17.11.2007 23:57

Hátt rís.....



Það hefur margt og mikið gerst í framkvæmdum meðan að skeggrætt var um notagildi íslensku kúarinnar. Búið er að steypa millivegginn eftir endilöngu húsinu sem skiptir miðjustíubilinu í tvennt og nú er bara eftir að steypa framhliðarnar.



Landstólpamenn mættu galvaskir á svæðið á miðvikudaginn og hófust strax handa við að hífa upp úr gámum og á fimmtudag var allt komið á fullt við að setja saman og veggstoðir komnar upp í lok dags. Á föstudag var svo farið að reisa þaksperrur og í dag, mánudag eru allar þaksperrur komnar upp.



Það fór ekki illa um kallana í blíðviðrinu á föstudaginn og ekki var veðrið verra í dag, alveg snilldarveður til að reisa.  Það hefði nú ekki verið huggulegt á fá hávaðarok þegar verið var að reisa þaksperrurnar, allavega hefði ég ekki viljað vera nálægt!!



Tvær sperrur!



Þrjár sperrur!

Eldra efni

Flettingar í dag: 1022
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1427017
Samtals gestir: 93812
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 10:28:46

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]