16.02.2010 01:23
Sólarmegin.......
Ég er farin að fá símtöl útúr bæ frá fólki sem óttast heilsu mína og afdrif vegna ritstíflu sem hrjáð hefur mig síðustu vikur. Þannig að áður en það birtist leitarflokkur á hlaðinu tilbúin að skanna mýrarnar hérna til að leita að mér, verð ég líklega að fara að gefa frá mér eitthvað lífsmark ;)
Sem betur fer er bloggletin bara tilkomin af góðu, það er bara svo gaman í vinnunni þessa dagana, fullt af skemmtilegum verkefnum sem eru tilbúin að eyða orkunni manns og gefa mikið til baka að sjálfsögðu.
Solandus er hestur sem aldrei hefur sést í reið á þessari síðu, hörku brokkari og fjórgangsefni sem er komin ágætlega í töltið líka. Það er hálfgerð skömm að segja frá því að þetta er fyrsti veturinn sem ég sinni þessum hesti eitthvað. Hann var svo óheppinn að vera á fjórða vetur þegar ég var að byggja hesthúsið, var tekinn í tvær vikur um vorið, en var inni eitthvað lengur og reytti bókstaflega af sér allt faxið áður en ég vissi af!!! Og var eins og reitt hæna í allann fyrravetur og ég hafði bara ekki nokkurn einasta áhuga á því að fara á bak honum, því hvorki ætlaði ég að sýna hann og né var hann söluvara svona útlítandi. Stelpurnar sem voru hjá mér voru eitthvað að trimma hann en hann varð ekki almenninlega gangsettur fyrr en í vetur og þá á sjötta vetur... náttúrulega engin framistaða hjá manni, en vonandi verður hann orðinn sýningarhæfur í vor, er ekki betra seint en aldrei??
Því meira sem maður kynnist honum, því betur líkar manni við hann og geðslagið er alger draumur, liggur við að maður taki hann inn með sér á kvöldin og planti honum í sófann og kúri með honum fyrir framan sjónvarpið! En svona áður en að þið haldið að ég hafi tapað geðheislunnni er best að halda áfram ....;)
Sóllilja alsystir hans er á fimmta vetur og er alltaf uppáhald allra í hesthúsinu, frábær karakter og alltaf í góðu skapi. Hún var lítið gangsett þangað til í vetur en þetta er allt að koma hjá henni og tekur töltið skemmtilega og hangir lengi uppi í skrefinu. Svona áður en lengra er haldið þá eru þessi hross undan Sóldögg og Berki Þorrasyni frá Litlu-Reykjum. Ég hef verið óheppin með afkvæmin hennar, skjóttur Þristsonur sem hún átti, bókstaflega hvarf af yfirborði jarðar eitt vorið, og önnur gullfalleg Reginsdóttir slasaðist illa og þurfti að fella. Og ofan á allt hefur hún haldið illa eða misst, síðast missti hún fyl við Dug frá Þúfu. Því var ég afar körg í taumi þegar verknámsdómararnir reyndu ítrekað að véla Sóllilju af mér í fyrra þegar Verena var með hana í verknámi. Hún er eina hryssan sem ég á undan Sóldögg fyrir utan Glymsdótturina sem hún átti í sumar. Sóldögg var skemmtileg hryssa sjálf og við vorum nokkrum sinnum í úrslitum í B-flokk hérna á Hellu, oftast með einkunn í kringum 8.40.
Dívan er að komast í þokkalegt form eftir brösótta byrjun í vetur. Hún var fyrsta mánuðinn og rúmlega það, eitthvað skrítin á afturfæti, ekki hölt en bólgin framan á kjúku og ég vildi fara mér hægt í staðinn fyrir að lenda í krónískum vandræðum seinna á þjálfunarferlinum.
Það er mikil framkvæmdargleði þessa dagana, Valdi frændi (Hrefnu bróðir) smíðaði fyrir mig forláta hnakkastatíf og hristi fram gerði fyrir mig úr annari erminni. Ekki mikið mál fyrir strákinn enda hámenntaður verkfræðingur og er núna að mennta sig enn meira í Kóngsins Köpen!
Og loksins sér fyrir endan á hesthúsframkvæmdum, hrossin mín eru búin að búa í ósamþykktu húsi til þessa. Baldur ofursmiður er á fullu við að loka á milli hesthúss og reiðskemmu og í leiðinni að klára hina langþráðu kaffistofu.
Ég er búin að vera vel mönnuð í hesthúsinu þessa dagana. Elísabet frá Steinsholti verður hjá mér í vetur, og svo er komin verknemi frá hestaskóla í Svíþjóð, hún Jenny sem verður í mánuð. Íris Fríða úr Mosó lífgaði uppá samfélagið hérna nokkra daga, og kom með "hrekkjabykkjuna sína" með sér eins og hún kallar hana, Íris er alltaf "heppin" í hestakaupum að eigin sögn. En Íris er að flytjast til Spánar á næstu dögum og því var þetta stutt stopp hjá henni hér. Og Sara Rut kom og dvaldi hérna í eina viku í lok Janúar og dugleg að tækla tryppin að vanda.
Mynd Íris Friða
Við Viggó brugðum á leik einn daginn og reyndum að temja eina veturgamla í mýrinni af fúsum og ófrjálsum við lítinn fögnuð hennar. En koma tímar og koma ráð og sú bleikálótta temst örugglega fjótt og vel við réttar aðstæður ;)
Sem betur fer er bloggletin bara tilkomin af góðu, það er bara svo gaman í vinnunni þessa dagana, fullt af skemmtilegum verkefnum sem eru tilbúin að eyða orkunni manns og gefa mikið til baka að sjálfsögðu.
Solandus er hestur sem aldrei hefur sést í reið á þessari síðu, hörku brokkari og fjórgangsefni sem er komin ágætlega í töltið líka. Það er hálfgerð skömm að segja frá því að þetta er fyrsti veturinn sem ég sinni þessum hesti eitthvað. Hann var svo óheppinn að vera á fjórða vetur þegar ég var að byggja hesthúsið, var tekinn í tvær vikur um vorið, en var inni eitthvað lengur og reytti bókstaflega af sér allt faxið áður en ég vissi af!!! Og var eins og reitt hæna í allann fyrravetur og ég hafði bara ekki nokkurn einasta áhuga á því að fara á bak honum, því hvorki ætlaði ég að sýna hann og né var hann söluvara svona útlítandi. Stelpurnar sem voru hjá mér voru eitthvað að trimma hann en hann varð ekki almenninlega gangsettur fyrr en í vetur og þá á sjötta vetur... náttúrulega engin framistaða hjá manni, en vonandi verður hann orðinn sýningarhæfur í vor, er ekki betra seint en aldrei??
Því meira sem maður kynnist honum, því betur líkar manni við hann og geðslagið er alger draumur, liggur við að maður taki hann inn með sér á kvöldin og planti honum í sófann og kúri með honum fyrir framan sjónvarpið! En svona áður en að þið haldið að ég hafi tapað geðheislunnni er best að halda áfram ....;)
Sóllilja alsystir hans er á fimmta vetur og er alltaf uppáhald allra í hesthúsinu, frábær karakter og alltaf í góðu skapi. Hún var lítið gangsett þangað til í vetur en þetta er allt að koma hjá henni og tekur töltið skemmtilega og hangir lengi uppi í skrefinu. Svona áður en lengra er haldið þá eru þessi hross undan Sóldögg og Berki Þorrasyni frá Litlu-Reykjum. Ég hef verið óheppin með afkvæmin hennar, skjóttur Þristsonur sem hún átti, bókstaflega hvarf af yfirborði jarðar eitt vorið, og önnur gullfalleg Reginsdóttir slasaðist illa og þurfti að fella. Og ofan á allt hefur hún haldið illa eða misst, síðast missti hún fyl við Dug frá Þúfu. Því var ég afar körg í taumi þegar verknámsdómararnir reyndu ítrekað að véla Sóllilju af mér í fyrra þegar Verena var með hana í verknámi. Hún er eina hryssan sem ég á undan Sóldögg fyrir utan Glymsdótturina sem hún átti í sumar. Sóldögg var skemmtileg hryssa sjálf og við vorum nokkrum sinnum í úrslitum í B-flokk hérna á Hellu, oftast með einkunn í kringum 8.40.
Dívan er að komast í þokkalegt form eftir brösótta byrjun í vetur. Hún var fyrsta mánuðinn og rúmlega það, eitthvað skrítin á afturfæti, ekki hölt en bólgin framan á kjúku og ég vildi fara mér hægt í staðinn fyrir að lenda í krónískum vandræðum seinna á þjálfunarferlinum.
Það er mikil framkvæmdargleði þessa dagana, Valdi frændi (Hrefnu bróðir) smíðaði fyrir mig forláta hnakkastatíf og hristi fram gerði fyrir mig úr annari erminni. Ekki mikið mál fyrir strákinn enda hámenntaður verkfræðingur og er núna að mennta sig enn meira í Kóngsins Köpen!
Og loksins sér fyrir endan á hesthúsframkvæmdum, hrossin mín eru búin að búa í ósamþykktu húsi til þessa. Baldur ofursmiður er á fullu við að loka á milli hesthúss og reiðskemmu og í leiðinni að klára hina langþráðu kaffistofu.
Ég er búin að vera vel mönnuð í hesthúsinu þessa dagana. Elísabet frá Steinsholti verður hjá mér í vetur, og svo er komin verknemi frá hestaskóla í Svíþjóð, hún Jenny sem verður í mánuð. Íris Fríða úr Mosó lífgaði uppá samfélagið hérna nokkra daga, og kom með "hrekkjabykkjuna sína" með sér eins og hún kallar hana, Íris er alltaf "heppin" í hestakaupum að eigin sögn. En Íris er að flytjast til Spánar á næstu dögum og því var þetta stutt stopp hjá henni hér. Og Sara Rut kom og dvaldi hérna í eina viku í lok Janúar og dugleg að tækla tryppin að vanda.
Mynd Íris Friða
Við Viggó brugðum á leik einn daginn og reyndum að temja eina veturgamla í mýrinni af fúsum og ófrjálsum við lítinn fögnuð hennar. En koma tímar og koma ráð og sú bleikálótta temst örugglega fjótt og vel við réttar aðstæður ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
- Október
Flettingar í dag: 2816
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 1338
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 1364333
Samtals gestir: 89838
Tölur uppfærðar: 15.9.2024 12:13:24
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]