Færslur: 2009 Apríl
28.04.2009 08:23
Ræktun 2009
Ég las það á Hestafréttum á miðvikudaginn að ég ætti að vera með ræktunarbússýningu í Ölfushöll! Það höfðu farið fram óformlegar viðræður þess efnis en ég var ekkert búin að ákveða neitt. En.... fyrst það var búið að henda manni út í djúpu laugina, þá var bara eins gott að synda að bakkanum og ég mætti með 3 ungar klárhryssur.
Ég tók sjensinn og mætti með Móskjónu mína sem reyndar er búin að fá nafn, og heitir nú Gjóska. Hún er 5 vetra undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku minni, fyrir þá sem ekki vita. Svoldið hrá, en hún slasaðist illa á fjórða vetur og ég hélt að það væri búið spil með frekari tamningu en sem betur fer lagaðist hún. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér þessi hryssa og þegar hún er í virkilegu stuði, þá hef ég stundum sagt að hún sé síðasta hrossið sem ég sel úr húsinu. En auðvitað var hún ekkert í höllinni eins og hún er í heimahögunum ;)
Hrefna "Jóns"
Ég ákvað að vera ekkert að sækja vatnið yfir lækinn og fann bara knapa úr Álfhólaræktuninni til að ríða með mér. Hrefna þekkir Herská en hún var með hana í smátíma í vetur. Herská er 6 vetra undan Parker og Gýgur Blakks 999 dóttur, já maður sækir að sér hornfirðingana úr öllum áttum ;) en komin af Lýsingi frá Voðmúlastöðum í móðurætt ef mér bregst ekki minnið.
Gýgur var mikil fótaburðarmeri og svakalega viljug hryssa en með arfaslakan dóm. Herská er nú stærri og myndarlegri en mamma sín en ég veit ekki hvort ég á eitthvað að vera að angra kynbótadómarana með henni eða vera bara með hana í keppni. Hún var önnur á þrígangsmóti hjá Geysi þar síðustu helgi á því allra fjörugasta hestamóti sem ég hef tekið þátt í, Deildarmóti Geysis.
(Þeir sem fatta ekki sneiðina undir myndinni þá er að sjálfsögðu verið að vitna í snillinginn Danna Jóns sem fer oft mikinn í veifingum)
Rósa, mamma Hrefnu kom til mín á fimmtudagskvöldið, daginn fyrir sýningu og prófaði Dívu í fyrsta skipti. Það þurfti ekki að beita hana miklum fortölum til þess að ríða með okkur eftir að hún hafði prófað hana, enda Díva með léttari og skemmtilegri hrossum sem maður kemst á bak. Díva er 5 vetra undan Arð frá Brautarholti og Dimmu frá Miðfelli.
Ég veit að það væri glæpur af mér að lofa bót og betrun í blogginu en vonandi verður ekki svona langt í það næsta.
"Álfhólatútturnar" ;)
13.04.2009 00:30
Smá pælingar
Já það er alveg að koma sumar, og í tilefni af því set ég hérna inn eina glaðlega mynd sem ég fann af Dimmi mínum tekna í kvöldsólinni í fyrra. Hann var nú líka svo skemmtilegur í kvöld ;)
Allavegana, það er orðið langt síðan ég lagði orð í belg, algert kæruleysi hjá mér, þetta er svona þegar dagarnir lengjast þá kemur maður ekki innúr hesthúsinu fyrr en rétt fyrir miðnætti.
Það er ýmislegt sem poppar upp í hugann og maður hefur eins og aðrir skoðun á hinum og þessum hlutum. Nú eru í umræðunni breytingar á kynbótasýningarforminu, breytingar á vægi og það að færa sýningarnar að einhverju leyti inn á hringvöll.
Mér líst svo sem ágætlega á að lækka vægið á vilja og geðslag og færa það yfir í gangtegundirnar, það er erfitt að leggja mat á þessa einkunn og finnst hún ekki alltaf eiga við rök að styðjast.
Með að færa sýninguna inná hringvöll, er ég hins vegar ekki svo viss um, fannst það sniðug hugmynd i fyrstu til að sjá þjálni og lipurð en ég er ekki að sjá fyrir mér framkvæmdina á því. Hugsa að ef fólk er óánægt með dóma eins og fyrirkomulagið er núna þá kalli þessi framkvæmd á enn meira ósamræmi í dómum. Held að þessir kynbótadómarar okkar eigi bara fullt í fangi við að finna út réttu tölurnar þegar riðið er á beinni braut hvað þá ef það er verið að flækja málin og ríða á hringnum líka.
Hofum við ekki nóg af hringvallarkeppnisgreinum sem við getum farið með kynbótahrossin okkar og sannað getu þeirra í ?
Eina sú alheimskulegastu tillagu um breytingar á kynbótasýningum sá ég á seisei.is, að það eigi bara að taka allar snúrur í burtu, hrossið eigi bara að vera svo vel þjálfað að það sé ekkert mál að stýra því beinu inná miðri braut. Ég er bara svo skini skorpin að ég sé voðalega lítið skynsamlegt við þetta. Ég myndi ekki treysta mér að ríða fjögurra vetra tryppi inná miðjum stóra vellinum á Hellu og gera þannig að skammlaust væri, sama hvurlags geðprýðisgrey það væri. Þeir sem þjálfa hross daginn út og inn vita hestar eru yfirleitt leitandi annað hvort til hægri eða vinstri, eru missterkir og að baki þess jafna út misstyrk og fá tryppi til að beita sér nákvæmlega rétt er er töluverð vinna. Ég myndi segja að það væri stór aukin áhætta á ágripum ef reynt væri að leggja hross á 20 metra breiðum velli, eða hvað þeir eru nú breiðir þessir stóru vellir, heldur en ef hann væri stúkaður af, og væri það ábætandi?
Það að ríða hesti beint getur vafist fyrir besta fólki og hestum, það hef ég séð þegar ég hef verið að leiðbeina fólki, tekið það af sporaslóðinni í reiðhöllinni og sagt því að ríða eftir miðlínu í staðinn. Og þegar maður sjálfur gerir slíkt sama kemst maður að raun hvað það er eftitt að ríða beint án stuðnings, hesturinn leitast við að falla ýmist út um hægri eða vinstri bóg nema hann sé þeim mun meira tamin og þjálfaður.
Og talandi um gengisfellingu á kynbótahrossum, hverjum er það til hagsbóta, eigendum, ræktendum, sýnendum eða dómurum? Kannski kaupendum sem geta nælt sér í álitlegt hross sem mistókst í dómi af því að aðstæður voru óhagstæðar, á góðu verði. Fer svo með það í keppni á hringvelli þar sem völlurinn er stúkaður af með snúrum eða plasti og slær í gegn.
Mér finnst fyrirkomulagið eins og það hefur verið í Hafnarfirði síðustu ár fínt, þar sem vellinum er skipt í miðju og hægt að ríða sitthvoru meginn á vellinum.
Annars get ég verið sammála greinarhöfundi á seisei með það að þessar snúrur eru oft óþarflega háar og tamið hross á alveg að virða snúrur í lægri hæð heldur en þær eru nú, þannig að ljósmyndarar og áhorfendur verði ánægðir.
En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra. Ég brunaði með Parkersdótturina mína á sitt fyrsta mót um síðustu helgi og náði 7 sæti á hana, jebb, bara viðundndi miðað við að þetta er nú engin sérstök töltkeppnishryssa, alla vega ekki sem stendur. Hugsa hana fyrir fjórgang, en því miður eru mótanefndir svo hugmyndasnauðar allan veturinn að það dettur engum i hug að það sé hægt að keppa í einhverju öðru en tölti (Þá er ég ekki bara að tala um á þessu svæði).
Tvær reiðhallir eru í nágrenningu og fullt af keppnisglöðu fólki í Geysi en það eina sem er i boði allan veturinn er tölt, humm já ég er alveg viss um að það eru fleiri sammála mér.
Rúllaði svo með Dívu litlu á Dimbilvikusýningu þar sem hún tók þátt í ræktunaratriði fyrir Sörla, en það eru jú metnaðarfullir Sörlamenn sem eiga hana á móti mér. Þessi mynd er nú samt síðan á Svellköldum í lok febrúar.
Það er ein keppnisgrein sem ég er ákveðin að keppa á þessari meri i áður en hún fer í folaldseignir en það er slaktaumatölt, ég hef reyndar fíflast með það að ég ætli að verða íslandsmeistari í slaktaumatölti á henni, en öllu gríni fylgir einhver alvara ;) Hef reyndar aldrei prófað að keppa í þessari grein en þessi hryssa hefur opnað augu min fyrrir því að það væri gaman að prófa það. Það skiptir engu máli hvort ég held í taum eða ekki hún heldur algerlega öllum burði og takti við slakan taum, óneitanlega skemmtilegt að ríða svoleiðis hrossi, og ég er eins og hestarnir, vil hafa það "næs" :)
Gleðilega Páska!
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]