21.02.2012 11:37
Landsmótsbreytingar
Núningur innan stéttarinnar er ekki hestaheiminum hérna til framdráttar, en stundum finnst manni ekki alveg nógu góð tengsl milli þeirra sem ráða og þeirra sem vinna á akrinum. Og þó maður mæti á fundi, og tjái sig þar, þá er ekki alltaf haft rétt eftir manni eða orðin mistúlkuð.... en það er önnur saga.
Ég var spurð útí þessa hringvallarreið af hestafréttum fyrir nokkru og ég ætla ekkert að útlista það aftur hér en ummæli mín má lesa hérna.
Ráðunautur hefur miklar áhyggjur af því að hrossin okkar séu ekki nógu góð til að vera á hringvelli eða illa tamin eða þjálfuð. Knapar hafa aftur á móti meiri áhyggjur af framkvæmd dóma, að ekkert fari fram hjá dómurum, af því að einungis 8 ferðir voru riðnar í forsýningu og ekki ólíklegt að eitthvað fari úrskeiðis, því þrátt fyrir að hrossin okkar séu vel tamin og þjálfuð, þá erum við með lifandi dýr og það getur alltaf eitthvað komið uppá.
Ekki er ólíklegt að óánægjuraddirnar með hringvallarreiðina á yfirliti séu enn hærri einmitt af því að það er búið að klippa af ferðunum. Sumir segja að 8 ferðir séu nóg af því að Spuni gat farið 8 ferðir og fengið topp einkunn..... ok, það tókst vel til en það eru ekki öll hross eins góð og Spuni og ekki allir sýnendur jafn reynslumiklir og Þórður Þorgeirs. Væntanlega viljum við hafa breidd í knapaflórunni sem sýnir kynbótahrossin, ekki bara að taumurinn sé réttur örfáum knöpum á brautarenda. Ég horfði á mikla fagmenn fara mislukkaðar ferðir í forsýningu á síðasta landsmóti, oftar en einu sinni og oftar en tvisar og ef einungis 8 ferðir hefðu verið farnar, hefði hrossið komið inná yfirlit með dapran hæfileikadóm.
Ef að fagráð hefði ekki alveg farið offari í þessum breytingum sínum, hefði kannski ekki orðið meiri sátt? Ef þeir hefðu haldið ferðunum í forsýninunni í 10 ferðum og einungis gert breytingar á yfirlitssýningunni? Það er nú auðvitað svo að menn reyna að ná öllu sem hægt er í forsýningu og ekki að treysta á hækkanir á yfirliti. En til þess þarf líka að hafa aukaferðir fyrir þær sem klikka, það er ekkert sem má klikka ef riðnar eru bara 8 ferðir, og ég vil árétta það enn og aftur, sama hvað hross eru vel tamin og þjálfuð, þá geta alltaf orðið mistök.
Það versta í þessu er að það er ekkert víst að það sé nokkur tímasparnaður sem felst í þessu nýja fyrirkomulagi yfirlitssýningarinnar. Það tekur tíma að fara 3 hringi og tvær ferðir á beinu brautinni, það er í raun búið að fjölga ferðum á yfirliti úr 6 í 8 ef við tölum um eina langhlið sem eina ferð. Svo þess fyrir utan er hellings úttekt úr hrossi að ríða í afköstum 3 hringi og eiga svo orku eftir í að sýna afköst á beinu brautinni. Vil minna á að það er bannað samkvæmt lögum að ríða 4 vetra hrossum á hringvelli í keppni, þannig að þetta skýtur skökku við!
Ég er búin að vera að hugsa þetta aðeins eftir að þetta kom upp, og er komin á þá niðurstöðu að ef forsvarsmenn vilja endilega breyta formi yfirlitssýninga, þá verði forsýningin að fá að halda sér eins og hún er, 10 ferðir, það verður ekki sátt um annað held ég. Og yfirlitið yrði 2 hringir á hringvelli í stað þriggja og tvær ferðir á beinu brautinni, og knöpum væri í sjálfsval sett hvort þeir byrjuðu eða enduðu sýninguna á hringvellinum en hollið verður að vera samtaka í því. Ég er ekki á því að það eigi að vera opið inná hringvöll og menn geti farið þangað ef þeir vilja einhversstaðar í sýningunni, það gengur ekki upp að það sé riðið bæði á hringvelli og beinu brautinni í einu, því þá geta knapar verið að ríða á móti hvor öðrum.
Yfirltssýningin myndi klárlega styttast eitthvað við þetta frá núverandi fyrirkomulagi, forsýningin heldur sér, og ég sé ekki stóra vandamálið í því hvort 7 v hryssur byrji á sunnudegi eða mánudagsmorgni. Forsýningar eiga að fá að taka sinn tíma, en rennslið þarf að vera gott frá fimmtudegi til sunnudags þegar flestir eru í brekkunni, hvort sem það yrði með betra utanumhaldi núverandi fyrirkomulags t.d með takmörkun á fetreið, ákvörðun í hvaða ferð það megi vera riðið og stjórnanda við hvorn brautarenda sem passar uppá flæðið, eða ef að menn vilja brydda uppá einhverju nýju. Það verður þá að passa að nýungarnar verði til batnaðar og hugsa þær til enda.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
- Október
Flettingar í dag: 2953
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364470
Samtals gestir: 89842
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 12:56:34
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]