12.05.2008 09:42

Fyrsta folald ársins og fleira.

Það eru sumir orðnir langeygðir eftir einhverjum hestafréttum, og lái ég þeim það svo sem ekki.  En fyrir þá sem hafa áhuga á sauðburði, þá er hann langt kominn

Móeiður kastaði loksins 10 maí eftir rúmlega viku bið, og var djásnið móálótt hryssa, eigendunum til mikillar ánægju, þrátt fyrir að vindótta litinn vantaði.  Faðirinn er Stáli frá Kjarri.  Á þessum myndum er hún nýstigin upp úr karinu og er að finna spena í fyrsta skipti.
Ég var svo óheppin að hlaupa með batteríslausa myndavél með mér þegar ég sá að hún var að kasta, og náði þ.a.l engum myndum af því, en þetta er í fyrsta skipti sem ég varð vitni að því þrátt fyrir að hafa búið í sveit alla mína ævi!  Þær eru ekkert smá snöggar að þessu, það leið ekki mikið lengur en korter frá því að ég sá að hún dró sig úr hópnum sem hún var í og folaldið leit dagsins ljós, engin smá átök á ferðinni.

Fyrsta afkvæmi Móeiðar, Móey Eldjárnsdóttir er inni í  grunntamningu þessa  dagana,  ekki seinna vænna enda að verða 3ja vetra og aldrei verið snert

Móey er ekki mjög stór en hún tekur vel til sín þegar hún er komin á ferðina og stækkar um helming,  fasmikið og kröftugt tryppi og ekki ósennilegt að hún sé alhliða, er allavega opin til gangsins. 

Þar sem það eru sömu eigendur að nýja folaldinu hennar Móeiðar sem eiga helminginn í bæði Móey og Dívu,  þá var lagt á Dívuna enda sumir sem aldrei höfðu séð hana undir manni áður.
Það var keyrt með og skellihlegið í bílnum, kannski ekki skrítið enda atvinnugrínisti  með í hópnum.


Og hann kenndi einum ungum graðhesti að hneygja sig á nokkrum mínútum og var harðákveðinn í að kippa honum með í leiksýningu á stóra sviðinu.  Þeir voru afar hrifnir hvor af öðrum enda ekki skrítið, Pálmi Gests með myndarlegri mönnum landsins og..

...folinn ungi hreyfingamikill og kröftugur.  Hann er ennþá ójárnaður hjá mér, ég er svo hrædd um að hann skjóti tamningakonunni uppí rjáfur þegar hann fer á skeifur, nóg er spyrnan og krafturinn hjá honum járnalausum!  Þessi foli er undan Mær Mónu og Pegasusdóttur og Tígur gamla.
Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2204
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 889656
Samtals gestir: 56433
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 10:59:21

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]