19.07.2011 11:00

Tölt-Tölt-Tölt


Um helgina fór fram Íslandsmót í Hestaíþróttum í bongóblíðu á Selfossi.   Við Hrefna María tókum þátt og enduðum báðar í A-úrslitum í sitthvorri töltgreininni.  Hrefna var hér áður mjög framarlega í keppni á Rauðskegg sínum í slaktaumatölti, nú er hún búin að dubba upp nýtt hross fyrir þessa grein, hana Indíu Leiknisdóttur frá Álfhólum.  Þær enduðu í sjötta sæti.Þetta var önnur töltkeppni sumarsins hennar Dívu og við gerðum ágæta ferð þrátt fyrir litla sem enga æfingu á hringvelli þetta sumar þar sem ég ákvað að einblína á kynbótabrautina þetta tímabilið með ágætum árangri eins og áður sagði.    

Engu að síður tókst sýningin ágætlega og við fengum 7.9 og eitthvað í forkeppni. 7.93 og í 4-5 sæti var sagt, en vegna villu í útreikningum var ég eitthvað hærri og örugglega í fjórða sæti eftir forkeppni.  

Akkelesarhællin hjá okkur í úrslitum var hæga töltið sem var ekki nógu vel útfært en hraðabreytingarnar voru uppá 8.5 og yfirferðin 9 og við fengum 8.39 í úrslitum og 3-4 sæti ásamt Jakobi fyrrverandi skólabróður mínum frá Hólum sem kom á blússi uppúr B-úrslitum.   Kobbi heppni vann svo hlutkestinn og skildi mig eftir í 4 sæti!  

En eftir á að hyggja er þetta engu að síður besti árangur hjá okkur Dívu í töltkeppni, því þarna voru samankomnar allar stærstu kanónurnar í töltinu að Tuma undanskildum og hestar sem voru í A-úrsitum á Landsmótinu þurftu að láta sér lynda að vera í B-úrslitum í þetta skiptið.

Skemmtilegt hvað hryssurnar eru að standa sig vel í töltinu þessa dagana en úrsitin voru eftirfarandi:

1. Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A  9,00.
2. Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti 8,61
3. Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey 8,39
4. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum 8,39
5. Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki 8,28
6. Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum 8,00

Hérna má sjá öll A-úrslit frá Íslandsmóti:
Þar sem ég hef verið aðeins duglegri að uppfæra Smettiskinnuna heldur en heimasíðuna, þá hafa þessi video hér aldrei náð að komast inná heimasíðuna fyrr en nú, en hér má sjá Dívu í forsýningu á Hellu..........Og hér er eitt ennþá eldra frá Reiðhallarsýningu í vor þar sem Díva og Kjarnorka komu saman og skemmtu reiðhallargestum :)
Flettingar í dag: 2513
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 152
Samtals flettingar: 594633
Samtals gestir: 23731
Tölur uppfærðar: 1.4.2023 12:14:08

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]