23.07.2011 14:27

Skagafjarðarskjóna


Þannig var mál með vexti að í byrjun Júní kastaði gömul hryssa hjá okkur dauðu folaldi.  Það var greinilegt var að hún tók missinn nærri sér eftir að hafa verið geld árið áður og hafði mikinn áhuga á að stela folaldi frá annari hryssu sem var nýköstuð.  Þá skellti ég inn tilkynningu inná slúðrið á Hestafréttum ef ske skildi að einhver væri í vandræðum með móðurlaust folald, því ég var viss um að sú gamla myndi taka því fagnandi.  Og morgunin eftir fékk ég hringingu frá Móniku á Korná í Skagafirði sem ég er nú kunnug frá því á Hólum í denn og hún var sem sagt með folald sem þeim hafði verið gefið fáeinum dögum fyrr því mamma hennar, Birna, er algert sjení að koma svona móðurleysingjum á legg og Skjóna litla ekki sú fyrsta sem er í fóstri hjá henni.  En eins og þeir vita sem hafa það reynt, er mikil vinna að hugsa um svona kríli og fyrst það var hryssa í boði......



..... þá voru þau alveg til í að skutla Skjónu litlu suður fyrir heiðar og það vildi svo til að Hrefna María var í Reykjavík, sparaði þeim sporin og hitti þau Móniku, Högna og Birnu í Borgarnesi en Skjóna litla var í aftursætinu í góðu yfirlæti hjá þeim :)



Hún kippti sér ekkert upp við þennan langa bíltúr og þótti ekkert sjálfsagðara en að vera ein af fólkinu og það átti eftir að koma í ljós þegar við vorum að setja hana undir að hún hafði mun meiri áhuga á að vera í félagsskap með okkur ;)


Það var gott að fá sér sopa þegar loksins var stoppað í Borgarnesi!



Og svo var skipt um farartæki.....



...og sú litla var ekki lengi að gera sig heimankomna í skottinu á Crusernum og það var svo brunað niður í Álfhóla og lending þar rétt fyrir miðnætti.  Hrefnu til halds og trausts var Rakel frænka Jónsdóttir.



Svo varð spennandi að vita hvort öll fyrirhöfnin myndi vera til einskis og við myndum sitja uppi sjálf með móðurlaust folald.  Gígur gamla var ekki alveg eins hrifin af þessari eins og folaldinu sem hún reyndi að stela kvöldinu áður og það virtist sem móðureðlið væri eitthvað að rjáltlast af henni enda 1 og hálfur sólarhringur frá því hún kastar sínu folaldi þangað tl að Skjóna kemur.  Og Skjóna litla var heldur ekki par hrifin af þessari nýu fóstru sinni og reyndi við öll tækifæri að koma og vera hjá okkur frekar, enda taldi hún sig vera mannabarn en ekki folald lengur ;)



En morguninn eftir voru nýju mæðgurnar orðnar nokkuð sáttar hvor við aðra, þótt  Skagafjarðar-Skjóna hafi fagnað mér gríðarlega þegar hún sá mig og elt mig niður á tún en ekki merina þegar ég leiddi þær út í lítið hólf.   En hún áttaði sig fljótlega og þarna er hún orðin þriggja vikna gömul og það er skemmst frá því að segja að hún vill ekkert tala við okkur mannapana lengur ;)



Eldra efni

Flettingar í dag: 841
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1130
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 1767863
Samtals gestir: 102899
Tölur uppfærðar: 19.1.2025 14:07:27

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]