26.03.2012 10:57

Svellkaldar!


Veturinn í vetur hefur verið viðburðarríkur og af mörgu af að taka. Það hefur heldur ekki verið auðvelt að hafa eirð í sér og setjast fyrir framan tölvuna og blogga auk þess sem tölvan fór í smá mótþróastuð þegar ég ætlaði að setja hérna inn myndir fyrir nokkru.... en hún virðist hafa jafnað sig á því blessunin svo enga hef ég afsökunina lengur!

17. mars mættum við gallvaskar á ísmótið Svellkaldar konur. Sóllilja fór þar með í sína fyrstu töltkeppni og við fengum 7.23 í forkeppni.  Úrslitin voru aðeins daprari, en ég kenni tilraunastarfsemi minni algerlega um það, því ég ákvað að skera undan henni botnana sem hún var með í hléinu og það gekk erfiðlega að finna réttan takt fyrst eftir það, en við enduðum í fimmta sæti og bara vel ásættanlegur árangur það á fyrsta töltmótinu.




Rósa mætti til leiks á nýrri litfagri hryssu frá Hrefnu og Jonna, Dís frá Jaðri. Dís er undan Þrist frá Feti. Þær komust inn í B-úrslit og gerðu sér lítið fyrir og unnu þau með meistarabrag, en þreytan farin að segja aðeins til sín í A-úrslitum og þær enduðu því í 6 sæti. Glæsilegt það!  


Aðstoðartamingarkonurnar mínar þreyttu frumraun sína á svellinu og Andrea náði 5.sæti á hryssunni sinni Kátínu frá Grímsstöðum og Verena 6.sæti á Hjaltalín frá Reykjavík í sínum flokki.



Hrefna María og Hugleikur frá Fossi, góður hestur sem Hrefna hefur nýlega fengið í sölumeðferð fengu ágætis einkunn 6,30 en það dugði þó ekki í úrslit.

Það verður kannski eins og að bera í bakkafullan lækinn að tala um meistaradeildina sem hefur verið mikill tímaþjófur í vetur, en það verður samt gert á næstunni :)   

Eldra efni

Flettingar í dag: 476
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 17404
Gestir í gær: 203
Samtals flettingar: 1548033
Samtals gestir: 98024
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 02:58:01

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]