Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 00:29

Lúffi frá Leiru
Ástarfundur Móeiðar og Fróða frá Staðartungu bar ekki árangur og ekki um annað að ræða en að finna annan gæðing staðsettan á Suðurlandi, því ekki hef ég það gaman af akstri að ég nenni að elta Fróða norður í land!

Spútnik græjan Kjerúlf frá Kollaleiru varð því fyrir valinu og skellti ég hér inn myndbandi af kappanum sem er frá því á Hafnafjarðasýningunni í fyrravor, þar sem hann er aðeins fimm vetra gamall. Því miður komst hann aldrei á Landsmót (slasaðist) og fékk þ.a.l  ekki þá athygli sem hann á verðskuldaða.  Kjerúlf býr líka yfir töluverðu skeiði þrátt fyrir að á þessu myndbandi sýnist hann klárhestur. Fékk 7 fyrir skeið í vor og þótti sumum nískulega gefið.  Sá það ekki sjálf og get ekki dæmt um það, en ég hef séð hann flugskeiða á vikt þannig að ég get allavega vottað það, að hann sé vel vakur.

Ekki spillir fyrir að Kjerúlf er stórættaður, undan Orrasyninum Takt frá Tjarnarlandi sem er margverðlaunaður gæðingur, en móðurættin af honum er kannski eitthvað sem ég er hrifnari af.
Fluga frá Kollaleiru móðir hans var stórgæðingur með 8,73 fyrir hæfileika.   Fluga var skyldleikaræktuð undan ofurtöltaranum Laufa frá Kollaleiru og mömmu Laufa, Stjörnu frá Hafursá.  Stjarna var svo undan Nökkvasyninum Kvisti frá Hesti.  Nökkvi er rauði þráðurinn í ræktunni hér á Álfhólum og gaman að geta nálgast það blóð annarstaðar frá líka.                                                                                                                 Mynd. Axel Jón Birgisson

Laufa heitinn frá Kollaleiru þekkja allir sem eru eldri en tvævetur og fyrir mér var töltið í Laufa skólabókadæmi um alvöru tölt.  Dillimjúkt með samræmi milli fram og aftur.

Því miður varð Fluga ekki mikið eldri en 10 vetra, fórst á svipuðum tíma og önnur mjög góð  Laufadóttir sem Hansi átti, Þota.  Fluga og Þota voru slysafolöld sem urðu til þegar Laufi var aðeins veturgamall og hans einu afkvæmi sem skráð eru í Worldfeng, og miðað við getuna hjá þessum tveimur hryssum, þá hefði alveg mátt leita uppi hundinn sem át eistun hans Laufa!

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er Kjerúlf staðsettur í Sandhólaferju.

28.06.2009 13:14

Hnakkar til sölu - Saddles for sale


2 year old Hrímnir Saddle for sale. Very good condition, not a scratch on him, just like a new one.The seat is comfortable with good support and is designed to allow a greater balance when riding.

 

You sit comfortably in the saddle, while the unique Dupont® saddletree distributes your weight evenly over the horse's back. Your increased balance when riding also promotes a better weight distribution.

 

The Bayflex® padding in the seat is comfortable and retains its shape. The knee pads are extremely soft and well positioned.

 

The stirrup bars are recessed under the tree to avoid uncomfortable bulging and positioned so you'll sit correctly and balanced in the saddle. 

More info about Hrimnir Saddle
www.hnakkar.is 

Good price for a very good saddle. Photos of the saddle available so you can see that he looks like a new one.  

Sara uses this type of saddle as you can see on all the photos in older news
.
Mjög vel með farinn tveggja ára hnakkkur. Ekki rispa að sjá á honum og lítur út eins og nýr.

Sætið er þægilegt og ágætlega rúmt. Lögun þess veitir þér gott jafnvægi.

 

Á meðan þú lætur fara vel um þig í hnakknum , dreifir hið einstaka Dupont® hnakkvirki þyngd þinni jafnt yfir bak hestsins. Aukið jafnvægi þitt stuðlar einnig að betri þyngdardreifingu fyrir hestinn.

 

Bayflex® - bólstrun í sæti er þægileg og og sætið heldur vel lögun sinni. Hnépúðar eru rétt og vandlega staðsettir og einstaklega mjúkir.

 

Ístaðsólaupphengjum er haglega komið fyrir undir virkinu til að fyrirbyggja nudd. Staðsetning þeirra stuðlar að réttri ásetu og þar með betra jafnvægi.

 

Hrimnir Legacy skapar fullkomið jafnvægi milli knapa og hests, en jafnvægi er lykilatriði í samspili manns og hests.

Gott verð á góðum hnakk. Sara ríður í sömu tegund eins og sést á myndum í eldri fréttum.____________________________________________________________Ástund Royal +  For sale.
Three year old saddle. Very good condition has not been used much because the owner gave up riding 2 and a half year ago. Maybe used for 30-40 times.


Ástund Royal is one of the two new models developed by the Ástund designers. A close-contact saddle for training and competition as well as for leisure and long distance riding.

Ástund Royal is built on a new light-weighted spring tree with considerable flexibility and made of the same material as all the Ástund saddles. It is designed to give a closer feel between the horse and rider. New knee rolls give the rider a good support to the lower part of the thigh and more variety of control to the horse´s sides. These knee rolls will guarantee the rider the best riding position. The knee pads are rather big.

The new PLUS version is with a flaired panel laced in at the rear of the saddle. Therefore the saddle is shorter by approxemently 1" on the horse´s back and makes it easier for the horse to collect. This is better for horses with short back but still the saddle has greater bearing surface sideways. The PLUS version absorbs shock better, it is more supple and has greater bearing surface, which makes the saddle even more horse-friendly
 
This saddel has three long girth straps. (Best to have that).

More info about Astund quality saddles www.astund.is

Good price for a "new" saddle.Ástund Royal + til sölu. Þriggja ára, mjög vel með farin nánast ekkert notaður, því eigandinn hætti í hestum strax eftir að hann var keyptur. Notaður 30-40 sinnum.


Frábær Ástunar hnakkur. Plús þýðir púðar undir en ekki spaðar, nánast allir hnakkar í dag er með púðum. Royal er með stórum utaná liggjandi hnépúðum. Djúpt sæti.


More Info:
[email protected], [email protected]    Phone; Hrefna 00354-8611218   25.06.2009 20:47

Í nýjum heimiGáska eignaðist sitt níunda skjótta afkvæmi nú á dögunum.  Það er bleikskjóttur hestur undan Keili sem er í eigu Húsafellsfélaga, Róberts Veigars og Sigurðar T. Íslandsmeistara í stangastökki.

Það verður nú einhver bið eftir því að verða Íslandsmeistari í einhverju eins og eigandinn, ef miða á við misheppnaðar tilraunir folans unga við að klöngrast á lappir!Áts..ekki alveg að meika það en........en allt hefst nú að lokum :)

Það er hálfgerð ráðgáta hvers vegna ég fæ bara skjótt undan Gásku því að hún er undan svartri hryssu en óneitanlega er afar skemmtilegt finna hana alltaf með eitthvað litfagurt sér við hlið, sama undir hvaða hest maður heldur.
(Svo reynir maður að halda fram að litir skipti engu máli ;)

Gáska fékk að heimsækja Kappa frá Kommu þetta árið, fyrsta skipti sem ég held henni undir klárhest, og spennandi að sjá hvaða "sportari" kemur út úr því.
 


Af öðrum afkvæmum Gásku er það að frétta að Gjóska var sýnd í vor og fór í 7,83 í aðaleinkunn, en hún er klárhryssa eins og flest Gáskuafkvæmin.  Það að hún fór ekki hærra í sinni fyrstu ferð á brautina, gerir mig löglega afsakaða með að leika mér á henni eitt ár enn, gera atlögu að áttunni næsta vor og spreyta mig jafnvel með hana í fjórgang seinna í sumar.Yngri systirin Gæska Tígursdóttir fór í fínan byggingadóm 8.11 en reiðdómur bíður betri tíma.  Gáski, Gjóska og Gæska hafa öll fengið 9 fyrir fótagerð enda með sterkar fætur eins og mamman þó hún hafi bara fengið 8,5.  Og fjögur öll hafa fengið 8 fyrir frampart þó að mamman hafi bara 7,5 ;) Hún Gæska fékk ekkert nafnið sitt fyrir neina tilviljun.  Hún tók upp hjá sjálfri sér að gera sér dælt við manninn þrátt fyrir að vera algerlega óbandvön. (Jonni og Gæska knúsast í "denn")

Ég fékk einu sinni heimsókn í mýrina frá konu sem telur sig sjá meira heldur en við venjulega fólkið og þegar hún sá þessa hryssu tveggja vetra í haganum, sagði hún að Álfabörnin úr Álfhólunum væru alltaf á baki þessari.   Hummm, ekki lagði ég stóran trúnað á þetta fyrr en að tamningu kom, þá kom í ljós að hún teymdist bara ágætlega þrátt fyrir að hafa aldrei verið gerð bandvön og henni var riðið út í reiðtúr annan daginn sem það kom hnakkur á bakið á henni!  Ég skal alveg viðurkenna það, að þá leiddi ég hugann að Álfasögukonunni góðu.

Og smá viðbót, Gæska sú rauðskjótta er örugglega eitt af fáum hrossum af yngri kynslóðinni sem getur engan veginn rekið ættir sínar til Sauðárkróks, Flugumýrar-Ófeigs eða Hrafns frá Holtsmúla.  Sú móskjótta er líka frekar gamaldags kynjuð en þar má finna Ófeig í gegnum Hrannar föður hennar, en engan Hrafn eða Sauðárkrók.

17.06.2009 00:29

Dansað við sjóinn
Dancing by the sea

Stundum þegar við fáum góða gesti í heimsókn og veðrið er gott, þá er lagt á og riðið niður í fjöruna sem liggur c.a 3,5 km fyrir neðan bæinn.

Sometimes when we have good company, we offer our gests a ride to the sea, c.a 3,5 km away from the farm.Sandurinn er frekar þungur en er ágætis þjálfun fyrir hestana.  Hér áður fyrr, fyrir tíma hringgerða og reiðhalla, bundum við alltaf tryppin utaná og gerðum þau reiðfær á fjörunni.

Útsýnið er fallegt til allra átta og víðáttan mikil.

The sand is rather heavy but good training for the horses.  Before we used to train our youngster on the beach for first times. The view is beautiful.


Áður en við komumst niður á sjó verðum við að fara yfir grunnt stöðulón og það þykir töluvert sport.

Before we get to the seashore we have to ride over a little lake, fun both for horses and people :)
The dancer by the sea is of course my stallion Dimmir.

13.06.2009 22:11

Mánasteinn kominn í hólf

Nokkrar óþreyjufullar hryssur biðu eftir að komast á stefnumót við hann Mánastein frá Álfhólum. Ekki var hægt að láta þessar dömur bíða stundinni lengur og ákveðið var í snarasti að redda málunum og sleppa folanum í girðingu í gærdag. 

Þeir sem hafa pantað undir hann eru beðnir um að hafa samband sem fyrst en ekkert mál er að sleppa inn á hann hryssum. Aðrir áhugasamir geta einnig haft samband en ennþá eru nokkur pláss laus undir þennan flotta fola. Verð á folatolli er 40.000 kr með öllu (tollur, vsk, girðingagjald +1 sónar)
 Nánast óþarft er að kynna þennan fola fyrir lesendum sem koma reglulega hér inn á síðuna en Mánasteinn er afar álitlegur og vel ættaður ungfoli sem ber þennan fallega móvindóttalit sem hann hefur erft frá móður sinni.

Mánasteinn er undan 1. verðlauna klárhryssunni 
Móeiði frá Álfhólum og hinum hornfirska 1. verðlauna stóðhesti Tígur frá Álfhólum.Eldri systir Mánasteins, Móey sem er á 4 vetur hefur komið mjög vel út í tamningu núna í vetur. Hágeng og léttstíg klárhryssa sem geislar af. Hún er undan stóðhestinum Eldjárni frá Tjaldhólum. Hér er mynd af henni, hún ætti nú að fá ágætt fyrir frampart þessi  ;)Dimmi verður sleppt í hólf núna upp úr 20. júni. Verð á folatolli undi hann er 50.000 kr með öllu (tollur, vsk, griðingagjald + 1 sónar).

Annars eru folöldin að fæðast hvert á fætur öðru þó svo það fari rólega af stað. Sara hélt flestum hryssunum sínum eftir síðasta Landsmót þannig þau fara að koma bráðlega.

Móeiður eru hins vegar búin að kasta móvindóttu hestfolaldi sem verður trúlega grátt. Faðirinn er Huginn frá Haga og folaldið eru í eigu Húsafellshesta. Reist og fallegt folald sem fer mest um á brokki.
 

Ég (Hrefna María) er núna á Álfhólum. Ég ákvað að gera mig gagnlega við eitthvað þar sem flensan er að herja á mig óþarflega og vinna í heimasíðunni meðan Sara og frænka okkar Rakel Jónsdóttir eru úti að vinna. 

Kveðjur úr Sveitinni :)

07.06.2009 20:08

Kynbóta "rúllettan"

Fyrri viku kynbótasýningu á Hellu lauk með yfirliti á föstudag.  Ég sýndi 3 hryssur, Dívu og Herská og Gullveig frá Lóni renndi ég aftur í gegn.Díva stóð sig vel og fékk fjórar níur, fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð í reið, 8,15 fyrir hæfileika og 8.02 í byggingu, 8.10 út.  Ég var bara nokkuð sátt við útkomuna, allavega þar til einhverjir brekkudómarar fóru að ýta því að mér að hún hefði alveg mátt fá 9,5 fyrir tölt í forsýningunni, ég ætla svo sem ekkert að leggja mat á það, fannst ég bara ætti að örugglega að fá 9 og var ekkert farin að hugsa neitt lengra en það :)

Ég vildi ekki vera að ergja lesendur með enn einni myndinni af Dívu svo ég setti bara mynd af næstu vonarstjörnu undan Dimmu í staðinn, henni Dimmuorg Bragadóttur sem er nú á öðrum vetri.  Dimma hefur nú skilað 4 afkvæmum af fimm sýndum í fyrstu verðlaun, öll 5 eru með 8,5 eða 9 fyrir tölt og fegurð í reið eftirsóknaverðustu eiginleikana í ræktun að mínu mati fyrir utan vilja og geðslag sem þau eru líka öll með 8,5 og 9 fyrir, nema ein.  Ekki svo slæmt hjá henni Dimmu minni.

Gullveig frá Lóni skreið yfir áttuna og Norðmaðurinn síkáti tók gleði sína á ný.  En Gullveig er á förum til frændríkisins eftir stefnumót við Álf frá Selfossi ef að líkum lætur. Ég á reyndar eftir að upplýsa hann um litamöguleikana sem geta komið fram eftir slíkan hitting, hvort hann er tilbúinn til að fá eitthvað hvítt með rauð eyru eins og getur komið þegar verið er að mixa saman tveim slettuskjóttum genum.  Gulla er nefnilega með örlítið hvítt í auga sem gefur til kynna að hún getur verið örlát á slettuskjótt líkt og Glampi faðir hennar.

Já og þriðja hrossið sem fór í braut, ekki orð um það meir, nýtekin af botnunum og eitthvað extra afundinn þann daginn. Það má eiginlega segja að við höfum toppað okkur neðan frá humm :/   Reyndar vissi ég alveg áður en ég reið í braut að þetta ætti ekki eftir að ganga, eins og að spila rússneska rúllettu með skot í öllum hylkjum nema einu og vona það besta, kallast þetta ekki bara spilafíkn, svona heimska? ;)

En spilafíknin heldur áfram og það er stefnt með eitthvað fleira í braut í næstu viku og spennandi að sjá hvaða tölur verða dregnar uppúr hattinum þá. 

  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 467
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 1245
Gestir í gær: 284
Samtals flettingar: 1100311
Samtals gestir: 67812
Tölur uppfærðar: 20.6.2024 12:07:24

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]