15.11.2009 13:45

Svarti Svanurinn




Sumar ræktunarhryssur hérna í Álfhólum hafa fengið meiri athygli hér á forsíðunni en aðrar.  En það er nú bara þannig að þær verða nú að vinna sér það inn að ég fjalli um þær ;) 
Þessi svartstjörnótti framtaksfallegi foli er í eigu Rósu og er undan Þyrnirós frá Álfhólum og Þórodd frá Þóroddstöðum og er á fjórða vetri.



Hann var tamin í ca mánuð í haust af John Sigurjónssyni tengdasyni Rósu sem er yfirtamningamaður á Ármóti þessa dagana.  Jonni lætur afar vel af folanum og er alveg ólmur í að eignast hlut í honum. 

Jonni er hálf munaðarlaus þegar kemur að hestamennsku en enginn í hans fjölskyldu veit varla hvað snýr fram eða aftur á hrossum. Því var mikill happafengur fyrir hann að kynnast Hrefnu Maríu og komast í tæri við svona góð hross ;)



Folinn ungi fékk nafið Þrumufleygur þegar hann var folald. Hann brunaði á öllum gangi á sínum yngri árum og því höfum við trú á því að þetta verði alhliða hestur þó svo hann hafi valið að skálma mikinn brokki eftir að hann var járnaður. 

.

Upplitsdjarfur 2ja vetra gamall en varð að dúsa heima á meðan Mánasteinn og Dáðadrengur fengu að æfa sig á feitum "guggum" í mýrinni! 




Okkur Þyrnirós gekk ágætlega í þeim töltkeppnum sem við tókum þátt í og vorum oftast í A-úrslitum.  Þetta video er síðan á Reykjavíkurmóti Fáks 2003 en þar lentum við í 3ja sæti í tölti Meistaraflokk en ég var titluð Reykjavíkurmeistari þá sem efsti Fáksmaður.  Árið 2004 ætluðum við okkur að gera stóra hluti en hvert óhappið elti annað, þannig að þjálfun og árangur var frekar dapur það árið.  Um vorið fór hún undir Hrym frá Hofi og er búin að vera í folaldseign uppfrá því. 
Þyrnirós er fædd Rósu undan áðurnefndri Vöku, en ég eignaðist ráðandi hlut í henni fyrir nokkrum árum en Rósa fær 3ja hvert folald undan henni. Þrumufleygur er fyrsta folaldið sem hún eignast undan Þyrnirós og það er ekki að spyrja að því, "kellingin" hestheppin að vanda ;)

Vaka móðir Þyrnirósar var einnig móðir 1verðl stóðhestanna Tígurs og Eldvaka og er af gamla Álfhólastofninum með Nökkvablóðið í æðum.  En hún hefur meir en það, því afi hennar er Hrafn frá Kröggólfsstöðum sem var undan Herði frá Kolkuósi.  Hrafn þessi fór ungur til Þýskalands og var í eigu Brunó heitins á Wiesenhof.  Ég man fyrir allmörgum árum þegar ég var í Þýskalandi þá var Hrafn í guðatölu hjá mörgum Þjóðverjum.  Einhver kom hróðugur til mín og tilkynnti mér að Hrafn væri sko langa langafi hestsins síns!

Þyrnirós fór undir Dimmir í sumar, en eitt besta folald sumarsins var einmitt undan þeim tveim. Segi kannski nánar frá því í næstu gúrkutíð.

Eldra efni

Flettingar í dag: 913
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426908
Samtals gestir: 93809
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 09:02:53

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]