19.09.2010 21:22
Síðsumarsýning
Stutt ágrip um Síðsumarssýninguna, einu sýninguna sem ég náði að sýna einhver hross á eftir skrítið sumar.
Ég var nú alveg búin að gefa það upp á bátinn að geta sýnt snillinginn Mátt frá Leirubakka þetta sumarið.
Hann hóstaði langt fram eftir Júlímánuði og það var ekki fyrr en í lok mánaðarins að það var hægt að byrja á að þjálfa hann á ný eftir þriggja mánaða pásu. Og eftir aðeins þriggja vikna þjálfun fór hann í 8.57 fyrir hæfileika og raðaði þremur níum á eftirsóknarverðustu eiginleikana að mínu mati, fyrir tölt, vilja og fegurð í reið! Það er eiginlega hálf sorglegt að þessi stóri og myndarlegi fashestur skuli stigast svona óheppilega í byggingu því þar er hann eigungis með 7.85 og kemur því út með aðaleinkuninna 8.28.
Mátt fékk ég í hendurnar á miðju sumri í fyrra, vel taminn og þjálfaðan eftir Jón Pál Sveinsson. Það hefur verið virkilega gaman að þjálfa hann og finna hann eflast og nú í sumar sagði ég við félaga mína sem eiga hestinn áður en ég sýndi hann, að það væri ekkert spurning hvort hann dytti í 8,5 eða 9 fyrir tölt, heldur hvort það yrði nían eða níu fimman! Hann var farinn að sýna mér frábær móment og það að sitja þennan hest í stuði, er eins og maður hafi allan heiminn í fanginu (skrítin samlíking kannski ;)
En öll ævintýri taka enda og ný hefjast í staðinn. Máttur hefur skipt um eigendur að hluta og það var ekkert minna gaman að vera aðalgrúppían á kantinum horfa á hann á Meistaramóti Andvara fyrir tveim vikum síðan þar sem hann og Siggi Matt enduðu í 2-3 sæti í A-flokk. Svo á ég von á nokkrum folöldum undan honum á næsta ári og á örugglega eftir að nota hann eitthvað meir svo lengi sem hann verður áfram á landinu.
Máttur er undan Keili frá Miðsitju og Hrafnkötlu frá Leirubakka Hervarsdóttur.
"Díva fer ekki í ræktun fyrr en hún fær almenninlega einkunn fyrir allavega tölt og vilja" sagði ég við meðeigendur mína fyrr í sumar. Á síðsumarssýningunni fékk hún 9.5 fyrir tölt og vilja, 9 fyrir fegurð í reið og 8.20 fyrir hæfileika og 8.10 út. Þar með voru ásættanlegar tölur komnar og ekkert því til fyrirstöðu að leiða þá jörpu undir hest, enda átti hún að vera á síðasta degi hestaláta þarna á sýningardag. En þegar kanna átti málið var hún hætt í látum og af því að langt var liðið á sumar verður slagurinn tekinn með hana eitt árið í viðbót. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið mjög leið með þá ákvörðun enda ekki sjálfgefið að eiga alltaf svona gæðing undir hnakk. Það er nú heldur ekki eins og hún sé að verða ellidauð, bara 6 vetra gömul!
Síkát með eyrun fram :)
Það þarf alltaf að vera eitthvert drama í gangi, og í raun ákvað ég ekki að fara með Dívu í sýningu fyrr en svona korteri fyrir eða hér um bil. Hún reif svo illilega undan sér í rekstri í vikunni fyrr og annar framhófurinn brotinn í spað. Lindi járningamaður reddaði því sem reddað varð daginn fyrir dómsdag, nema hóflengdinni, þeir minnkuðu um rúman sentimeter og hófaeinkunnin datt úr 9 í 8.5 og þar með datt hún niður í 7.94 í byggingu. Það virtist þó ekki hafa stórskaðleg áhrif á jafnvægi á gangi, nema einna helst brokkið sem mér fannst vera orðið meira heldur en upp á 8. Sem stendur er fetið hennar Akkelesarhæll og einkunn þar uppá 6,5 er ekki til að hrópa húrra fyrir. Það hefur ekkert með spennuvilja að gera, henni finnst bara fínt að tipla það eins og ballerína, hvort sem það er við taum eða á slökum taum! Ætli maður verði ekki að kaupa tíma fyrir hana á göngu eða vatnsbretti í vetur til að kenna henni að feta almenninlega ;)
Díva er undan Arð frá Brautarholti og Dimmu frá Miðfelli
Gjóska stóð sig með ágætum þrátt fyrir að þjálfunin hafi gengið brösulega eftir pestina sem hún er reyndar ekkert ennþá orðin góð af, og mér lýst ekkert á ástandið á henni svona fyrir haustið. En að auki marðist hún í hóf, var slegin og svo framvegis....óttalegur hrakfallabálkur alla tíð, hún Skjóna mín!
Klárhryssa með 8.5 á línuna og 8 fyrir fet, fyrir hæfileika 7.88 og 7.89 fyrir byggingu, Aðaleinkunn 7.89
Gjóska er undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku Gáskadóttur.
Á svífandi brokki.
Gjóska átti að verða mitt keppnishross í fjórgang svona eitt tímabil áður en hún færi í ræktun, en það hefur eitthvað gengið illa að koma því saman. Kvöldið fyrir Suðurlandsmótið í fyrra, fékk hún heiftarlega hrossasótt og það hvarlaði að mér að nú væri hún hreinlega að fara. Og svo ætlaði ég með hana á Íslandsmótið í ár en þá hafði hún stokkbólgnað á framfæti sem hún meiddist á rétt fyrir kynbótasýningu og stakk við.
Það kom upp skemmtileg umræða hjá mér og tamningakonunum í sumar um það að ég skildi hafa bestu hryssurnar einar í sitthvoru hólfinu með eina geit hjá sér fyrir félagsskap. Það var nefnilega einhver snillingur sem sagði okkur það að hlaupahesturinn frægi Seabiscuit hafi haft slíkan félagsskap!
Móey litla náði sér ekki á nógu gott skrið í sumar og lækkaði lítillega frá því í fyrra, endaði í 7,84. Úr því verður ekki bætt á næstunni því að hún er fylfull við Þrumufleyg. Og eftir að meðeigendurnir fengu að prófa hana í sumar, þykir mér ekki líklegt að ég fái að taka hana í þjálfun aftur því þeir vilja eignast sín eigin "töfrateppi" en það er virkilega gaman að sitja þessa meri, hún er svo létt og mjúk. Móey er undan Eldjárn frá Tjaldhólum og Móeiði Kjarksdóttur
Myrkva hennar Sögu vinkonu var í þjálfun hjá mér í vetur. Hún er undan Mónu gömlu og Gust frá Lækjarbakka og er 6 vetra gömul. Hágeng fjórgangshryssa sem fékk i byggingu 7.73 og hæfileika 7.67, aðaleink. 7.69. 8.5 fyrir tölt, vilja og fet. Töffaraleg meri sem á örugglega meira inni með meiri þjálfun.
Líba frá Hamrahóli er undan Þrist frá Feti og Sabrínu frá Hamrahóli, 6 vetra. Myndarleg klárhryssa sem kom út í 7.77 í aðlaleinkunn, 8.04 í byggingu og 7,60 fyrir hæfileika, 8.5 fyrir tölt og
vilja.
Herská var ekki skráð til leiks á þessari sýningu en þegar það féll úr tími hjá mér, ákvað ég að renna henni í gegn þó að lítið og illa þjálfuð væri. Það væri hvort eð er ekki úr háum söðli að detta þó að sýningin hefði farið illa því hún var með skelfilegan dóm frá því í fyrra. Fyrir hæfileika fékk hún 7.50, 8 á línuna (klárhryssa) Bygging 7.81 og aðleink 7.63.
Herská er 7 vetra undan Parker frá Sólheimum og Gýgur frá Ásunnarstöðum (Blakks 999 Hafnarnesi dóttir)
Fleiri myndir teknar af af kynbótasýningu má sjá hér
Þær eru allar teknar af ofurljósmyndaranum Hrefnu Maríu frænku.
Ég ætla að lokum að þakka öllum spræku aðstoðartamningastelpunum sem voru hérna í sumar fyrir hjálpina (ekki allar á sama tíma) þeim Beatrice og Blanca frá Finnlandi, Rikke frá Noregi, Rakel frænku frá Reykjavík og síðast en ekki síst henni Söru Rut "dóttur minni" sem var hérna sjötta sumarið í röð, ekkert smá langlundargeð þar og kannski ekkert skrítið að mér finnist ég eiga svoldið í henni ;)
Ég var nú alveg búin að gefa það upp á bátinn að geta sýnt snillinginn Mátt frá Leirubakka þetta sumarið.
Hann hóstaði langt fram eftir Júlímánuði og það var ekki fyrr en í lok mánaðarins að það var hægt að byrja á að þjálfa hann á ný eftir þriggja mánaða pásu. Og eftir aðeins þriggja vikna þjálfun fór hann í 8.57 fyrir hæfileika og raðaði þremur níum á eftirsóknarverðustu eiginleikana að mínu mati, fyrir tölt, vilja og fegurð í reið! Það er eiginlega hálf sorglegt að þessi stóri og myndarlegi fashestur skuli stigast svona óheppilega í byggingu því þar er hann eigungis með 7.85 og kemur því út með aðaleinkuninna 8.28.
Mátt fékk ég í hendurnar á miðju sumri í fyrra, vel taminn og þjálfaðan eftir Jón Pál Sveinsson. Það hefur verið virkilega gaman að þjálfa hann og finna hann eflast og nú í sumar sagði ég við félaga mína sem eiga hestinn áður en ég sýndi hann, að það væri ekkert spurning hvort hann dytti í 8,5 eða 9 fyrir tölt, heldur hvort það yrði nían eða níu fimman! Hann var farinn að sýna mér frábær móment og það að sitja þennan hest í stuði, er eins og maður hafi allan heiminn í fanginu (skrítin samlíking kannski ;)
En öll ævintýri taka enda og ný hefjast í staðinn. Máttur hefur skipt um eigendur að hluta og það var ekkert minna gaman að vera aðalgrúppían á kantinum horfa á hann á Meistaramóti Andvara fyrir tveim vikum síðan þar sem hann og Siggi Matt enduðu í 2-3 sæti í A-flokk. Svo á ég von á nokkrum folöldum undan honum á næsta ári og á örugglega eftir að nota hann eitthvað meir svo lengi sem hann verður áfram á landinu.
Máttur er undan Keili frá Miðsitju og Hrafnkötlu frá Leirubakka Hervarsdóttur.
"Díva fer ekki í ræktun fyrr en hún fær almenninlega einkunn fyrir allavega tölt og vilja" sagði ég við meðeigendur mína fyrr í sumar. Á síðsumarssýningunni fékk hún 9.5 fyrir tölt og vilja, 9 fyrir fegurð í reið og 8.20 fyrir hæfileika og 8.10 út. Þar með voru ásættanlegar tölur komnar og ekkert því til fyrirstöðu að leiða þá jörpu undir hest, enda átti hún að vera á síðasta degi hestaláta þarna á sýningardag. En þegar kanna átti málið var hún hætt í látum og af því að langt var liðið á sumar verður slagurinn tekinn með hana eitt árið í viðbót. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið mjög leið með þá ákvörðun enda ekki sjálfgefið að eiga alltaf svona gæðing undir hnakk. Það er nú heldur ekki eins og hún sé að verða ellidauð, bara 6 vetra gömul!
Síkát með eyrun fram :)
Það þarf alltaf að vera eitthvert drama í gangi, og í raun ákvað ég ekki að fara með Dívu í sýningu fyrr en svona korteri fyrir eða hér um bil. Hún reif svo illilega undan sér í rekstri í vikunni fyrr og annar framhófurinn brotinn í spað. Lindi járningamaður reddaði því sem reddað varð daginn fyrir dómsdag, nema hóflengdinni, þeir minnkuðu um rúman sentimeter og hófaeinkunnin datt úr 9 í 8.5 og þar með datt hún niður í 7.94 í byggingu. Það virtist þó ekki hafa stórskaðleg áhrif á jafnvægi á gangi, nema einna helst brokkið sem mér fannst vera orðið meira heldur en upp á 8. Sem stendur er fetið hennar Akkelesarhæll og einkunn þar uppá 6,5 er ekki til að hrópa húrra fyrir. Það hefur ekkert með spennuvilja að gera, henni finnst bara fínt að tipla það eins og ballerína, hvort sem það er við taum eða á slökum taum! Ætli maður verði ekki að kaupa tíma fyrir hana á göngu eða vatnsbretti í vetur til að kenna henni að feta almenninlega ;)
Díva er undan Arð frá Brautarholti og Dimmu frá Miðfelli
Gjóska stóð sig með ágætum þrátt fyrir að þjálfunin hafi gengið brösulega eftir pestina sem hún er reyndar ekkert ennþá orðin góð af, og mér lýst ekkert á ástandið á henni svona fyrir haustið. En að auki marðist hún í hóf, var slegin og svo framvegis....óttalegur hrakfallabálkur alla tíð, hún Skjóna mín!
Klárhryssa með 8.5 á línuna og 8 fyrir fet, fyrir hæfileika 7.88 og 7.89 fyrir byggingu, Aðaleinkunn 7.89
Gjóska er undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku Gáskadóttur.
Á svífandi brokki.
Gjóska átti að verða mitt keppnishross í fjórgang svona eitt tímabil áður en hún færi í ræktun, en það hefur eitthvað gengið illa að koma því saman. Kvöldið fyrir Suðurlandsmótið í fyrra, fékk hún heiftarlega hrossasótt og það hvarlaði að mér að nú væri hún hreinlega að fara. Og svo ætlaði ég með hana á Íslandsmótið í ár en þá hafði hún stokkbólgnað á framfæti sem hún meiddist á rétt fyrir kynbótasýningu og stakk við.
Það kom upp skemmtileg umræða hjá mér og tamningakonunum í sumar um það að ég skildi hafa bestu hryssurnar einar í sitthvoru hólfinu með eina geit hjá sér fyrir félagsskap. Það var nefnilega einhver snillingur sem sagði okkur það að hlaupahesturinn frægi Seabiscuit hafi haft slíkan félagsskap!
Móey litla náði sér ekki á nógu gott skrið í sumar og lækkaði lítillega frá því í fyrra, endaði í 7,84. Úr því verður ekki bætt á næstunni því að hún er fylfull við Þrumufleyg. Og eftir að meðeigendurnir fengu að prófa hana í sumar, þykir mér ekki líklegt að ég fái að taka hana í þjálfun aftur því þeir vilja eignast sín eigin "töfrateppi" en það er virkilega gaman að sitja þessa meri, hún er svo létt og mjúk. Móey er undan Eldjárn frá Tjaldhólum og Móeiði Kjarksdóttur
Myrkva hennar Sögu vinkonu var í þjálfun hjá mér í vetur. Hún er undan Mónu gömlu og Gust frá Lækjarbakka og er 6 vetra gömul. Hágeng fjórgangshryssa sem fékk i byggingu 7.73 og hæfileika 7.67, aðaleink. 7.69. 8.5 fyrir tölt, vilja og fet. Töffaraleg meri sem á örugglega meira inni með meiri þjálfun.
Líba frá Hamrahóli er undan Þrist frá Feti og Sabrínu frá Hamrahóli, 6 vetra. Myndarleg klárhryssa sem kom út í 7.77 í aðlaleinkunn, 8.04 í byggingu og 7,60 fyrir hæfileika, 8.5 fyrir tölt og
vilja.
Herská var ekki skráð til leiks á þessari sýningu en þegar það féll úr tími hjá mér, ákvað ég að renna henni í gegn þó að lítið og illa þjálfuð væri. Það væri hvort eð er ekki úr háum söðli að detta þó að sýningin hefði farið illa því hún var með skelfilegan dóm frá því í fyrra. Fyrir hæfileika fékk hún 7.50, 8 á línuna (klárhryssa) Bygging 7.81 og aðleink 7.63.
Herská er 7 vetra undan Parker frá Sólheimum og Gýgur frá Ásunnarstöðum (Blakks 999 Hafnarnesi dóttir)
Fleiri myndir teknar af af kynbótasýningu má sjá hér
Þær eru allar teknar af ofurljósmyndaranum Hrefnu Maríu frænku.
Ég ætla að lokum að þakka öllum spræku aðstoðartamningastelpunum sem voru hérna í sumar fyrir hjálpina (ekki allar á sama tíma) þeim Beatrice og Blanca frá Finnlandi, Rikke frá Noregi, Rakel frænku frá Reykjavík og síðast en ekki síst henni Söru Rut "dóttur minni" sem var hérna sjötta sumarið í röð, ekkert smá langlundargeð þar og kannski ekkert skrítið að mér finnist ég eiga svoldið í henni ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 17404
Gestir í gær: 203
Samtals flettingar: 1548319
Samtals gestir: 98035
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 03:41:26
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]