13.07.2011 13:22
Kynbótahross á Landsmóti
Kolka Íkonsdóttir frá Hákoti og Hrefna María komu langhæstar inná mót í fimm vetra flokknum og það var nokkuð ljóst að þeim þyrfti að mistakast verulega eða önnur hross að bæta töluvert í ef eittvað átti að breytast með toppsætið.
En að var ástæðulaust að hafa áhyggjur af þeim stöllum og þær bættu við stóru tölurnar frá því í vor, hækkuðu fegurð í reið uppí 9, og var með fyrir 9 fyrir brokk og vilja fyrir.
Og sigurinn innstimplaður með góðum spretti, 8.58 í hæfileikaeinkunn og 8.51 í aðaleinkunn! Sannarlega glæstur árangur hjá þeim stöllum!
Kátar og stoltar mæðgur með Hremsuskjöldinn. Já, það voru aldeilis happakaup hjá Rósu þegar hún fjárfesti í Kolku 2008, korteri fyrir Bankahrun!
Díva var ekki alveg sjálfri sér lík fyrstu dagana eftir að hún kom norður á föstudaginn og vildi liggja meira og minna allan laugardaginn svo mér var ekki alveg farið að lítast á blikuna...
En það var þó ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur og hún stóð vel fyrir Tíunni sinni fyrir töltið þó að einhverjar aðrar tölur hafi verið reittar af henni. Hún var í essinu sínu á yfirlitinu og sýndi töltið sitt í öllum útfærlum og hraða undir dynjandi lófaklappi brekkunnar :)
Það þótti kannski sumum skrítið þegar ég skokkaði með Dívu til verðlaunarafhendingar í 7 vetra flokknum þar sem hún varð sjötta í röðinni. En hún átti eftir að spila stórt hlutverk í tveimur sýningum seinna um daginn og mér þótti það bara einfaldlega of mikið að hnoðast á henni þrisvar sama daginn!
Sjarminn Sóllilja lækkaði lítillega frá Hellusýningunni, fékk 9 fyrir tölt og fegurð í reið.
Fljúgandi stökk.... hvað skildi hún vera hátt uppi frá jörð, hálfan meter? Sóllilja hefur fengið 9 fyrir stökk en fékk bara 8.5 á Landsmótinu þó.
Þrumufleygur komst ekki á sama flugið og í Hafnarfirði en fékk 9 fyrir tölt og stóð vel fyrir því og...
....9 fyrir brokk og hann vakti mikla athygli á yfirlitinu þrátt fyrir að vera ekki í hópi efstu hesta....
.....og brekkan tók vel við sér þegar hann gekk í sínum stóru og háu skrefum á brokki og tölti eftir brautinni og einhverjir höfðu á orði að þessi hestur hefði alla burði til að fara í 9.5 fyrir tölt og brokk.
Því miður var hann eitthvað með sviðskrekk þegar átti að sýna fimmtu gangtegunina fyrir framan dómarana, en á æfingu daginn fyrir yfirlit sýndi hann okkur góðan og töluvert kraftmikinn sprett. Spurning hvort að það sé kannski bara sviðskrekkur í Jonna þegar hann kemur fram fyrir of mikið af fólki ;)
En fótahreyfingarnar eru miklar og kannski ekki óeðlilegt að fótaröðunin ruglist aðeins þarna á milli, sérstaklega þegar völlurinn er svona harður eins og hann var á Melunum og sást kannski best þegar úrslitin í A-flokknum voru á sunnudag þegar ansi margir sprettir fóru í vaskinn.
Jonni stóð líka sig vel með Sál frá Ármóti og hún endaði í þriðja sæti í 7 vetra og eldri hryssum.
En þó að kynbótasýningarnar væru búnar var "Álfhólhólacrewið" ekki komið í frí og hrossin okkar áttu eftir að spila stóra rullu á föstudagskvöld og laugardaginn og því í nógu að snúast :) Meira um það síðar!
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
Flettingar í dag: 476
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 17404
Gestir í gær: 203
Samtals flettingar: 1548033
Samtals gestir: 98024
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 02:58:01
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]