01.08.2011 23:50

Meistarar!


Harpa Sigríður og Trú frá Álfhólum urðu Íslandsmeistarar í Fjórgangi barna á Íslandsmóti Barna og unglinga í Keflavík á dögunum.  Þær hafa vaxið saman þessar stöllur og flottur endir á ferlinum að landa Íslandsmeistaratitli, því lítill fugl hvíslaði að mér að Trú sé á leiðinni í folaldseign.  Til hamingju með árangurinn, Harpa :)

Trú er undan Eldvaka frá Álfhólum sem var undan Andvara frá Ey og Vöku frá Álfhólum, móðirin er Sverta frá Álfhólum undan Tígur frá Álfhólum sem einnig er undan Vöku frá Álfhólum, þannig að þarna er talsverð skyldleikaræktun á bak við.Sömu helgi varð hin sænska Filippa Hellten tvöfaldur Svía meistari á stóðhestinum Rauðskegg frá Brautartungu. Filippa og Rauðskeggur sigruðu bæði fjórgang og slaktaumatölt á sænska Meistarmótinu.  Þau hafa átt mikilli velgengni að fagna alveg frá byrjun en hann var keyptur í gegnum síðuna okkar fyrir tveim árum síðan. Hrefna María byggði Rauðskegg upp í 2 ár og keppti töluvert á honum í Slaktaumatölti og fjórgangi hér heima með góðum árangri áður en hún seldi hann.

Við óskum þessum ungu og sannarlega miklu reiðkonum innilega til hamingju með árangur sinn á hrossunum frá okkur. 
Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2204
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 889719
Samtals gestir: 56437
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 12:02:52

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]