá Haga og folaldið eru í eigu Húsafellshesta. 



Reist og fallegt folald sem fer mest um á brokki.
 

Ég (Hrefna María) er núna á Álfhólum. Ég ákvað að gera mig gagnlega við eitthvað þar sem flensan er að herja á mig óþarflega og vinna í heimasíðunni meðan Sara og frænka okkar Rakel Jónsdóttir eru úti að vinna. 

Kveðjur úr Sveitinni :)

07.06.2009 20:08

Kynbóta "rúllettan"

Fyrri viku kynbótasýningu á Hellu lauk með yfirliti á föstudag.  Ég sýndi 3 hryssur, Dívu og Herská og Gullveig frá Lóni renndi ég aftur í gegn.



Díva stóð sig vel og fékk fjórar níur, fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð í reið, 8,15 fyrir hæfileika og 8.02 í byggingu, 8.10 út.  Ég var bara nokkuð sátt við útkomuna, allavega þar til einhverjir brekkudómarar fóru að ýta því að mér að hún hefði alveg mátt fá 9,5 fyrir tölt í forsýningunni, ég ætla svo sem ekkert að leggja mat á það, fannst ég bara ætti að örugglega að fá 9 og var ekkert farin að hugsa neitt lengra en það :)

Ég vildi ekki vera að ergja lesendur með enn einni myndinni af Dívu svo ég setti bara mynd af næstu vonarstjörnu undan Dimmu í staðinn, henni Dimmuorg Bragadóttur sem er nú á öðrum vetri.  Dimma hefur nú skilað 4 afkvæmum af fimm sýndum í fyrstu verðlaun, öll 5 eru með 8,5 eða 9 fyrir tölt og fegurð í reið eftirsóknaverðustu eiginleikana í ræktun að mínu mati fyrir utan vilja og geðslag sem þau eru líka öll með 8,5 og 9 fyrir, nema ein.  Ekki svo slæmt hjá henni Dimmu minni.

Gullveig frá Lóni skreið yfir áttuna og Norðmaðurinn síkáti tók gleði sína á ný.  En Gullveig er á förum til frændríkisins eftir stefnumót við Álf frá Selfossi ef að líkum lætur. Ég á reyndar eftir að upplýsa hann um litamöguleikana sem geta komið fram eftir slíkan hitting, hvort hann er tilbúinn til að fá eitthvað hvítt með rauð eyru eins og getur komið þegar verið er að mixa saman tveim slettuskjóttum genum.  Gulla er nefnilega með örlítið hvítt í auga sem gefur til kynna að hún getur verið örlát á slettuskjótt líkt og Glampi faðir hennar.

Já og þriðja hrossið sem fór í braut, ekki orð um það meir, nýtekin af botnunum og eitthvað extra afundinn þann daginn. Það má eiginlega segja að við höfum toppað okkur neðan frá humm :/   Reyndar vissi ég alveg áður en ég reið í braut að þetta ætti ekki eftir að ganga, eins og að spila rússneska rúllettu með skot í öllum hylkjum nema einu og vona það besta, kallast þetta ekki bara spilafíkn, svona heimska? ;)

En spilafíknin heldur áfram og það er stefnt með eitthvað fleira í braut í næstu viku og spennandi að sjá hvaða tölur verða dregnar uppúr hattinum þá. 

31.05.2009 09:31

Vorverkin



Ég set hrossin alltaf út í litlum hópum til að fyrirbyggja slys og einn daginn þegar ég var að fylgja þeim í girðinguna tók ég eftir því að þessi hópur var skemmtilega samsettur svona litalega séð, allt fjögurra vetra hryssur nema Gjóska sú móskjótta er 5 vetra.  Ég þarf ekki að örvænta því að hrossin mín einhæf á litinn ef þessar skila sér í ræktunina einhverntíma. Móey,Gjóska, Dagrún, Gæska og Sóllilja.  Sumar af þeim eru nú að banka í það að verða sýningarhæfar, en ég væri nú alveg til í að það væri ein kynbótasýning í júlí.

Það var nú einmitt sjálfskipaður kynbótadómari í heimsókn fyrir fáeinum dögum og sá nokkur hross, en hann varð voða hrifinn af Móey litlu og Gjósku Gáskudóttur.



Þessari mynd var smellt af Móey fyrr í mánuðinum út um bílglugga.  Fyrir svona mánuði síðan fannst mér hún hálfgerður krakki,  styrklaus og ekki tilbúin í sýningu, en hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á hverjum reiðtúr núna síðustu vikurnar og sýning ekki svo fjarlægur möguleiki lengur, hún er bara að verða býsna skemmtileg og kominn töluverður burður í hana ( þessi mynd segir reyndar lítið um það hvernig hún er orðin núna, við skulum segja að hún sé svona "allt í lagi" á henni ;)

Loksins í vor fékk ég að halda henni Móeiði minni aftur og hún fór undir Fróða frá Staðartungu en hann heillaði mig í vetur á Svínavatni og enn meira í skautahöllinni.  Mér finnst alveg kostur þegar hestar virka vel á ís.  Ég skal játa að ég hélt alveg vatni yfir honum á landsmótinu síðasta og alveg mátulega hrifin af því að vera fengin til að halda Ronju undir hann þá, en það má nú alveg skipta um skoðun er það ekki ;)




Kybótasýningar eru byrjaðar og ég rúllaði einni í gegn í Hafnafriði, henn Gullveigu Glampadóttur.  Það gekk þokkalega, 7,90 aðal en byggingin var nú ekkert að hjálpa (7,81) þó svo þetta sé myndarmeri sem allir sem koma í hesthúsið spyrja um.  Hún var nú hamingjusamari í heimahögunum heldur en á sýningunni þegar þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum í stöðumati.  En skeiðgírinn var í góðu lagi og fékk hún 8,5 fyrir þann þáttinn.  Kannski er ég búin að liggja aðeins of mikið yfir því að bæta skeiðið á kostnað klárgangsins?



Hrefna María fór með hann Rauðskegg sinn frá Brautartungu, slaktaumatöltarann sinn og fékk á hann 9 fyrir brokk, tölt og fet meðal annars, 8,14 fyrir hæfileika á Víðidalssýningunni. Aðaleinkunn 7.95


Og Íkon keppnishesturinn hennar Rósu, vetraruppákomusigurvegari með meiru, fór í góða fyrstu einkunn fyrir hæfileika, m.a 9 fyrir tölt og vilja 8,10 fyrir hæfileika og 7,98 í aðaleink.  Sýnandinn var knapinn á myndinni, John Kristinn Sigurjónsson.

Ég hef aðeins verið aktívari á keppnisvellinum núna en oft áður og þá oftast með Dívu sem stendur sig yfirleitt vel. Fór í Kópavog um miðjan mánuðinn og gekk vel, var í fjórða sæti eftir forkeppni en ákvað að sleppa úrslitum, langt að keyra og of mikið álag fyrir unga meri að fara í gegnum úrslit á öllum mótum sem hún tekur þátt í.   Keppti aftur á henni á Hellu viku seinna og þar skráði ég hana í meistaraflokk og við fengum 7.07 í einkunn í forkeppni og 7.44 í úrslitum.  Ekkert ósátt við það.  Ákvað síðan að sleppa Reykjavíkurmeistaramótinu og huga að kynbótasýningu, ekki að það sé mikil breyting í sambandi við fótabúnað því ég hef alltaf verið með hana á áttum og kynbótahlífum í keppni utan einu sinni og það var eina mótið sem hún komst ekki í úrslit á. Það eins og ég segi stundum, "minna er meira" 
Nei maður þarf víst eitthvað að leggja inní Gleðibankann, það gengur ekki endalaust að taka út, annars er nú ótrúlegt hvað það er nú oft mikið inná reikningnum hjá henni þrátt fyrir endalausar úttektir, vildi að bankareikningurinn minn hagaði sér eins!

Ég renndi mér líka með Dimmir á Gæðingamót Fáks fyrr í maí og það var ágætis æfing.  Var reyndar talin alveg galin að fara með hann á mót án þess að prófa hann á hringvelli áður, og jú jú ég skal alveg viðurkenna það að ég hefði örugglega sett upp hentugra prógramm fyrir hann ef ég hefði gert það.  Hann var full heitur til að leggjast almenninlega á brokkið og hvað þá að feta og lokaeinkunn var 8.22 þannig að það er bara að gera enn betur næst.  Er að velta fyrir mér að sýna hann aftur í kynbótadóm, tel að hann eigi örugglega inni á nokkrum stöðum ennþá tölur, en ég hef ekki verið eins skipulögð í þjálfuninni á honum eins og ég var í fyrra, þannig að það er spurning hvað maður gerir.

Já ég hef ekki verið duglega að uppfæra undanfarið, eins og vinkona mín sagði við mig, gerist ekkert í sveitinni???  Það er reyndar ekki svo, það gerist stundum of mikið þannig að tíminn fyrir framan tölvuna verður afar lítill.  Svo eru tölvumálin í ólestri hjá mér þessa dagana og þessi færsla skrifuð á gamlan traktor ef þannig má orða það og kannski orðið tímabært fyrir mig að laga "lappan" svo það sé hægt að setja inn einhverjar nýjar myndir við tækifæri af því sem er að ske, eins og nýjum folöldum og svona :)

05.05.2009 09:07

Keppni og Hvuttar



Skellti mér á mót á Selfossi um helgina, Íþróttamót Sleipnis.  Það gekk bara nokkuð vel og eftir að hafa unnið B-úrslit á Herská Parkersdóttur í fjórgang endaði ég fjórða í A-úrslitum.  Hrefna María og Rauðskeggur voru í öðru sæti en Svanhvít Kristjánsdóttir vann á Kaldalóns.

Í tölti kom ég 4-5 inn á Dívu en var alveg ákveðin að ríða mig upp í annað sætið og það tókst næstum því , endaði í 2-3. 
Ég skil nú ekki alveg þankaganginn á þeim sem voru inní dómpall, því ég tilkynnti 3svar að ég væri á Dívu í tölti en ekki Ref, samt er honum ennþá tileinkaður árangur hennar :( 

En allavega.... fékk þessa fínu mynd af Dívu senda frá Arnari sem kennir sig við Hrísnes


Eins og sumir hafa frétt, þá fékk ég stálpaðan hvolp upp í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði síðan.  Hann er úr sama goti og Kraftur sem ég missti undir mjólkurbílinn, sonur Pjakks og Snotru. Hann er efnilegur og áhugasamur hestahundur með smalagenið á hreinu.  Viggó heitir hann en réttnefni væri líklega Dúmbó, svona miðað við eyrnastærð, það liggur við að hann geti flogið á eyrunum þau eru svo stór :D



Nokkru myndarlegri er albróðir hans, Darri hennar Auðar Matt. sem kommentar stundum hér á síðunni hjá mér, svaka flottur hundur.

Sauðburður er hafinn í sveitinni, byrjaði 24-25 apríl og ætli að það séu ekki svona 1/4 að verða borinn, þannig að það er fjör á fleiri vígstöðvum heldur en bara í hestunum!

28.04.2009 08:23

Ræktun 2009




Ég las það á Hestafréttum á miðvikudaginn að ég ætti að vera með ræktunarbússýningu í Ölfushöll!  Það höfðu farið fram óformlegar viðræður þess efnis en ég var ekkert búin að ákveða neitt.  En.... fyrst það var búið að henda manni út í djúpu laugina, þá var bara eins gott að synda að bakkanum og ég mætti með 3 ungar klárhryssur. 

Ég tók sjensinn og mætti með Móskjónu mína sem reyndar er búin að fá nafn, og heitir nú Gjóska. Hún er 5 vetra undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku minni, fyrir þá sem ekki vita. Svoldið hrá, en hún slasaðist illa á fjórða vetur og ég hélt að það væri búið spil með frekari tamningu en sem betur fer lagaðist hún.  Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér þessi hryssa og þegar hún er í virkilegu stuði, þá hef ég stundum sagt að hún sé síðasta hrossið sem ég sel úr húsinu. En auðvitað var hún ekkert í höllinni eins og hún er í heimahögunum ;)



Hrefna "Jóns"

Ég ákvað að vera ekkert að sækja vatnið yfir lækinn og fann bara knapa úr Álfhólaræktuninni til að ríða með mér.  Hrefna þekkir Herská en hún var með hana í smátíma í vetur.  Herská er 6 vetra undan Parker og Gýgur Blakks 999 dóttur, já maður sækir að sér hornfirðingana úr öllum áttum ;) en komin af Lýsingi frá Voðmúlastöðum í móðurætt ef mér bregst ekki minnið.
Gýgur var mikil fótaburðarmeri og svakalega viljug hryssa en með arfaslakan dóm.  Herská er nú stærri og myndarlegri en mamma sín en ég veit ekki hvort ég á eitthvað að vera að angra kynbótadómarana með henni eða vera bara með hana í keppni. Hún var önnur á þrígangsmóti hjá Geysi þar síðustu helgi á því allra fjörugasta hestamóti sem ég hef tekið þátt í, Deildarmóti Geysis.

(Þeir sem fatta ekki sneiðina undir myndinni þá er að sjálfsögðu verið að vitna í snillinginn Danna Jóns sem fer oft mikinn í veifingum)



Rósa, mamma Hrefnu kom til mín á fimmtudagskvöldið, daginn fyrir sýningu og prófaði Dívu í fyrsta skipti.  Það þurfti ekki að beita hana miklum fortölum til þess að ríða með okkur eftir að hún hafði prófað hana, enda Díva með léttari og skemmtilegri hrossum sem maður kemst á bak.  Díva er 5 vetra undan Arð frá Brautarholti og Dimmu frá Miðfelli.

Ég veit að það væri glæpur af mér að lofa bót og betrun í blogginu en vonandi verður ekki svona langt í það næsta.



"Álfhólatútturnar" ;) 

13.04.2009 00:30

Smá pælingar

                                                                                                                                                                                              

Já það er alveg að koma sumar, og í tilefni af því set ég hérna inn eina glaðlega mynd sem ég fann af Dimmi mínum tekna í kvöldsólinni í fyrra.  Hann var nú líka svo skemmtilegur í kvöld ;)

Allavegana, það er orðið langt síðan ég lagði orð í belg, algert kæruleysi hjá mér, þetta er svona þegar dagarnir lengjast þá kemur maður ekki innúr hesthúsinu fyrr en rétt fyrir miðnætti. 

Það er ýmislegt sem poppar upp í hugann og maður hefur eins og aðrir skoðun á hinum og þessum hlutum.   Nú eru í umræðunni breytingar á kynbótasýningarforminu, breytingar á vægi og það að færa sýningarnar að einhverju leyti inn á hringvöll.

Mér líst svo sem ágætlega á að lækka vægið á vilja og geðslag og færa það yfir í gangtegundirnar, það er erfitt að leggja mat á þessa einkunn og finnst hún ekki alltaf eiga við rök að styðjast.

Með að færa sýninguna inná hringvöll, er ég hins vegar ekki svo viss um, fannst það sniðug hugmynd i fyrstu til að sjá þjálni og lipurð en ég er ekki að sjá fyrir mér framkvæmdina á því.  Hugsa að ef fólk er óánægt með dóma eins og fyrirkomulagið er núna þá kalli þessi framkvæmd á enn meira ósamræmi í dómum.  Held að þessir kynbótadómarar okkar eigi bara fullt í fangi við að finna út réttu tölurnar þegar riðið er á beinni braut hvað þá ef það er verið að flækja málin og ríða á hringnum líka.

Hofum við ekki nóg af hringvallarkeppnisgreinum sem við getum farið með kynbótahrossin okkar og sannað getu þeirra í ?

Eina sú alheimskulegastu tillagu um breytingar á kynbótasýningum sá ég á seisei.is, að það eigi bara að taka allar snúrur í burtu, hrossið eigi bara að vera svo vel þjálfað að það sé ekkert mál að stýra því beinu inná miðri braut.  Ég er bara svo skini skorpin að ég sé voðalega lítið skynsamlegt við þetta.  Ég myndi ekki treysta mér að ríða fjögurra vetra tryppi inná miðjum stóra vellinum á Hellu og gera þannig að skammlaust væri, sama hvurlags geðprýðisgrey það væri.  Þeir sem þjálfa hross daginn út og inn vita hestar eru yfirleitt leitandi annað hvort til hægri eða vinstri, eru missterkir og að baki þess jafna út misstyrk og fá tryppi til að beita sér nákvæmlega rétt er er töluverð vinna.   Ég myndi segja að það væri stór aukin áhætta á ágripum ef reynt væri að leggja hross á 20 metra breiðum velli, eða hvað þeir eru nú breiðir þessir stóru vellir, heldur en ef hann væri stúkaður af, og væri það ábætandi?

Það að ríða hesti beint getur vafist fyrir besta fólki og hestum, það hef ég séð þegar ég hef verið að leiðbeina fólki, tekið það af sporaslóðinni í reiðhöllinni og sagt því að ríða eftir miðlínu í staðinn.  Og þegar maður sjálfur gerir slíkt sama kemst maður að raun hvað það er eftitt að ríða beint án stuðnings, hesturinn leitast við að falla ýmist út um hægri eða vinstri bóg nema hann sé þeim mun meira tamin og þjálfaður.

Og talandi um gengisfellingu á kynbótahrossum, hverjum er það til hagsbóta, eigendum, ræktendum, sýnendum eða dómurum?  Kannski kaupendum sem geta nælt sér í álitlegt hross sem mistókst í dómi af því að aðstæður voru óhagstæðar, á góðu verði.  Fer svo með það í keppni á hringvelli þar sem völlurinn er stúkaður af með snúrum eða plasti og slær í gegn.

Mér finnst fyrirkomulagið eins og það hefur verið í Hafnarfirði síðustu ár fínt, þar sem vellinum er skipt í miðju og hægt að ríða sitthvoru meginn á vellinum.

Annars get ég verið sammála greinarhöfundi á seisei með það að þessar snúrur eru oft óþarflega háar og tamið hross á alveg að virða snúrur í lægri hæð heldur en þær eru nú, þannig að ljósmyndarar og áhorfendur verði ánægðir.



 En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra.  Ég brunaði með Parkersdótturina mína á sitt fyrsta mót um síðustu helgi og náði 7 sæti á hana,  jebb, bara viðundndi miðað við að þetta er nú engin sérstök töltkeppnishryssa, alla vega ekki sem stendur.  Hugsa hana fyrir fjórgang, en því miður eru mótanefndir svo hugmyndasnauðar allan veturinn að það dettur engum i hug að það sé hægt að keppa í einhverju öðru en tölti (Þá er ég ekki bara að tala um á þessu svæði). 
Tvær reiðhallir eru í nágrenningu og fullt af keppnisglöðu fólki í Geysi en það eina sem er i boði allan veturinn er tölt, humm já ég er alveg viss um að það eru fleiri sammála mér.


                                                                                                                                            
Rúllaði svo með Dívu litlu á Dimbilvikusýningu þar sem hún tók þátt í ræktunaratriði fyrir Sörla, en það eru jú metnaðarfullir Sörlamenn sem eiga hana á móti mér.  Þessi mynd er nú samt síðan á Svellköldum í lok febrúar.  

Það er ein keppnisgrein sem ég er ákveðin að keppa á þessari meri i áður en hún fer í folaldseignir en það er slaktaumatölt, ég hef reyndar fíflast með það að ég ætli að verða íslandsmeistari í slaktaumatölti á henni, en öllu gríni fylgir einhver alvara ;)  Hef reyndar aldrei prófað að keppa í þessari grein en þessi hryssa hefur opnað augu min fyrrir því að það væri gaman að prófa það.  Það skiptir engu máli hvort ég held í taum eða ekki hún heldur algerlega öllum burði og takti við slakan taum, óneitanlega skemmtilegt að ríða svoleiðis hrossi, og ég er eins og hestarnir, vil hafa það "næs" :)

Gleðilega Páska!

21.03.2009 06:51

Fjör í sveitinni

Eða eiginlega ætti þessi frétt að heita "Heimasíða í tilvistarkreppu" miðað við dugnað umsjónarmanns að undanförnu við að uppfæra, já eða þannig sko.

Og til að sanna það að við erum enn á lífi þá setti ég inn eina mynd af okkur Verenu sem var tekin í gær, og eins og sjá má erum við bara nokkuð hressar enda ekki annað hægt þegar myndatökumaðurinn er hún Valgerður vinkona í Grindavík, sem kom við í gær að ná í hestinn sinn sem við vorum með í tamningu fyrir hana :)

Verena mátti líka vera kát með daginn, en hún var í frumtamningaprófi með 3 tryppi sem hún er búin að vera að temja hjá mér í vetur sem gekk bara ágætlega.  Sérstaklega var gaman að fylgjast með henni vera með Sóllilju Sóldaggardóttur í verkefninu laus í hringgerði, já eða eigum við að segja laus í reiðhöll, því sem stendur er ég ekki með neitt hringgerði.  En það skipti engu máli því hryssan dansaði og lék sér við tamningarmanninn eins og það væri ósýnilegur spotti á milli þeirra svo flott var leiðtogahlutverkið og gagnkvæm virðing þeirra á milli og fengu þær fullt hús fyrir eftir því sem ég best veit.

Jamm, annars gengur lífið bara sinn vanagang í sveitinni, dagurinn farinn að lengjast og þá vill nú oft verða að vinnudagurinn lengist með.  Þjálfunin á flestum hrossunum hefur gengið stórslysalaust, litlu hryssurnar á fjórða vetur þær Móey, Dagrún og Gæska halda allar áfram að vera lofandi.  Gæska Gásku og Tígursdóttir kemur kannski mest á óvart, því hún er búin að vera svo hrikalega róleg og mannelsk í uppvexti en hún er svaka viljug og sem stendur viljugust af þessum þremur, alveg ofboðslega samvinnuþýð og vinnufús.  Já stundum er ekki allt sem sýnist. 

Það kom reyndar aðeins bakslag í þjálfunina á Dagrúnu þegar ég uppgvötaði kúlu á kviðnum á henni sem leit við fyrstu sýn út fyrir að vera rifbeinsbrot, en er líklega samkvæmt skilgreiningu dýralæknis, slitinn vöðvi sem hefur gróið einhvern veginn saman með tilheyrandi örvefsmyndun. Þetta hefur þá væntanlega gerst á sama tíma og nágrannastóðhesturinn beit hana á háls þegar hún var veturgömul, það eru þá sem sagt tveir slitnir vöðvar í tryppinu!  Það væri alger bömmer ef öll þessi leiðindarmeiðsli yrði til þess að ég næði ekki sýningu á henni því ef að Díva systir hennar þykir lyfta löppunum, já þá ættuð þið að sjá þá bleikálóttu litlu í stuði ;) 

Og Móey, er eins og ég lýsti henni fyrir meðeigandanum, töltið er svo mjúkt að það er eins og maður sitji bara á töfrateppi nokkrum sentimetrum fyrir ofan jörðina, hún er svo skreflétt en með mjög stinnt og gott brokk að auki. 

Söluhrossunum hefur eitthvað fækkað inná síðunni og það stendur til að ráða bót á því svona þegar færi gefst til.



 Í lokin, ein mynd af okkur Dimmi á Svínavatni á gamaldags fljúgandi skeiði.  Við gerðum ferð þangað um þarsíðustu helgi og dvöldum í góðu yfirlæti hjá Jonna og frú á Hæli.  Flott veður og skemmtilegt mót.  Sýningin hjá mér gekk ekki alveg upp, Dimmir var full heitur í braut og fékk arfa slaka einkunn fyrir brokk sem hann var ekkert inná því að sýna,  8,34 út og var í sæti 14-16 af 58 keppendum.  Kannski á ég bara að vera sátt við útkomuna, en hver er það þegar hann veit að hægt er að gera betur?
 
Af hverju segi ég gamaldags skeiði? Jú, ég heyrði það útundan mér að ráðunautar séu farnir að tala um nútíma skeið og gamaldags skeið.  Nútímaskeiðið á að leyfa meiri fjórtakt heldur en gengur og gerist og maður sér það greinilega á landsmótspólunni að hross sem varla slíta spor eru að fara í svaklegar tölur á skeiði þannig að þetta er kannski bara það sem koma skal.  Ég veit ekki hvað skal segja, en í öllum þeim dómaraleiðurum sem ég hef lesið þá er skeið tvítakta gangtegund með svifi!  Í hlutarins eðli er skeið hins vegar alltaf með örlitlum fjórtakti, því annars væri hesturinn við að stytta sig í hverju spori og kæmist ekki uppá neina ferð.  En það á að vera það lítið að manneyrað á bara að heyra tvítaktinn, tja eða það hélt ég alla vega :S

02.03.2009 02:46

Klakadrottningar

Tveimur jörpum hrossum var skellt upp á kerru á laugardaginn og stefnan tekin í Laugardalinn á ístöltið Svellkaldar konur.  Þetta var auðvitað þvílíkt menningarsjokk fyrir svona sveitahesta sem varla höfðu farið út fyrir túngarðinn.  Fyrsta alvörumót beggja og vonandi ekki það síðasta :)

Refur fór inn í öðru holli, en fyrir annars svona viljugan hest eins og hann, var svellið honum algerlega ofviða og vinurinn festist bara í handbremsu sem hann losnaði ekkert úr hvað sem á dundi.  En einkunin lofaði góðu fyrir framhaldið, 6,20 og rétt fyrir utan úrslit sem var bara velviðunandi sérstaklega þar sem hann var að vinna langt undir getu.

Litla systir Dimmis, hún Díva sem er bara á fimmta vetur, var hins vegar mun glaðlegri en Refurinn og eftir að hún hafði áttað sig á svellinu þurfti ég lítið annað að gera en að sitja og láta fara vel um mig, hún sá um restina sjálf og útkoman var ekki langt frá markmiðinu sem var að sjálfsögðu að fara beint í A-úrslit, en hún kom efst inní B-úrslit einungis 0.04 kommum á eftir næsta hesti, með einkuninna 6.63.  Við náðum ekki að halda sætinu og duttum niður í 7unda, kannski sem betur fer. Ég þurfti þá ekki að finna upp afsökun til að ríða ekki A-úrslitin, því það hefði mér aldrei dottið í hug að leggja á svona ungt tryppi!

Til fróðleiks eru hér úrslitin úr opna flokknum en öll úrslit er hægt að sjá á hestafrettir.is

Opinn flokkur:
A úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Lena Zielinski Eining f. Lækjarbakka Brún 8 Geysir 7,43 8,22
2 Hulda Gústafsdóttir Völsungur f. Reykjavík Brúnstjörn. 16 Fákur 7,40 7,94
3 Erla Guðný Gylfadóttir Erpir f. Mið-Fossum Jarpnös. 10 Andvari 6,67 7,78
4 Bylgja Gauksdóttir Piparsveinn f. Reykjavík Brúnn 6 Andvari 7,10 7,44
5 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7,17
6 Artemisia Bertus Flugar frá Litla-Garði Rauðstjörn. 9 Stígandi 6,90 7
 
B úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7
2 Sara Ástþórsdóttir Díva f. Álfhólum Jörp 5 Geysir 6,63 6,78
3 Edda Rún Ragnarsdóttir Ábóti f. Vatnsleysu Brúnn 7 Fákur 6,50 6,67
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir f. Grafarkoti Brúnn 7 Þytur 6,33 6,61
5 Maria Greve Trú f. Álfhólum Rauðtvístjörn. 9 Gustur 6,50 6,5
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ösp f. Kollaleiru Brún 12 Hörður 6,30 6,44

Það var alveg tvöföld ánægja að ríða þessi úrslit þvi þarna var líka Maria á henni Trú sinni sem hún er nýlega búin að kaupa. 


Henni gekk betur fyrir tveim helgum en þá vann hún 1sta vetrarmótið í Gusti og þar hafði hún ekki amalegri keppinauta en t.d Þrist frá Feti ;)



Um síðustu helgi var einnig haldin vetraruppákoma i Fáki og þar vann hún Rósa móðursystir mín á stóðhesti sem er í þeirra eigu, Ikon frá Hákoti. Vel af sér vikið hjá þeirri gömlu :)
.

En það er ágætt stundum að líta uppúr amstri dagsins og á dögunum skelltum við frænkur okkur á Þorrablót með sveitungunum í Njálsbúð, virkilega fjörugt og skemmtilegt blót sem stóð fram undir morgunn.

12.02.2009 11:25

Frændur frá Flosa



Það hefur ekki verið hægt að kvarta undan útreiðarfæri síðustu vikur, eða veðri, nema stundum vill verða svoldið kalt. 
Ég tók smá stöðumat á honum Dimmi í gær,en hann er búin að bæta töluvert í og fullorðnast í vetur. Það er ekki að ástæðulsusu að ég kenni þessa færslu við Flosa frá Brunnum, því mér finnst Dimmir alveg svakalega líkur honum á þessari mynd.

Cousins descended from Flosi frá Brunnum.

I can not complain about the riding conditions last few weeks or the weather, but sometimes it has been a little cold when the wind blows in this frost. Yesterday Dimmir was taken to a "status analysis". He has improved a lot since last year and has become more groven up with more strength. So there is a reason for why I tribute this blog to Flosi from Brunnum (old stallion from the east ). I think Dimmir looks very alike him on this photo above. 

 


Nei það er sko ekkert berbakt og beislislaust út í mýri að gera einhverjar sirkusæfingar í jollý fíling, það er bara tekið á því og skyrpt úr hófum.  Við kannski spottum út eitthvað skemmtilegt ísmót í vetur og keppum í A-flokk, hver veit?

Nooo here is not bareback with no bit out in the field doing some circus exercises! (An article about Sara and Dimmir in last Icelandic horse Magazine, Eiðfaxi). Noo  just full throttle. Maybe I will take him to some ice competition in A-flokkur, who knows?



Ég fer aldrei ofan af því að gott sé að byggja á góðu afturfótaskrefi, svoleiðis hross geta verið að bæta sig langt fram eftir aldri.

I truly believe that good behind step is what you are looking for in a horse. That kind of horses can improve longer and more than short step horses.




Annar afkomandi Flosa í hesthúsinu hjá mér er Gáski sem búinn er að vera hjá mér í síðan í haust. 

Here is one other relative of Flosi from Brunnum. This is Gáski from Álfhólar he has been in my stable from this autumn.




Skmmtilegur klárhestur með hátt og svifmikið brokk.  Ef mig misminnir ekki, þá eiga Gáski og Dimmir báðir Flosa sem langafa.

Nú eru vetraruppákomurnar að hellast yfir og mættum við stelpurnar á eina slíka um síðustu helgi. Ég tók Rebba með, taldi að hann væri í mestri þjálfun, hann var nú samt búinn eftir þolreiðina í Rangárhöllinni þegar úrslit voru meðtalin.  Spurning hvort það hentar að vera með svona vetraruppákomufyrirkomulag í reiðhöllinni þar sem riðið er hring eftir hring en dómarar sitja í þularstúku og sjá aldrei nema eina langhlið.  Ég er líka þess sinnis að vera með meiri fjölbreytni í vetrarmótahlaldi nú þegar komnar eru þessar fínu reiðhallir í nágrennið.  Slá upp fjórgangs eða fimmgangsmóti.  Fólk þarf að bíða fram í maí til að geta keppt á alvöru íþróttamóti, skil það alveg ef aðstæður til að halda það eru ekki til staðar, en þegar aðstæður eru góðar....ja þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu :)


Söuhrossasíðan er alltaf uppfærð annað slagið með nýjum hrossum, eða þá að ég bæti við nýjum videoum. Ég ætla að vekja athygli á tveim fjalltraustum fjölskylduhestum sem hægt er að sjá video af þar, þeim Eldborgu og Miðil. 

Very good four gaited stallion with very high trot with lots of suspension. If I remember correctly then Dimmir and Gáski have both  Flosi for ther grand grandfather.

Now the competition season is beginning. I went with Refur last weekend and did well went to finals. Also my working girls did well in theyr group.

Horses for sale, page is constantly being updated. New horses and new video of horses. I am going to point out two very nice and safe family horses, Eldborg and Miðill. There is video of them both that you can take a look at.                               Translation Hrefna María                      


30.01.2009 22:01

Lífið bak við rimlana


                                                                                                                                   Lena Valvik
Það kom dönsk stelpa hér við um daginn og sagði mér að blöðin í Danmörku væru full af fréttum um eymdina á Íslandi, Íslendingar hefðu ekki efni á að borða neitt annað en fiskinn sem þeir veiddu úr sjónum og já það lægi við að við værum flutt aftur í torfkofana góðu.  Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim sem eru búnir að missa vinnuna og eru með miklar skuldbindingar á herðunum en það eru samt ekki allir í vandræðum.  Krónan fallin, skelfilegt fyrir þá sem eru með erlend lán, ég svo sem ekki undanskilin, hitt er annað mál að krónan mátti alveg falla til að hjálpa til við útflutning sem er mikilvægur á þessum tímapunkti hvort sem það er fiskur, hross eða hvað sem er.  Gamli tíminn kominn í formi gjaldeyrishafta sem verða um óákveðinn tíma og hver veit hvað gerist þegar losna um þau.  Jú við erum kannski svoldið í búri eins og Dimmir hér á myndinni fyrir ofan og vitum ekki hvað gerist þegar búrið opnast.

Life behind bars

A Danish girl came here to Alfholar few days a go and told me that all of Danish newspapers are full of news of the Icelandic misery, that Icelanders can't afford to eat anything else than the fish that they get form the see and we where almost back in turf houses like the year 1850.
 I am not going to undermine the people who have lost their jobs and have lots of obligation on their shoulders, but there are not all Icelanders in trouble! Icelandic krona has fallen down, terrible for everyone that have foreign loans, I am also one of them, but there is a bright side of this terror. This has been very good for all export form Iceland whether it is fish, horses or something else.
 We also live with currency restrictions and who nows what happens when the government loses them.
 Maybe we are behind bars like Dimmir is here on the photo above. who knows what happens when the bars come down.





                                                                                         Lena Valvik
En best að tala um eitthvað skemmtilegra.  Morgunsól litfagra flýgur burt með Dimmbrá til Danmerkur og þaðan til Noregs þar sem þær munu deila sama hesthúsi, gaman fyrir þær.  Það er alltaf skemmtilegt að vita þegar þau fá að fylgjast að, hross sem hafa alist upp á sama haganum frá því að þau voru folöld.  Óneitanlega leiðir maður stundum hugann að því þegar maður rífur þessi grey úr sínu umhverfi og sendir þau útum allt að maður er að slíta vina og fjölskyldutengsl sem eru mikið sterkari á milli hrossa heldur en margur heldur.

But lets go to something more fun to talk about. The beautiful colored Morgunsól flys away with Dimmbrá to Danmark and from there to Norway, there they will share the same stable which is very good for them. It is always nice to know that the horses can be together, horses that have grown up in the same field since they where foals. Sometimes I think about how they feel when I take them from their normal environment and send them all over the world. Family connections and good friends are broken, the connections between them are stronger then most people can imagine.     


                                                                                                                                  Lena Walvik
Ímynd Flugars og Ísoldardóttir 4v hefur feikna efnilegt skeið, hefur svo sem ekki langt að sækja það en Flugar er með 9 fyrir skeið.

This is Ímynd from Álfhólar. Only 4 year old mare. Daughter of Flugar from Barkarstaðir and Ísold from Álfhólar. She is a very promising young mare with very secure and good pace. Her father has 9 for pace in breeding show.


                                                                                                                             Lena Valvik
Gullveig frá Lóni er líka á leiðinni til Noregs en hún verður í þjálfun fram á vor og klárar sig vonandi af í kynbótasýningu áður en hún fer yfir hafið.   Ljósmyndarinn Lena er líka farin yfir hafið, fór fyrir 10 dögum síðan, gekk ekkert að fá hana til að gefa lækninn uppá bátinn í þetta sinnið ;)  Eitthvað skildi hún eftir af myndum eins og sjá má, sem nota má til skreytinga fram eftir vetri :)

This is Gullveig frá Lóni, she is on her way to Norway to but not yet. I will train her to spring and hopefully she goes to breeding show before she goes over the sea. The photographer Lena from Norway is also gone to her home, she went home 10 days ago. I tried to talk her out of going to Med school and stay and ride horses but that didn't work ;) She left me lot of photos like you have seen, that I can use for decoration for a while.   English translation Hrefna María. 




19.01.2009 00:30

Hafa Danir alltaf rétt fyrir sér?

Við höfum stundum eldað grátt silfur á móti Dönum.  Þeir gáfu lítið fyrir útrásarvíkingana okkar sem við vorum svo ógurlega stolt af og gerðum ekki annað en að mæra í alla staði.  Dönunum fannst nú hinsvegar ekki mikil innistæða fyrir loftbólukaupum í Danmörku og víðar eins og kom síðar á daginn.  Við blinduð af víkingunum okkar fannst Danir bara fúlir og öfundssjúkir úti í velgengni okkar, þeir væru bara lúðar sem þorðu ekki neinu.  

Núna verð ég að viðurkenna að ég er smá öfundssjúk út í Dani sem hafa verið duglegir og áræðnir að ná af okkur góðum stóðhestum á síðustu misserum og er mér þá Álfasteinn efst í huga.  Eins og svo margir er maður búinn að lúra yfir landsmótsspólunni og þvílíkt tryppi þessi 4v bleikálótta Álfhsteinsdóttir frá Ketilsstöðum og þarna var alvöru skeið!  Ekki fjórtaktshringl sem aldrei slítur eins og hjá öðrum ofdæmdum (fyrir skeið) topphryssum en ég ætla svo sem ekkert að fara að velta mér uppúr þessari landsmótspólu meira að sinni.

                                                                                                                            Lena Walvik

Dagrún Álfasteins og Dimmudóttir var tekin á hús 5 janúar og þessar myndir, sjá albúm, teknar 9 dögum síðar.  Ég væri voða kát ef öll mánaðartömdu tryppin gengu og héldu á knapa með sama styrk og þessi unghryssa gerir og hún er bara gleðigjafi.  Hvort hún komi nokkurntíman til með að skeiða álíka eins og hálfssystir hennar er svo önnur saga og tíminn verður bara að leiða það í ljós, en töltið er allavega takthreint og dillimjúkt og...


                                                                                                                            Lena Walvik
Og brokkið skrefmikið og létt.

Og af öðru.....



                                                                                                                           Lena Walvik

Rebbi/Refur er bara í fínu stuði þessa daganna, þó svo að eitthvað hafi hann bætt á sig um jólin eins og sumir aðrir (hóst, hóst). Gaman að vera með einn fullorðinn sem hægt er að hnoðast svoldið með.  En hann er á áttunda vetur og aldursforsetinn í húsinu.


                                                                                                  mynd Lena Walvik eða Valgerður Valmunds.
Þessi
getur bara heitið þrír vinir eða eitthvað svoleiðis.  Hestarnir mínir verða að þola það að hann Pjakkur minn heilsi stundum uppá mig á baki ;)

Ætla í lokin að hrósa ykkur fyrir hvað þið eruð alltaf dugleg að kommenta :)

Does the Danish always know best ?

 

We have not always been the best friend of Denmark.  They didn't like our modern Vikings who went to Denmark and more countries to buy banks, the Magazine Nord and more things.  Danish shake their head and didn't believe in our Mighty Vikings, some wrote a report which our government put under a cheer with other reports written of well educated people who were trying to worn us about that the economic in Iceland was really not OK.  No, we said that Danish were just grumpy and boring and did envy us cause our Mighty Vikings were so brave to dear to take so grate risks.

 

Now I have to admit that I envy Danish. They have been brave and buying here several interesting stallions, some of them I had already used and wanted to use more, and some I was thinking of using in future.  In top of my mind is Álfasteinn, who went too early out of our country I think.  Like many I have been watching DVD from Landsmót over and over again and there is one 4 y old mare, daughter of Álfasteinn, I am really fond of, what a pace in such a young horse.

 

The yellow dune mare on the picture above is Dagrún born 2005, daughter of Álfasteinn, trained for just one month, strong and promising youngster. If she will ever pace like her half sister is a question, but at least the tölt is clear and soft and trot is also strong with high movements.  Very selfcarring horse like all the others Dimma´s offspring I have known.  

 

The other horse is Refur, the oldest horse in my stable, 7 years old and his first winter in training ( he have until now only been ride ca. 2 months in summertime since he was 5 years old).  A pleasure to ride him and good to have one on this age to make some difficult exercise with.




13.01.2009 00:09

Þessi fallegi dagur

Lena virðist geta uppgvötað töfraveröld allt í kringum sig með myndavélinni sinni.   Maður yrði ekkert undrandi að sjá álfa dansa á vatninu fyrir ofan Álfhólana sem bærinn heitir eftir, svo mikill töfrablær er yfir þessari mynd að mínu mati. Ég er búin að segja við hana að gleyma læknanáminu og fara í ljósmyndun í staðinn. 



Maja og Verena leggja af stað í reiðtúr, þekki ekki fararskjótana.



Og það er alveg skotið á mann úr launsátri....



Hah, bún að uppgvöta leyniljósmyndarann....



Tosa,tosa, reyna að hífann upp... hehe    Dimmir á sinni þriðju viku í vetrarþjálfunninni, sprækur og kátur að vanda.  Mér fannst samt hann betri í drullunni á föstudaginn, skrítinn hestur ;)



Herdís/Hervör (það er alveg að koma nafn á Parkersdótturina), tileinka hana góðri vinkonu minni sem reyndar er eigandi að móður hennar, en það er hún Dísa skvísa sem heitir Herdís ;)



Maja leggur Moldu á skeið, nei hún er ekki frá mér þessi, liturinn passar ekki.


Já dagsbirtan hefði alveg mátt vera lengri því það voru margir sem voru að fíla sig á fönninni, s.s Gáski, Rebbi, Dagrún og "Móskjóna" var að sveifla sér svakalega hjá Lenu.  Hún bað mig reyndar að rækta svona hest fyrir sig, nákvæmlega eins og hana. Já það væri nú gott ef maður gæti búið til þessi grey eftir pöntun, en ræktun er víst ekki svona einföld. 


11.01.2009 20:41

Sitthvað



Það er nú smá fyndið að ég var rétt búin að vista síðustu frétt að hún Lena norska hringdi í mig og sagðist ætla að koma aftur, það væri svo gaman hjá okkur hér ;)  Og til að halda Dimmbrá í þjálfun en hún varð fyrir valinu sem framtíðarhestur fyrir litlu systur hennar og fer til Noregs 24 janúar.  Það var heljar hausverkur fyrir Lenu að finna rétta hestinn en valið stóð milli Dimmbrá, Lindu og Morgunsól, allar fínar hryssur, hver á sinn hátt. Það má sjá meir um Dimmbrá undir
seldir hestar



Rós Gáskadóttir er líka á leiðinni til Noregs, en ekki fyrr en eftir ca 3 ár og þá vonandi fylfull, fær að alast upp í íslenska frelsinu þangað til.




En höfðinginn og fyrstu verðlauna stóðhesturinn Heikir frá Álfhólum hefur þegar kvatt skerið og kreppuna og er komin út til Sviss.  Dáldið skrítið að sjá hann líklega aldrei aftur. Hrefna María er með kveðjublogg fyrir hann á síðunni sinni hér


Annars ætla ég ekkert að kvarta yfir neinni kreppu, hesthúsið yfirfullt og verkneminn Verena komin á fullt með 5 tamingatryppi sem voru tekin út áttunda janúar.    Það er nóg af spennandi verkefnum og væntanlega á ég eftir að spjalla um það meir síðar.

Veðráttan kringum jólin og fyrstu vikunna á nýju ári hefur verið alveg einstök og túnin hér voru farin að taka grænan lit.  Þetta er frábær tíð fyrir útiganginn og ég er ekki frá því að ég komist upp með að gefa þeim minna fyrir vikið.



Um miðjan desember var hinsvegar allt á kafi í snjó hér og tamningatryppin kunnu vel að meta það að taka á sprett í snjónum.

01.01.2009 22:00

Nýárslitahugleiðingar

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur Gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla áður en lengra er haldið.


Lena frá Noregi fór heim eftir mánaðardvöl á hér hjá okkur og skildi eftir sig mikið safn af flottum myndum.  Hún var líka dugleg að þjálfa og trimmaði hana Móskjónu Gáskudóttur (það gengur ekki þetta nafnagjafagetuleysi hjá mér) vel til, en hún hefur staðið óhreyfð frá því í vor þegar hún slasaðist illa á kjúku og reyndar hélt ég að það væri búið spil með hana og var alltaf á leiðinni með hana í stóðið til Dimmis og ætlaði bara að henda henni í folaldseignir.  Þeim samdi bara mjög vel stöllunum og Skjóna missti allnokkur kíló og fór að líta út eins og hestur, gekk bara oft þræl maskaralega með hana Lenu.  Það flaug stundum í hug mér að ég hefði betur tekið ofurtilboðinu sem barst í hana fyrir einu og hálfu ári en að hafna því í mínu stórmennskubrjálæði, en núna þessa dagana er ég bara voða fegin ;)

Ég hef stundum á tilfinningunni að fólk haldi að ég sé að rækta hross út frá litum, en staðreyndin er sú að ég hugsa nákvæmlega ekkert um liti þegar ég vel mér stóðhest.  Ég var bara svo heppin að hér voru til þokkaleg vindótt hross til að rækta útaf og bara tilviljun að sú hryssa sem ég held einna mest uppá af gamla stofninum hér er vindótt, sú hefur bara verið að skila frambærilegum og fínum klárhrossum með sterkan grunn þó að enginn hafi farið í skóna hennar Móeiðar ennþá, en ég er þá að tala um hana Mónu gömlu.
Að eiga móvindótta 1st verðlauna hryssu er ekkert slæmt og ekki heldur að eiga skjótta 1st Gáskadóttur sem gefur einhverra hluta vegna ekkert nema skjótt, en það að tvær af mínum bestu merum séu svona skemmtilegar á litinn er bara heppileg tilviljun.  

Ég held bara að ég hafi aldrei haldið undir einhvern stóðhest af því að hann er svona eða svona á litinn, ég væri þá löngu búin að halda undir Glampa frá Vatnsleysu, er veik fyrir svona hringeygðu frá því að ég var smástelpa, samt á ég ekkert einasta kvikindi með "blue eyes". Ekki skilja sem svo að ég hafi neitt á móti Glampa, síður en svo, hef kynnst mjög fínum hrossum undan honum, hef bara ekki nennt að keyra 500 km til að elta hann.  
Mér finnst moldótt líka afar spennandi litur, en ég er ekki búin að sjá draumagraðhestinn ennþá sem hefur þennan skemmtilega lit og þ.a.l er ekki til eitt einasta moldótt/leirljóst kvikindi í stóðinu hjá mér.   Þannig að sem betur fer á ég eitthvað af hryssum með spennandi liti því annars væri hætta á því að allt stóðið í Álfhólum væri allt rautt, brúnt eða jarpt miðað við stóðhestavalið hjá mér undanfarin ár, undanskildir Glymur og Álfasteinn sem voru þó ekki valdir vegna litarhafts :)

Í lokin, Maja danska og Kraftur heitinn í ljósum logum, ein af mörgum flottu myndunum hennar Lenu

24.12.2008 23:24

Gleðileg Jól

Óska öllum vinum, ættingjum, viðskiptavinum og gestum alfhola.is gleðilegra jóla og hamingjuríks nýs árs.

20.12.2008 11:54

Hans frægðarsaga nú er öll

Im Memoriam


Kraftur frá Kanatöðum f. 10.9.2008  d. 20.12.2008


Það er frekar kaldhæðnislegt að þremur dögum eftir að ég segi ykkur frægðarsögur af nýjasta fjöskyldumeðliminum, þurfi ég að flytja ykkur þær sorgarfrétir að varð hann fyrir þeirri ógæfu að verða fyrir mjólkurbílnum í morgun og deyja samstundis.

Það er henni Lenu frá Noregi að þakka að ég á fullt af myndum til minningar af þessum yndislega litla félaga okkar sem varð að kveðja þennan heim allt of fljótt.   










19.12.2008 11:02

Fósturmoldin kvödd



Það hefur verið alveg ágætis hreyfing á hrossum í haust og þessir þrír félagar merktir íslenska fánanum fóru allir til Finnlands í byrjun Desember, Eldvari, Ófeigur og Fáfnir.  Mest hefur salan verið úr landi vegna óvenju hagstæðs gengis krónunnar fyrir útlendinga núna.



Kraftur lætur ekki sitt eftir liggja og fylgist með hvort ekki sé kyrfilega gengið frá öllu.

Mér þykir svoldið merkilegt, að þegar folöldin fæðast á sumrin þá er maður þrælspældur yfir hverju hestfolaldi sem fæðist, samt er staðreyndin sú að það gengur ekkert verr að selja geldinga en hryssur nema síður sé, allavega þegar um er að ræða venjuleg reiðhross.  Ég held að það sé ekki til geldingur hér óseldur yfir 4 vetra aldri nema hann sé ekki til sölu eða hafi setið eftir í tamningarferlinu.
Hryssur á ég hinsvegar nokkrar til yfir 4 vetra aldri, stundum er það manni sjálfum að kenna, sérstaklega ef þær eru í betri kantinum, þvi stundum er maður að veltast með þær og spá hvort þær séu til sölu eða ekki.  Ég er ekki bún að bæta við mikið af söluhrossum að undanförnu en það er allt í vinnslu.  Á meðan ætla ég að minna á tvö hross sem má finna undir Horses for sale.



Þessi vaski geldingur er hann Mímir frá Brimnesi sem er í eigu vinkonu minnar.  Hann var hjá mér í 10 daga í haust og mér leist bara þrælvel á hann, stór og myndarlegur og með mjög efnilegan skeiðgír.  Ég er að tékka á skeiðinu þarna í þriðja skiptið og eftir því sem mér er sagt hafði það alveg legið óhreyft fram að því.  Mímir er búinn að vera í hausthvíld en eftir því sem ég kemst næst er hann á leiðinni á hús núna um jólin.



Svo langar mig að minna á hana Mokku Glampadóttur, eðlishágenga fjórgangshryssu með jafnar og góðar gangtegundir.  Mokka er í þjálfun og er stödd í Hafnafirði núna.

17.12.2008 23:11

Kyngimagnaður Kraftur



Eins og kannski sumir muna eftir, þá fékk ég mér hvolp um daginn undan Pjakk mínum og Snotru frá Kanastöðum.

Það tók sinn tíma að finna rétta nafnið á snillinginn, hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum þennan 1 og hálfan mánuð sem ég hef átt hann þar á meðal Móri, borið fram sem Mogri svona eins og fyrrverandi framsóknarmaður myndi bera það fram emoticon




En eftir að hann stækkaði kom ekkert nafn annað til greina en Kraftur enda alveg þrælmagnaður hundur á ferð og er strax farinn að smala horssunum inn með mér á daginn þó svo hann sé ekki nema 3 og hálfs mánaðar gamall.  Ekkert smá öflugur með skemmtilegan hlaupastíl og getur verið að allan daginn.



Fallegur eða ljótur?

Já, hann Kraftur litli hefur svoldið sérstakt útlit, og Silja konan hans Valda frænda sagði mér  í dag að hann væri eini hundurinn á Íslandi sem væri svona á litinn, brúnbröndóttur.  Hún á að vita þetta stelpan, þekkir næstum alla hunda á Íslandi!  Það væri gaman að vita ef einhver hefur rekist á svona litaðan hund áður.  Svo er hann svo spes til augnanna líka, ég hélt að flestir hundar væru brúneygðir nema Siberian husky sem eru stundum glaseygðir eins og við segjum með hrossin. En augun í Kraft skipta litum eftir umhverfi,annað hvort ljósgræn eða ljósblá. 



Pjakkur gamli er bara orðinn púkó og ég tilkynnti Leó það um daginn þegar ég uppgvötaði ofurkrafta Krafts að hann mætti bara eiga Pjakk, enda vill hann hvergi annarstaðar vera en á Kanastöum hjá honum, ja eða kannski henni Snotru sinni og lætur sig ekki muna um að hlaupa 12 km  vegalengd af Vestur-bakkanum yfir á Austur-bakkann í tíma og ótíma!

10.12.2008 18:14

Nýjasta nýtt!

Á dögunum brá ég undir mig betri fætinum og fór í endurhæfingu norður á Hóla til að læra allt nýasta nýtt í tamningarfræðum svo ég láti nú ekki verknemann, hana Verönu, skáka mig út í horn þegar hún kemur eftir áramót.



Og ekki veitti af !!! Tryppafótbolti, þetta er það sem koma skal í frumtamningum og markmiðið er að útskrifa atvinnuhesta í fótbolta eftir veturinn, eru ekki einhverjir peningar eftir í knattspyrnuheiminum annars ??!!


Hluti af fríðum hópi nemenda og verknámskennra.

Myndir eru illa fengnar af vef Hólaskóla, holar.is

02.12.2008 22:45

Vetrarsól

Þó að sól sé lágt á lofti er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að ná fallegum myndum í vetrarsólinni.  Hjá mér er nú stödd og verður fram að jólum, Lena frá Noregi sem var líka hjá mér fyrir tveimur árum síðan.  Hún er að hvíla sig á háskólanámi og brasar með okkur Maju í hestunum á meðan.  Hún lenti heldur betur i tiltekt fyrstu dagana, en við mokuðum út fyrir helgi og skrúbbuðum létt yfir húsið.  En hún Lena kann lílka að taka myndir og hefur unnið til verðlauna fyrir myndir sem hún tók hér á Álfhólum fyrir tveim árum.



Ég hef áður státað mig af fallegu útsýni í Landeyjum og er alveg óhrædd við að gera það aftur, Tindfjallajökull sést þarna.  Það er nú samt örugglega tímaspursmál hvað hann verður jökull lengi, en hann er engu að síður virðulegur i vetrarfeldinum.



Heklan trónir svo yfir okkur úr norðri, hvenær skyldi hún gjósa næst þessi elska?



Vestmannaeyjarnar í Suðaustri.



"Mister Handsome" öðru nafni Pjakkur.


                                                                                                       Mynd Lena Walvik
Krúttleg vindótt undan Vænting frá Barkarstöðum og Heiki.

26.11.2008 11:09

Dagrún

Það eru heitar umræður um þá stóðhesta sem eru seldir úr landi eða eru á leiðinni, erum við að missa forystuna í ræktuninni?

Það voru hinsvegar ekkert mjög margir sem létu í sér heyra þegar Álfasteinn fór úr landi í fyrra, hann var alltaf nokkuð umdeildur.  Sem betur fer fór ég af stað og hélt undir hann áður en fólk fór að hafa hann milli tannana því að í staðinn fyrir að fylgja minni sannfæringu og fara með fleiri hryssur til hans hélt ég að mér höndunum.  
Móðir Álfasteins, Álfadís, er alltaf í mínum huga Drottning annara íslenskra hryssna og réði það minni ákvörðun að halda undir hann ósýndan.

En sem sagt ég á undan honum þrælefnilega hryssu og henni Miðfells-Dimmu.  Hrefna er þarna að keyra með mér eftir tæplega 3ja vikna tamningu og ég verð að segja að það væri ekki hægt að ríða öllum tryppum svona nálægt bíl eftir svona litla tamningu.  Hæfileikarnir eru til staðar, tölt brokk og skeið.  Og svona rétt að minna ykkur á þá er hún þriggja vetra og sjötta afkvæmið undan Dimmu sem er tamið og kannski vonandi það sjötta sem fer í dóm líka, því öll hennar afkvæmi hafa skilað sér á kynbótabraut og þ.a 3 í fyrstu verðlaun.

Mér þykir það gott að hún virðist ætla að ganga heil til skógar, því að þegar hún var vetugömul þá lenti hún í graðhesti frá næsta bæ sem beit hana svo illilega á háls að ég hélt að hún yrði hreinlega ekki til reiðar( reyndar heppin að stóru æðarnar sluppu), og það má sjá á þessum myndum af henni fyrir framan bóginn stórt ör.  Haustfeldurinn hylur þetta að vísu en á sumrin er þetta agalega ljótt.

P.S Ég veit að það er ekki fínt að birta hauslausan knapa opinberlega á myndum en þið verðið að hugsa henni frænku minni þegjandi þörfina fyrir það. Annars eru fleiri myndir af Dagrúnu hér

08.11.2008 09:59

Móey



Meðeigandi minn að Móey hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og var heldur svekktur yfir því að ég nefndi hana aldrei á nafn, talaði bara um hinar 3v hryssurnar sem ég væri með.  Ég sagði honum ekkert að örvænta, hún væri ójárnuð ennþá og ekki komin eins langt og t.d Dagrún.  Tamningakonan hefði slasað sig og henni ekkert verið sinnt í tvær vikur meðan hún var að jafna sig.



En fyrir 4 dögum rak ég undir hana og það komu aðrar gangtegundir í ljós en valhhoppið góða sem hún hafði fram að því beitt fyrir sig.



Ég hef ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að prófa hana ennþá, en ég ætla nú kannski að hoppa  nokkrum sinnum á hana áður en ég sleppi henni aftur.

Móey var frekar óráðið folald.  Nokkurra klukkustunda gömul, gekk hún um á þessu flotta hágenga mýktartölti, man að mér fannst hún hreyfa sig eins og köttur, svaka mjúk.  Seinna meir var ég staðráðin í því að ég hefði bara séð ofsjónir og það væri ekkert varið í hana, því hún fór mest sín uppvaxtarár á hægu valhoppi nema eitt sinn er ég þrengdi að henni og ýtti aðeins við henni þegar hún var veturgömul, að ég sá einhverja hreyfingu sem minnti á móður hennar.    Eftir þriggja vikna tamningu liggur hún betur fyrir með tölt og brokk en móðir hennar gerði eftir sama tíma, hefur öflugra og burðarmeira bak en sú gamla hafði og á strax auðvelt með að bera sig rétt að (ekki svo að skilja að Móeiður hafi verið sein til, fékk 7.9og eitthvað fyrir hæfileika fjögurra vetra gömul klárhryssa eftir 4 mán í tamningu).  
Hvernig þetta þróast allt saman kemur bara í ljós en það er alltaf gaman þegar tryppin eru fljót til.

06.11.2008 13:41

Móálóttvindótt





Það hefur líklega fáum dulist áhugi minn fyrir því að eiga þokkaleg vindótt hross.  En vindótt er ekki bara vindótt og er til í mörgum blæbrigðum, t.d vitum við hvernig þessi venjulegu jarp og móvindóttu sem við þekkjum, líta út og það er til númer í WF fyrir þá liti.   Móálótt vindótt er litur í sjaldgæfari kantinum sem við sjáum ekki á hverjum degi og þó við sjáum það þá er ekki alltaf víst að við gerum okkur grein fyrir því að þarna sé eitthvað annað en venjulegt móvindótt á ferðinni.  Þarna mætti WF bæta sig og bæta inn tölu fyrir þennan lit því móálótt vindótt er að sjálfsögðu ekki það sama og móvindótt og gefur mun fjölbreyttari erfðamöguleika.

Þessi hryssa heitir Mánaglóð undan Mónu og Braga frá Kópavogi.  Þegar hún var nýfædd var hún mjög ljós á litinn og ég fékk strax þá hugdettu að hún væri ekki venjulega móvindótt, einhver öðruvísi blær á henni.  Ég skrifaði hana strax móálótt vindótta í WF en hún fær samt bara lykil sem þýðir móvindóttur.   Um haustið var ekki hægt að gera greinarmun á henni og öðrum móvindóttum folöldum eins og sjá má á þessari mynd að ofan (sem er kannski ekki mjög skýr heldur).



Raunverulega staðfestingu á því hvernig Mánaglóð væri á litinn fékk ég svo í vor þegar hún gekk úr folaldshárunum og mönin sást greinilega eftir endilöngu bakinu.

01.11.2008 14:32

Baldni folinn



Ég var einhvern tíman búin að minnast á að ég væri með skemmtilegan gelding undir höndum, og hér er sem sagt mynd af honum. Kannski geri ég video af honum líka þegar losnar pláss í tölvunni en hún er ansi full, 2 laus megabæt eftir!
En þetta er sem sagt hann Rebbi minn. Hann var svo klár um daginn þegar að það kom kona með fullt af peningum og e-ð varð ég að sýna henni, en Rebbi varð fyrir valinu. Ætlaði að setja bara nógu mikið á hann þannig að hann færi ekkert.  En nei, þó hann gangi alltaf voða fínn og sáttur (eða næstum alltaf) undir rassinum á mér, þá var hann ekki að fíla eitthvað hjá þessari konu og stökk bara upp í loftið og lét alveg eins og fífl.  Konan skildi ekki neitt í neinu enda taldi sig góðan reiðmann og skellti skuldinni auðvitað á klárinn, illa taminn, frekur og vitlaus.  Ég ætlaði aldrei að hafa hana af baki því hún var ekki sátt við að gefast upp en tókst þó að lokum, því hann var alveg kominn í þann gírinn að losa sig sjálfur við hana!   Ég varð bara voða fegin og Rebbi minn tölti með mig fangreistur og fínn alla leiðina heim og ég þurfti ekkert að hafa fyrir því að finna neitt verð á hann.   Það er nú samt ekki svo gott að hann sé neinn einsmanns hestur þó svo það hafi alltaf verið gamall draumur frá því maður fór fyrst á hestbak að eiga hest sem enginn gæti setið nema ég sjálf, því dönsku stelpurnar ( Nanna vinkona Maju er hér tímabundið líka) ríða honum skellihlæjandi líka.


Það er töluvert skeið í honum líka en ekkert verið þjálfað. Ég var bara mjög sátt við að sjá hann undir mér í fyrsta skipti þrátt fyrir að hann sé spikfeitur og ekki uppá sitt besta, en ég lét taka video af okkur svona í leiðinni, en ég var að mynda söluhross meðan veðrið var gott.
 
 
T.d hann Kolfaxa en Kolfaxi og Refur eru undan alsysturm, svo skemmtileg tilviljun sem það er.  Refur er undan Nótt og Kolfaxi undan Kolföxu gömlu ( þið munið kannski eftir brúnskjóttu folaldi sem var á forsíðunni fyrir ekki svo alls löngu en það er undan sömu hryssu)  Kolfaxa hefur bara átt hesta síðustu ár en tvær hryssur undan henni voru seldar út fyrir löngu og skemmtilegt nokk að oft fæ ég fréttir af þeim, en eigendurnir eru svaka ánægðir með þær, sér í lagi eigandi Kolbrúnar sem er hollenskur en hún var á einhverri kynbótasýningu um daginn (ekki svona eins og  við þekkjum) og kom bara svaka vel út.  Ég á eina alsystur þeirra, sem heitir Kolfinna sem stóð alltaf til að temja en var aldrei gert en hún átti hest hér á sölusíðunni, Örninn sem er nú seldur og eina afkvæmið hennar enn sem komið er.

Nótt á því miður ekki mörg afkvæmi og Refur er sá fyrsti sem er verulega spennandi.  Oftar en ekki voru folöldin hennar bara sett í "hvíta húsið" þóttu lítil og full mikið geng.  Það hefði sjálfsagt verið örlögin hans Rebba ef hann hefði ekki verið undan Pegasus sem var töluvert látið með á sínum tíma.  Hann kútaðist um á lulli og einhverju töltmalli líka, kannski ef maður setti hundinn í hann að hann sýndi e-ð rými en annars var hann ekkert í hávegum hafður.  Svo liðu árin og hann varð langmyndarlegastur í hópnum en svoldið styggur og var um sig, og er enn í dag ekkert mjög kelinn. Það er eins með Nótt og Kolföxu en hún hefur bara átt hestfolöld í seinni tíð og það eru til nokkrir geldingar undan henni sem eru að komast á tamningaaldur. 

Nótt og kolfaxa eru hálfsystur Jarls frá Álfhólum að móðurunni til en Jarl var Feykissonur og lengi vel keppnishestur Gulla í "Reiðsport" eða á Lækjarbakka.

Jæja nóg komið af einhverju rausi um gamlar merar.







24.10.2008 19:54

Valkvíði og Verðbréfaguttar



Ég vildi að ég væri jafn dugleg að skrifa fréttir og þið eruð dugleg að kommenta!!  Takk fyrir það og ykkur sem langar að líta við, bara slá á mig og sjá hvort ég sé ekki heima. 

Eins og sjá má er síðan komin með nýtt "lúkk"  vefstjórinn minn er duglegur á bak við tjöldin, á reyndar heiðurinn að síðustu frétt líka, er ekki ánægð með hvernig hrossabóndinn er að standa sig í fréttaflutningi.

En ég veit að þið sem eruð íslenskumælandi hafið engan áhuga á fallandi gengi og komin með nóg að slíku mali. 
Það er fullt af fréttum í pípunum, en af því að ég er tvíburi þá veð ég úr einu í annað og verður ekki neitt úr neinu fyrir bragðið! 
Á meðan þið bíðið eftir bitastæðum fréttum frá mér þá ætla ég sýna ykkur þetta skemmtilega myndband þar sem 15 ára stelpa syngur skemmtilega um ástandið í þjóðfélaginu, spurning hvort hún sé skyggn, en þetta er síðan í febrúar.  Ekki það, að það vita það allir að allt sem fer upp kemur einhverntíman niður aftur!  Nema verðbrefaguttarnir, þeir héldu að það væri bara hægt að fara endalaust upp!



Ég hef þó ekki setið alveg auðum höndum og inná söluhestasíðuna hafa verið að bætast við upplýsingar um áhugaverð hross, eins og t.d þessi Glampadóttir



Mokka frá Staðartungu

Frekari upplýsingar finnast undir Hestar til sölu, hryssur.



Þessa dagana er ég haldin valkvíða um hvort ég eigi að fá mér einn Pjakk jr eða ekki.

Á ég, á ég ekki, á ég, á ég ekki......???? Úff hann er krútt, ekki frá þvi að hann sé móbröndóttur.  Geggjað flottir litir úr þessu goti og allir hvolparnir flogið út  eins og heitar lummur nema að ég taki þennan ekki, þá er setið um hann og einn verður á lausu í staðinn, þannig að það er "still hope".   
Ég held að íslenska hundaræktarfélagið ætti að bjóða velkominn Pjakk í hópinn til að bjarga mórrauða litnum sem er eiginlega horfinn úr stofninum.  Jú...Pjakkur er næstum því íslenskur, uss alveg nóg allavega, ég gef ekkert fyrir það hvernig íslenski hundurinn lítur út orðið, mér finnst vanta allan töffara í þá, komnir alltof langt frá upprunanum.
Sjá fleiri myndir í albúmi

Jæja, það hefur aðeins hægt á tamningunum á "Hraðtamningastöðinni" þar sem aðalaðstoðartamningakonan sneri sig illa á ökkla þegar meri flaug á hausinn með hana í mýrinni.  Hún hefur ekki komist í hnakkinn í viku og það er reyndar óvíst hvenær hún fer í hnakkinn.  En hún unir sér vel í veikindapásunni og teiknar og málar, en hún er að fara í Listaskóla þegar hún fer aftur til Danmerkur.

Spurning hvort ekki sé hægt að finna einhvern atvinnulausan verðbréfapeyja sem hægt er að nota á ótemjurnar og planta fyrir framan tölvuna og sjá um viðskiptin þess á milli emoticon

Smá viðbót, ég stóðst ekki mátið.  Ég hélt svona prívat folaldasýningu fyrir mig í gær um leið og ég örmekti.  Þar kepptu mörg voða stórættuð og fín folöld undan hverjum stórgæðingnum á fætur öðrum og nokkur þeirra var búið að mæra mjög og jafnvel orða þau við stærri folaldasýningar en mína prívat.    EN...........



Ótvíræður sigurvegari sýningarinnar, hlaut 1.2 og þriðja sætið og nafnið Undri í leiðinni undan Urði og Gáska.  Sem sagt ósýndri meri og 2 verðl hesti.  Hin máttu pakka saman og fara heim þegar 
Undri mætti og þarna var fótaburður að aftan og framan, ekkert helv. pikk.  


 

Svo er spurning hvort e-ð er að marka svona folaldagríslinga á flugi en það má alla vega hafa gaman af og ég verð að viðurkenna það að þetta er í fyrsta skipti sem ég sé virkilega eftir að hafa ekki skráð á alvöru folaldasýningu, en ég er víst of sein í það í biliemoticon
Fleiri myndir í albúmi en ég veit að myndgæðin eru ekki uppá það besta, bæti það upp með að setja inn video af honum fljótlega.

24.10.2008 11:45

Attention foreign buyers

Now is a very good time to buy horses from Iceland. Because of the currency rate the price for Icelandic horses is much lower now than normally. At Álfhólar we offer buyers wide range of horses, from untamed youngsters to fully trained competion horses. 

In the video here below there are two tree year olds playing in the field, Kolviður and Óður. See more Hestar til sölu or contact via email for more informations.

08.10.2008 21:02

Hraðtamningastöðin.is

Jæja er ekki komin tími á smá hestafréttir!

Það hefur viðrað misvel til útreiða nú í haust og eins gott að hafa góða inniaðstöðu núna, ó já! 
Það er töluvert af spennandi efnivið sem er verið að fást við þessa dagana og haustin eru alveg tilvalinn tími til frumtamninga.  



Það er tilhlökkunarefni og sérlega spennandi að taka til tamninga fyrsta tryppið undan einni aðaleftirlætis  ræktunarhryssunni.   Móey Móeiðar og Eldjárnsdóttur kemur fyrir sem fluglétt og fljúgandi geng hryssa.  Kom inn á laugardaginn var og er að verða reiðfær nú þegar.  Vinnuheiti á henni er "The Dancing Queen" emoticon


Dagrún Dimmudóttir er komin vel af stað og brunar um á öllum gangi og rífur vel upp lappirnar.



Gæska Gáskudóttir er orðin reiðfær á mettíma, þ.e fjórum dögum, stendur algerlega undir nafni sínu og er bara mjög lofandi alhliða tryppi.



Sólandus er kominn á skeifur í fyrsta skipti og lítur vel út, stikar ákveðinn áfram í reiðtúrum á stórstígu brokki, og töltið ekki langt undan.

En tryppi eru alltaf tryppi og þó að þau séu skemmtileg, er alltaf gott að komast á bak fulltömdum góðum hesti.



"Oft verður góður hestur úr göldum fola"
Þessa mynd birti ég áður í sumar þegar ég talaði með söknuði um tamningaferðir sem farnar hafa verið og þarna er einmitt verið að leggja á hann Rebba (Ref) Pegassusson sem er undan hryssu af gamla stofninum og heitir Nótt frá Álfhólum.  Hann var talsvert tortrygginn fyrst í tamningu og ekki á allra meðfæri en í dag er þetta einn besti hesturinn í húsinu og gefur góð fyrirheit og ekki laust við að hann kitli einhverjar keppnistaugar sem hafa ekki verið virkar hjá mér í nokkur ár.  Ef að veðrið verður skaplegt áfram þá er aldrei að vita nema að ég taki "action" myndir af kappanum svo fólk haldi ekki að ég sé að bulla með hann emoticon  
Verð að viðurkenna það að þó að hann sé orðinn 7 v gamall þá var ég varla búin að leggja á hann sjálf fyrr en í hestaferðinni núna um verslunarmannahelgina.  Ég er til að mynda ekki enn með á hreinu hvort hann sé fimmgangs eða bara opinn fjórgangari, svo lítið þekki ég hann.  Töltið er allavega dillimjúkt og eitthvað er hann vakur allavega hvað sem það verður.   Er búin að vera svo slök með hann af því hann hefur aldrei verið á toppnum á sölulistanum. 


"And the winner is"



Þessa dagana er Gáski staddur hjá mér í léttri þjálfun (og læra leikfimi í reiðhöllinni).  Þó svo hann eigi að vera síðastur í forgangsröðinni hjá mér af þjálfunarhrossunum þá get ég nú sjaldan haldið aftur af mér, sérstaklega þegar veðrið er gott eins og það var í dag, tekið hann fram yfir allt og notið þess að spretta úr spori á honum. 
Það lýsir honum kannski best þegar ég þeysti fram úr Maju tamningakonu og kallaði á hana  " I feel like flying!"   og hún svaraði að bragði  "Jeh, and you look like!!!"   Frekar kaldhæðnislegt að þessi klárhestýpa sem hann er og ég hef alltaf verið að leita að, hafi ég selt frá mér sem folald alveg óvart emoticon   
En jæja ég á slatta af flottum folöldum undan honum, sé bara eftir því að hafa ekki notað hann í sumar líka, svona geta ráðunautin ruglað mann í ríminuemoticon    Er reyndar nokkuð viss um að hann er langt frá því búinn að segja sitt síðasta í tölum talið og ekki ólíklegt að hann eigi eftir að láta að sér kveða á keppnisvellinum líka síðar meir.

03.10.2008 23:12

Allt á hvolfi ?



Já það er margt sem sýnist öfugsnúið þessa dagana, og maður veit varla hvaðan á mann stendur veðrið. Bankar riða til falls og spurning er hver hefur áhuga á að bjarga þessum sjálfumglöðu, heimsku íslendingum sem eru búnir að haga sér eins og hálfvitar síðustu ár.  Nú fáum við að súpa seyðið af öllum kaupréttar, starfsloka og fleiri furðulegum samningum sem sauðsvartur almúginn hefur ekki hundsvit á og getur þaðan af síður skilið hvernig einhverjir dúddar sem eru vart þurrir á bak við eyrun geta unnið fyrir 40 milljónum á mánuði og þaðan af meira!   Nú er gott að eiga ekki neitt og skulda sem minnst, þá er maður í góðum málum.  Það er ekki einu sinni "seif" að eiga góða summu á reikningi hjá sér því ef bankinn fer á hausinn þá hverfur inneignin með!  

Það heyrist lítið í þessum óskabörnum þjóðarinnar núna og þykja þeir heldur snautlegir um þessar mundir.  Það versta er að það er ekki hægt að draga þessa and******* asna til ábyrgðar fyrir að setja þjóðina á hausinn

Fjölmiðlar mála líka skrattann á vegginn og gera lítið til að bæta ímynd Íslands útávið, og auka enn á vantrú á hagkerfiinu.  Ekki það að það eigi að fegra ástandið, en það má líka alveg tala um björtu hliðarnar, verðmæti útfluttra vara margfaldast eins og sjávarfangs, blessaða álið hlýtur að skila einhverju í þjóðarbúið og sem betur fer var ekki búið að flytja allan landbúnað úr landi eins og Jónas Kristjánsson og fleiri snillingar hefðu helst viljað.  Það væri ekki björgulegt ef við þyrftum að flytja allar landbúnaðarvörur inn núna á tvöföldu verði!  Meira segja Bónuskallar segja manni að velja íslenskt núna, en þeim var slétt sama um íslenskan landbúnað áður og hafa verið duglegir að pota inn innfulttu kjöti.
Það er vonandi að við lærum e-ð af þessu, mikilvægi þess að vera sjálfbær þjóð, ekki uppá aðra komin og gleyma útrásardraumum.  Taka sparisjóðinn í Þingeyjasýslu til fyrirmyndar, eina bankann sem er að skila hagnaði um þessar mundir. 
Náttúran má líka alveg fá hvíld frá öllum bílaútblæstrinum, bara fínt að olían hækki svona, þá er ekki fólk að ræsa bílinn að óþörfu.  Við höfum lifað um of eins og enginn sé morgundagurinn og margir gleyma því að olían klárast innan fárra ára eða áratuga og bráðnauðsynlegt að finna nýja umhverfisvæna orkugjafa.  Þangað til er ágætt að hægja á sér.

Og til að bæta gráu ofan á svart snjóar ökladjúpum snjó í byrjun október!  Eitthvað sem ekki hefur gerst í mörg ár og 10 stiga frost í kjölfarið, kannski eins gott að það snjóaði áður.

Annars gengur lífið sinn vanagang í sveitinni og stór hluti vikunnar fór í að ragast í rollum og setja litlu sætu lömbin í sláturhúsið.  Svo voru líflömbin metin af matsmanni í dag og ég þarf vart að taka fram að ég var mátulega sammála dómurunum emoticon
Fyrir forvitna þá er meðalviktin 15,55, gerð 8,31 og fita 6,58.  Þokkaleg þyngd og gerð en fitumat hefur verið hagstætt tvö síðustu ár.  Við settum að vísu meira en helming lamba í sumarsölu rétt eftir 20 ágúst þannig að það lækkar meðalþyngdina töluvert.

Þrátt fyrir allar hörmungar sem sagðar eru yfirvofandi, er enn líf í hrossabissnessnum, bæði tamningum og sölu.  Þykir mér samt heldur verra að fólk vill alltaf kaupa það sem er ekki endilega á sölu emoticon  
Við erum með slatta af hestum á járnum og mér til aðstoðar er ennþá hún Maja frá Danmörku sem er að standa sig hrikalega vel í tamningunum, gangsetur hross sem koma frá öðrum tamningmönnum útskrifuð sem ganglaus og óhrædd við að tækla baldna fola, enginn smá lúxus að hafa svona aðstoðarkonu!  Ég kem vonandi með fleiri hesttengdar fréttir fljótlega ef nettengingin hjá mér verður til friðs áfram, en hún hefur verið frekar brokkgeng uppá síðkastið.


 
Köttur úti í mýri....

þessa fínu mynd tók Kalli frændi frá USA í sumar af Simba gamla, heimiliskettinum okkar.

20.09.2008 22:51

Fegurðin er afstæð

Hvernig getur stelpa í hvítum diskógalla, já eða í náttfötum ef við viljum vera leiðinleg, heillað þúsundir manna á lágreistum, lágengum og faxlitlum brúnum hesti????



Þetta er alger snilld hjá henni og skemmtilegt á að horfa þrátt fyrir að fótaburðurinn sé ekki að þvælast fyrir honum blessuðum og kennir okkur einu sinni enn hvað fegurð er afstætt hugtak.  En "Beauty is líka pain" og eins og glöggir sjá þá gefur hún ábendingnar mikið með fótum og hefur spora í hælunum, e-ð sem við íslendingar eru voða hrædd við.  Já, ég man þegar ég var að taka til tamningar árgang undan ákveðnum hesti að þau voru sum hver ansi viljadauf til að byrja með og klárgeng í þokkabót og þá bað ég einhvern um að koma með spora fyrir mig.  Minnir samt að ég hafi bara nennt að setja þá einu sinni upp.  
Svona lagað er tæplega kennt á einni nóttu og ég leyfi mér að efast um að hesturinn hafi alltaf verið riðinn og þjálfaður beislislaust.  En hann hefur greinilega gaman af þessu og fer í gegnum sýninguna kjamsandi og sáttur, traustið og sambandið milli manns og hests eins og best er á kosið.
Burtséð frá því, þá væri þetta kannski hugmynd fyrir einhvern mótafrömuðinn að setja upp svona mót þar sem keppt væri berbakt og beislislaust!

11.09.2008 14:56

Vú,vú hvolpar :P



9 litir sveitastrákar og stelpur fæddust á Kanastöðum í fyrrinótt unda Pjakk mínum og Snotru tíkinni þar á bæ.



Maður veit ekki hvort manni finnst þeir sætir eða ljótir svona litlir og umkomulausir en flestir eru voða fallegir á litinn, blesóttir með ljóstýru á skottinu.



Stoltur faðirinn! 

Nú er einstakt tækifæri fyrir aðdáendur Pjakks að eignast undan honum hvolp og um að gera að nýta sér það og hafa samband fyrr en síðar

Snotra er eins og Pjakkur alveg frábær hundur og það hafa komið hvolpar undan þeim áður sem hafa vakið mikla lukku hjá eigendum sínum bæði innanlands og utan!   



Feðgarnir Pjakkur og Rexi hennar Hrefnu Maríu.

07.09.2008 01:12

Hagaljómar


Baugsonurinn undan Mónu var eins og álfur út í hól þegar mamma hans skildi hann eftir aleinan heimundir meðan hún gamnaði sér mér Dimmi í sumar.  Við þurftum að ná í stóðið lengst út í mýri, til að koma honum undir aftur, því ekki var sú gamla á þeim buxunum að ná sjálf í snáðann!  En einhvern árangur bar þetta ævintýri því Móna sónaðist með 30-40 daga fyli eins og flestar aðrar hryssur sem við sónuðum í gær undan Tígur, Mánastein og Dimmi.  Ég var reynar smá smeik um að Mánasteinn væri eitthvað klaufalegur við að fylja, því þær fyljuðust ekki alveg strax.  En þetta lærðist hjá honum og allar orðnar klárar þannig að ég verð óhrædd að setja vel inná hann næsta sumar.


Þessi krúttulegi brúnblesótti Leiknissonur undan Þyrnirós er eitt af mörgum (stóð)hestfolöldum sem fæddust í sumar.  Held að það hafi verið milli 60-70 % hestfolöld í sumar, já það eru ekki alltaf jólin.  Þyrnirós fór undir Dimmi.

Við geltum 8 hesttryppi í gær, fyrst það kom dýralæknir í hlaðið, sem betur fer var ekki mikið af veturgömlum tryppum sem komu til álita sem stóðhestar.  Ætla að sjá til með rauðblesótta Glymsoninn (hægt að skoða undir marsfærslu) brúnskjóttan Ásson sem Hrefna á og Urðar jarpskjótti er á leið til Svíþóðar með kúlurnar. 4 tvævetlingar eru með kúlurnar, auk Mánasteins eru það Dáðadrengur Víkings og Dimmuson, Leiknissonurinn og Svertu  og Þrumufleygur  Þyrnirósar og Þóroddson.   

Enginn 3ja vetra graðhestur er til en þeim mun fleiri hryssur undan sparihryssunum sem eru að koma til tamningar í haust.  Ætlaði helst að byrja á þeim núna strax, en ætla að komast betur í gegn það sem er heima fyrir fyrst.


                                                                                                                           Mynd Ransý Ásgarði
Þó svo að það sé kominn september þá eru ennþá að koma hryssur í heimsókn.


                                                                                                                           Mynd Ransý Ásgarði
Ég notaði tækifærið og henti mér á bak kallinum og eins og sjá má hefur hann engu gleymt.  Dimmir verður seint kallaður hagaljómi,  þannig  að einhvern veginn verðum við að sjarmera hryssueigenduna svo þeir brenni ekki með hryssurnar í burtu aftur þegar hann tekur á móti þeim á gamaldags íslenskum góðgangi

 Að sjálfsögðu er ég alveg steinhætt að ríða út með beisli og hnakk og geri þær kröfur að geðslagið þoli slíkt

26.08.2008 11:00

Gáski og afkvæmi hans



Það fæddust folöld undan hinum og þessum hestum í sumar, Dug frá Þúfu, Leikni frá Vakurstöðum, Baug frá Víðinesi, Þokka frá Kýrholti, Stála frá Kjarri, Tígur og Dimmi frá Álfhólum, Íkon frá Hákoti og Funa frá Vindási. Þar að auki notaði ég skjóttan fola í fyrra sem er fæddur mér en Leó keypti af mér sem folald, hann Gáska frá Álfhólum, Gásku og Geislason.  Það er svo magnað hvað tölur í kynbótadóm hafa mikið gildi en af því sýningin á honum í vor gekk ekki sem skildi lá við að maður hætti að gleðjast yfir afkvæmunum. Þetta folald er undan Gáska og gamalli hryssu sem heitir Kolfaxa.

IS-2003.1.84-666 Gáski frá Álfhólum


Sýnandi: Leó Geir Arnarson


Mál (cm):

141   131   138   64   149   39   51   44   6,6   29,0   18,0  

Hófa mál:

V.fr. 8,9   V.a. 8,3  

Aðaleinkunn: 7,92

Sköpulag: 8,02

Kostir: 7,85


Höfuð: 8,0
   Bein neflína   Fínleg eyru  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   Reistur   Háar herðar   Þykkur   Hjartarháls  

Bak og lend: 7,0
   Stíft spjald   Afturdregin lend   Áslend  

Samræmi: 8,0
   Léttbyggt   Sívalvaxið   Miðlangt  

Fótagerð: 9,0
   Mikil sinaskil   Þurrir fætur  

Réttleiki: 7,0
   Framfætur: Útskeifir   Nágengir  

Hófar: 8,5
   Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 8,5
   Taktgott   Skrefmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 7,5
   Sviflítið  

Vilji og geðslag: 8,5
   Ásækni   Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   Góður höfuðb.   Mikill fótaburður  

Fet: 6,5
   Skrefstutt  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

Umsagnirnar eru þó ekki slæmar og má vera að sýningin hafi farið betur ef ekki hefði þurft að járna hann upp á mótstað vegna ólöglegrar járningar en það vildi ekki betur til að jafnvægið raskaðaðist með og þeir sem þekktu hann áður fannst hann ekki vera sami hestur í braut.



Burtséð frá tölum þá er Gáski einn skemmtilegasti hestur sem maður kemst á bak, hann vinnur svo skemmtilega undir manni, minnir mig töluvert á Gásku mína hvernig það er að sitja hann og það varð þess valdandi að ég tók hann í merar í fyrra.   Hann er auk þess mikill höfðingi að vera með í kringum sig og mér er minnistætt þegar hann hnjóskaðist illa í fyrrahaust og ég tók hann alltaf inn í vondum veðrum, að hann kom alltaf hlaupandi á móti mér úr hrossahópnum og kunni vel að meta það að fá húsaskjól þrátt fyrir að ég hefði bara gamlan kofa til að bjóða honum uppá þá.

Þetta video er tekið um miðnæturbil í byrjun júní og þarna er stundaður gæfralegur utanvegarakstur eins og sjá má  Fengi seint verðlaun fyrir þetta á myndbandahátíð!!

Folöldin undan honum eru mörg hver glæsileg, og oftast mikið framstykki á þeim og ég er ekki frá því að þau sýni mörg meiri fótaburð sem folöld en hann gerði sjálfur.

Hestur undan Urði og Gáska, maður á eftir að þurfa að kíkja til hliðar til að sjá eitthvað framfyrir sig


Þau hefðu mátt verða fleiri svona falleg á litinn eins og þessi hestur, móðirin er ung Eldvakadóttir.


Rauðskjótt hryssa undan Rún frá Eystra-Fíflholti og Gáska.

21.08.2008 12:45

Síðsumarsfréttir

Undur og stórmerki, fréttir

Já það er heldur langt síðan maður sendi frá sér lífsmark, ég er farin að fá SMS frá fólki sem tékkar á þvi hvort ég sé ekki örugglega á lífi ennþá!

Annars var sett á forsíðu hestafrétta þessi fína mynd af mér vera að leita að Dvergum, minni óþægilega á ákveðinn knapa sem situr akkúrat svona, held að ég verði að fara á reiðnámskeið ef þetta heldur svona áfram..já...

Þessi er skömminni skárri, en þetta er hún  tinnusvarta Atorka frá Álfhólum, hrakfallabálkur með meiru en hún fór í 7.90 núna á Hellusýningunni.  Atorku átti að sýna í vor en hún slasaðist illilega á baki, hélt að hún gæti ekki orðið til reiðar meir. Uppúr 20 júlí fór ég að skríða á bak aftur, tók hana í 2ja daga rekstur en það vildi ekki betur til að afturfótaskeifa snerist undir henni og uppslátturinn fór uppí kviku....GREAT...! Tveggja vikna hvíld og annar 4 daga rekstur um verslunarmannahelgi og 4 sinnum á bak eftir túrinn og beint á brautina.  MIðað við þjálfunina þá er ég bara sátt við útkomuna, gat ekkert komist í að þjálfa skeiðið sem sumir vilja meina að sé firnamikið, en 6 varð útkoman úr því, eðlilega.  (ég hefði kannski átt að mæta með snúrumúlinn á yfirlitið, því eini alvöru spretturinn sem ég hef náð útúr henni var á snúrunni!)  Spurning hvað ég geri,  hvort ég verð með hana næsta vetur eða held henni?

Það má sjá nokkrar myndir af þessu ferðalagi okkar um verslunarmannahelgina í myndaalbúmi, þar sem Kanastaðir og Álfhólar ráku saman um 70 hross upp að Fossi og síðan voru riðnir Hólsárbakkarnir uppundir Ártún sem er besta reiðleið ever!


Á síðsumarsýningunni sýndi ég líka hana Dívu okkar en hún var dáldið komin yfir toppinn, orðin haustleg og loðin og dómarar sáu sér ekki ástæðu til að hækka hana frá því í vor, þrátt fyrir að hún sé búin að bæta töluvert í.  Hún hefur líka verið dugleg að reita á sér faxið í sumar blessunin og komið svoldið múlalúkk á hana.

Gáta frá Barkastöðum fjögurra vetra hryssa sem kom til mín rétt fyrir landsmót fór í 7.82 út, efnilegt jafnvígt alhliða tryppi , vel byggð og getur ábyggilega farið í fyrstu verðlaun með frekari þjálfun seinna meir.

Svo reif ég tvær merar undan hnakknum hennar Maju aðstoðartamningakonu um miðjan júlí þegar henni fannst vera orðið eitthvað gaman að ríða á þeim.  Það má náttúrulega aldrei hafa of gaman hjá vinnufólkinu!  Ekki stóð sérstaklega til að sýna þær og kannski ákveðið dómgreindarleysi að sýna lítið undirbúin hross en það var bara látið vaða!! Báðum var kennt að skeiða í hestaferðalaginu um Verslunarmannahelgina og Silfurrán fékk 7,5 fyrir skeið og Auðlind 7, fljótar að læra þessar elskur!

Silfurrán hlaut arfaslakan byggingadóm, 7,48, varla hægt að segja frá því og 7.60 fyrir hæfileika, það má kannski laga það eitthvað til, þarf bara að temjast meira.  Hrefna frænks segir að hún eiga að fara leikandi í 8,20-30 fyrir hæfileika næsta vor, ætli að það sé ekki best að hún fari bara í þjálfun til hennar

Auðlind þótti töluvert fallegri, 7,88 í byggingu,  fékk ma 8,5 fyrir frampart, en ég sprakk hinsvegar úr hlátri þegar ég sá réttleikaeinkunn upp á 6!!  Uuuu... ég hef bara aldrei tekið eftir því að hún væri eitthvað verulega snúin, var að vísu alveg herfilega járnuð hjá mér( þorði ekki að laga það svo nýfundna skeiðið myndi ekki hverfa).  Ja allavega hefur hún aldrei gripið framaná sig á nokkuri gangtegund né stundað það að rífa undan sér skeifur þannig að.. ég held að þetta verði að endurskoða...hummm  Engu að síður er Auðlind puntuleg meri sem á eitthvað inni með meiri þjálfun og að auki er hún alveg draumareiðhestur mjúk, taumlétt, hæfilega viljug og hreingeng.  og fékk 7.63 í aðaleinkunn.  Hún er til sölu fyrir rétt verð.

Hrefna lagaði vel til dóminn á henni Spyrnu frá Vorsabæ og reið henni í 7,85.  Spyrna er keppnishestur Rakelar Jónsdóttur en þeim hefur gengið mjög vel í keppni í sumar undir leiðsögn Hrefnu. Rakel er dóttir Ólafar frænku okkar og Jóns Garðars en þau stunda sína ræktun og hestamennsku á Fögru-Völlum í Landssveit.


Jæja það er líklega best að koma sér í vinnuna aftur!

28.07.2008 13:03

Mánasteinn

Það sem gefur hestamennskunni gildi að mínu mati er ræktunin og að fylgjast með ungviðinu í uppvexti, spennan og eftirvæntingin hvort þar fari gæðingur sem sker sig úr að einhverju leyti eða eitthvað sem fellur bara inní fjöldann.

Mánasteinn er tvævetlingur undan Móeiði og Tígur gamla og líklega hef ég heldur verið fljót á mér að gefa Dimmi nafnbótina "Síðasti hornfirðingurinn í dalnum" ´þvi þessi hefur enn sterkari skyldleika að rekja til Hornafjarðar, þó ekki sé hann beint ímynd þess hornfirska gæðings.  Liturinn á honum verður seint sagður eins "upplitaður mykjuhaugur" eins og sagt var um forfaðirinn Skugga frá Bjarnanesi.  Þeir sem hafa gaman af ættfræði geta skoðað  ættartré Mónu og séð hvað hún er skemmitlega samtvinnuð frá mögum hornfirskum hestum en fyrir þá sem ekki vita er Móeiður undan henni og Kjark frá Egilstaðabæ sem kemur einnig sterkur inn úr Hornafirði með Skó frá Flatey sem afa og Ófeig frá Hvanneyri sem langafa. 
Nánar svo um uppruna vindótta litarins  í Álfhólum hér 

Hvort Mánasteinn eigi eftir að skera sig úr fjöldanum, veit ég ekkert um, hinsvegar bar hann af tvævetlingunum mínum og fékk að fara í hryssur þó ég sé að mestu hætt að nota ósýnda titti í miklum mæli.

Ég hef stundum sagt að þegar ég er að járna hross þá geti ég sagt um hvort þau séu eða verði hágeng, finn alltaf hvort þau eru liðug í bógunum eða ekki. 

Á þessari mynd fær hugtakið hökuhágengur nýja merkingu og ef hann heldur áfram að vera svona liðugur í bógum, þá örvænti ég ekki!  Þarna heilsar Mánasteinn hálfsystur Ágústínusar með virktum, bjó til smá dramatíkska stuttmynd af fyrstu kynnum þeirra sem sjá má hér og sýnir glöggt að stóðhestalíf getur verðið stórhættulegt líf ef maður kann ekki að passa sig.



Íslandsmót er nýafstaðið, en þar sem ég er róleg í keppninni þessa dagana þá leyfi ég öðrum að spreyta sig  Hrefna María stóð sig vel og var í fjórða sæti í slaktaumatölti á Rauðskegg sínum.  Svo renndi hún Diljá, Ísoldar og Reginsdóttur í gegnum fimmgang og gekk býsna vel, 14 sæti af 50 keppendum í sinni fyrstu keppni á hringvelli.  Hrefna á sennilega eftir að hugsa mér þegjandi þörfina því ég rak hana undir hest með merina, en Ómur frá Kvistum varð fyrir valinu.  Ég veit nefnilega fyrst hún byrjar svona vel  í keppni þá vill hún örugglega meira og gera betur með hana!  Mér finnst þetta aftur á móti svo góð meri að mér finnst glæpur að halda henni geldri eitt árið enn, svona hugsum við ólíkt frænkurnar

25.07.2008 14:10

Verulegar uppfærslur á síðunni!

Mikið hefur verið bætt inn af upplýsingum og nýjum myndum.
Ungfolar, unghryssur og folöld hafa bættst í hópinn ásamt nýjum hestum til sölu. 

Fleiri viðbætur eru á dagskráinni, fylgist vel með.

Ef einhverjar athugasemdir eða spurningar vakna varðandi síðuna þá endilega sendið póst á [email protected]

Aðstoðarvefstjórinn
 

22.07.2008 09:31

Zorro vinnur Fákaflug

Gamli keppnishesturinn hennar Hrefnu Maríu stóð sig svaka vel á Fákaflugi um helgina með nýjan eiganda í unglingaflokki:

1    Guðlaug Jóna Matthíasdóttir   / Zorró frá Álfhólum 8,56 
2    Teitur Árnason   / Hvinur frá Egilsstaðakoti 8,50 
3    Agnes Hekla Árnadóttir   / Váli frá Vestmannaeyjum 8,49 
4    Sigurður Rúnar Pálsson   / Galdur frá Stóra-Ási 8,47 
5    Bjarney Anna Bjarnadóttir   / Seiður frá Kollaleiru 8,23 
6    Kristín Ísabella Karelsdóttir   / Galdur frá Hemlu 8,22 
7    Kolbjörg Katla Hinriksdóttir   / Vængur frá Hólkoti 8,15 
8    Sæmundur Jónsson   / Blakkur frá Bessastöðum 8,03 

Frábært hjá þeim á sínu fyrsta keppnisári saman, til hamingju!

Því miður á ég ekki mynd af nýja parinu og læt hér því fylgja gamla mynd af LM 2002  af Hrefnu og Zorro.

Zorro er fyrsta afkvæmi Svertu og  undan Ögra frá Hvolsvelli.

12.07.2008 20:16

Dimmir og Díva í myndatöku og sitthvað fleira

Fékk Elku Guðmundsdóttur í heimsókn í gær og tók hún m.a myndir af Dimmi áður en hann fór að sinna skyldustörfum og Dívu systur hans. Á hún hinar bestu þakkir skildar fyrir fínar myndir. 




Ein í lokin af skeiðspretti á landsmóti, enginn fjórtaktur þar á ferð! 
Vil minna á að fáein pláss eru enn laus undir hann og hægt að setja inn til hans fram eftir sumri.

Díva er í léttu trimmi, jafnvel með það í huga að sýna aftur á síðsumarssýningu.  Fleiri myndi má finna af þeim systkinum  hér

Þau eru skemmtileg systkinin undir hnakk, en það er ekki þar með sagt að það sé engu öðru sinnt.  Mikið að gera á tamningastöðinni, bæði fyrir og eftir landsmót. 
Ég taldi uppundir 50 hross í hesthúsinu í dag, já það er gott að eiga stórt hús og getað staflað inn í það með góðu móti! 
Tvær duglegar stelpur eru í vinnu hjá mér, Sara Rut og Maja frá Danmörku. Þarna er Maja að undirbúa 4v hálfsystur Diljá undan Ísold og Flugari frá Barkastöðum.

Alltaf er eitthvað til sölu og alltaf er eitthvað að seljast annars nennti maður nú ekki að standa í þessum bissness!  
Vil minna fólk bara á að hafa samband ef það er að leita að hesti, það er aldrei að vita nema að draumahesturinn sé ekki langt undan. 

M.a er nýkominn á söluskrá þessi myndarlegi 7v Pegasussonur sem við köllum Örninn, stór og traustlega byggður klárhestur sem fer vel með og fallega undir, hentar meðalvönum reiðmönnum. Video af honum væntanlegt fljótlega.

Fáfnir frá Baldurshaga er litfallegur og góður fjölskylduhestur sem er búinn að vera í þjálfun hjá mér í rúman mánuð.  Stóð úti sl vetur.  Góður hestur á sanngjörnu verði. Fáfnir er hálfbróðir 1st verðlauna stóðhestsins Sörla frá Búlandi, eiga sömu móður.

Já það er gott að fá rigningardag til þess að geta sest við tölvuna og látið vita að hér sé líf og fjör.  Var búin að plana rekstur um helgina en sú áætlun fauk út í veður og vind í orðsins fyllstu merkingu.  Manni er farið að langa í skemmtilegan túr, enginn var hann farinn í fyrra vegna yfirvofandi hesthúsframkvæmda sem tóku frá manni alla orku en núna.... ja það er ekkert sérstakt sem liggur fyrir nema að koma tryppunum í betra form.
Hver fær ekki fiðring í magann?? Mynd tekin í Rangárbotnum fyrir tveim árum.
Mozart, Artemis og Silfurfaxa í Fljótshlíðinni.
Og alltaf má finna sér aðstöðu til tamninga, en þarna er verið að undirbúa Rebba Pegasusson fyrir sinn fyrsta reiðtúr í Áfangagili.  Daníel Smárason ofurtamningamaður leggur á og Sara Rut er búin að koma sér vel fyrir í áhorfandastúkunni.  Ég á spottanum eins og venjulega.  
 
Fyrst ég minnist á Daníel, þá er ég ansi stolt af stráknum.  Hann kemur úr 101 RVK, kom til mín 2004 sem grænmetisæta og tölvunörd en það breyttist nú fljótlega og eftir að tryppahark hjá mér í fjögur sumur, fékk hann sér vinnu hjá Sigga Matt sl vetur og er núna kominn inn á Hóla.  Danni hefur alltaf verið mikill áhugamaður um skeið og gert góða hluti á hesti sem aldrei var talinn mikið vakur og keppti m.a á Landsmóti í 100m skeiði.

Segi það alltaf um krakkana sem koma ekki úr hestafjölskyldum en eru samt dugleg þrjóskast við og brasa í þessu að þau eiga framtíðina fyrir sér í hestabransanum og hafa greinilega einlægan áhuga.  Þannig er það með Söru líka, hún kemur ekki úr neinni hestafjölskyldu heldur þó að foreldrar hennar viti hvað snýr fram og aftur á hesti.

Síðustu 3 myndirnar fékk ég lánaðar hjá Lenu norsku sem var að þjálfa hjá mér fyrir tveim árum.

06.07.2008 22:24

Landsmótsfréttir

Það hafa skipst á skin og skúrir á þessu landsmóti og blásið hressilega um mótsgesti á milli þess sem sólin gægist og vermir um hjartarætur líkt og margur glæstur gæðingurinn í brautinni.  Helgarveðrið var alveg frábært og væsti ekki um fólkið í brekkunni.  Því miður fylgdist ég ekki eins vel með og ég vildi en þó rekið augun í eitt og annað spennandi, t.d er vert að minnast á Auð frá Lundum sem er glæsihestur,  þó töluvert betri í fordómi, Möller frá Blesastöðum sem kom á óvart í fordómi. Hóf frá Varmalæk er ég líka að sjá í fyrsta skipti hann hefur mikið lúkk og er flottur á sinni ferð.  Ómur frá Kvistum er með flottari alhliða hestum sem maður sér, Álfur á sinn stall, Fróði frá Staðartungu áferðafallegur og rúmur, Kraflar frá Ketilsstöðum hefur töff lúkk og svifmiklar hreyfingar.  Dugur frá Þúfu er myndarhestur og ekki dónalegt að eiga von á tveim folöldum undan honum!  Ofl,ofl, það var ógrynni af flottum hestum þarna sérstaklega var 5v flokkurinn í heild sýna fyrnasterkur. Missti alltaf af fjöggura vetra hestunum og þ.al af Kappa frá Kommu.  Set spurningamerki um hvernig hægt er að hækka hest úr 7,5 í fordómi í 8,5 fyrir vilja á yfirliti eins og var gert með hann. 

Hryssa sem Mette sýndi og heitir Fantasía frá Breiðstöðum er samt eitt af þeim hrossum sem ég var mest hrifin af í forsýningu , loftaði vel undir hana og segir mér það að ég er að gera rétt með því að halda hornfirska blóðinu til haga en móðirin er Mergsdóttir frá Skörðugili og úr hornfirska ættleggnum þar, eftir því sem ég kemst næst.  Ekki var hún nú faxmikil blessunin, með pönkaralúkkið góða en það breytti engu um fasið hjá henni, menn mega nefnilega ekki rugla saman faxi og fasi!! Ég og einn viðmælandi minn vorum sammála um að hún hefði alveg mátt fá 9,5 fyrir fegurð í reið.   Hún var hins vegar ekki að sýna sitt besta í afkvæmahópnum hans Hróðurs, fór um á hoppi og skoppi mest, allan tíman frekar stjórnlaus, en slíkt getur gerst í hita leiksins.

Töltúrslitin á laugardeginum voru spennandi og ófyrirséð.  Losti frá Strandahjáleigu var hæstur á hæga töltinu, Tumi fyrir hraðabreytingarnar og Rökkvi fyrir yfirferð.  Eftir yfirferðina hafði brekkan snúist á sveif með Rökkva sem gjörsamlega týndi hestana upp hvern á fætur öðrum án þess að fipast en þrjár 10 fyrir yfirferð dugðu ekki í fyrsta sætið. Spurning hvað var hægt að gera betur fyrir þá sem gáfu 9,5 urnar?  Losti sprakk á yfirferðinni en fyrir það var ég komin í fylglislið hans, svakalega flottur hestur sem getur gengið í miklum burði, ég hefði alveg unnt honum að sigra ef hann hefði haldið út.
 
Úrslitin á sunnudaginn voru veisla, þvílíkir yfirferðagammar í B-flokknum og enginn að taka framúr neinum.  Brokkið hefði mátt takast betur hjá flestum en margir lentu í ógöngum um tíma.  Ísleifur og Röðull vel að sínum sigri komnir.

A-flokkurinn var dramatískur, Kolskeggur sem flestir höfðu spáð sigri, reif undan sér, líklega á brokkinu.  Var samt hæðstur fyrir skeiðið en skeifulaus skeiðaði hann ekki og var þvi úr leik.  Aris vann verðskuldað, flottur hestur og mér fannst hann ekki síðri á tölti og brokki en Kolskeggur þrátt fyrir að einkunnir segðu annað.  Feykna góðir skeiðsprettir hjá Illingi  frá Tóftum og Þyt frá Kálfhóli.


Sara Rut og Mósart stóðu sig vel, komust í milliriðla með góðri sýningu í forkeppni,  flott hægt tölt hjá þeim og glæsibrokk.  En í  milliriðlunum gekk ekki allt upp og Mozart tók ekki brokkið strax, sína bestu gangtegund og náðu þau þ.a.l ekki úrslitasæti, sem var jafnvel í augnsýn ef þau hefðu verið í sínu besta formi.  En svona er keppnin, heppni og útsjónasemi í bland við góða þjálfun á góðum hesti.

Dimmir var töluvert frá því besta, svona eins og ég þekki hann núorðið, en hann hélt öllu sínu gangtegundalega séð en lækkaði fyrir vilja niður í 8,5.  Það var ekki hægt annað því sýningin gekk ekki snuðrulaust fyrir sig.  Hann ætlaði að sigla í þennan rosa skeiðsprett en...**pang** vinnuslys á miðri leið með tilheyrandi leiðindum en náðum að klóra yfir með því að taka þokkalegan sprett uppá 8 strax til baka. 
Fyrir yfirlitið hafði ég knapaskipti og Leó tók við taumunum, markmiðið var að hann myndi hækka skeiðið fyrir mig, enda hef ég kannski sagt áður að mér fari best að ríða tölt og brokk.  Hvort það var skynsamleg ákvörðun veit ég ekki, allavega var hann ekki að fá neitt fram sem ég er búin að sjá til þeirra áður og var því ekki ástæða til neinnar hækkunar.   En nú fer kallinn bara í hryssur og gerir betur að ári.

Að lokum vil ég þakka öllum vinunum fyrir skemmtilegar samverustundir í brekkunni meðan á öllu þessu stóð, ekki er mannlifið síður skemmtilegt en hestalífið

20.06.2008 10:18

Sól og sumar


Medalían mátuð við gæðingsefni framtíðarinnar! 
Rósa með folald úr ræktun Hrefnu Maríu undan Funa frá Vindási.

Álfhólakvensum verður líklega úthýst á næstu 17 júní leikum í Landeyjum. Þær komu og hirtu öll verðlaun í boði í kvennaflokknum, Rósa efst á Íkon frá Hákoti, þá Hrefna á Rauðskegg sínum, nýja slaktaumatöltaranum og ég þurfi að láta mér lynda 3 sætið á Ronju litlu 


Hér erum við frænkurnar svo að búa til gæðingsefni framtíðarinnar, vonandi, en Móna gamla var leidd undir frænda sinn, hann Dimmir á 17 júní.  Við héldum alltaf mikið uppá Hrafnar sem Hrefna átti undan Mónu og Tíg, sem var 1st verðl geldingur og keppnishestur, en hann var bráðkvaddur síðasta vetur og var mikil sorg hjá öllum yfir því ótímabæra dauðsfalli.  Þá ákváðum við að búa til eitthvað svipað og ætluðum að halda undir Tígur aftur en eftir að það gekk svona vel með Dimmi og Dívu þá fannst okkur ekki slæmt að krydda hornfirsku blönduna með Dimmu gömlu og tókum nýkrýndan Landsmótsfarann úr hesthúsinu í staðinn. 

Folaldið undan Mónu er hestur undan Baug frá Víðinesi, en ég ætla að gera betur grein fyrir fæddum folöldum síðar.

Þeir sem hafa hug á því að halda undir Dimmi þá kostar tollurinn 50þ, allt innifalið.  Hann fer í hólf hérna eftir Landsmót, en það er möguleiki að halda á húsi fram í miðja næstu viku.  En ég get tekið á móti hryssum í girðingu til hans hvenær sem hentar. Sendið email á [email protected] eða [email protected] eða  hringið í síma 8988048 eftir frekari upplýsingum.

14.06.2008 02:33

Dimmir stóðst prófið!

Já það var sko rótað yfir gamla dóminn í gær í Hafnafirði!!!  Dimmir mætti hvæsandi í braut og þeir kunnu loks að meta í dómpallinum að sjá svona glaðan og sprækan fola, voru ekkert að sitja á tölunum lengur og létu þær flakka með glöðu geði  Ég skal þó alveg viðurkenna að það var nú töluvert meiri sláttur á kappanum í gær heldur en á Hellu og ekki bara dómaraskandall að hann skyldi vera svona mikið lægri þar.

Hér kemur dómurinn og núna þekki ég hestinn á dómblaðinu.  Ég var búin að vera yfirlýsingaglöð í góðra vina hópi og sagðist ætla að sýna hann í 8.50 fyrir hæfileika í vor svo þetta er allt í áttina. Svo er bara að halda áfram að bæta sig fram að landsmóti og gera enn betur.  Hann verður samt væntanlega ekki í neinum toppslag þar með þessa byggingatölu sína en ánægjulegt engu að síður að hann fékk fararleyfi til að keppa við Orrabaukana þar

Héraðssýning á Sörlastöðum


Dagsetning móts: 02.06.2008 - Mótsnúmer: 07

Íslenskur dómur

IS-2003.1.84-674 Dimmir frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

142   131   135   64   143   40   47   42   6,6   31,0   19,0  

Hófa mál:

V.fr. 8,8   V.a. 8,1  

Aðaleinkunn: 8,17

Sköpulag: 7,82

Kostir: 8,40


Höfuð: 7,5

Háls/herðar/bógar: 7,5
   Reistur   Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   Breitt bak   Jöfn lend   Beint bak  

Samræmi: 8,0
   Sívalvaxið  

Fótagerð: 8,5
   Sverir liðir   Öflugar sinar  

Réttleiki: 7,5
   Framfætur: Útskeifir  
  kýrfættur

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Rúmt   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 8,0
   Rúmt   Há fótlyfta   Fjórtaktað/Brotið  

Skeið: 8,0
   Mikil fótahreyfing  

Stökk: 8,0
   Ferðmikið  

Vilji og geðslag: 9,0
   Ásækni   Þjálni   Gleði  

Fegurð í reið: 8,5
   Mikill fótaburður  

Fet: 7,5
   Taktgott  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 5,0


Héraðssýning á Sörlastöðum


Dagsetning móts: 02.06.2008 - Mótsnúmer: 07

Íslenskur dómur

IS-2004.2.84-669 Díva frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

146   141   65   144   28,0   18,5  

Hófa mál:

V.fr. 8,9   V.a. 8,4  

Aðaleinkunn: 7,84

Sköpulag: 7,96

Kostir: 7,76


Höfuð: 8,0
   Bein neflína  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   Hátt settur  

Bak og lend: 7,5
   Áslend  

Samræmi: 8,5
   Fótahátt  

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 8,5
   Afturfætur: Réttir  

Hófar: 8,0
   Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 7,5
   Há fótlyfta   Ferðlítið   Ójafnt  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 8,5
   Ásækni  

Fegurð í reið: 8,5
   Mikill fótaburður  

Fet: 6,5
   Skrefstutt   Framtakslítið  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 5,0

Litla systir stóð sig einnig býsna vel og vantar bara nokkrar kommur inná landsmót.  Hafði aldrei mátað hana inná velli áður en hún gerði allt af fúsum vilja, þannig að þessi frammistaða hennar gefur bara góð fyrirheit.

Þar með eru öll 5 afkvæmi Dimmu sem eru á tamningaraldri komin með dóm,  engin undir 7.75,  tvö með fyrstu verðlaun, og Dívan á góðri leið nema að við látum staðar numið með hana og setjum hana í ræktun en sú ákvörðun verður tekin á næsta hluthafafundi með þeim Sigurði og Róberti  
Ég skal alveg viðurkenna það fúslegar að ég hef meira gaman af því að hlaupa á eftir folöldum heldur en að þeytast eftir brautinni endalaust

Það skyggði smá á Hafnafjarðaferðina að Atorka þurfti að sitja eftir heima. Hún slasaðist fyrir 10 dögum síðan, á hestakerrunni hjá mér, fór undir slá og rústaði á sér bakinu. Vonandi verður hægt að sýna hana á síðsumarssýningu því hún var að verða þræl flott á tölti og brokki fór á slöttungs skeiði líka.  Hefði getað lent öðru hvoru megin við áttuna.

Og svona í lokin af því ég var að tala um Orrabauka, þá var Leó að sýna í gær Orradóttur undan Bellu frá Kirkjubæ úr ræktun Markúsar í Hákoti, Veröld sem fór í 8.31 í aðaleinkunn og er hæðst fjögurra vetra hryssna inná LM enn sem komið er. Veröld er síðasta afkvæmi Bellu sem fórst fyrir 2 árum og því stórkostlegt fyrir Markús og Dóru að fá svona góða hryssu í lokin undan Bellu, til hamingju með þetta!

09.06.2008 16:01

Hættulegur leikur...

....eða leiðtogahlutverkið í lagi?

Sólandus er undan Berki frá Litlu- Reykjum og Sóldögg frá Álfhólum.  Stóðhestur á fjórða vetur sem var gerður reiðfær í vor og kom vel til, kemur fyrir sem skrefmikill klárhestur og mjög grunnt á töltinu.  Vil taka það fram að hann er ójárnaður þarna.  Frekari tamningar bíða svo þar til næsta haust úr þessu og ekki vildi ég fara með hann í byggingadóm því hann náði að reita af sér nær allt fax í vor

Mjög skemmtileg týpa sem gaman er að vinna með.

04.06.2008 11:09

Ísbjarnarblús

Ég varð alveg fokreið þegar ég heyrði af ísbjarnadrápinu á Þverárfjalli í gær. Með alla þessa tækni, var ekki hægt að fanga björnin lifandi?  Nei, á staðinn voru bara mættir hrokafullir blóðþyrstir veiðimenn ólmir í að drepa.  Halló, þessi dýr eru í útrýmingarhættu og var ekki hægt að fanga hann og flytja greyið til síns heima?  Örugglega einhverjir peningamenn sem hefðu viljað kosta það og fá klapp á bakið.  Barnalegt og aumingjalegt!

Heyrði þetta ljóð eftir Baggalútsmenn í útvarpinu í gær og þótti virkilega flott.

Kveðja til ísbjarna og annara innflytjanda.

Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
      á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
      að nema Skagafjörð.

Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
     um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
     -gleymdir þér um stund.

Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
       á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
       í dúnmjúkri gróðurmold.

Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
     -þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
     þig vildu þegar í bönd.

Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
      en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
     -og skjóta í hjartastað

01.06.2008 22:57

Mozart og Sara


Sara Rut og hinn litfagri Mozart frá Álfhólum kepptu í úrtöku Fáks í unglingaflokki í gær og stóðu sig með prýði.  Uppskáru 8 sætið og öruggan farmiða á Landsmót  og fengu í bónus að ríða úrslit í dag.

Mozart er undan Tívari frá Kjartansstöðum og Mónu frá Álfhólum sem hefur gefið mörg góð klárhross.
Spennustigið var hátt hjá okkur Siggu, mömmu hennar, í brekkunni enda engir slorhestar sem unglingarnir í Fák eru með undir höndum. 

Þeir sem ekki vita, þá er hún Sara Rut, eða djúneorinn eins og hún er stundum kölluð, búin að vera hjá mér síðustu 3 sumur. Orðin hörkuseig tamningastelpa og virkilega gaman að sjá hana uppskera fyrir erfiðið. Þau voru búin að vera í stuttri þjálfun hjá mér fyrir mót, en Sara stundar nám í MA, (allt of langt í burtu)  og skrópaði í nokkrum prófum til að geta tekið þátt.
Til hamingju Sara Rut!

29.05.2008 02:41


Já hakkavélarnar unnu sitt starf á Hellu,  geldingadómur er fallin yfir "síðasta hornfirðingunum í dalnum" eins og ég kalla hann stundum uppá grín.

Hann gerði sitt besta greyið, beitti sér vel í brautinni og uppskar 1st verðl. fyrir hæfileika, 8.09 og vann fyrir hverri einustu tölu og töldu hann sumir eiga eitt og annað inni, t.d fyrir tölt og stökk og ég veit að hann getur skeiðað betur en þetta, en það hefur svo sem aldrei staðið "Sara vakra" á enninu á mér!
Eitthvað var hann afundin hins vegar í byggingadómnum og neitaði að standa eins og honum hafði verið kennt, gúmmímotturnar voru allt í einu hræðilegar sem hann átti að standa á, hann sem er aldrei hræddur við neitt.  En byggingadómur uppá 7.70og eitthvað var raunin, vægast sagt ekki ánægð með það, ekki síst 7.5 fyrir frampart og einungis 8 fyrir bak þar sem ég hélt að væri heilum hærri fyrir, samræmiseinkunina vildi ég sjá hærri líka og hófa.  En ég hef sagt það áður að ég hef ekkert vit á hrossum og skal bara þegja. 

Hafa svo vit á því að kalla í dýralækninn á eftir til að afgreiða málið og halda svo bara undir Gára frá Auðholtshjáleigu,  hann passar í kerfið segja þeir.

Ég var ekki sú eina sem lenti í "hakkavélinni"  Það duttu allavega tveir hestar úr fyrstu verðlaunum í þessu sama holli og væntanlega engin gleði yfir því heldur.


Svona fyrir þá sem vilja berja gripinn augum áður en dýri mætir með stóru tangirnar, þá skellti ég sýningunni hérna inn.

Smá viðbót, dómurinn fyrir yfirlit,  fyrir þá sem hafa ekki aðgang að WF.

 

Héraðssýning á Gaddstaðaflötum


Dagsetning móts: 19.05.2008 - Mótsnúmer: 04

Íslenskur dómur

IS-2003.1.84-674 Dimmir frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

143   133   137   64   144   39   48   44   6,7   31,5   18,5  

Hófa mál:

V.fr. 9,3   V.a. 8,6  

Aðaleinkunn: 7,95

Sköpulag: 7,74

Kostir: 8,09


Höfuð: 7,5
   Holdugt höfuð   Krummanef  

Háls/herðar/bógar: 7,5
   Reistur   Lágt settur   Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   Breitt bak   Beint bak   Grunn lend  

Samræmi: 8,0

Fótagerð: 8,0
   Mikil sinaskil   Þurrir fætur  

Réttleiki: 7,5
   Framfætur: Útskeifir  
  Kýrfættur

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,0
   Rúmt   Taktgott  

Brokk: 8,5

Skeið: 7,5

Stökk: 8,0
   Ferðmikið   Takthreint  

Vilji og geðslag: 8,5
   Ásækni  

Fegurð í reið: 8,0

Fet: 8,0
   Framtakslítið  

Hægt tölt: 7,5

Hægt stökk: 6,0

27.05.2008 01:44

Vor í lofti


Jæja, kynbótasýningar í algleymingi og allir að fara á taugum. Hross skráð á lágmark 3 sýningar, það skal ein takast! Já, nú eru allir á límingunum, dómarnir ósanngjarnir og þar fram eftir götunum, Landsmótsár....... 

Annars hef ég ekki mikið fylgst með þessum sýningum, kíkti á stóðhestana á yfirlitinu á föstudaginn og komst að því að ég hef ekkert vit á hestum.  Hestar með 8,5 fegurð í reið, hundómerkilegir og aðrir einungis með 8 sem voru puntulegir og meira spennandi.  En þetta er svona, manni er ekki ætlað að skilja allt.  Sá hestur sem mér fannst mest spennandi var Ómur frá Kvistum, hnaut um hann í Ölfushöllinni um daginn líka, það loftar vel undir þann klár.

Hjá mér er þetta orðið eins og sagan um 10 litla negrastráka, þeim fækkar alltaf þeim hrossum sem ég stefni með í dóm, nú eru einungis 3 eftir, þar sem Villimey týndi skeiðinu fyrir stuttu og þá er ekki mikið eftir. 
Sú móskjótta undan Gásku gafst upp fyrir fitupúkanum í apríl og var parkerað, rétt eins og  Parkersdótturinni sem fór í pásu og svo í úlfatanntöku en þær höfðu verið að ergja hana eitthvað.
  
 Atorka fór í sömu aðgerð en ég ætla samt að reyna að sýna hana í Hafnafirði.  Þurfti að þjálfa hana beislislaust um daginn, á snúrumúl,  það var ákveðið stjórnleysi í fyrsta reiðtúrnum, en í þeim næsta lagði ég hana þann besta sprett sem hún hefur tekið og ég hugsaði með mér að það væri nú ljótan ef ég þyrfti að sýna hana á snúrunni!!  Og ég sem hef ekki mikla trú á þessu beislislausa dóti sem verið er að troða inná fólk, vil meina að það eigi að fara á námskeið, því árinni kennir illur ræðari, töfralausnir séu ekki til og beislisvandamál liggi í vankunnáttu knapans oftast. 

Burtséð frá því , þá fór alsystir Atorku í byggingadóm um daginn, hún Aríel, en hún var seld fyrr í vetur. Eitthvað hefur nýjum eiganda hennar ekki líkað við nafnið og því hét hún því fína nafni NN frá Álfhólum fyrir dómi.  En allavega, hún fór í 7.98 og var ég frekar hissa á því, vegna þess að tvær systur hennar sem ég taldi töluvert síðri í útliti fóru í 1st verðl fyrir byggingu.

Atorka er ein af þessum Tígurbörnum sem hefur þessa frábæru lund á alla kanta.  Ofsalega ljúf og þægileg í umgengni og á húsi en alveg sprengviljug.  Alger klaufaskapur í mér að hafa ekki sett hana í þessa úlfatanntöku fyrr því þær voru svo greinilega að eyðileggja þjálfunina í vetur. 

Dívan með vind í faxið eins og hinar dívurnar í Júróvision! Stefnan tekin á Hafnarfjörð, hvað sem verður.
Dimmir mætir líklega í hakkavélarnar á Hellu í lok vikunnar ef ekkert kemur uppá. 

Mátuðum völlinn um daginn, alltaf töluverð breyting að fara af mölinni heima yfir á hvítan völl með allt öðruvísi viðnám, get engu spáð með það hvernig þetta á eftir að ganga.

En ef allt fer á versta veg, get ég huggað mig við það að Ráðunautin hafa ekki alltaf rétt fyrir sér....
.
.....ekki frekar en þegar hann Móflekkur minn fékk heldur lakan dóm, svona miðað við annað.  Að sjálfsögðu tók ég ekkert mark á því, var sannfærð um að þarna færi sterkbyggð og öflug kind, sem kom svo berlega í ljós þegar afkvæmin skiluðu sér.  Besta lífgimbrin undan honum og fallþungi lambanna undan honum 2 kg yfir meðaltali bússins!!!  Sjálfur vó hann 90 kg veturgamall, 20 kg þyngri en spjátrungshrútur sem "Ráðunautin" voru svo hrifin af.

Og gefur þar að auki svona hrikalega krúttleg lömb!

Eitt folald bættist í safnið í gær, jörp hryssa undan Tíg og hryssu undan Hrannari frá Kýrholti, ánægð með að fá meri.
Vel við hæfi að setja inn mynd af gamla ljóninu sem við tókum um daginn þegar við vorum að ragast í hrossum.  Og minna kannski þá "sérvitringa" sem vilja halda undir hann, að hann verður ekki eilífur.  Þetta verður kannski síðasta sumarið hans en hann er búinn að vera óvenju slæmur í slasaða fætinum í vor og verður ekki hafður þannig endalaust.  Folatollur undir þann gamla kostar 40.000 innifalið vsk, ggj. og 1 sónar.


Og svo í lokin af því að það er alltaf gaman af litlu folöldunum, þá fékk Leó þessa sætu bleikskjóttu hryssu undan Hruna frá Breiðumörk og hryssu sem hann á undan Heljari frá Stóra-Hofi, flottri meri sem slasaðist illa og var aldrei sýnd. 

12.05.2008 09:42

Fyrsta folald ársins og fleira.

Það eru sumir orðnir langeygðir eftir einhverjum hestafréttum, og lái ég þeim það svo sem ekki.  En fyrir þá sem hafa áhuga á sauðburði, þá er hann langt kominn

Móeiður kastaði loksins 10 maí eftir rúmlega viku bið, og var djásnið móálótt hryssa, eigendunum til mikillar ánægju, þrátt fyrir að vindótta litinn vantaði.  Faðirinn er Stáli frá Kjarri.  Á þessum myndum er hún nýstigin upp úr karinu og er að finna spena í fyrsta skipti.
Ég var svo óheppin að hlaupa með batteríslausa myndavél með mér þegar ég sá að hún var að kasta, og náði þ.a.l engum myndum af því, en þetta er í fyrsta skipti sem ég varð vitni að því þrátt fyrir að hafa búið í sveit alla mína ævi!  Þær eru ekkert smá snöggar að þessu, það leið ekki mikið lengur en korter frá því að ég sá að hún dró sig úr hópnum sem hún var í og folaldið leit dagsins ljós, engin smá átök á ferðinni.

Fyrsta afkvæmi Móeiðar, Móey Eldjárnsdóttir er inni í  grunntamningu þessa  dagana,  ekki seinna vænna enda að verða 3ja vetra og aldrei verið snert

Móey er ekki mjög stór en hún tekur vel til sín þegar hún er komin á ferðina og stækkar um helming,  fasmikið og kröftugt tryppi og ekki ósennilegt að hún sé alhliða, er allavega opin til gangsins. 

Þar sem það eru sömu eigendur að nýja folaldinu hennar Móeiðar sem eiga helminginn í bæði Móey og Dívu,  þá var lagt á Dívuna enda sumir sem aldrei höfðu séð hana undir manni áður.
Það var keyrt með og skellihlegið í bílnum, kannski ekki skrítið enda atvinnugrínisti  með í hópnum.


Og hann kenndi einum ungum graðhesti að hneygja sig á nokkrum mínútum og var harðákveðinn í að kippa honum með í leiksýningu á stóra sviðinu.  Þeir voru afar hrifnir hvor af öðrum enda ekki skrítið, Pálmi Gests með myndarlegri mönnum landsins og..

...folinn ungi hreyfingamikill og kröftugur.  Hann er ennþá ójárnaður hjá mér, ég er svo hrædd um að hann skjóti tamningakonunni uppí rjáfur þegar hann fer á skeifur, nóg er spyrnan og krafturinn hjá honum járnalausum!  Þessi foli er undan Mær Mónu og Pegasusdóttur og Tígur gamla.

02.05.2008 14:43

Það er gömul mýta að halda því fram að Landeyjarnar séu ljótar, engin fjöll og ekkert skraut.  Hér eru tvær myndir teknar heiman frá mér í kvöldsólinni í apríl og dæmi hver fyrir sig.

Eyjafjallajökull og glyttir í Mýrdalsjökulinn vinstra meginn.

Og drottningin, hún Hekla.

Ég segi fyrir mig að mér finnst alltaf sunnlensku fjöllin flottust og eins og með falleg málverk þá njóta þau sín best þegar horft er á þau úr ákveðinni fjarlægð.

Sauðburður byrjaði hér rétt eftir 20 apríl en þá báru um 15 kindur eftir einnar náttar ævintýri við hrút sem stökk úr hólfi hjá okkur, ekkert smá öflugur tappi!  Svo byrjuðu sæðingakindurnar rétt fyrir mánaðarmót og nú hafa tæplega 50 kindur borið.  Langflestar tví og þrílemdar eins og þessi sem bar í gær.

Allir að sofa, voða krútt.

Vaknað af værum blundi og best að drífa sig í mjólkina, fyrstur kemur, fyrstur fær!!

Þetta er náttúrulega ljóta ruglið að vera að brasa í þessum rollubúskap og láta það draga frá sér alla orku á versta tíma, en samt... er pínu gaman líka!

20.04.2008 12:48

Dimmir



Ég sé að videoið af Dimmir sem hún Valgerður tók fyrir mánuði síðan er að vekja athygli, en það eru bara gamlar fréttir.  Við Dimmir erum komin mikið lengra í okkar leik þessa dagana og það er aldrei að vita nema draumur Eyjólfs Ísólfssonar um hestinn sem hægt er að ríða allar gangtegundir beislislaust á rætist. 

Dimmir frá Álfhólum á spönsku spori berbakt og beislislaust, geri aðrir betur

13.04.2008 11:00

"Síðasti Hornfirðingurinn í dalnum"



Það eru örugglega engar ýkjur þó það sé sagt,  að það séu fáir, ef  þá nokkrir stóðhestar á landinu í dag sem eru eins mikið Hornafjarðarræktaðir og Dimmir frá Álfhólum.  Og búaliðar í Hornafirði þurfa hreint ekkert að fornumast  út af stórum orðum,  því móðirin kemur beint frá Mekkanu, Dimma frá Miðfelli úr ræktun Þrúðmars á Miðfelli og svo er hann undan hinum heimaræktaða Tígur frá Álfhólum 

Það er frekar óalgengt nú til dags að hægt sé að finna álitlega hesta sem ekki eru komnir útaf Orra eða öðrum Sauðárkróksættuðum hestum, Ófegi frá Flugumýri svo eitthvað sé nefnt.  Dimmir er þó ekki alveg laus við að vera kominn útaf tískuhestum seinni tíma, en Þokki frá Garði er afi hans og þar með er Hrafn frá Holtsmúla kominn í spilið.  En engu að síður ber hann með sér sterkan hornfirskan svip, liturinn dökkkorgjarpur og margt sem minnir á "horna" góðhesta.

Skálmar á brokki.

Flugvakur kappinn líka!

Og geðslagið "eigum við að ræða það eitthvað" . Þessi mynd segir það sem þarf en hún er tekin í byrjun vetrar af Elsu frænku minni sem kom í heimsókn og fékk að fara á bak á snillingnum.  Dimmir hefur frábært geðslag var svo til sjálftaminn og óð strax um á öllum gangi í góðum fótaburði.

Hann sannar þá kenningu margra að augað sé spegill sálarinnar, en hann hefur bjartan og fallegan svip, hvað svo sem ráðunautar eiga eftir að segja í vor!

Ég hugsa stundum til þeirra sagna sem maður heyrði af Nökkva frá Hólmi þegar ég er að umgangast Dimmi, en Valdimar afi notaði Nökkva til hinna ýmsu brúkunarverka þegar hann átti hann.  T.d fór hann á Nökkva niður í fjöru, týndi allt mögulegt drasl sem hugsanlega var hægt að koma í verð, s.s hringi, kúlur og netabelgi, hengdi á klárinn svo ekki sást lengur í hann og svo rölti hann heim með herlegheitin. 

Það þarf umburðarlyndan karakter í að framkvæma þetta fyrir stórskrítinn þjáfara sinn, sjá video hér,  en við vorum eitthvað að bregða á leik fyrir framan Valgerði vinkonu frá Hrauni þegar hún kom í heimsókn um daginn, grunlaus um að hún væri vopnuð videoupptökuvel!


Það sem gerir Dimmir ekki síst áhugaverðan til ræktunar er að hann er ekki einasta afkvæmi móður sinnar sem er álitlegur. Systir hans, Díva á fjórða vetur undan Arð frá Brautarholti er virkilega skemmtileg og fljót til en hér fyrir neðan má sjá af henni myndir eftir rétt um 3ja mán tamningu.

Díva hefur skemmtilega beisliseiginleika eins og sjá má á þessari mynd, á auðvelt með að ganga í góðum höfuðburði án nokkurs taumstuðnings, sjálfberandi hross en ég legg mikið upp úr því að hross hafi góða beisliseiginleika, því það gerir þau að skemmtilegum reiðhrossum líka!







Dagrún Álfasteinsdóttir er næst í tamingu.


Svo þótti Dimmuborg flottasta folaldið á "folaldasýningunni" hér fyrir neðan.

Og ekki má gleyma þeim afkvæmum sem Dimma skilaði af sér áður en ég eignaðist hana, þ.a ein 1st verðl hryssa, önnur með ágæt önnur verðl.  Svo ku Hafliði bóndi í Ármóti vera með eina svaka fótaburðagræju undan Gauta og Dimmu, Diljá frá Ármóti en það er síðasta afkvæmið sem hún átti áður en hún kom í ræktunina hér.

Dimmir verður notaður á Álfhólum í sumar, verð á folatolli verður ákveðið fljótlega, en því verður stillt í hóf.

07.04.2008 23:30

Veiiiii!

Vá það var mikið... Það hefur ekki gengið þrautalaust að koma nýja kerfinu í gegn hjá 123.is.  Allar undirsíður dottnar út og svo lokuðu þau hjá mér síðunni í 2 daga af því að ég væri ekki búin að borga!!   Daaaa, reyndar borgaði ég eftir að var farið að hrista upp í kerfinu en nýja kerfið var ekkert að koma greiðslunni til skila í tíma, og slamm lok, lok og læs, allt í stáli......En svona er þetta nú bara, þolinmæði þrautir vinnur allar, er þakki annars?  Það er ekkert hægt að lesa um hryssur og stóðhesta eins og er svo dæmi séu nefnd, en ég vona að þetta lagist hjá þeim annars verð ég eða aðstoðarvefstjórinn að setjast niður til að gera og græja!

Brá undir mig betri fætinum og skellti mér á Ístölt.  Setti inn videobrot inn af úrslitunum sem hægt er að sjá undir myndbönd.Annars var þetta bara ágætt, Rökkvi átti sigurinn skuldlaust, hefði alveg viljað sjá Lenu og Einingu í A-úrslitum, en í staðinn fyrir hvern, já það var smá spurning.  Dóri og Nátthrafn hefðu alveg mátt halda öðru sætinu en hann hefur örugglega sett klárin á einhverja ísklifurgadda, ferðin á honum var slík þarna inni og menn hafa nú alveg flogið á hausinn fyrir minna! 

Á fimmtudaginn fór ég á upprifjunarnámskeið gæðingadómara.  Diddi var með ágætan fyrirlestur um dómgæslu á skeiði sem ekki virtist vera vanþörf á miðað við myndir og videóbrot sem farið var í gegnum.  Lands og heimþekkt  hross sem varla skeiða spor og fá fulla einkunn fyrir. Hann veit hvað hann syngur, kallinn og má eiga það að hann var með langflottustu skeiðsprettina í meistaradeildinni um daginn.

UMMM, veðrið já, það var bara yndislegt í dag, vor í lofti og fuglasöngur, bara forréttindi að fá að vinna úti við áhugamálið sitt á svona dögum, enda var riðið út til tíu í kvöld og ennþá var bjart.

Svo er komin aðstoðartamningastelpa frá Danmörku, Maja, sem er að standa sig ágætlega og það munar mikið um að fá einhvern í verkin með sér.  

Það  tikkar alltaf eitthvað inn sem uppáhalds í einhvern tíma þegar mörg hross eru á húsi hjá manni.  Villimey Villirósar og Tígursdóttir er "in" hjá mér í augnablikinu, jafnvíg og skemmtileg alhliða hryssa, jamm nú gerir maður kröfur um að fimmti gírinn sé með ;)
Villirós er fyrstu verðlauna flugvökur Ögradóttir sem er komin til Danmerkur núna.  Ef hún hefði haft betra geðslag,  þá ætti ég hana pottþétt ennþá enda var heilmikið gangmatreal þarna á ferð.  Villimey er aftur á móti með mikið auðsveipara og betra geðslag og miklu meiri reiðhestkosti en mamma sín, henni var nú varla reitt nema með stangir og strekkta keðju en stundum dugði það ekki til eins og sumir fengu að reyna!

Eitthvað fórust fyrir myndasendingar af Dívu sem ég var búin að lofa, ég græja bara aðrar fljótlega enda er hún alltaf að bæta sig. 

Segjum þetta gott í bili!



03.04.2008 14:27

Uppfærsla á vefþjóni síðunnar!

Verið er að skipta um þjónustukerfi fyrir heimasíðuna og á meðan hafa nokkrar undirsíður dottið út. 
Verið er að vinna að viðgerðum og vonandi kemst síðan í samt lag fljótlega.  

Aðstoðarvefstjórinn.

23.03.2008 13:52

Tryppaúttekt!

Það verður að segjast eins og er, að veðurguðirnir hafa verið tiltölulega hliðhollir okkur undanfarnar tvær vikur eða svo með örfáum undantekningum.  Það liggur við að maður spyrji sig, hvers vegna að byggja reiðhöll?? Já, maður er svo fljótur að gleyma öllum vondu veðradögunum þegar sólin fer að skína!  Fékk heimsókn á Föstudaginn Langa, Rósu, Hrefnu og Jonna, Hrefna var vopnuð þessari fínu myndavél og við Jonni lögðum við nokkur tryppi og svo var smellt af...

3ja mán tamin Tígursdóttir á fimmta vetur, móðirin er Líf Piltsdóttir.  Montin alhliða hryssa sem var seld á staðnum

Sonja undan Svertu og Húna frá Hrafnólum á sjötta vetur.

Feita-Skjóna fékk líka að fara í myndatöku þrátt fyrir að vera vikustaðin eftir smá slys.  Ég get ekki annað en verið sátt við útkomuna eftir aðeins tveggja mánaða tamningu.(Feita-Skjóna er að sjálfsögðu móskjótta Gáskudóttirin )

Parkersdóttirin er að koma til.

Svo var "hluthafafundur" og úttekt í Dívufélaginu í gær og ég bíð spennt eftir að fá myndir sendar af þeim fundi sem ég mun birta hér.

Nú eins og margir vita skunduðum við í Reiðhöll Gusts á Dimbilvikusýningu með nokkrar hryssur frá Álfhólum.  Það slapp til þrátt fyrir engan undirbúning og brottfall hæst dæmdu hryssunar úr hópnum á síðustu stundu.  Vil þakka þeim sem tóku þátt, Maríu Greve, Jonna og Viggó Sig  að ógleymdum tónlistarstjóranum Hrefnu Maríu (þú sleppur samt ekki svona auðveldlega næst, humm!)

En allavegana, læt þetta duga í bili og GLEÐILEGA PÁSKA

13.03.2008 01:47

Ok, það gekk nú ekki alveg þrautalaust að koma þessari færslu inn, en það tókst.  Var búin að skrifa alveg fullt og setja allar myndir inn, ýtti á einhvern takka og búmm, tveggja tíma vinna horfin út í veður og vind , arrrrg!

En sem sagt,  hérna kemur árgangur 2007 og allt er þetta nú bara til gamans gert

Sólarorka undan Sóldögg og Krafti frá Efri- Þverá.  Þessi hefur múv í lagi!  Svifmikið og rúmt brokk og bullandi gangur á bakvið.  Kraftur er hestur sem ég kem örugglega til með að nota, en þetta folald tilheyrir frænda mínum, Valda.




Sprengigígur undan Glym frá Skeljabrekku og Blakksdótturinni Gýgur frá Ásunnarstöðum.  Virkilega skreffallegt folald með fjaðrandi mjúkar og háar hreyfingar, búin að panta aftur undir Glym!

Montrófan frá síðustu færslu er eins og nafna mín giskaði á, Dimmuborg undan Dimmu og Braga frá Kópavogi.  Hún fékk fallega dökkjarpa litinn í arf frá mömmu sinni og sitthvað fleira sýnist mér




Kraftaverkafolaldið Mánaglóð undan Braga og Mónu gömlu.  Ekki að hún sé eitthvert undur að gjörvileik, heldur það að ég var búin að afskrifa Mónu fyrir þremur árum eftir mjög erfiða köstun sem gekk nærri því að henni dauðri.  Svo þegar hún loksins var sónuð með fyli rúmu ári seinna, var mér sagt að það væri dautt og hún væri að láta því, þar með hélt ég að komin væri staðfesting á því að sú gamla væri ónýt og gæti aldrei eignast afkvæmi meir.  En sem betur fer hafa dýralæknarnir ekki alltaf rétt fyrir sér og Mánaglóð sprangar um á léttu brokki hraust að sjá og sú gamla fylfull á ný!


Álfarós undan Þyrnirós og Braga, skrefmikil og flott alhliða hryssa.
Gáskuafkvæmin verða seint "vinnerar" á folaldasýningum, láta nú ekki rekast svo glatt. Eldglóð undan Braga gat dansað virkilega flott í haganum í sumar og haust engu að síður.


Ef eihver getur rýnt í gegnum myrkrið, þá er þarna svartskjóttur hestur undan Ás frá Ármóti og Svertu, léttstígur og framfallegur.

Töffaralegur Jarpskjóni undan Urði og Mára.

Bragadóttir frá Ella "grand"  móðirin af gamla Kolkósskyninu eins og Elli sjjálfur.

Þessi er koming á tvo vegu frá Flosa frá Brunnum,  undan Irsu frá Kanastöðum sem er dóttirdóttir Flosa og undan Mára sem er undan Geisla sonarsyni Flosa.  Þessi hefur alltaf verið svoldið skemmtilegur.


Þessi fer mikið á tölti, undan Braga og Ísold, móálóttur.


Reisuleg meri undan Tígur og Fregn Fálkadóttur.

Mær Mónudóttir með jarpvindótta hryssu undan Flugari hans Leó. Frekar smart folald í björtu

Henti líka inn albúmi með nokkrum myndum í viðbót við þessar, sem finna má hér

Og svo má alveg raða í efstu sætin  eða kjósa hér til hliðar

04.03.2008 22:20

Hollywood og vonarstjörnur

Alveg er þetta dæmalaust, því sjaldnar sem ég skrifa hér, því fleiri verða heimsóknirnar inná síðuna og ég sem hélt að ég væri búin að missa alla eitthvert annað!

En hvað um það, lífið gengur sinn vanagang, rúmlega 20 hross á húsi núna, þ.a fjórir folaldssíðgotungar sem eiga nú að fara út aftur við fyrsta tækifæri.

Útreiðar og tamningar ganga bara mjög vel og flest hrossin áttu sinn albesta dag í gær, hvort sem það var að þakka góðu færi eða því að þau fengu frí frá mér um helgina þegar ég lagði land undir fót og skellti mér á Kvennakvöld í Fáki með vinkonunum.

Þema kvöldsins var Hollywood og við ákváðum að dressa okkur upp sem stjörnur sjötta áratugarins. Fyrir þá sem ekki þekkja okkur, f.v  Sara, Hanna Stína og Saga.  Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur rosa vel  langt fram eftir nóttu og ekki spurning að við verðum að endurtaka þetta að ári!

Töluverð sala hefur verið á hestum það sem af er ári, aðallega erlendis og sitthvað ófrágengið í farvatninu þannig að það er nóg að gera í þeim málum.  Hef stundum óskað þess að ég hafi einkaritara á mínum snærum sem gæti séð um að uppfæra heimasíðuna og svara e-meilum, hrmf, ekkert voðalega dugleg á tölvunni nema stundum.



                                                                                                                                          mynd Silja
Um þar síðustu helgi var öllum þjálfunarhrossum hent út á tún og.....
                                                                                                                                          mynd Silja
nær helmingur Álfhólastóðsins, í kringum 50 stk, rekin heim, folöldin örmerkt og öllu gefið inn ormalyf.  Smá breyting á vinnuaðstöðu síðan...
 
                                                                                                      mynd Hrefna María
í fyrra og öll árin þar áður!
 
                                                                                                       mynd Hrefna María
En einhvern vegin hafðist þetta nú alltaf samt en það tók sinn tíma að reka hvert stykki inní tökubás og stundum stukku þau uppúr áður en hægt var að skjóta í þau og þá var eltingaleikur aftur og aftur, úff ég fæ bara í magann við tilhugsina, maður er svo fljótur að verða góðu vanur!


Og um kvöldið hélt ég svo einkafolaldasýningu fyrir mig, hendi kannski einhverjum fleiri myndum af því bráðlega og kannski ætti ég að láta lesendur velja í sæti líka því það voru alveg 3 folöld sem kepptust um 1sta sætið og ég gat ekki gert uppá milli en þetta er eitt af vonarstjörnunum.  Meira um það síðar!!

17.02.2008 23:16

Ég hef ekki flutt miklar fréttir af hesthúsinu undanfarið, en samt sem áður er verið að vinna á bak við tjöldin.  Það styttist í það allur frágangur í kringum hesta klárist, stíur og reiðhöll. Gylfi kom í síðustu viku og setti upp milligerðin í síðustu lengjuna og bara eftir að setja upphækkun á stóðhestastíurnar og ganga frá við stóru hurðirnar. Og búið er að klæða reiðhöllina.




Nýlegar myndir teknar ofan af verðandi kaffistofu.

Sá þessi úrslit inni á Eiðfaxa og óneitanlega er maður ánægður með að hrossin frá manni eru að standa sig vel í keppni og séu nýjum eigendum til sóma.

Konur I:

1. Maria Greve og Trú frá Álfhólum 8v rauðstjörn.
2. Hulda G. Geirsd. og Menja frá Garðbæ 9v rauðbles.
3. Svandís Sigvaldad. og Dreki frá Skógskoti 8v brúnn
4. Sigrún Einarsdóttir og Hrannar frá Skeiðháholti 19v jarpur
5. Sirrý Halla Stefánsd. og Huldar frá Sunnuhvoli 5v móálóttur

Hendi hér inn einni gamalli mynd af Trú, en ég var stundum með hana í þjálfun eftir að ég seldi hana fjögurra vetra gamla, og sýndi hana í þokkalegan klárhryssudóm fyrir tveimur árum 7.81.  Þessi mynd er að vísu tekin árið áður. Trú er undan Svertu og Eldvaka frá Álfhólum.



Annars fór ég í dag á sýningu Julio Borba í dag.  Alltaf gott að fá smá "refreshment" þó sýningin hjá honum í fyrra hefði verið töluvert markvissari heldur en í dag.  Ég er þó langt því frá jafn dómhörð um hana eins og Trausti er á Eiðfaxasíðunni.  Og "hættulega" brúna merin sem byrjað var á í sýningunni er einmitt síðasta afkvæmi Dimmu frá Miðfelli áður en ég eignaðist hana og er undan Gauta frá Reykjavík.  Flott showtýpuefni og vonandi að það gangi allt upp með hana sem stefnt er að.  Annars sýndist mér Rökkvi vera líka orðinn  býsna"hættulegur" þarna undir lokin hjá kallinum, kominn á fulla ferð á yfirferðatölti og endaði Julio með því að taka hann næstum því í sveigjustopp til að hægja hann niður.  Ef einhver hefur uppi efasemdir um vilja í þeim hesti, þá er nú greinilega engin fótur fyrir þeim. 

Það er nú tilfellið að þessir litlu hestar okkar eru alveg svakalega kraftmiklir, og líklega fáir stórir lurkar sem standast þeim snúning.  Er það minnistætt þegar vinur minn kom með bandaríska leikkonu til mín í fyrra, til að prófa íslenskan hest, hún væri jú vön tamningakona og hefði unnið við það áður en hún varð eftirsótt leikkona( man að vísu ekkert hvað hún hét). En sem sagt, ég læt hana á góðan frúarhest og hún varð þetta ofsa hrifin og vildi endilega prófa  merina sem ég var á, Sigurrós.  Ég lét tilleiðast þegar við komum heim að hesthúsi og sagði að hún gæti riðið henni aðeins á hringnum hér fyrir utan. OK, ég skrapp aðeins inní hesthús að ganga frá hestinum hennar, en þegar ég kem út þá sé ég undir iljarnar á þeim stöllum út á veg og merin jók stöðugt hraðan þangað til að hún var komin á fulla stökkferð.  Ég hugsaði bara ómægod, og sá fyrir mér bandaríska lögfræðingasúpu á eftir mér ef frökenin myndi fljúga af baki og slasa sig!!!!  Keyrði á fullu á eftir þeim og náði píunni af baki rétt í þann mund þegar hún ætlaði að snúa við heim og leika sama leikinn aftur.  Nei takk, hugsaði ég og reið merinni heim sjálf.  En leikonan gat bara ekki skilið þennan ógnarkraft í þessum litlu hestum og vildi bara ekki trúa því að þeir væru  "so  powerful". Ég hugsaði nú bara mitt enda Sigurrós langt frá því að vera viljugasta hrossið í hesthúsinu mínu í það skiptið!!

11.02.2008 10:11

Burtreiðar

Haldiði ekki að ég hafi verið búin að skrifa þessa svaka fínu færslu í gær, en þegar ég ætlaði að vista hana, hvarf hún!! Ég hefði getað grýtt tövunni út um gluggann

En nú er kominn fallegur dagur á ný   Útreiðar ganga vel, eða eigum við að segja innireiðar frekar (uuu hljómar dáldið tvírætt, hehe) þar sem útreiðarveður hefur ekki verið björgulegt.  Eins og er, eru 14 hross inni, að vísu 2 graðhestar í fóðrun af því, svo þetta er engin frammistaða bara 12 hross. Ætlaði alltaf að sækja meir um leið og ég myndi örmerkja folöldin, en það hefur dregist alveg óendanlega.

En sem sagt það sem er inná húsi er stundað grimmt, ég veit ekki hvort ég á að vera að gefa út einhverjar yfirlýsingar um það hver er bestur, en það er dagsformið á þeim sem ræður því oftast. Manni hlakkar allavega til að fara á bak þeim öllum og takast á við hvert verkefni fyrir sig.  Ég verð þó samt að segja að ég sannfærist alltaf meir og meir hverskonar kostakaup það voru að versla Miðfells-Dimmu á sínum tíma.  Hann er bara yndislegur graddinn undan henni og Tíg, Dimmir og er búinn að vera uppáhaldið í vetur, en Dívan er alltaf að verða meira og meira spennandi.  Við lentum að vísu í smá krísu um daginn á fönninni.  Inni hafði gangsetningin gengið þokkalega enda opið tryppi að upplagi, en þegar við komum út í frostið var bara hopp og hí klárgengni, eða hreint út sagt enginn gangur, bara hopp upp í loftið.  Stúrin yfir djásninu hætti ég að reyna þessar burtreiðar og gaf henni tvo daga í frí og fór svo aftur að dunda í skemmunni. Og í gær fór ég í alveg geggjaðan túr á henni,mikill fótaburðafíkill þarna á ferð, bara gaman
Díva er alveg vel stór, 153 á bandmál á fjórða vetur, hentar mér vel!


Sú Móskjótta nafnlausa er mjög skemmtileg líka,  Leó er að vísu búin að halda því fram að hún eigi eftir að láta mig fljúga en ég er nú ekki alveg inná því, ekki lengur allavega.  Hún horfði að vísu oft svoldið einkennilega á mann í byrjun tamningar og var mikil fyrir sér, en nú er hún orðin eins og blíður köttur og farin að tölta, lulla og víxla og alles, sem sagt komin vel af stað í gangsetningu, betur en ég þorði að vona því hún sýndi aldrei gangspor sem folald. 
Léttstíg og skemmtileg þrátt fyrir að vera ca 100 kg of þung!  Hún er líka gríðarstór, 152 á hæð, veit ekki hvað ég var að gefa þeim að borða í uppvextinum.  Hún ber sig ekkert ósvipað að eins og Gáska, bara mikið stærri og myndarlegri!

Ég ætla að láta þetta nægja í bili og vona að mér takist að vista fréttina í þetta sinn!


09.02.2008 00:19

Nú er úti veður vont, taka tvö!

Það er alger óþarfi að breyta fyrirsögninni, það er hvort eð er alltaf hálf geggjað veður á þessum blessaða klaka okkar!  Ég fauk í orðsins fyllstu merkingu á leiðinni heim úr hesthúsinu, þetta eru svona 50 metrar og ég hélt að ég ætlaði ekki að hafa það heim undir glampandi eldingum og organdi þrumum.  Ég veit ekki hvort okkar var hræddara, ég eða Pjakkur. Hann við þrumurnar og ég við eldingarnar syndandi í gegnum stóran skafl, hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna flaug í gegnum kollin á mér þegar ég svamlaði í gegn! Ég er ekki hissa á að hlutabréfin falli í verði í svona hremmingsveðri, það búast auðvitað allir við heimsendi og geyma peningana undir koddanum frekar en að horfa á þá hrynja í frjálsu falli, gervipeninga sem fæstir eru til í raun og veru, en það er annað mál.  Þegar upp er staðið þá eru það hendur sem vinna sem standa uppi sem sigurvegarar á þessum tímum, þetta varð mér allavega ljóst þegar ég fékk reikninginn frá píparanum sem telst samt vera ódýrasti píparinn á stóru svæði. Það er nokkuð ljóst að ef ég á einhverntíman krakka þá sendi ég hann í iðnskóla til að læra pípulagningar til að vinna fyrir mér í ellinni, ekki viðskipta eða hagfræði til að höndla með peninga á tölvuskjá, uppkjaftaða peninga sem ekki eru til!  Sem betur fer eru mínir peningar bara fastir í húsi sem vonandi stendur af sér vonda veðrið en fellur ekki um koll eins og hlutabréfin eða borgarstjórnin. Kapitali útaf fyrir sig, sjálfstæðismenn búnir að skíta uppá bak með því að ljúga Ólaf ræfilinn fullan, ef ekki hann þá bara einhver annar í stólinn! Merkilegt nokk hvað þessi flokkur getur hnoðast áfram og komið sínum mönnum að allstaðar án þess að lýðurinn taki eftir því, tæki eftir því ef það væri framsóknarflokkurinn merkilegt nokk.  By the way mitt atkvæði er til sölu fyrir hæstbjóðanda, verst hvað það er langt í næstu kosningar vona bara að Ástþór Magnússon bjóði sig fram gegn Ólafi, hann getur boðið mér vel í tvöþúsund köllum fyrir atkvæðið X-Ástþór. Ástþór er samt ekki pabbi minn, best að það komist til skila hér fyrir fullt og allt fyrir ykkur sem ekki eruð viss!

25.01.2008 13:34

Nú er úti veður vont....

Þetta er nú ljóta veðurfarið, já nú er gott að vera búin að byggja þak yfir höfuðið og getað verið að vinna inni, segi nú ekki annað.  Búin að bæta í hópinn nokkrum hrossum, þ.a.á.m Parkersdóttur sem ég á og tveimur Tígursdætrum sem Saga var að trimma fyrir mig í haust. 

Parkersdóttirin, en fyrir áhugasama um hornfirska ræktun þá er móðir hennar undan Blakk 999 frá Hafnarnesi.  Hágeng og efnileg klárhryssa á fimmta vetur.

Og Ronja sú móvindótta er komin á hús líka.

Framkvæmdir í hesthúsinu eru samt langt frá því að vera búnar og ekki endalaus tími til útreiða.
Það er verið að klæða vegginn í reiðskemmunni þessa dagana auk veggjanna í hesthúsinu en Gylfi kom í gær að byrja að setja upp í þann hluta hússins sem var eftir. Ætlaði að vera mættur snemma í morgun en er veðurtepptur hjá Jóa vini sínum í Þykkvabæ, þannig ég veit ekki hvernig að gangur mála verður.  Skemman er full af dóti að hluta en er samt að þjóna sínu hlutverki enda ekki nema 2 útreiðahæfir dagar í vikunni sem leið.
 
Svona er nokkurnveginn endanlegt útlit á húsinu, það er samt eftir einhver frágangsvinna við hurðir, já og það vantar tvær hurðir líka, var lokað með yleiningum á meðan.  Ég var ekki búin að koma niður gerði áður en allt fylltist af snjó (þarna er að vísu mjög lítill snjór,þarf að taka nýjar vetrarmyndir þegar hundi er út sigandi) en hrossin hafa alveg verið ánægð með að leika sér í reiðhöllinni í staðinn.

Talandi um hunda,  þá er hundurinn minn á einhverju lóðaríi úti í sveit og hefur ekki sést í sólarhring!! Manni stendur ekki alveg á sama og ég fer að leita að honum um leið og ég kemst! !(En það er allt kolófært þessa stundina) Þessi hundur er bara besti hundur á Íslandi  og ég má ekki til þess vita að eitthvað komi fyrir hann.  Auðvitað finnst öllum sinn fugl fagur, en það er nú málið með þennan hund að hann nýtist mér algjörlega sem aðstoðartamningamaður, við tamningarnar og allt hrossahald, alger snillingur auk þess að vera svona flottur á litinn! 

Og alveg stórgóður til kynbóta, en Hrefna frænks á einmitt son hans, voða mikið krútt og alveg eins á litinn!

14.01.2008 01:40

Hestar á hús!

Vááá hvað allir eru orðnir geggjað spenntir, nærri því 100 heimsóknir á dag, skyldi hún vera búin að taka inn eða kannski bara farin yfirum af því að það var ekki hægt að taka inn á tilsettum tíma, jú jú mikið rétt, þessi færsla er skrifuð á Kleppi!!!

Auðvitað er ég að malbika, ég er ekkert inná Kleppi, bara í gúddí fíling í nýja húsinu   Má ekkert vera að því að hanga í tölvunni þessa dagana.  Tók fyrstu gæðingana á hús í gær, að vísu ekki nema fjóra, ætla að klára að járna þau áður en ég næ í næsta skammt. Það er líka bara svo hrikalega erfitt að velja hvað á að taka inn svo að það eru bara allir úti á meðan!!!
En þessi eru samt allavega komin inn,

Óskírð undan Gásku og Hrannari á fjórða vetur, vantar flott G-nafn á hana, einhverjar hugmyndir?

Aríel undan Ögrun og Tígur.

Svo eru það Dimmubörnin, Díva undan Arð frá Brautarholti á fjórða vetur og Dimmir




Það er sithvað óklárað í húsinu, en til allrar lukku er múrverkið að klárast. Það er alveg "keppnis" leiðinlegt og alveg víst að ég verð ekki múrari þó ég verði atvinnulaus!!

Sem betur fer fékk góða hjálp frá honum Ómari (tv) en hann og kærastan hans Bryndís, sem var einu sinni í sveit hjá mér, hafa verið liðtæk í múrverkinu og fleiru.  Svo mætti "Grandarinn" (th) að ná í hestana sína og auðvitað var honum fengið verkefni fyrst hann var nú mættur!




Það gerist margt á bak við tjöldin, en hann Máni sem er albróðir Móeiðar er að fara að leggja land undir fót út í hinn stóra heim á næstu vikum.  Hann er alger öðlingur og ekki laust við að ég sjái eftir honum.

Vóó, ég er alveg að gleyma mér, klukkan að verða 3, bið að heilsa í bili!!

01.01.2008 00:40

Dótakassinn




Ég veit að mörgum liggur forvitni á að vita hvernig hesthúsmál standa, hef ekki verið dugleg að koma með fréttir af gangi mála að undanförnu, en kannski verið duglegri að taka til hendinni í hesthúsinu yfir hátíðarnar þegar færi og veður gafst. 
Fyrri myndin er tekin rétt fyrir jól en sú seinni í gærkvöldi að nýafstöðnu múrverki(ekki búin að taka til eftir mig einu sinni). Verð nú samt að játa það að hefði ég vitað að þetta væri svona mikið moj að henda þessu steiningalími á frontanna, þá hefði ég hreinlega lakkað huggulega yfir mótauppsláttarförin og sagt að ég hefði séð þetta í einhverju húsatískublaðinu að þetta væri alveg gasalega smart! Humm, en það er orðið aðeins of seint í rassinn gripið því verkið hafið og ekki um annað að ræða en að klára það. 

Já ég fíla mig í risastórum dótakassa að vera þarna úti í hesthúsi það er alltaf hægt að hafa eitthvað fyrir stafni og ef manni leiðist múrverkið þá fer maður bara að setja plastið í innréttingarnar sem Gylfi kom og byrjaði á að setja upp rétt fyrir jól.

Húsið sjálft er ekki fullklárað enn.  Þeir komu frá Landsstólpa fyrir jól og lokuðu öllum gluggum í hesthúsinu, en það er ennþá opið í reiðskemmunni og þar með ekki sérlega gott að vinna í hesthúsinu þegar er mikið frost eins og var um daginn 15 stig, sæll eigum við að ræða það eitthvað!!!  Ég reyndi mitt besta til að fá smiðina til að ganga í Votta Jehova með mér og þá þyrftum við ekkert að halda nein jól og gætum bara klárað hesthúsið í staðinn, en þeir voru ekkert sérlega hrifnir af því, létu sig hverfa á fimmtudag fyrir jól og ekki sést uppfrá því! !! Það munaði nú samt minnstu að ég gengi í vottana, svo sein var ég að taka við mér að það væru að koma jól, sem þeir vita best sem vanir eru að fá jólakort frá mér, en þeir fengu engin þetta árið, ákvað að sleppa að senda þau heldur en að þau væru að koma til viðtakenda einnhvern tímann á nýári.

Og að lokum, í tilefni að það eru komið nýtt ár,**Gleðilegt ár 2008!**

24.12.2007 23:13

Jólakveðja


Sendi öllum ættingjum, vinum og velunnurum mínar bestu jólakveðjur og óskir um hamingjuríkt komandi ár!
Sérstakar kveðjur fá þeir sem hafa staðið að framkvæmdum með mér og hjálpað til við að gera draumaaðstöðuna að veruleika. Einnig allir þeir sem sent hafa mér velfarnaðaróskir á meðan framkvæmdum hefur staðið, takk takk.

Want to whish all my friend and customers merry christmas and a happy new year!  See you hopefully in Álfhólar next year!

19.12.2007 01:20

Næturvaktin

Jæja þá, ætli það sé ekki kominn tími á smá skrif.   Ekki það að það hafi verið mikið að gerast að undanförnu, en samt er einhvern veginn alltaf nóg að gera.  Ég var nú farin að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði af því að Landstólpakallarnir sem voru að reisa húsið létu sig hverfa í byrjun des og létu ekki sjá sig aftur fyrr en í gær, tvær vikur sem fóru í gúanóið.  Og það vita þeir sem hafa staðið í framkvæmdum að maður verður alveg afskaplega mikið óþreyjufullur yfir því að verkið klárist og ekkert er eins böggandi eins og að þurfa að bíða.  Það átti eftir að setja hurðir og glugga þannig að það var erfitt að vinna innivinnu sem þarf að gera svo hægt sé að taka "kofann" í notkun. 

En það má samt segja að það sé unnið dag og nótt. Ég var einmitt í nótt að vinna til 7 í morgun, já alveg galin eða það hélt í það minnsta Baldur smiður þegar hann mætti í vinnu kl. 7 og sá mig með pússningarbretti í reiðhöllinni kófsveitta. Hann var nú fljótur að giska á að ég væri ekki farin að sofa frekar en að ég hefði rifið mig svona snemma á lappir enda ekki sú árrisulasta sem um getur.  Ástæðan fyrir þessari yfirvinnu minni var að ég var að setja steiningalím á stóra vegginn í reiðhöllinni um kvöldið, eða réttara sagt hann Ómar sem hefur verið að grípa í vinnu hjá mér annað slagið.  Vegna þess hvað það ringdi mikið, var svo mikill raki í loftinu, enda ekki búið að loka nema hluta af húsinu, þá þurfti ég að bíða til hálf tvö um nóttina til að geta byrjað að pússa vegginn.  Múrarinn farinn í bæinn og ekki annað hægt að gera heldur en að bretta upp ermarnar og pússa skrattans vegginn þó svo það sé varla hægt að segja að maður hafi gert svona áður.    En sem sagt þettta tók sinn tíma, en bjargaðist

Verð nú að segja það að standa í svona framkvæmdum er hinn mesti skóli, svo margt sem maður vissi ekkert um áður en veit töluvert um núna. Hef verið að gantast með það að vera á mála hjá vinnumiðlun, svo hringir einhver og biður um múrara, þá mæti ég. Næsta dag hringir einhver og biður um pípara, smið osfr og alltaf mæti ég. Nei ég er nú í einhverjum svefnleysisgalsa núna en þetta fyrirkomulag er engu að síðu staðreynd þegar vinnumiðlunirnar eiga í hlut, þá senda þær sama manninn til allra verka þó svo hann kunni lítið sem ekki neitt í neinu, ja þetta er alla vega það sem "starfsmenn á plani" tala um.


13.12.2007 15:30

Nýtt lén!

Örtilkynning frá tímabundna vefstjóranum.

Heimasíða Álfhólabúsins hefur fengið nýtt lén, www.alfholar.is.

Vinsamlegast festið nýja lénið í minni og þið sem hafið linkað síðuna megið endilega breyta linknum í samræmi við nýja lénið.

Bestu kveðjur af mölinni.  

12.12.2007 23:38

Skroppið austur á sunnudag...

Hrefna María skrifar...

Já já maður hefur gert lítið annað á sunnudögum en að renna austur á Álfhóla og sækja hross og skila hrossum. Enginn breyting var þar á síðasliðinn sunnudag en ég, pabbi og Fannar bróðir fórum austur með tóma kerru og fylltum hana að hrossum til baka.

Þegar afleggjarinn að Álfhólum nálgaðist heyrðist allt í einu VÓóóóóóóóóóó.... í okkur öllum í bílnum... Ég trúði varla mínum eigin augum shiturinn maður....



Já húsið hennar Söru er sko tilkomu mikið.... séð frá veginum... (til vinstri á myndinni).





Sigga hafði orð á því þegar pabbi og Fannar komu inn í kaffi að þeir litu út eins og jólasveinar þar sem þeir voru svo vel klæddir pabbi í hárauðri úlpu og Fannar í skærbláum galla, alveg eins og jólasveinar...

Það skemmtilega við þetta comment hjá Frú Sigríði að þeir voru bókstafslega alveg eins og jólasveinar þegar við örkuðum út í mýri að ná í hrossin....

Karl faðir minn ætlaði sko að skoða sína hesta, meta ástandið á þeim og taka ef til vill þá inn ef þeir eru mikið hnjóskaðir og þess háttar... (Fannar hefur stundað sína hestamennsku með pabba þannig að hann á hestana með honum).

Hrossin voru í Álfhól og þar í kring en það eru örugglega um hundrað hross þarna á þessum haga þannig að maður þarf aðeins að leita til að finna rétt hross....

Eftir smá stund sé ég hestana hans... og bendi þeim á þá þar sem þeir stóðu í hóp með öðrum hrossum... Svo heyri ég í þeim... "jájá Blossi er sko í rosa flottu standi Hrefna.. jájá hann er rosa feitur og fínn og engir hnjóskar í honum".. ég lít við og segi "já er það" en þá eru þeir að þukla á Sóldöggu merinni hennar Söru!!! hehe jájá algjörir jólasveinar... svo heyrði maður þetta er Blossi, nei þetta er ekki Blossi, hvar er Leiftur er þetta Leiftur Hrefna??? uhhh eruð þið bara ekki búin að eiga þessa hesta í mörg ár... J en ég fyrirgaf þeim það aðeins að þekkja ekki Lella þar sem þeir hafa bara átt hann í eitt ár... og Sara þurfti að koma og sýna þeim hvar hann væri ... þar sem ég þekki hann ekki... hef bara einu sinni tvisvar séð hann... hummm jájá



Jólasveinarnir að störfum... Gæska litla var í því að bögga Fannar hahahaha... hún ýtir bara í rassinn á manni og veður yfir mann. Hún er 2vetra OFspakt trippi sem reyndar aldrei hefur verið spekt..

En gaman af þessu... Ég er brjálaðslega, klikkaðslega abbó út í þig kona!! Shiturinn hvað húsið er flott og REIÐHÖLLIN ... váaaaaaaaaaaaaa... Vó hvað var gaman að standa inní þessum herlegheitum.... Er farin að sjá eftir að hafa ekki bara látið byggja 10 pláss í viðbót fyrir mig..hummm og átt smá í þessu með þér... hehehe

Það verður sko þjálfað og þjálfað inn í þessari reiðhöll... og getur látið vinnufólkið þitt svitna þó það sé vont veður ...

kveðja úr Ölfussinu eins og stendur,

Hrefningur.... :)

11.12.2007 11:45

Húskofinn og rollurnar


Maður hefur ekki verið alltof duglegur við að setja inn fréttir undanfarið, svo lélegur í fréttalutningnum að það er bara farið að taka fram fyrir hendurnar á manni (sbr síðustu færslu)  En það er bara gott mál, hérna kemur allavega mynd af kofanum í öllu sínu veldi. Það hefur ekkert verið gert síðan þessi mynd var tekin fyrir rúmri viku síðan en það verður gengið frá öllu í lok vikunnar og í þeirri næstu. Byrjað verður að slá upp fyrir frontunum í dag, svo náði ég í hluta af innréttingunum til Gylfa járnsmiðs fyrir helgi og við erum að vonast til að geta græjað hluta hússins ( miðjustíurnar) fyrir jól, þannig að það verði nú kannski hægt að taka eitthvað inn fljótlega, um áramót eða svo (hrmf ,bjartsýn)! Miðstíurnar eru reyndar 16 þannig að það er feykipláss.

Svo er maður að dunda sér í sauðfjárræktinni, láta sæða nokkrar rollur og svona, reyndar er ég algerlega sammála Vigni í Hemlu með að hrútavalið í ár er ekki spennandi. Það er náttúrulega ferlega glatað að obbinn af þessum hrútum sem í boði eru, eru svipað eða lægra stigaðir heldur en hrútarnir sem maður á sjálfur. Þannig að það er bara einn kollóttur hrútur sem hægt er að nota, Máni frá Melum og einhverjir 2 hyrndir en maður er að rækta kollótt þó svo að maður stelist til að krydda blóðið með hyrndum hrútum inná milli, ekki málið og það er hægt að fá þrusu flotta einstaklinga úr því.

06.12.2007 23:37

Spari-Stóðhestar á Álfhólum

Hrefna María skrifar....

Jájá ég gat ekki annað en bloggað yfir þessa færslu þína Sara haaaa... þar sem ég hef nú lykilorðið inn á síðuna hjá þér. Mér er líka eiginlega alveg sama um þessi beljur :)  enda er ég held ég komin með ofnæmi fyrir mjólk sem ég tel mega rekja til þess að ég hafi drukkið of mikið af mjólk þegar ég var minni í sveitinni.... ;)

En það er önnur saga sem ég ætla að segja frá núna... Ég nefnilega rann austur á Álfhóla um daginn að skipta út hrossum eins og ég hef gert annað slagið í haust. Það var indælisveður og ég var nýbúin að kaupa þessa líka fínu myndavél. Ég reyndi að taka nokkrar myndir af "spari" stóðhestunum sem eru í "spari" girðingu við veginn. Að vera spari stóðhestur á Álfhólum þýðir að þú færð alltaf gott að borða hjá þeim Söru og Siggu reglulega og dekrað við þig.

Myndirna heppnuðust ágætlega. Mikill svanasöngur var í þeim við myndatökur, þar sem ég sleppti einum spari hestinum til þeirra eftir 2 mánaða tamningu í Reykjavíkinni, honum Eldgýg mínum...  Hann er undan Gýgur frá Ásunnarstöðum (hryssa frá Herdísi Reynis) og Eldvaka frá Álfhólum.



Gáski og Mári... Tígur gamli á röltinu..



Tígur og Gáski að forvitnast...



Gáski, Eldgýgur minn og Heikir að sperrast...



Svana söngur graddanna...




Eldgýgur í upphafi tamningar núna í haust.


Adios.... er ekki með villupúka núna so don´t mess with the stafsetning ég er með leyfi fyrir þessu!!!

04.12.2007 23:58

Smá reiðilestur!

Arrrg! Ok, ég get ekki alveg orða bundist aftur.  Var að fá bændablaðið innum lúguna, las það ekki spjaldanna á milli en sá að þar voru allavega tvær greinar sem lofsömuðu innflutning á erfðaefni úr skandinavískum kúm.  Svo var ein grein eftir bónda sem ég man ekki hvað heitir, en hann talaði mínu máli algerlega, sumt af því svipað og hefur komið fram áður á þessari síðu. En hann var líka að tala um kálfadauða og hvernig sumir forkólfar LK (Landsamband kúabænda) sem keppast um að níða niður íslensku kúnna, halda því fram að kýrnar séu orðnar alltof skyldleikaræktaðar og þessvegna séu kálfarnir að fæðast lífvana og drepast.  Það er aldrei talað um fóðrun í þessu dæmi, hvaða vissu höfum við fyrir því að kálfadauði minnki eða hverfi ef við skiptum um kúakyn?  Hvernig stendur á því að miðaldra kona í Vestur-Landeyjum fær c.a 1.1 kálf á kú meðan hlutfallið er kannski 0.6-0.8 annarstaðar?  Af hverju bregðast kýrnar hjá henni ekki eins við skyldleikaræktuninni, fara þær kannski bara að eiga tvo kálfa af því að þær eru svona mikið skyldleikaræktaðar?  Nei, ég bara spyr.

Það eina sem þessi kona gerir ekki sem flestir aðrir gera, hún ræktar ekki bygg fyrir kýrnar og gefur þeim fóðurbætir í hófi.  Og er ekki með flórsköfu sem skóflar kálfunum í haughúsið, því það gefur auðvitað auga leið að þeir steindrepast við það, en það er engu að síður staðreynd að slíkt gerist.

Og hvað er ég að hafa áhyggjur af þessu hugsar einhver sjálfsagt. Er ekki bara nóg fyrir hana að hafa áhyggjur af hrossunum sínum og láta þá sem meira hafa vitið, hafa vit fyrir aumum bændalýðnum og hvurslags kúakyn eigi að rækta hér? Ég sé þá meira segja fyrir mér í þessum skrifuðu orðum, hristandi hausinn glottandi út í annað yfir afskiptaseminni í mér.

Það vill nú bara svo til að ég hef bara alveg hrikalega gaman að allri ræktun og þegar ég var yngri þá lá ég yfir nautaskránum, hrútaskránum og Ættbók og Sögu Ísl hestsins.  Og ég valdi yfirleitt nautin á kýrnar með bara alveg ágætis árangri.  Ég held allavega að þeir sem hafa keypt kvígu frá Álfhólum hafi sjaldan verið sviknir og þeir ánægðir með endingargóða og nytháa kú.  Ég verð samt að viðurkenna að í seinni tíð hef ég minna verið að skipta mér að kúnum nema þegar ég er spurð álits, en þess þá meira legið yfir hrútskránni enda alveg svakalega gaman að rækta kindur, þú sérð árangurinn af ræktuninni svo fljótt!

En engu að síður blundar alltaf kúaræktunareðlið í manni og mér finnst bara alveg sorglegt ef þessi innflutningur verður að raunveruleika.  Sjá þessir menn virkilega ekki hvað það er mikils virði að eiga íslenska kú, á Íslandi og geta selt og markaðsett sína íslensku mjólk til annara landa sem íslenska mjólk . ÍSLENSKA MJÓLK ÚR ÍSLENSUM KÚM FRAMLEIDDA Á ÍSLANDI, EKKI ÚR SÆNSKUM EÐA NORSKUM BLENDINGUM  búna til á Íslandi. 

Neytendur hafa líka sagt sína skoðun í könnun þar sem þeir voru andvígir í meirhluta. Hvað segja forkólfar LK þá?? KALLA NEYTENDUR ILLA UPPLÝSTA!!!! Ég sem neytandi íslenskra mjólkurafurða er bara sármóðguð yfir svona yfirlýsingu en það sem verra er, að neytendur hefðu sjálfsagt verið taldir VEL upplýstir hefðu þeir verið fylgjandi, þarf ekki neinn vitring til að sjá það út!

Jæja, þá er manni nú runnin reiðin í bili, ætlaði að setja mynd inn af smá fornleifafundi um helgina en forritið er eitthvað að leika með mig þannig að ég læt það bíða seinni tíma bara. 

Þið hafið væntanlega flest orðið var við breytingarnar á síðunni sem eru algerlega til batnaðar að mínu mati, þökk sé henni Sögu vinkonu minni sem hefur alveg lagst yfir hana, full af áhuga.  Þið sem ekki hafið uppgvötað breytingarnar sjáið þær þegar þið farið inná t.d hryssur, þá eru þar stór hópur af hyssum sem eru eða eru væntanlegar ræktunarhryssur  á Álfólum. Með því að smella á myndina koma svo upp meiri upplýsingar. En þið eruð nú öll svo klár að þið eruð auðvitað löngu búin að fatta þetta   Talsverð vinna er samt ennþá eftir við að henda inn upplýsingum, það er svona þegar maður sóar eina lausa tímanum sem maður hefur, til að ergja sig á þessum "vonandi ekki yfirvofandi" kúainnflutningi!

29.11.2007 14:30

Breytingar í gangi

Nýr vefumsjónamaður hefur verið ráðinn tímabundið til að taka til hendinni við síðu Álfhólahesta enda var uppsetningin frekar óskemmtileg og ekki áhugaverð til að vafra um. Árinni kennir illur ræðari og auðvitað kenndi ég þessu forriti um þetta allt saman og var að hugsa um að setja upp nýja síðu við tækifæri, sem hægt væri að gera mikið skemmtilegri. 

Fékk smá sjokk í gær þegar óprúttin aðili hafði skellt slóðinni inni á slúðrið og allt í einu hafði aðsóknin aukist um 200 % og ekki lengur bara vinir og vandamenn að njósna. Ætlaði bara að læsa síðunni í snarhasti en þá bauðst Saga Steinþórs vinkona mín (Malbikshestar) til að redda málunum og sagði að það væri ekkert mál að taka til og gera þetta að aðgengilegri og skemmtilegri síðu. Þannig að tímabærar breytingar standa yfir þessa dagana og um að gera að fylgjast bara með



Saga og Árni komu með okkur í hestaferð 2005 í alveg dásamlegu veðri. Þarna eru þau undir Þríhyrningi, og að sjálfsögðu á vindóttum Álfhólahryssum

28.11.2007 21:53

Sér fyrir endann..


Fréttaþyrstir hafa haft samband við mig og lýst enn og aftur óánægju sinni yfir seinagangi við fréttaflutning, þannig að ég verð að gjöra svo vel og henda einhverju inn!



Á föstudaginn kvöddu þessir vösku kappar en þeir höfðu staðið að reisingunni og klætt þakið á rétt rúmri viku. Reyndar vantar hífingarmannin á myndina en hann hafði látið sig hverfa kvöldið áður.  Ég vil bara þakka þeim Sigga, Steina og Gulla fyrir vel unnin störf
 



Þeir fengu reyndar alveg bongó blíðu til að reisa húsið, alveg ótrúlegt miðað við þennan veðurhamagang sem búinn er að vera í haust.



Á mánudag voru svo nýir kappar mættir á svæðið og þeir tóku við að klæða og voru langt komnir með það um kvöldið.



Og í dag, miðvikudag er búið að klæða allar hliðar hússins, þannig að nú getur fólk séð betur hvernig þetta lítur út!

Ég hef verið að gantast með það að þessi fréttaflutningur ætti eiginlega frekar að eiga sér stað á Barnaland.is, þetta er eiginlega orðið að einhverri allsherjarmeðgöngusögu hesthúss  en þessi heimasíða átti nú aðallega að snúast um hesta, ræktun og sölu, hummm....? Jæja, það kemur vonandi að því að maður getur farið að nota húsið og getur farið einbeita sér að hrossunum aftur!

Var samt að hugsa í dag, að það eru örugglega tveir mánuðir síðan ég fór á hestbak síðast ef undan er talið að ég hleypti fyrir kind á honum Smala-Jarp um daginn, telst nú varla með þar sem maður riður honum nú alltaf berbakt og helst ekki með beisli heldur, bara stallmúl kannski, yndislegur hestur. Eitt sinn var ég að smala á honum og gerði smá test á honum, sleppti taumunum og lét hann ráða algerlega ferðinni, bara tékka hvað hann væri klár!  Jú, jú  hann hélt hvítu ullarhnoðrunum öllum saman og kom þeim rétta leið, en hann skildi alveg eftir eina mórauða, var greinilega ekki alveg að meðtaka það að hún væri líka rolla

21.11.2007 22:45

Og áfram með húsið!



Hún Sara Rut kemst vel að orði þegar hún talar um fiðring í maganum, því þannig er mér búið að líða undafarið, sérstaklega frá þeim tíma sem fyrstu gámarnir rúlluðu upp heimreiðina og ekki minnkar það eftir því sem lengra líður,  nema síður sé!  Þetta gengur líka svo vel. Í dag var klárað að klæða þakið austan megin enda leika veðurguðirnir við okkur núna, þrátt fyrir smá kulda, en það er nú líka seinniparturinn af nóvember og ekki nema mánuður í að daginn fari að lengja aftur!



Þetta er alveg snilldartæki sem hægt er að teygja í allar áttir.




Svo er kveikt á alveg svakalega sterku ljósi sem lýsir alla leið Ameríku

17.11.2007 23:57

Hátt rís.....



Það hefur margt og mikið gerst í framkvæmdum meðan að skeggrætt var um notagildi íslensku kúarinnar. Búið er að steypa millivegginn eftir endilöngu húsinu sem skiptir miðjustíubilinu í tvennt og nú er bara eftir að steypa framhliðarnar.



Landstólpamenn mættu galvaskir á svæðið á miðvikudaginn og hófust strax handa við að hífa upp úr gámum og á fimmtudag var allt komið á fullt við að setja saman og veggstoðir komnar upp í lok dags. Á föstudag var svo farið að reisa þaksperrur og í dag, mánudag eru allar þaksperrur komnar upp.



Það fór ekki illa um kallana í blíðviðrinu á föstudaginn og ekki var veðrið verra í dag, alveg snilldarveður til að reisa.  Það hefði nú ekki verið huggulegt á fá hávaðarok þegar verið var að reisa þaksperrurnar, allavega hefði ég ekki viljað vera nálægt!!



Tvær sperrur!



Þrjár sperrur!

12.11.2007 22:28

Okkar ástkæra mjólk(urkú)

Hvað er hún að fara að tala um núna, hugsar eflaust einhver núna, er hún alveg að missa sig,  fara að tala um beljur!!!??

Ó já, mér er um og ó þessa dagana þar sem ég sérlegur áhugamaður um íslensku mjólkina. Mjólk, eða þ.a.s undanrenna er mitt uppáhald (drekk að jafnaði 1 líter á dag sem gera 365 lítra á ári) og ég er alveg miður mín yfir þeim umræðum þessa dagana yfir fyrirhuguðum innflutningi á sænskum "skjöldum"

Á nú að fara að kasta gömlu góðu íslensku kúnni sem hefur skrölt með okkur í gegnum aldirnar i þröngum moldarkofum og verið eina lífsbjörg kotbænda fram á síðustu öld????

Kvótakerfið hefur haldið meðalnytinni niðri í mörg ár, því til hvers að pumpa kýrnar til að mjólka þegar ekkert fæst fyrir mjólkina?

Svo þegar það vantaði mjólk, þá stóð ekki í íslensku kúnni og hún jók nytina um 1000 kg á síðustu átta árum og er enn að bæta í.

Sem segir okkur að við erum ekki búin að reyna til fulls, hvers kúin okkar er megnug.

En við erum samt að hugsa um að skipta henni út fyrir einsleitar rauðskjóttar beljur sem duga að jafnaði í tvö ár en þá þarf að fella þær!

Ég er búin  að ferðast til nokkura landa, þó að ég kallist seint víðförul, og að sjálfsögðu fer ég og kaupi mér mjólk hvar sem ég fer, en mér finnst engin mjólk eins góð á bragðið eins og sú íslenska.  Og hvers á ég þá að gjalda ef innflutningur verður leyfður? Nú ,ég verð að vera eini sérvitringurinn á landinu og eiga nokkrar landnámskýr svo ég fái góðu mjólkina mína áfram. Verð líklega að fá mér skilvindu líka, því þótt sveitamjólkin sé best, þá er full mikill rjómi í henni fyrir minn smekk, og ég myndi líklega enda eins og hvalur ef ég drykki jafn mikið af henni eins og undanrennunni, og það fer ekki vel á því 

Það eru ákveðnir menn sem hafa hag af því að fá að flytja inn nýtt kúakyn, þvi þá þyrfti að endurnýja svo mörg fjós en það eru einmitt þessir menn sem hafa hæðst í þessum málum, í ljósi gróðrahyggju
( ussss, komin út á hálan ís, held ég segi ekki meir frá þessu fyrr húsið mitt er komið upp, þið skiljið......)

En ég vona að íslenskir bændur séu klókari en svo að láta blekkjast, og standi vörð um íslensku kúna og bæti hana bara enn frekar því hún er ekki búin að syngja sitt síðast og lengi má gott bæta.

Að lokum koma hér myndir af tvennum tvíburum sem fæddust sitthvorn daginn 15. og 16. október, þriðju tvíburarnir á árinu. Þeir sem ekki vita, þá eru tæplega 20 mjólkandi kýr á Álfhólum, en það er nú að mestu í verkahring móður minnar að hugsa um þær, þó svo mar´ sé nú ekki í vanræðum með að tækla mjaltavélarnar

Mússí, mússí.... 

09.11.2007 21:41

Það var fallegt kvöld í nóvember...

Jæja, kominn tími á eitthvað skemmtilegra heldur en fréttir af steinsteypu og stáli   Skrapp út í mýri í eftirlitsferð og aldrei þessu vant var ég með myndarvélina með mér.  Hrossin eru ekki öfundsverð greyin að þurfa að standa úti í þessum hrakviðrum sem hafa dunið yfir að undanförnu en þau voru brött engu að síður og virðast ennþá vera bara í fínu standi enda feykna hagi sem þau eru á.



Gæska, Gásku og Tígursdóttir tveggja vetra.  Mikil vinkona mín og tók það upp hjá sjálfri sér að vera ótrúlega mannelsk án þess að nokkuð væri til þess gert, aldrei verið á húsi eða slíkt. Sýnir svaka hreyfingar þegar hún er í stuði, er alhliða. Gamli Álfhólastofninn er ríkjandi í ættartrénu hennar.



Álfasteins og Dimmudóttirin er hissa á svip.



Móeiður heilsar alltaf uppá.


Og dóttir hennar og Eldjárns frá Tjaldhólum er aldrei langt undan.

Ronja og Þyrnirós

Vígalegur á litinn! FOR SALE!


Dökkjarpvindóttur störnóttur, virkilega skemmtilegur litur á þessum, f.f Pegasus frá Skyggni.
FOR SALE!



Gáska með Bragadótturinni sinni.



Sterk fjölskyldubönd, Móeiður öftust, Álfasteinssonurinn hennar og Eldjárnsdóttirin.



Ekki finnst manni leiðinlegt að horfa á litfagrar og stórefnilegar unghryssur gæða sér á vítamíninu. Allar undan 1st verðlauna hestum. Sú bleikblesótta undan Sóldögg og Berki frá Litlu-Reykjum tveggja vetra.  Sú faxmikla undan Ísold frá Álfhólum og Skrúð frá Litla-Landi, sammæðra Diljá 1st. verðlauna hryssuni hennar Hrefnu Maríu. Á bak við eru svo tvær Gáskudætur, undan Þokka frá Kýrholti og Tígur.
Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi
hér

06.11.2007 17:57

Ho,Ho,Ho,We say Hey Hey Hey !

Jæja, komin tími á smá fréttir, er það ekki?  Það eru sjálfsagt einhverjir farnir að halda, miðað við síðustu færslu að veðráttan hafi sett mig í algert þunglyndi og nú sé allt farið fjandans til!  Nei, bara aldeilis ekki, og ef svo hefði verið þá hefði hann Barði reddað því með nýja júróvísion laginu sínu Ho, Ho..........alveg snilld, eins og ég hefði samið það, ekta teknótæfulag, já maður fílar þetta ennþá, komin á fertugsaldurinn

En af hesthúsframkvæmdum er þetta að frétta aðfóðurgangarnir voru steyptir á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan í myrkri og ausandi rigningu og hagléli. Það heppnaðist bara ótrúlega vel miðað við aðstæður, en mesta vinnan var, að daginn eftir þurfti ég að tæta fjórar heyrúllur og leggja yfir ganginn, því að það var von á 8 stiga frosti og leiðinlegt að láta tæplega 200fm steypu molna niður í frostinu! Þetta var alger púlvinna, troða því í alla króka og kima, en sérstaklega að taka það af aftur, rennandi gegnblautt í blindroki og rigningu á þriðjudaginn var, úff ég var alveg búin í bakinu daginn eftir.  En platan bjargaðist og ekki millifersentimeter af frostskemmd!

Svo var verið að klára lagnavinnuna fyrir bæði frárennsli og rafmagn, það rétt slapp fyrir horn vegna veðurs og nú flýtur vatnið allt af grunninum beint ofaní skurð og safnast ekki lengur saman fyrir utan húsið öllum til ama og leiðinda.


Þarna er milliveggurinn  svo að rísa en hann var svo steyptur í gær.  Gaman að sjá húsið loksins vera að rísa uppúr jörðinni.  Svo er búið að vera að keyra meiri möl endalaust í kringum það og inní reiðhöllina og hún er nærri því tilbúin. Fundum frábæra moldarblandaða fína möl, á sama stað og hin mölin er tekin.  Var búin að sjá fyrir mér svaka vinnu við að blanda saman mold og sandi, en þarna fékk ég það allt saman blandað af náttúrunar hendi og keyrt beint inná gólf!

And the good news are.... Það verður byrjað að reisa á föstudag   og þeir ætla að taka sér í mesta lagi 3 vikur í að reisa og ganga frá hurðum og gluggum, þanning að það verður vonandi hægt að byrja að innrétta í lok nóv eða byrjun des.

Það hafa væntanlega einhverjir glöggir tekið eftir steyputeinunum sem standa uppúr steypunni en það er semsagt ákveðið að steypa frontana og Gylfi Geirs smíðar svo hurðir og milligerði fyrir mig.

Jæja, læt þetta duga í bili þangað til næst

24.10.2007 22:40

Ekki fyndið lengur!!

Jæja, ég er nú alveg búin að fá nóg af þessari veðráttu hér okkar "frábæra"  Íslandi.  Blautasti október "ever" jáhá!  Já, og þetta með síðustu fyrirsögn, var auðvitað bara grín!!   Ég er búin að vera að bíða eftir hentugu veðri til að steypa fóðurganga, ætlaði að setja lit í steypuna og skrautsteypu í hnakkageymsluna, bjartsýn... en nú þakka ég bara almættinu fyrir ef við komum steypunni fyrir á föstudaginn án þess að stórskemma hana og allir litadraumar eru foknir út í veður og vind í orðsins fyllstu merkingu   Jámm, og ekki neinar fréttir aðrar.

Hestamennskunni hefur alveg rignt niður, hef verið að strögla með einhver 10-12 hross heima ennþá, en er afar heppin ef ég kemst á bak einn dag í viku vegna veðurs eða einhvers annars, en aðallega vegna veðurs.  Sem er eiginlega alveg bölvað, því þarna eru skemmtileg hross innanum sem mig dreplangar að eyða tíma í. T.d  þrælefnilegar 3v merar undan Gásku og Hrannari frá Höskuldsst annars vegar og Miðfells-Dimmu og Arði hins vegar og svo sitthvað fleira 4 og 5v sem er efnilegt og spennandi! 

Ég er aðeins farin að naga mig í handabökin yfir því að ég komist í hesthúsið fyrir jól, en eitt er víst, það verða engin jól hjá mér fyrr en ég flyt inn í nýja hesthúsið, þau verða þá bara haldin í janúar!!!!   Nei,nei það er ekki öll von úti enn, en þetta tekur aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér, húsið er komið til landsins en þeir verða dáldið skrítnir í tilsvörum hjá Landstólpa þegar ég spyr hvenær þeir komi að setja það saman. Mig grunar að þeir séu alveg á floti því þeir eru eitthvað að daðra við smiðina mína sem hafa aldrei reist svona stálgrindarhús

Jæja, ég skal reyna að standa mig betur í fréttaflutningi en ég hef gert undanfarið, maður er bara frekar lítið innblásinn þessa dagana frekar en aðrir Íslendingar í þessari veðráttu.

14.10.2007 22:13

Mér finnst rigningin góð,lalala...


Fékk þessa skemmtilegu mynd senda frá Ólöfu og Jóni Garðari en hún var tekin um síðustu helgi. Þarna má semsagt sjá umfang framkvæmdanna, það má eiginlega segja að allar byggingar sem fyrir eru á Álfhólum komist inní sökklana á þeirri nýju

Og eins og sjá má, er búið að rigna alveg svakalega í haust og virðist ekkert lát vera á því.  Það er einfaldlega allt á floti!  Sveitalækur hérna rétt hjá sem kallast Fljótsvegur er orðinn að stórvarasömu stórfljóti!  Já ég lenti sko í svakalegri svaðilför í vikunni þegar ég ætlaði á pallbílnum mínum með nokkra lambgríslinga í kerru þarna yfir.  Ég hélt nú að fjórhjóladrifni fákurinn myndi svífa yfir þó svo aðeins hefði hækkað í læknum, ó nei.  Hann stoppaði bara og spólaði úti í miðju stórfljóti og það var svo hátt í því að ég gat ekki opnað dyrnar á bílnum án þess að fá vatn inní bílinn!  Til allrar lukku var ég með símann, en hann var meira eða minna utan þjónustusvæðis eins og svo oft í mínu umdæmi en eftir allmargar tilraunir gat ég loksins hringt á hjálp.  Þá þurfti ég að skríða út um gluggan og uppá þak til þess að festa björgunarspottann í bílinn, því ekki vogaði ég mér að stíga fæti mínum niður í ískalt beljandi stórfljótið, var alveg viss um að það yrði mér að fjörtjóni.  En uppá þurrt komst ég að lokum og gerði þá merku uppgvötun, að betri er krókur en kelda, en brúin yfir stórfljótið var aðeins nokkur hundruð metrum lengra!

12.10.2007 23:41

Byggja, byggja, by.......

Já, já, það er ekkert annað sem kemst að þessa dagana en hesthúsbyggingin. Búin að vera á haus síðustu viku til að undirbúa grunnin fyrir plötusteypu og það var ekkert annað inni í myndinni heldur en að steypa í dag, svo það var unnið hörðum höndum.


Sökkullinn var einangraður, þeim á ekki eftir að verða kalt, gæðingunum sem dvelja í þessu húsi  og ekki nóg með það þá var platan einangruð líka og settur gólfgeisli, hvort sem hann verður nú einhverntíman notaður eða ekki. Svo er niðurfall í öllum stíum, allt gert í því skyni að minnka undirburð.



Þarna er verið að leggja síðustu hönd á járnabindinguna, en það er steyptur veggur eftir endilöngu sem skiptir stíunum.



Já, þessi mynd gæti skipt sköpum en hún er tekin á því augnabliki sem dælan fer á bólakaf niður í plötuna sem er auðvitað alveg ferlegt útaf gólfgeislanum sem gæti hafa skemmst.  En ég vona að það hafi sloppið og ég þurfi ekki að fara í neitt skaðabótamál.



En það hafðist að lokum að koma tæpum 40 rúmetrum niður og þar með er stíugólfið steypt.  Það hékk þurrt rétt á meðan steypan var lögð en það haugringdi bæði á undan og á eftir.  Það er svo sem ekki það besta að fá rigningu á nýlagða plötu, en þetta hefur vonandi sloppið

03.10.2007 12:05

Örfréttir


Jæja, þá er búið að steypa sökkulinn allan hringinn og næst verður steyptur sökkullinn undir millivegginn og hnakkageymsluna.

Það er ekki hægt að neita því að maður fær nett fiðrildi í magann þegar maður stendur þarna inni í grunninum núna. Þetta er orðið eitthvað meira en malarhrúga og maður fer að gera sér frekar grein fyrir stærðinni á þessu öllu!


Annars er ekki mikið um útreiðar þessa dagana.  Vorum í smalamennsku um helgina og sendum 80 lömb í "Hvíta húsið", vorum búin að láta 110 í sumar, þannig að það er eitthvað lítið eftir sem á að láta.  Gat ekki stillt mig um að smala saman öllum mórauðu lömbunum sem eftir voru og smella af þeim mynd, þetta er nú alltaf fallegasti sauðaliturinn að mínu mati!
Annars finnst mér lömbin eitthvað lakari í haust heldur en fyrrahaust, ekki nema 15,5 kg meðalvikt enn sem komið er en var um kílói meira í fyrra.  Það spilar kannski eitthvað inní að kindurnar voru nær allar tví og þrílembdar í vor, meirihlutinn af gemlingunum tvílembdur og lömbin allavega 10 fleiri í fyrra þrátt fyrir stórfellda fækkun fullorðna fjársins í fyrra haust!
Lét stiga nokkra hrúta og þeir voru að fá á milli 82-85 stig, vel kannski einn þeirra til lífs, á samt svo marga fyrir að það er víst varla á það bætandi.
Fleira er ekki í fréttum í bili

22.09.2007 22:02

Smá hugleiðing

Um þessar mundir eru allir hestavefmiðlar logandi af umfjöllun um ófarir Blæs frá Torfunesi.  Hesturinn er í slæmu ástandi,, um það ætla ég ekki að fjölyrða, hins vegar er þetta ábyggilega ekkert eindæmi að stóðhestur sem er í stífri þjálfun allann veturinn og langt fram á sumar,  fari illa í þeirri ótíð sem verið hefur síðustu 3-4 vikurnar eða svo.  Ég er með nokkra stóðhesta á fínu grasi hérna fyrir neðan hjá mér, gamall hestur sem búinn að ganga úti síðustu 10 árin eða svo,  vosbúðin bítur ekkert á hann, feitur og fínn þrátt fyrir að vera kominn á þrítugsaldurinn.  Annar á sama stað, búinn að vera í keppni fram á sumar, lítur mjög vel út í fjarska en þegar að er gáð hefur hann hríðlagt af eftir hann kom í girðingunna fyrir u.þ.b 3 vikum, þrátt fyrir nægan aðgang að heyi og vatni.  Það kostar töluverða vinnu að halda holdum á stóðhestum sem búnir eru að vera inni allann veturinn og í mikilli brúkun. Grasið eitt virðist bara stundum ekki duga þeim þegar þessi tími er kominn og maður spyr sig líka hvort þeir hafi eitthvað í hryssum að gera eftir 1 september?

En Blæsmálið hefur aldeilis verið vatn á myllu þeirra sem hafa horn í síðu Óðins, því hann þykir af sumum nokkuð umdeildur og hann hefur  verið opinberlega tekinn af lífi á netinu, búið að fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð og ég veit ekki hvað og hvað og gott ef ekki, búið að kæra hann fyrir "dýraverndunarfabrikkunni".  Það sem "rétttrúnaðarslúðurverjar" átta sig ekki á, er að það er ekki svo erfitt að koma hesti í hold aftur, á ekki svo löngum tíma ef rétt er á málum haldið og hesturinn er heilbrigður.  Það var nú ekki lítið agnúast út í nágranna mína og þar átti að slátra hóp af fylfullum merum af því að þær þóttu ekki "sumar á setjandi".  Ég hef barið þessar hryssur augum og afkvæmin þeirra sem hlaupa hamingjusöm og hraustleg um, algerlega grunlaus um hversu tæpt stóð hjá þeim.

Æi, þetta er orðin hálfgerð langloka hjá mér, en inngangspunkturinn átti að vera hræsnin í okkur. Dýravernd er eitthvað sem á við í sumum tilvikum en er annars stungið ofan í skúffu. Hvað segja dýraverndunarsamtökin t.d yfir þeim þúsundum gæsa sem skotglaðir veiðimenn nenna ekki að elta uppi(af því að það má ekki missa af næsta hóp), og flögra um hálfskotnar vikum og mánuðum saman þangað til þrekið fer þverrandi og þær eru étnar lifandi af vargfugli.  Ég bý á einu mesta skotveiðisvæði landsins og mig flökrar við meðferðinni á þessum dýrum.  Ég fer ekki ríðandi um landareignina öðruvísi en að finna nokkrar í þessu ásigkomulagi, þegar þessi tími er kominn.  Hvar eru þessir svokölluðu dýraverndunarsinnar þá? Ég man ekki eftir að hafa lesið margar greinar um mikilvægi þess að elta uppi særðan fugl og klára skítverkin sín.  Blær og önnur "horfóðruð" hross ná sér en gæsin sem flögrar um með höglin bíður ekkert annað en dauðastríð!

19.09.2007 11:58

Yfirlit

Jæja, smá úttekt á ræktuninni og því sem fór í dóm í sumar.  Ég verð nú að horfast í augu við það að frændsystkyni mín hafa vinninginn þetta sumarið, komu sitthvorri hryssunni í fyrstu verðlaunin.  Verð bara að hugga mig við það að hafa komið að ræktun mæðra þeirra  Eins og kannski glöggir hafa þegar tekið eftir eru myndir og video af sumum þessara hrossa á video og myndalinknum.

Diljá hennar Hrefnu Maríu er undan Ísold frá Álfhólum og Reginn Hrafnssyni frá Ketu.  Hún er algjör hagaljómi og kom mér ekki á óvart að hún myndi fljúga í fyrstu verðlaun!  Þetta er samt ekki alveg nógu góð mynd af henni, en það er eitthvað lítið til af  myndum af henni enn sem komið er.
Það er eiginlega alveg synd og skömm að Reginn skyldi ekki hafa verið notaður meira hérna, ég átti líka mjög fallega dreyrruða hryssu undan honum sem ég missti fyrir tveim árum.  Hann var alveg frábær hestur, gæðingur sem hafði þetta létta og káta yfirbragð sem maður sér ekkert allt of mikið af.  Hann fór til Danmerkur án þess að nokkur vissi af og var felldur þar stuttu seinna held ég, hálf sorglegt með hann, kallgreyið
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.87
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 7.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 6.5
Hæfileikar 8.26
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8.11




Artemis hans Valda fékk þennan fína klárhryssudóm í haust.  Feykna fasmikil tölthryssa sem á örugglega inni 9 fyrir fegurð í reið þegar brokkið kemur til baka aftur.  Hún er undan hinum flotta fjórgangara Pegasus frá Skyggni og Urði frá Álfhólum sem er undan Ögra frá Hvolsvelli og Unni Tígursdóttur.  Urður var ekki tamin fyrr en á sjötta vetur, kom fljótt til, en varð eitthvað útundan vegna pláss og tímaleysis þannig að hún fór bara í ræktun aftur.  Ég veit svo sem hvaða kostum hún er búin og er alveg óhrædd að nota hana í ræktun þó það vanti á hana tölur.  Artemis er fyrsta afkvæmið sem tamið er undan Urði.
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 7.94
Kostir
Tölt 9
Brokk 7.5
Skeið 5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 8.04
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8


Sigurrós er undan Eldvaka frá Álfhólum og Ögrun Ögradóttur.   Kolsvört og falleg hryssa sem ég seldi til Noregs í vetur en var í sýningarþjáfun hjá John og var rennt í gegnum dóm áður en hún yfirgaf klakann. Ögrun er líklega eina afkvæmi Ögra frá Hvolsvelli sem ekki var tamin.  Falleg hryssa sem er sammæðra Gásku og er að gefa virkilega falleg hross.
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 8.02
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8
Skeið 6
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 8
Hæfileikar 7.97
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 7.5
Aðaleinkunn 7.99


Ronja, litla krúttið mitt  Kynbótadómurunum fannst hún ekki alveg eins falleg og mér finnst hún! En þeir skipta kannski um skoðun ef ég sýni þeim hana aftur Og það er líka eins gott að hún hækki fyrir vilja líka, því að ef eitthvað hross sem ég hef sýnt á 9+skilið fyrir vilja, þá er það þessi meri, annað finnst mér bara hreinn dónaskapur!  Þarna er alvöru vilji og orka!  Þessi er undan Tígur gamla og  Rún frá Eystra-Fíflholti sem eitthvað lítið er vitað um ættina af nema að Hugur frá Hofstaðaseli var afi hennar, vindóttur Hrafnssonur.
Sköpulag
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 7.5
Bak og lend 8.5
Samræmi 8
Fótagerð 7
Réttleiki 7.5
Hófar 7.5
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.63
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 5.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8
Hægt tölt 8
Hægt stökk 7
Aðaleinkunn 7.85


Gáski Geisla og Gáskusonur.  Hann fór ekki alveg eins hátt strax og vonir stóðu til, en það hindraði mig ekki í að setja 10 merar til hans í sumar.  Hann er ekki ósvipaður ásetu og mamma hans og  það er nóg fyrir mig! 
Sköpulag
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 9
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 6
Sköpulag 8.09
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 7.71
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.87



Mári undan Geisla frá Sælukoti og Mónu frá Álfhólum.  Ég hef líklega aldrei farið með svona lítið tamið hross í dóm fyrr en þetta var tilraun engu að síður.  Mári er lofandi fjórgangari með frábæra reiðhestskosti.  Alltaf þegar ég er spurð hvort ég eigi einhvern verulega flottan reiðhest til sölu, dettur mér alltaf Mári í hug.  En hann á þegar nýjan eiganda og víst ekki hægt að selja hann mörgum sinnum
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 8
Hófar 8
Prúðleiki 6
Sköpulag 7.78
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8
Fegurð í reið 8
Fet 7.5
Hæfileikar 7.54
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.63

18.09.2007 23:09

Hesthúsframkvæmdir

Eins og ég hef áður minnst á, þá teiknaði verkfræðingurinn sökkulinn fyrir mig á mettíma loksins þegar útreikningar komu til landsins og rúmri viku síðar komu fyrstu steypubílarnir í hlað á Álfhólum, eða sl. föstudag!

Svona virkar þetta sem sagt!

Baldur Eiðsson yfirsmiður og byggingastjóri stjórnar traffíkinni lengst t.h, ónefndur dælumaður í miðjunni og Steindór undirsmiður t.v.

Wojek og Tryggvi, ekki spyrja mig hvað þeir eru að gera!

Sem sagt, fyrst eru steyptir svona plattar fyrir súlurnar,

svo koma sökklarnir á milli og ofaná plattana. Þessi mynd er tekin í dag og eins og sjá má gengur bara vel að slá upp sökklunum enda alvöru menn þarna á ferð (Baldur, ég fer að rukka þig fyrir auglýsingar)

Og svona lítur það út eftir tvo mánuði, þegar þið grúbbpíurnar mætið í innflutningsteiti   Æi þið verðið að fyrirgefa, það er kominn smá kvöldgalsi í mig, búin að vera að reyna í allt kvöld að komast inná vefsvæðið til að geta sett inn fréttir og fyrst núna hafðist það.  En svona grínlaust, þá er ég dáldið svög fyrir innréttingum frá Vélaborg, Röwer Rüb heita þær. Er einhver sem þekkir eitthvað til þeirra, gott eða slæmt?

Svo að lokum má ég til með að hrósa ykkur fyrir að vera dugleg að skrifa í gestabókina og láta vita af ykkur, bara gaman af því og ég vona bara að sem flestir kvitti fyrir innlitið,  fínt að vita hverjir eru að njósna um mann

08.09.2007 21:52

Hrósið!

Já, hrósið í dag fær hann Teitur sem vinnur fyrir E-MAX eða HIVE fyrir að koma og redda mér frá netleysi og leiðindum og það á laugardegi!!!Takk,takk,takk.  Og fyrst ég er byrjuð, þá er best að ég hrósi Guðmundi Hjaltasyni verkfræðingi hjá Verkfræðiskrifstofu Suðurlands fyrir að redda sökkulteikningunum fyrir mig á tveimur dögum!!! Nokkuð sem búið var að segja, að tæki tvær vikur að gera, JÁ!  Þannig að það verður byrjað að slá upp eftir helgi.  Svo síðast en ekki síst verð ég að hrósa honum Sigga frænda og Láru konunni hans en þau eru algjörir haukar í horni, Siggi þekkir náttúrulega alla og er hreint alltaf að redda öllu fyrir mig fyrir utan það að hafa grafið grunninn og borið í hann á mettíma!

Svo fyrst ég er almenninlega tengd loksins aftur þá kem ég  vonandi með einhverjar fréttir fyrr en síðar fyrir áhugasama Álfhólaáhangendur

28.08.2007 00:39

Hryssur+Stóðhestar

Jæja, tími á smá skrif!  Ekkert stórt í fréttum svosem,  það er búið að ganga frá grunninum, bera í og þjappa, allt klappað og klárt, en engar teikningar tilbúnar enn svo hægt sé að steypa Já það er eins gott að maður er ekki að standa í svona framkvæmdum oft á ævinni, tómt vesen, úff, ég vil bara fá að ríða út og temja í friði, ekki þurfa að vera í símanum allan daginn og röfla e-ð.

Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í undir hvað ég hafi haldið í sumar, best að ég komi þeim upplýsingum á framfæri hér með.  Gáski var í heimahögunum og fékk u.þ.b 10 merar frá mér, Tígur gamli 3, ég get notað hann svo takmarkað út af skyldleika  Dimmir 3, hann er Tígurssonur og ekki auðveldara að finna undir hann hryssur sem ekki eru náskyldar honum, frekar en þann gamla.

Svo eru hestar útum allt sem manni langar að nota. Móeiður fór undir Stála frá Kjarri (var leigð), Gáska líka og ég á bara 50% í ófæddu fyli. Ég er svo sniðug að ég læt bara aðra um að taka áhættuna með þessa dýru hesta og sé svo til hvernig það kemur út en þessir folatollar eru oft alveg hrikalega dýrir.  Móna gamla er fylfull við Baug frá Víðinesi, Ylfa fór undir Leikni frá Vakursstöðum, Dimma og Sóldögg fóru undir Dug frá Þúfu, já nú eru einhverjir hissa á Sörunni, haldandi undir hreinræktaðan Orrabauk  því hann er jú undan hálfsystkynum undan Orra.  Þannig var nú mál með vexti að ég gekk með það í maganum að halda Dimmu undir Svein-Hervar, en hann var ekki á svæðinu. Ég sá Dug á Hellu í vor og leist vel á hann og ákvað að slá til.  Svo þegar ég sá Dug í návígi, þá gat ég ekki betur séð en að hann væri glóbrúnn og pantaði strax með aðra meri. Búin að vera að bíða lengi eftir flottum hesti með leirljósa genið!    Sverta fór undir Kjerúlf frá Kollaleiru.  Rósa heldur Þyrnirós þetta árið, en hún og Ísold fóru undir Fursta frá Stóra-Hofi.

19.08.2007 23:41

Allt að gerast


Jæja, þá blasir eyðileggingin við á þriðja degi og við Pjakkur sjáumst varla þarna í holunni!

En að kvöldi fjórða dags leit þetta nú allt saman betur út, búið að bera helling í og snillingarnir, Valdi frændi og Ivan Krasovsky fyrrverandi ráðsmaður komnir á þjöppuna.

Já, það er nóg að gera þessa dagana og heldur lítið riðið út.  Ætlaði að vera voða brött og skráði mig á Suðurlandsmótið með Mozart minn, en komst að sjálfsögðu ekki neitt og sé ekki beinlínis fram á að ég mæti neitt á mót á næstunni.  Þannig að ég sendi Hrefnu frænku með hann í bæinn en það er nottla ekki hægt að hafa stelpuna hestlausa.  Hún tók aldeilis U-beygju fyrir nokkrum dögum og seldi hann Zorro sinn öllum að óvörum en þau hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt síðustu 5-6 árin
.
Þarna eru þau að stíga saman sín fyrstu skref á Landsmóti 2002, Zorro 6v og Hrefna aðeins eldri

Og fótbrotin varð hún svo skeifuhafi á honum á Hólum 2005!

Ég óska að sjáfsögðu nýjum eigendum velfarnaðar, en þess má geta að Zorro var í þriðja sæti í fjórgangi unglinga á Suðurlandsmótinu í dag.

16.08.2007 00:18

Fyrsta skófllustungan


Jæja þá er verkið loksins hafið Siggi frændi, oft kenndur við Sigluvík mætti á gröfunni með frúna sína á trukknum og fullt af litlum verkstjórum!
 
Jamm, það er rífandi gangur á flestu, nema burðarþolsútreikningunum sem áttu að vera komnir fyrir mánuði síðan, þannig að í raun er ekki hægt að teikna sökkulinn fyrr en þeir koma! Dáldið geggjað dæmi af því að von er á húsinu eftir einn og hálfan mánuð og þá eiga sökklarnir að vera tilbúnir svo hægt sé að reisa!  Mar verður bara að krusse fingrene og vona að þetta gangi saman á næstu dögum

Annars er ég alveg bit á því hvað margir ramba inná síðuna á hverjum degi og ég sem hélt að næstum enginn vissi af henni nema örfáir útvaldir  Maður verður að fara að standa sig í stykkinu og henda inn fleiri söluhestum fljótlega og vera duglegri að uppfæra svo fólk gefist ekki uppá manni á fyrsta degi!

01.08.2007 14:27

Sumarið líður allt of fljótt!

Já tíminn er ótrúlega fljótur að líða, það er bara kominn 1. ágúst allt í einu!!!  Það hefur aðeins séð fyrir endann á veðurblíðunni í sumar en ekki hægt að kvarta stóran enn sem komið er.  Hesthúsaframkvæmdir eru í augnsýn og vonandi verður byrjað á grunninum innan fárra vikna. Draumurinn er auðvitað að vera kominn í draumaaðstöðu fyrir veturinn  

Tryppatúrar eru í algleymingi, Leó og Kanastaðabændur komu með um 40 hross yfir til mín þannig að það er 70 hrossa stóð sem við rúntum með um sveitir landsins, dágóður hópur!

Kannski rétt að ég segi frá því að þær Sara Rut, tamningakonan mín og Hrefna María skelltu sér á opið Sleipnismót um daginn og lentu báðar í úrslitum. Hrefna með Zorro í B-Flokk og Heiki í A-Flokk og Sara jr. í Unglingaflokk. 
Sara Rut er oft kölluð Djúníorinn, eða Rúturinn til aðgreiningar frá þeirri gömlu (mér). Hún er að vísu ekki svo mjög hrifinn af seinna nikkinu.  Það kom til vegna þess að við vorum með vinnumann frá Úkraínu í fyrra og eitt sinn sá hann mynd af Söru í einhverju Eiðfaxa blaði og fannst það svo sniðugt að hann æpti upp fyrir sig, SARA RÚÚÚT og síðan breyttist það í Rúturinn með tímanum. Kannski ekki svo voðalega fallegt nikk á svona flotta stelpu

Sara á Mósart etur kappi við Teit og Hvin frá Egilstaðakoti á brokki

Hrefna og hinn hrafnsvarti Zorro stóðu sig vel að vanda
Heikir fór mikinn á brokki og tölti

09.07.2007 01:45

Næturgaman og tamningar

Jæja, maður er nottla ekki alveg í lagi, hangir fram á nætur að brasa við heimasíðugerð!!! Ætti nú að láta einhvern annan um þetta, eins og t.d Sögu vinkonu sem stendur bara í barnauppeldi og hefur ekkert betra að gera  Tamningar ganga eins og í sögu,  tryppin eru að temjast á methraða, veit ekki hvort það er góða veðrið eða hvað??? Fullt af sniðugum fjögurra og fimm vetra tryppum sem við erum með, sérstaklega ein 4v undan Tígur og Ögrun, frábært tryppi, flýgur áfram á brokki og yfirferðatölti, viljug og hágeng og var ósnert fyrir viku síðan!!!  Too good to be true! Og það besta er að hún er falleg líka  Jæja það er best að vera ekki að oflofa þetta, allt getur klikkað! Svo er ég með skemmtilega Parkersdóttur, 4v osfr, get ekki verið að telja þetta allt upp, svo er það nú einhvern vegin með þessi hross, að það sem er inni í dag getur verið out á morgun. Dagsformið er svo misjafnt og maður sveiflast sjálfur með.

Já, svo komu tvö folöld í nótt, jarpvindótt meri undan Mær Mónu og Pegasusdóttur og Flugari hans Leó, og rauðblesóttur hestur undan Gýgur og Glym frá Skeljabrekku.  Finnst samt frekar skrítið að ég sé að fá blesótt undan tveimur einlitum  En burtséð frá því líta bæði folöldin mjög vel út

08.07.2007 01:21

Ótitlað

Góða kvöldið.  Undanfarnar vikur hef ég verið að grípa í að smíða þessa heimasíðu, sem vonandi fer að líta dagsins ljós von bráðar!

Eldra efni

Flettingar í dag: 871
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 707
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1514245
Samtals gestir: 97103
Tölur uppfærðar: 3.11.2024 13:41:11

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]