25.10.2009 23:01

Folaldasprikl



Tíminn líður fljótt þessa dagana og nóg að gerast í sveitinni að vanda bæði gott og slæmt. 

Við tókum folöldin heim fyrir viku og gáfum ormalyf og örmerktum.   Svo héldum við svona privat folaldasýningu fyrir okkur og pikkuðum út folöld til að fara með á folaldasýningu sem haldin var um helgina í Hvolsvelli.  Það er nauðsynlegt að skoða ungviðið aðeins svo maður viti hvað maður er með í höndunum og það er hægt að læra mikið á því líka.

Þetta rauða folald er undan Kaspar frá Kommu og Ylfu frá Álfhólumr.  Myndar folald sem flýgur um á tölti og brokki, fallega uppsettur.  Engu að síður skildum við hann eftir heima á laugardaginn en svona eftir á að hyggja er þetta kannski akkúrat týpan á svona folaldasýningar.  "Æ hann er bara svona rauður", sagði ég og henti honum aftur niður í mýri!

Future stars

Times flies very quickly these days here in Álfhólar which is both a good and a bad thing.
We brought home all the foals from this summer and gave worm medicine and put a microchip in them all. Then we started a private "Foal Show" for ourselves and choose the best ones to go on the Foal show in Hvolsvöllur that was held last weekend. We think it is necessary to take a good look at the young ones so you know what you have in your breeding and also you can learn much from it and that makes you more experience to see the talents in the horse, even though they are still very young.

This red foal is sired by Kaspar from Kommu and Ylfu from Álfhólar. Handsom foal that flys on tölt and trot, nice high neck. But anyhow we left him home this Saturday, but thinking back maybe this was the right foal for a Foal Show like this. " Ahh is is just so red", I said and left him and his mother out on the field.




Það var alveg sama hvaða snilling við rákum til, engin toppaði skjótta Dáðadrengssoninn að mati Verenu.  Hún hefur einfaldan smekk, vill bara hágenga töltara!  Hann er nú kannski ekki alveg jafn grípandi á þessari mynd og þeirri sem tekin var í sumar en hefur engu að síður þroskast þokkalega. Hann fékk samt ekki farmiða á folaldasýninguna. Eftir því sem ég best veit er kominn kaupandi að honum þannig að það þarf ekki að spá í það meir!

It did matter what wonderworker we took a look at, no one was as good as this pinto Dáðadrengur's son in Verana's opinion. She has simple taste, High lifting Tölters!! He is maybe not as flashy on this photo as the photo we took of him this summer but he has developed well. He did not neither get a ticket to the foal show. As far as I know I have a buyer for this one so I don't have to think about that more.



Mér hefur alltaf fundist þessi Dimmis sonur vera flottur, framfallegur og sportlegur frá því hann fæddist.  Móðin frá frændum vor í Akurey en það hefur oft leynst eitthvað sniðugt í stóðinu hjá þeim. Hrossin þeirra voru áður kennd við Sigluvík, það man kannski einhver eftir Blæ frá Sigluvík. En þar sem hryssan er ung og ótamin þá var ég ekkert að þvælast með þau á neina sýningu.

I have always thought that this Dimmirs son smart, good neck and a cool sporty type. The mother is from the next farm Akurey, from time to time good horses come from their breeding. Their horses were before called from Sigluvík, maybe someone remembers Blær from Sigluvík. The mother of this foal is young and untrained and therefore this one didn't get a ticket to the foalshow. 



Eftir því sem hefur liðið á sumarið hef ég öfundað Húsafellsfélaga mikið af þessum skjótta Gásku og Keilissyni.  Hann er alltaf til í að halda góða sýningu fyrir mig þegar ég fer í eftirlit og ég væri alveg til í að taka sénsinn á að nota hann tveggja vetra ef ég gæti.  En hann skildi sparitaktana algerlega eftir heima í mýrinni þegar hann átti að sýna þá opinberlega og honum þótti svæðið sem var afmarkað í höllinni alltof lítið og hoppaði bara yfir í ónotaða hlutann.  Ég var alveg hjartanlega sammála honum, skildi ekki í því til hvers var verið að minnka höllina í stað þess að leyfa folöldunum að sprikla í henni allri og njóta sín betur.

As the summer was winding down I have been envying Húsafells-partners allot for this pinto one sired from Gásku frá Álfhólum and Keilir frá Miðsitju. This foal has been willingful to put on a show for me out on the fields when I have been supervising the mares and the foals. I would like to take the chance and use him on mares when he is 2 years old if I can. However he left his fancy show at the field and did not take it with him in to this small riding area where the foals where shown.




Þessi vindótti er síðasta folald sumarsins, fæddur þrítugasta ágúst eða þar um bil.  Undan Mánastein og Gýgur frá Ásunnarstöðum.  Ætli að það sé ekki hægt að finna flesta hornfirska ættfeður í ættartrénu hjá þessum en Gýgur er undan Blakk 999 frá Hafnarnesi.  Af augljósum ástæðum var hann skilinn eftir heima og fyrirskipað að borða mikið svo hann nái jafnöldrum sínum í stærð!

This silverdapple one is the last foal born this summer. He came in to this world 30th of august. His father is the young and promising Mánasteinn from Álfhólum and Gýgur frá Ásunnarstöðum. I think you can find most of "Hornafjarðar progenitors" in his genealogical tree. Gýgur his mom is the daughter of Blakkur 999 from Hafnarnesi. In obvious reasons this foal was left at home and got that orders to eat allot so he would get his contemporary brothers in size. 



Undan Artemis og Aris, ég held hann heiti Yaris!  Í eigu Valda Baunakóngs og Rósu mömmu hans.

This one is son of Artemis from Álfhólar and Landsmótswinner Aris from Akureyri, I think is name is Yaris! His owner is Valdimar(Hrefna's brother) and his mother Rósa.



Undan Tígur gamla og Eldvakadóttur, talsvert skyldleikaræktaður, uppáhald hjá Hrefnu, fljúgandi gengur og fjaðrandi.

This foal is the son of the old Tígur from Álfhólar and a daughter of Eldvaki, his pedigree is therefor related allot. He is Hrefna María's favorite, flying tölt and springy movements.



Rafael undan Ronju og Fróða frá Staðartungu.  Það var eiginlega aldrei spurning um að hann færi á einhverja folaldasýningu þessi, það var strax eitthvað við hann, virðist afar mjúkur og fyrirstöðulaus á öllum gangi og svo er hann bara fríðleiksfolald. 

This is Rafael son of Ronja from Álfhólum and Fróða from Staðartungu. It was never a question about this one, he got a ticked to the foal show immediately! Really soft in his body, no boundaries on gaits and outstanding handsome!



Ég lagði líka land undir fót og keyrði Mónu gömlu alla leið vestur á Snæfellsnes undir Fróða, eftir að ég hafði verið með þennan bleikálótta heima fyrir augunum í nokkra daga áður en Ronja fór undir Auð frá Lundum.

Ég gæti bullað um folöld hérna niður alla síðuna en ætli þetta sé ekki komið nóg í bili. Fleirri myndir af þessum og öðrum folöldum HÉR!

I went with my old favorite mare Mónu from Álfhólar all way to the west on Snæfellsnes (3 and a half hour away) to meet Fróða after I saw Rafeal so good looking in my field. Ronja, his mom went to Auður from Lundum this summer.

I could keep this up and talked about all the foals but I think this is enough for now. But you can see photos of most of them HERE.




Já kannski áður en ég hætti, Rafael fór sem sagt á folaldasýninguna á Hvolsvelli og tölti þar upp í fyrsta sæti í hestfolaldaflokknum og dómnefndin valdi hann að auki sem besta folald sýningar.  Ekki amalegur árangur í hans fyrstu og vonandi ekki síðustu keppni.  ( Hrefnan með fínu myndavélina náði ekki einni almenninlegri mynd þarna, allar úr fókus!)


The big foal show went very well in Hvolsvöllur. Many foals were showed there, from all the breeders around Hvolsvöllur. Rafael was chosen to be the best stallion foal of the show and was also chosen to be the best foal of the show! Vvííí...:Þ    I was very happy about that he looked very good in the ridding hall.
 
Svona af því að ég talaði um bæði gott og slæmt sem gerist í sveitinni, þá eru báðir 3ja vetra graðfolarnir dottnir úr leik sem ég var að hæla um daginn.  Betra að spara stóru orðin. 
Mánasteinn fór að stinga við fljótlega eftir að hann var járnaður og það var farið að ríða honum útfyrir.  Í ljós kom áverki á kjúkubeini eftir gömul meiðsli þegar hann var röntkenmyndaður.  Já, þetta hefði kannski verið afar hentugt ef hann hefði verið að koma illa út í tamningu og segja bara, úps hann slasaðist, en svo var ekki.  Þvert á móti var hann svo ósérhlífinn og jákvæður að ég var ekki alveg að gera mér grein fyrir því að hann væri í alvörunni haltur.  Stakk við ef maður hringteymdi hann en harkaði af sér þegar það var komin knapi á bak og reyndi sitt besta, brokkaði keikur á undan samreiðarhestinum í útreiðartúrum.   Hálft til eitt ár í hvíld að mati dýralæknis og engin trygging fyrir þvi að hann nái sér að fullu.  Hann endar kannski bara sem ónothæf húsprýði!

But it is always an upside and a downside in the horse world. I got a very bad news about me future young stallion Mánasteinn. Mánasteinn was taken for training in September but after being in training for 2-3 weeks he began to walk with a limp and was lame on his front foot. We called the veterinary immediately and he found out an old injury on his knucklebone after he was X-rayed.

It would be very convenient to say "O he is injured" if he were not as promising after he had been trained as we hoped for, but that is for sure not the case. I was very happy about him and he took the first training very well. Really positive mind, good temperament and was very easy when Verana was going on him the first times. He was her and mine favorite. He ran with high movements on trot and carried himself well and the tölt was just right under the surface. So I am very disappointed about his news. He have to have at least 6 months off said the vet. 

En þetta var nú ekki það eina... við Verena brugðum okkur á bak sem oft áður á föstudaginn í ljósaskiptunum, og hún var á Dáðadreng, uppáhaldinu sínu.  Nema hvað... hún er fyrir utan veginn og missir hann aðeins til hliðar og beint á girðinguna sem var bara einn strengur og ekki nógu ógnvekjandi fyrir hestinn.  Þau hrundu saman í móann en Dáðadrengur festi afturlöpp í vírnum og er rispaður, tognaður og haltur. Þannig að hann er kominn í frí líka en vonandi ekki eins langt og Mánasteinn samt.



Eldra efni

Flettingar í dag: 951
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426946
Samtals gestir: 93809
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 09:45:31

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]