01.09.2011 09:59

Síðsumarssýningar 2011


Síðsumarssýningu lauk á Hellu fyrir viku síðan. Það var varla hægt að segja að við höfum verið stórtæk þar, en við fundum þó fáeinar eftirlegukindur í stóðinu sem voru sýningarhæfar ;) 


Gáta Gásku og Þokka Kýrholti dóttir fór í fínan klárhryssudóm, 7.80 í aðaleinkunn. "Þetta var hennar fyrsta ferð" eins og ágætur bóndi að norðan orðaði það þegar klárhryssan hans fór í 7.50 en endaði svo nokkrum misserum síðar í fyrstu verðlaunum!

Gáta fékk 8.5 fyrir tölt, hægt tölt vilja, fegurð í reið, háls og herðar,  bak og lend.

Þess má geta að Gáta er að hálfu leiti í eigu hinna hestheppnu Húsafellshesta.

IS2006284668 Gáta frá Álfhólum
Örmerki: 352206000051645
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Róbert Veigar Ketel, Sara Ástþórsdóttir, Sigurður Tryggvi Sigurðsson
F.: IS1997158430 Þokki frá Kýrholti
Ff.: IS1984163001 Sólon frá Hóli v/Dalvík
Fm.: IS1986257809 Þörf frá Hólum
M.: IS1995284672 Gáska frá Álfhólum
Mf.: IS1973135980 Gáski frá Hofsstöðum
Mm.: IS1990284669 Blíða frá Álfhólum
Mál (cm): 138 - 136 - 64 - 147 - 27,5 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,1 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 7,0 - 8,5 - 6,0 = 7,86
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 7,75
Aðaleinkunn: 7,80
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir
Hér er myndband af forsýningunni hennar Gátu.Saga vinkona sýndi hana Myrkvu sína og hún hækkaði aðeins frá því í fyrra.  Við vinkonurnar vorum samt ekki alveg sáttar við útkomuna og töldum að hún ætti meira inni eftir forsýninguna, ekki síst vegna þess að Saga sýndi mér hryssuna í Víðidal alveg vígalega nokkrum dögum fyrr.  Það var svo úr að Myrkva kom með mér heim að Álfhólum,  og vegna anna hjá Sögu við vinnu og fjölskyldu svona í miðri viku,  ákváðum við að ég myndi fara með hana á yfirlit fyrir hana þar sem hún hækkaði fyrir fegurð í reið og hægt tölt.  Þá vorum við þokkalega sáttar báðar tvær, enda klárhryssan komin með nærri 8.5 á línuna í hæfleikum.  

IS2004284670 Myrkva frá Álfhólum
Örmerki: 352206000013304
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Árni Reynir Alfredsson, Saga Steinþórsdóttir
F.: IS1998184587 Gustur frá Lækjarbakka
Ff.: IS1988188239 Gustur frá Grund
Fm.: IS1989265186 Orka frá Búrfelli
M.: IS1986284671 Móna frá Álfhólum
Mf.: IS1979184667 Nátthrafn frá Álfhólum
Mm.: IS1972284671 Silfra frá Álfhólum
Mál (cm): 138 - 135 - 63 - 140 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,1 - V.a.: 7,9
Sköpulag: 7,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 7,76
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 = 7,80
Aðaleinkunn: 7,79
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Saga Steinþórsdóttir


Saga er alveg í fluggír með hana Myrkvu og búin að keppa nokkrum sinnum á henni í sumar.  Var meðal annars í A-úrslitum á henni á Suðurlandsmóti á Hellu um daginn í fjórgangi opnum flokki, fjórða sæti ef ég man rétt og skaut gömlum kempum ref fyrir rass ;)  Hún var að sýna sína fyrstu kynbótasýningu í 16 ár núna á Hellu. 
En sú sem hlaut hæsta dóminn að þessu sinni af Álfhólahrossunum var hún Indía hennar Hrefnu Maríu. John Kristinn sýndi hana fyrir konuna í 7.92. Indía er dóttir Leiknis frá Vakurstöðum og Svertu frá Álfhólum sem hefur gefið okkur mörg góð hross (Zorró, Trú, Zara, Zonja, Arabía).


Hún er opin í ganglagi með mikla útgeislun og mikinn fótaburð. Hún á eflaaust eftir að smella sér yfir áttuna og í 1stu verðlaun á næsta ári með aðeins meiri styrk og þroska og ég veit að Hrefna María stefnir á það með þessa hryssu.


Indía er fallega byggð hryssa og hefur hlotið 8,14 í byggingu.  Þessi mynd er tekin á á dómsdegi en eins og sjá má eru hrossin aðeins farin að loðna og verða haustleg.   


IS2005284670 Indía frá Álfhólum
Örmerki: 352206000061253
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Hrefna María Ómarsdóttir
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir
F.: IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum
Ff.: IS1985157020 Safír frá Viðvík
Fm.: IS1988258049 Lyfting frá Ysta-Mói
M.: IS1991284671 Sverta frá Álfhólum
Mf.: IS1986186025 Tígur frá Álfhólum
Mm.: IS1981284667 Mugga frá Álfhólum
Mál (cm): 142 - 138 - 65 - 144 - 27,5 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,0 - 8,5 - 8,5 = 8,14
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 6,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 7,76
Aðaleinkunn: 7,92
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson
Hrefnan lét heldur betur til sín taka á síðsumarssýningunni og sýndi Eirvöru frá Hamrahóli, hryssu sem hún hefur þjálfað með hléum frá 4 vetra aldri.  Sú þjálfun skilaði sér heldur betur í dómi, og það sannaði sig og sýndi að það borgar sig að láta þjálfarann sýna hrossið sjálfan ef hann treystir sér í verkefnið og er þokkalega hestfær!  Eirvör fékk hvorki meira né minna en 8.50 fyrir hæfileika, þ.a 9 fyrir tölt og vilja. Aðaleinkunn uppá 8.14 þar sem byggingin dró hana niður, 7.59Eirvör er undan gæðingshryssunni Sabrínu frá Hamrahól og Akk frá Brautarholti.Hrefna og Eirvör skiluðu hæðsta hæfileika dómi Síðsumarssýninga þetta árið yfir landið. Hrefna er búin að sýna þetta árið 2 hryssur 5 og 6 vetra með yfir 8,50 í hæfileikum og geri aðrir betur :) Eirvör svo tekinn og leidd strax undir hest enda í bullandi látum og fyrir valinu varð frændi hennar Blysfari frá Fremra-Hálsi. Spennandi að sjá útkomuna undan því á næsta ári. 


IS2005286613 Eirvör frá Hamrahóli
Örmerki: 352098100006497
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Guðjón Tómasson, Valgerður Sveinsdóttir
Eigandi: Guðjón Tómasson, Valgerður Sveinsdóttir
F.: IS1998137637 Akkur frá Brautarholti
Ff.: IS1990157003 Galsi frá Sauðárkróki
Fm.: IS1988258705 Askja frá Miðsitju
M.: IS1990286021 Sabrína frá Hamrahóli
Mf.: IS1986186021 Helmingur frá Hamrahóli
Mm.: IS1983286406 Kopra frá Hamrahóli
Mál (cm): 139 - 139 - 62 - 143 - 28,5 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,1
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 7,0 - 6,0 = 7,59
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 = 8,50
Aðaleinkunn: 8,14
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir

Innilega til hamingju Guðjón og Vala í Hamrahól með hryssuna ykkar. 

Eldra efni

Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 19689
Gestir í gær: 330
Samtals flettingar: 1214143
Samtals gestir: 79421
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 02:09:01

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]