14.01.2010 00:00
Smá ræktunarpælingar
Alltaf er maður að velta fyrir sér ræktuninni og reyna að læra eitthvað af þeim hrossum sem maður er með undir höndum, hvað passar og hver sé lykillinn að því að hrossin passi saman, og hvernig hross maður eigi ekki að para saman. Þó svo að blubbið sé örugglega fínt til hliðsjónar fyrir suma, þá get ég ekki sagt að ég fari mikið eftir því. Ég get verið óskaplega "pikkí" þegar ég er að halda hryssunum mínum, þó svo góðir graðhestar séu í hverju horni þá get ég alltaf fundið þeim öllum eitthvað til foráttu ;)
Mæður hestanna er eitthvað sem ég lít á áður en ég ákveð mig endanlega, eru þær búnar að gefa einhver önnur afkvæmi sem kveður að eða er allt ósýnt eða með slaka dóma nema þessi eini sem ég er að hugsa um að halda undir. Það hlýtur að vera meiri möguleiki á góðum genum í hesti sem á góð systkini heldur en þeim sem á það ekki.
Töluvert er ég haldin þeim annmarka að horfa meira á hæfileika heldur en byggingu, sést kannski best þegar litið er á tölur á hrossunum okkar, oftar en ekki er hæfileikaeinkunn töluvert hærri en byggingin. Ég hef lítið gaman að ríða á útlitinu og faxinu einu saman og vil finna mótorinn virka og hestinn bylgjast undir hnakknum, já og fótaburð takk fyrir!
Geðslag og vilji skipta höfuðmáli, því jú hugurinn ber þig hálfa leið. Þetta er sá þáttur sem erfiðast er að vita eitthvað um, hvernig var gripurinn sem þú ætlar að nota t.d í tamningu? Hrekkjóttur? Ofur viðkvæmur eða þar fram eftir götunum....
"Sjálfrennireið" var notað yfir hlutinn bíl áður en naforðið bíll eða bifreið varð til. Ég nota þetta orð stundum um hesta sem ég get riðið um án mikils handafls, og það er líka eitt af mikilvægustu ræktunarmarkmiðunum mínum, að hrossið sé sjálfberandi. Maður vill að afkastahrossin séu líka reiðhestar, en ekkert er leiðinlegra en að ríða á hesti sem hangir stanslaust á taumunum Ég get alveg fengið mér lóð og æft heima í stofu þegar mig langar til, ef mig langar í sterkari upphandleggsvöðva!!
Það væri auðvitað frábært ef maður kæmist í að prófa alla hesta sem maður hefur hug á að nota því það getur gefið manni réttari tilfinningu á það hver passar undir hvern, en það er afar langsótt mál og því verður maður að fylgjast vel með hvað er í gangi á brautinni þegar sýning er í gangi, því tölurnar á blaðinu.... þær segja nú ekki alla söguna.
Folaldið sem skreytir þessa færslu er undan Dimmir og Þyrnirós. Þessi tvö hross hef ég tamið og þjálfað frá byrjun og gjörþekkti bæði tvö og fannst bara Dimmir vera akkúrat hesturinn á hana. Ætla svo sem ekkert að uppljóstra hvaða ræktunarformúlu ég hafði til hliðsjónar og framtíðin verður að leiða það svo í ljós hvort ég hafi haft rétt fyrir mér, en ég kom allavega sigri hrósandi heim í hesthús eftir að hafa hann augum litið í fyrsta sinn og titlaði sjálfa mig sem ræktunarmann ársins fyrir afrekið. Svipurinn á Hrefnu frænku sem var þar heima fyrir var heldur vantrúarlegur en samt var það hún sem skríkti hæðst þegar stóðið var rekið heim nokkrum dögum síðar og var með myndavélina á lofti.
En folöld eru jú bara folöld en gefa þó alltaf einhverja vísbendingu um það sem vænta má, og þessi sýndi stökkferð á tölti og skeiði með miklum fótaburði og mýkt fyrstu vikurnar, og geðslagið virkaði mjög indælt þegar hann var örmerktur fyrr í haust þannig það má allavega láta sig dreyma um flotta "Sjálfrennireið" ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
Flettingar í dag: 951
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426946
Samtals gestir: 93809
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 09:45:31
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]