24.10.2008 19:54

Valkvíði og VerðbréfaguttarÉg vildi að ég væri jafn dugleg að skrifa fréttir og þið eruð dugleg að kommenta!!  Takk fyrir það og ykkur sem langar að líta við, bara slá á mig og sjá hvort ég sé ekki heima. 

Eins og sjá má er síðan komin með nýtt "lúkk"  vefstjórinn minn er duglegur á bak við tjöldin, á reyndar heiðurinn að síðustu frétt líka, er ekki ánægð með hvernig hrossabóndinn er að standa sig í fréttaflutningi.

En ég veit að þið sem eruð íslenskumælandi hafið engan áhuga á fallandi gengi og komin með nóg að slíku mali. 
Það er fullt af fréttum í pípunum, en af því að ég er tvíburi þá veð ég úr einu í annað og verður ekki neitt úr neinu fyrir bragðið! 
Á meðan þið bíðið eftir bitastæðum fréttum frá mér þá ætla ég sýna ykkur þetta skemmtilega myndband þar sem 15 ára stelpa syngur skemmtilega um ástandið í þjóðfélaginu, spurning hvort hún sé skyggn, en þetta er síðan í febrúar.  Ekki það, að það vita það allir að allt sem fer upp kemur einhverntíman niður aftur!  Nema verðbrefaguttarnir, þeir héldu að það væri bara hægt að fara endalaust upp!Ég hef þó ekki setið alveg auðum höndum og inná söluhestasíðuna hafa verið að bætast við upplýsingar um áhugaverð hross, eins og t.d þessi GlampadóttirMokka frá Staðartungu

Frekari upplýsingar finnast undir Hestar til sölu, hryssur.Þessa dagana er ég haldin valkvíða um hvort ég eigi að fá mér einn Pjakk jr eða ekki.

Á ég, á ég ekki, á ég, á ég ekki......???? Úff hann er krútt, ekki frá þvi að hann sé móbröndóttur.  Geggjað flottir litir úr þessu goti og allir hvolparnir flogið út  eins og heitar lummur nema að ég taki þennan ekki, þá er setið um hann og einn verður á lausu í staðinn, þannig að það er "still hope".   
Ég held að íslenska hundaræktarfélagið ætti að bjóða velkominn Pjakk í hópinn til að bjarga mórrauða litnum sem er eiginlega horfinn úr stofninum.  Jú...Pjakkur er næstum því íslenskur, uss alveg nóg allavega, ég gef ekkert fyrir það hvernig íslenski hundurinn lítur út orðið, mér finnst vanta allan töffara í þá, komnir alltof langt frá upprunanum.
Sjá fleiri myndir í albúmi

Jæja, það hefur aðeins hægt á tamningunum á "Hraðtamningastöðinni" þar sem aðalaðstoðartamningakonan sneri sig illa á ökkla þegar meri flaug á hausinn með hana í mýrinni.  Hún hefur ekki komist í hnakkinn í viku og það er reyndar óvíst hvenær hún fer í hnakkinn.  En hún unir sér vel í veikindapásunni og teiknar og málar, en hún er að fara í Listaskóla þegar hún fer aftur til Danmerkur.

Spurning hvort ekki sé hægt að finna einhvern atvinnulausan verðbréfapeyja sem hægt er að nota á ótemjurnar og planta fyrir framan tölvuna og sjá um viðskiptin þess á milli emoticon

Smá viðbót, ég stóðst ekki mátið.  Ég hélt svona prívat folaldasýningu fyrir mig í gær um leið og ég örmekti.  Þar kepptu mörg voða stórættuð og fín folöld undan hverjum stórgæðingnum á fætur öðrum og nokkur þeirra var búið að mæra mjög og jafnvel orða þau við stærri folaldasýningar en mína prívat.    EN...........Ótvíræður sigurvegari sýningarinnar, hlaut 1.2 og þriðja sætið og nafnið Undri í leiðinni undan Urði og Gáska.  Sem sagt ósýndri meri og 2 verðl hesti.  Hin máttu pakka saman og fara heim þegar 
Undri mætti og þarna var fótaburður að aftan og framan, ekkert helv. pikk.  


 

Svo er spurning hvort e-ð er að marka svona folaldagríslinga á flugi en það má alla vega hafa gaman af og ég verð að viðurkenna það að þetta er í fyrsta skipti sem ég sé virkilega eftir að hafa ekki skráð á alvöru folaldasýningu, en ég er víst of sein í það í biliemoticon
Fleiri myndir í albúmi en ég veit að myndgæðin eru ekki uppá það besta, bæti það upp með að setja inn video af honum fljótlega.
Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2204
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 889719
Samtals gestir: 56437
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 12:02:52

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]