03.10.2008 23:12
Allt á hvolfi ?
Já það er margt sem sýnist öfugsnúið þessa dagana, og maður veit varla hvaðan á mann stendur veðrið. Bankar riða til falls og spurning er hver hefur áhuga á að bjarga þessum sjálfumglöðu, heimsku íslendingum sem eru búnir að haga sér eins og hálfvitar síðustu ár. Nú fáum við að súpa seyðið af öllum kaupréttar, starfsloka og fleiri furðulegum samningum sem sauðsvartur almúginn hefur ekki hundsvit á og getur þaðan af síður skilið hvernig einhverjir dúddar sem eru vart þurrir á bak við eyrun geta unnið fyrir 40 milljónum á mánuði og þaðan af meira! Nú er gott að eiga ekki neitt og skulda sem minnst, þá er maður í góðum málum. Það er ekki einu sinni "seif" að eiga góða summu á reikningi hjá sér því ef bankinn fer á hausinn þá hverfur inneignin með!
Það heyrist lítið í þessum óskabörnum þjóðarinnar núna og þykja þeir heldur snautlegir um þessar mundir. Það versta er að það er ekki hægt að draga þessa and******* asna til ábyrgðar fyrir að setja þjóðina á hausinn
Fjölmiðlar mála líka skrattann á vegginn og gera lítið til að bæta ímynd Íslands útávið, og auka enn á vantrú á hagkerfiinu. Ekki það að það eigi að fegra ástandið, en það má líka alveg tala um björtu hliðarnar, verðmæti útfluttra vara margfaldast eins og sjávarfangs, blessaða álið hlýtur að skila einhverju í þjóðarbúið og sem betur fer var ekki búið að flytja allan landbúnað úr landi eins og Jónas Kristjánsson og fleiri snillingar hefðu helst viljað. Það væri ekki björgulegt ef við þyrftum að flytja allar landbúnaðarvörur inn núna á tvöföldu verði! Meira segja Bónuskallar segja manni að velja íslenskt núna, en þeim var slétt sama um íslenskan landbúnað áður og hafa verið duglegir að pota inn innfulttu kjöti.
Það er vonandi að við lærum e-ð af þessu, mikilvægi þess að vera sjálfbær þjóð, ekki uppá aðra komin og gleyma útrásardraumum. Taka sparisjóðinn í Þingeyjasýslu til fyrirmyndar, eina bankann sem er að skila hagnaði um þessar mundir.
Náttúran má líka alveg fá hvíld frá öllum bílaútblæstrinum, bara fínt að olían hækki svona, þá er ekki fólk að ræsa bílinn að óþörfu. Við höfum lifað um of eins og enginn sé morgundagurinn og margir gleyma því að olían klárast innan fárra ára eða áratuga og bráðnauðsynlegt að finna nýja umhverfisvæna orkugjafa. Þangað til er ágætt að hægja á sér.
Og til að bæta gráu ofan á svart snjóar ökladjúpum snjó í byrjun október! Eitthvað sem ekki hefur gerst í mörg ár og 10 stiga frost í kjölfarið, kannski eins gott að það snjóaði áður.
Annars gengur lífið sinn vanagang í sveitinni og stór hluti vikunnar fór í að ragast í rollum og setja litlu sætu lömbin í sláturhúsið. Svo voru líflömbin metin af matsmanni í dag og ég þarf vart að taka fram að ég var mátulega sammála dómurunum

Fyrir forvitna þá er meðalviktin 15,55, gerð 8,31 og fita 6,58. Þokkaleg þyngd og gerð en fitumat hefur verið hagstætt tvö síðustu ár. Við settum að vísu meira en helming lamba í sumarsölu rétt eftir 20 ágúst þannig að það lækkar meðalþyngdina töluvert.
Þrátt fyrir allar hörmungar sem sagðar eru yfirvofandi, er enn líf í hrossabissnessnum, bæði tamningum og sölu. Þykir mér samt heldur verra að fólk vill alltaf kaupa það sem er ekki endilega á sölu

Við erum með slatta af hestum á járnum og mér til aðstoðar er ennþá hún Maja frá Danmörku sem er að standa sig hrikalega vel í tamningunum, gangsetur hross sem koma frá öðrum tamningmönnum útskrifuð sem ganglaus og óhrædd við að tækla baldna fola, enginn smá lúxus að hafa svona aðstoðarkonu! Ég kem vonandi með fleiri hesttengdar fréttir fljótlega ef nettengingin hjá mér verður til friðs áfram, en hún hefur verið frekar brokkgeng uppá síðkastið.
Köttur úti í mýri....
þessa fínu mynd tók Kalli frændi frá USA í sumar af Simba gamla, heimiliskettinum okkar.
Eldra efni
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2204
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 889719
Samtals gestir: 56437
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 12:02:52
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]