Færslur: 2008 Desember
24.12.2008 23:24
Gleðileg Jól
20.12.2008 11:54
Hans frægðarsaga nú er öll
Kraftur frá Kanatöðum f. 10.9.2008 d. 20.12.2008
Það er frekar kaldhæðnislegt að þremur dögum eftir að ég segi ykkur frægðarsögur af nýjasta fjöskyldumeðliminum, þurfi ég að flytja ykkur þær sorgarfrétir að varð hann fyrir þeirri ógæfu að verða fyrir mjólkurbílnum í morgun og deyja samstundis.
Það er henni Lenu frá Noregi að þakka að ég á fullt af myndum til minningar af þessum yndislega litla félaga okkar sem varð að kveðja þennan heim allt of fljótt.
19.12.2008 11:02
Fósturmoldin kvödd
Það hefur verið alveg ágætis hreyfing á hrossum í haust og þessir þrír félagar merktir íslenska fánanum fóru allir til Finnlands í byrjun Desember, Eldvari, Ófeigur og Fáfnir. Mest hefur salan verið úr landi vegna óvenju hagstæðs gengis krónunnar fyrir útlendinga núna.
Kraftur lætur ekki sitt eftir liggja og fylgist með hvort ekki sé kyrfilega gengið frá öllu.
Mér þykir svoldið merkilegt, að þegar folöldin fæðast á sumrin þá er maður þrælspældur yfir hverju hestfolaldi sem fæðist, samt er staðreyndin sú að það gengur ekkert verr að selja geldinga en hryssur nema síður sé, allavega þegar um er að ræða venjuleg reiðhross. Ég held að það sé ekki til geldingur hér óseldur yfir 4 vetra aldri nema hann sé ekki til sölu eða hafi setið eftir í tamningarferlinu.
Hryssur á ég hinsvegar nokkrar til yfir 4 vetra aldri, stundum er það manni sjálfum að kenna, sérstaklega ef þær eru í betri kantinum, þvi stundum er maður að veltast með þær og spá hvort þær séu til sölu eða ekki. Ég er ekki bún að bæta við mikið af söluhrossum að undanförnu en það er allt í vinnslu. Á meðan ætla ég að minna á tvö hross sem má finna undir Horses for sale.
17.12.2008 23:11
Kyngimagnaður Kraftur
Eins og kannski sumir muna eftir, þá fékk ég mér hvolp um daginn undan Pjakk mínum og Snotru frá Kanastöðum.
Það tók sinn tíma að finna rétta nafnið á snillinginn, hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum þennan 1 og hálfan mánuð sem ég hef átt hann þar á meðal Móri, borið fram sem Mogri svona eins og fyrrverandi framsóknarmaður myndi bera það fram
En eftir að hann stækkaði kom ekkert nafn annað til greina en Kraftur enda alveg þrælmagnaður hundur á ferð og er strax farinn að smala horssunum inn með mér á daginn þó svo hann sé ekki nema 3 og hálfs mánaðar gamall. Ekkert smá öflugur með skemmtilegan hlaupastíl og getur verið að allan daginn.
Fallegur eða ljótur?
Já, hann Kraftur litli hefur svoldið sérstakt útlit, og Silja konan hans Valda frænda sagði mér í dag að hann væri eini hundurinn á Íslandi sem væri svona á litinn, brúnbröndóttur. Hún á að vita þetta stelpan, þekkir næstum alla hunda á Íslandi! Það væri gaman að vita ef einhver hefur rekist á svona litaðan hund áður. Svo er hann svo spes til augnanna líka, ég hélt að flestir hundar væru brúneygðir nema Siberian husky sem eru stundum glaseygðir eins og við segjum með hrossin. En augun í Kraft skipta litum eftir umhverfi,annað hvort ljósgræn eða ljósblá.
Pjakkur gamli er bara orðinn púkó og ég tilkynnti Leó það um daginn þegar ég uppgvötaði ofurkrafta Krafts að hann mætti bara eiga Pjakk, enda vill hann hvergi annarstaðar vera en á Kanastöum hjá honum, ja eða kannski henni Snotru sinni og lætur sig ekki muna um að hlaupa 12 km vegalengd af Vestur-bakkanum yfir á Austur-bakkann í tíma og ótíma!
10.12.2008 18:14
Nýjasta nýtt!
Og ekki veitti af !!! Tryppafótbolti, þetta er það sem koma skal í frumtamningum og markmiðið er að útskrifa atvinnuhesta í fótbolta eftir veturinn, eru ekki einhverjir peningar eftir í knattspyrnuheiminum annars ??!!
Hluti af fríðum hópi nemenda og verknámskennra.
Myndir eru illa fengnar af vef Hólaskóla, holar.is
02.12.2008 22:45
Vetrarsól
Þó að sól sé lágt á lofti er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að ná fallegum myndum í vetrarsólinni. Hjá mér er nú stödd og verður fram að jólum, Lena frá Noregi sem var líka hjá mér fyrir tveimur árum síðan. Hún er að hvíla sig á háskólanámi og brasar með okkur Maju í hestunum á meðan. Hún lenti heldur betur i tiltekt fyrstu dagana, en við mokuðum út fyrir helgi og skrúbbuðum létt yfir húsið. En hún Lena kann lílka að taka myndir og hefur unnið til verðlauna fyrir myndir sem hún tók hér á Álfhólum fyrir tveim árum.
Ég hef áður státað mig af fallegu útsýni í Landeyjum og er alveg óhrædd við að gera það aftur, Tindfjallajökull sést þarna. Það er nú samt örugglega tímaspursmál hvað hann verður jökull lengi, en hann er engu að síður virðulegur i vetrarfeldinum.
Heklan trónir svo yfir okkur úr norðri, hvenær skyldi hún gjósa næst þessi elska?
Vestmannaeyjarnar í Suðaustri.
"Mister Handsome" öðru nafni Pjakkur.
Mynd Lena Walvik
Krúttleg vindótt undan Vænting frá Barkarstöðum og Heiki.
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]