01.10.2013 20:37

Leggð´ann

Við stelpurnar skelltum okkur á frumtamninga sýnikennslu hjá Iben Andersen á sunnudaginn til að fá smá uppfærslu á tamningaraðferðinar okkar.  Mjög lærdómsríkt og skemmtilegt bara þó margt hafi maður séð áður og reynt en annað ekki, eins og t.d það að leggja tryppin í byrjun tamningar, sem hún segir að stytti ferlið og skilst að það henti einkar vel á erfiða hesta (verð að játa það að ég missti nú aðeins úr því ég var með afleggjarann með mér og þrátt fyrir mikla þolinmæði, þá var hún kannski ekki alveg 100% allan tímann)........  En alla vega, það er svo gaman við að fá svona innblástur, að þá brunar maður af stað og vill prófa.....og við erum svo heppnar hérna að það er ekki alveg búið að temja öll tryppin.

Byrjuðum á 3 vetra gröðum Kjerúlfsyni undan Móeiði, hann kom inn á sunnudaginn, var svoldið bandvanur en ekki full leiðitamur þó..... Það var farið hratt og örugglega yfir hann og Verena reið honum hringinn í gerðinu án mikillar aðstoðar frá mér...en þetta er geðgóður og sjálftaminn hestur og ekkert að marka það þó það hafi gengið svona fljótt ;)

Næst tókum við 3 vetra nýlega geltan fola undan Fróða og Mónu, hann var ennþá hrárri og var aðeins lengur að átta sig á öllu, en eftir svipaðan tíma (ca hálftíma-40 mín) var búið að ríða honum í gerðinu líkt og þeim fyrri.... Jæja en hvorugan hestinn sáum við ástæðu til að leggja, okkur fannst þeir bera nægilega virðingu fyrir okkur eftir alla spottaleikfimina.

Nýlega fékk eignaðist ég gráan fola frá Kanastöðum, algerlega ósnertan, nema hann hafði verið geltur, en annars látinn afskiptalaus.  Stelpurnar voru búnar að reyna að mýla hann fyrir nokkru en gefist upp við það, hann var ansi mikið laus upp að framan og styggur..... Þetta var sem sagt alveg tilvalið verkefni til að sannreyna hvort þessi tamningaraðferð sé gagnleg eða ekki. Gráni var rekinn fram á gang, gamlan skellti múlnum á hann og svo var hann rekinn inní hringgerði, kenndar svona helstu æfingar í hendi og svo lagður í orðsins fyllstu, hljómar svoldið ógnvekjandi, en fer allt voða vel og eiginlega alveg ótrúlega átakalítið fram.  Valið einfalt, annað hvort að vappa um á 3 fótum eða leggja sig....(og vert að taka það fram að Gráni litli er skítugur af því að velta sér í höllinni blautur um morguninn, ekki það að hann sé svitastorkinn búinn að veltast þarna um!  Oft svitna tryppi og verða móð þegar þau eru að takast á við spottann í fyrstu skiptin, en það var varla að hann hitnaði þessi). .... sem var mikið ákjósanlegra, tók fáeinar mínútur að átta sig á því........ tók aðrar fáeinar mínútur að telja Grána á að leggja sig alveg........og fá krús og klapp frá Verenu í staðinn.  Þetta er svoldið magnað að sjá hvað hann var fljótur að sætta sig við óvenjulegar aðstæður og kjammsaði þarna liggjandi flatur.  "Hvernig getur hann vitað að við ætlum bara ekki að borða hann" sagði ég við Verenu ;)En traustið var unnið...sáttur við þyngdina frá öllum hliðum....Hann þurfti þó ekki að standa upp með Verenu á baki...


 
En hún stökk berbakt á bak þegar Gráni stóð upp og reið berbakt við einteyming af stað nokkur skref.... spennandi að sjá hvernig gengur á morgun!  
Skildi þetta bara vera aðferð sem virkar vel?

Verðið að afsaka gæði myndanna, en þær eru teknar á síma.

Eldra efni

Flettingar í dag: 1841
Gestir í dag: 186
Flettingar í gær: 2895
Gestir í gær: 453
Samtals flettingar: 1179796
Samtals gestir: 78172
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 14:21:55

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]