07.07.2014 21:38

Gott silfur gulli betra


Þessir létu ekki úrhelli stöðva sig í spennandi og gríðarsterkum úrsltum B-flokks á sunnudaginn.  Það var verulega gaman að fylgjast með þeim Þrumufleyg og Þorvaldi Árna vaxa með hverri þraut og eiga sína bestu sýningu mótsins á lokasprettinum sem skilaði þeim nokkuð örugglega í annað sætið með hvorki meira né minna en 9.11 í einkunn!  Vá svona einkunn hefði einhvern tímann dugað til sigurs!




Vígalegir á brokkinu!



Þrumufleygur sýndi strax klærnar í forkeppninni, en sýningin var ekki alveg hnökralaus og hann endaði í sjötta sæti þar.



Í milliriðlunum átti hann hins vegar þrælfína sýningu og sigldi örugglega í í A-úrslit með 8.75 í einkunn.



Það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með þessum félögum saman á brautinni og kunnum við Þorvaldi Árna bestu þakkir fyrir frábæran árangur með hestinn og aldrei að vita nema að þeir komi fram aftur síðar.

Það er líka gaman að minnast á það að þessi fótaburður í Þrumufleyg er að sjálfsögðu frá náttúrnnar hendi og þótt hann sé keppandi í "Sílikonrallý" þá er ekkert slíkt undir hans hófum, aðeins 8mm skeifur, léttir kransar til að dempa höggið og 150 gramma hlífar.

En nú taka við sæludagar hjá Þrumufleyg, því honum verður sleppt í hólf hérna í Álfhólum á miðvikudagskvöld og því eru þeir sem eiga pantað undir hann vinsamlega beðnir um að koma hryssum hingað í dag eða morgun ef mögulegt er.  Annars hefur ekki verið neitt mál að bæta inná hann hryssum, sérstaklega ef það eru folaldsmerar og það eru ennþá fáein pláss laus undir hann.


Eldra efni

Flettingar í dag: 2903
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364420
Samtals gestir: 89838
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 12:34:46

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]