14.06.2011 00:39
Tíu tvenna og fleiri góð
Það þótti sumum brjálaði að fara með hryssu í dóm sem þegar væri komin með tvær níu fimmur, hvað á að sækja meir??? voru meðeigendur mínir spurðir að þegar fréttist að Díva væri skráð í kynbótadóm. Sem betur fer voru raddirnar í kringum mig mun jákvæðari og ég fékk strax áskoranir eftir sýninguna á Hellu í fyrra að ég yrði að fara með hana aftur og sækja tíuna fyrir töltið. Get alveg viðurkennt það að það fór um mann glímuskjálfti áður en riðið var í braut, en hugsaði sem svo að hún myndi allavega standa fyrir sínu og líklega hækka fyrir grunngangtegundir sem hún og gerði og fékk 9.5 fyrir tölt og vilja eftir forsýningu eftir smá hnökra í síðustu töltferðinni.
Yfirlitið gekk hinsvegar mjög vel og hún marseraði fyrst hrossa í brautinni ferð eftir ferð, spilandi létt og lipur eins og henni er einni lagið og tíurnar lágu flatar fyrir tölt og vija og geðslag! 8.33 í aðaleikunn, 8.54 fyrir hæfileika. Ætli hún sé þar með ekki með hæstu hæfileikaeinkunn sem klárhross hefur fengið síðan að skalanum var breytt?
Svo er stóri höfuðverkurinn.... á að fara í töltið eða kynbótadóm á Landsmóti??? Ef maður nær að halda sama dampi í þjálfuninni og ekkert kemur uppá, ætti ekki að vera nein geimvísindi að láta hana standa undir sínu í kynbótadóm, svo ég viðurkenni alveg að það togar aðeins í........
Eftir því sem ég kemst næst er Díva annað hrossið sem nær þeim frábæra árangri að hlotnast þessar 2 dýrmætu tíur í kynbótadóm, bæði fyrir tölt og vilja og geðslag.
Dimmir bróðir Dívu fór í góðan dóm og vantaði 1 kommu til að komast inná Landsmót. Það voru hins vegar ekki hæfileikarnir sem voru þess valdandi því þeir hljóðuðu uppá 8.57, þ.a þrjár níur, fyrir brokk, vilja og fegurð í reið, 8.5 fyrir tölt og stökk, 8 fyrir skeið.
Það var nú planið að ríða í hærri skeiðeinkunn, en það kemur bara seinna!
Klárhryssan Sóllilja nældi sér í landsmótsfarmiða, fékk 9 fyrir tölt, stökk, vilja, fegurð, og hægt tölt. 9.5 fyrir hægt stökk! Aðaleinkunn 8.15, 8.16 fyrir byggingu og 8.14 fyrir hæfileika.
Sóllilja er undan Tígursdótturinni og klárhryssunni Sóldögg frá Álfhólum og Berki frá Litlu-Reykjum sem líka var klárhestur, Þorrasonur. Börkur er sammæðra Þulu frá Litlu-Reykjum sem var eftirtektarverð 1st verðl klárhryssa með 9.5 fyrir hægt tölt.
Það er gaman að segja frá því að bleiki liturinn í Sóllilju kemur ekki frá Ófeig frá Flugumýri sem hefur verið hesta öflugastur við að halda álótta litnum á lofti.
Gjóska Höskuldsstaða Hrannarsdóttir og Gásku fékk í aðaleinkunn átta, 9 fyrir tölt, fegurð í reið og hægt tölt, 8.05 fyrir hæfileika og 7.93 fyrir byggingu.
Gæska 6 vetra undan Tígur gamla og Gásku stigast vel í byggingu og er með góðan klárhryssuhæfileikadóm, 8.5 fyrir allt nema 8 fyrir stökk og fet. Hún er með 8.23 fyrir byggingu, 7.85 fyrir hæfileika og 8.00 í aðaleinkunn.
Gaman að segja frá því að báðar þessar skjóttu hryssur eru gamaldags ættaðar og eiga hvorki Hrafn frá Holtsmúla né Sauðárkrókshross í sínu ættartré og eru því lítið skyldar þeim hrossum sem eru mest áberandi í dag.
Sjötta hrossið sem ég sýndi á Hellu var hún Vaka frá Kanastöðum sem er undan Arð frá Brautarholti líkt og Díva. Þessi hryssa var í léttu sölutrimmi hjá mér í vetur, og ég ákvað með stuttum fyrirvara að snara henni yfir á kynbótavikt og renna henni í gegn. Það fór bara vel og Vaka kom út með einkuninna 8.04, 8.01 fyrir hæfileika og 8.09 fyrir byggingu.
Drífa frá Miðfelli er gríðarstór (148) og gerðarleg hryssa sem kom út með 7.81 í aðaleinkunn. Þó að hún sé orðin 8 vetra gömul, þá er hún ekki mikið gerð. Drífa er undan systir Dimmu frá Miðfelli og Flosaættuð í bak og fyrir.
Bragadóttirin Eldglóð Gáskudóttir fór í byggingadóm og kom út með einkuninna 8.08. Viljug og skrefmikil alhliða hryssa, en ekki alveg tilbúin í fullnaðardóm þetta vorið.
Get ekki verið annað en sátt með afraksturinn þetta vorið, búin að eignast 3 nýjar 1 verðlauna klárhyssur og Dívan komin í algerlega frábæran hæfileikadóm sem klárhryssa og þokkalega sátt með Dimmirinn þó að ég sé örugglega búin að ríða honum nokkrum sinnum í 8.80 á afleggjaranum heima sko ;)
Var ekkert sérlega brött þegar ég var spurð fyrir rúmum mánuði síðan með hvað ætti að fara í dóm, á kafi í sauðburði, ekkert hross tilbúið, járningarmaðurinn sem ég var búin að finna gufaður upp o.sfr.....En þá er bara að bretta upp ermarnar og járna sjálf, ég á víst að kunna það og flest hrossin 8 og 8.5 fyrir hófa, það má ekki gleymast að það er dýrmætt að hafa hófhirðuna í lagi því einkunn fyrir hófa hefur hátt vægi í byggingardómi.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
Flettingar í dag: 974
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426969
Samtals gestir: 93811
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 10:06:38
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]