18.09.2009 22:23

"Og hann er bara 9 vetra!"



Það má finna mörg flott video á Youtube, og ótúlegt nokk það eru til önnur hestakyn sem fanga athygli manns heldur en Íslenski hesturinn.

Eins og þessi svartsokkótti stóðhestur sem keppir hér í Dressúr og er líklega einn allra flottasti dressúrhestur sem maður hefur séð.  Hesturinn svo fjaðrandi hágengur og mjúkur og framkvæmir æfingarnar svo átakalaust.  Knapinn fylgir hverri hreyfingu fullkomlega, gegnum mjúkur, heildamyndin frábær og það er heilmikið frelsi í öllum aganum.

En það sem er kannski athyglisverðast er að þessi ungi stóðhestur er "bara" 9 vetra!   Þetta er kannski eitthvað sem við getum haft í huga þegar okkur finnst keppnishestarnir vera orðnir úreldir 9- 10 vetra, að úti í dressúrheiminum eru þeir kannski rétt að byrja sinn feril!  

Eldra efni

Flettingar í dag: 586
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1130
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 1767608
Samtals gestir: 102899
Tölur uppfærðar: 19.1.2025 13:22:58

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]