31.01.2014 10:28

Ágætis byrjun



Það er alveg hægt að segja að Landeyjarnar eigi sér tvær hliðar, önnur birtist manni þegar maður horfir niður eftir frá þjóðvegi 1 og mörgum finnst það heldur óspennandi sýn að horfa til suðurs eftir þeim, allt flatt og fátt um kennileiti.  Hins vegar snýst teningurinn við þegar komið er niður eftir og fjallasýnin blasir við í góðu veðri eins og var hér á dögunum en það hefur nú viðrað að mestu vel á nýja árinu.




Ekki var síður fallegt veður þegar sjónvarpið bar að garði fyrir tveimur árum og var að taka upp þátt fyrir Meistaradeildina.  Engin ástæða að láta þetta video safna ryki í tölvunni eins og svo margt annað gerir hjá mér þessa dagana.  Hryssan sem skokkar svo þjál í kringum mig heitir Meyja og er af góða vindótta kyninu okkar og undan Dimmi frá Álfólum.

Ágætis byrjun er fyrirsögnin og á að virka hvetjandi fyrir bloggandann sem hefur farið lítð fyrir á þessum bænum enda í mörg horn að líta að venju.  En það er margt spennandi í gangi, mikið af hrossum í brúkun, góð söluhross, efnileg keppnis og kynbótahross héðan og þaðan.

Og svo af því að betra er seint en aldrei, þá óska ég öllum velfarnaðar það sem eftir lifir árs ;)

Eldra efni

Flettingar í dag: 2645
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364162
Samtals gestir: 89834
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 11:30:23

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]