09.02.2014 22:35
"The horse on fire"
Þessi færsla átti upphaflega að heita "ég held ég gangi heim" því þannig var það sem mér hefur liðið eftir síðustu reiðtúra á þessum fola því eins og gömlu mennirnir sögðu, það á að stíga af baki þegar folinn er bestur. Það er reyndar hlutur sem ég hef alltaf í huga við þjálfun, að hætta leik þegar hæst stendur en það er önnur saga sem verður ekki sögð hér.....
Það má eiginlega segja að það sé komin ný "drottning" í húsið, nema í þetta skiptið er það graðhestur og þetta er 3ja vetra foli undan Kappa frá Kommu og Gásku frá Álfhólum.
Eldhugi kom til tamingar í fyrstu eða annari vikunni í nóvember og varð strax í uppáhaldi hjá Verenu tamningakonu. Hann slasaðist á fæti í lok sumars og því þurfti að bíða frameftir með tamningu á honum.
Ég tek svo við honum þegar nokkuð var liðið á janúar til að gangsetja hann. Ég vissi nú að hann væri alveg opinn enda fluggekk hann oft í taumi, en fann fljótlega fótaburðurinn var eitthvað að flækjast fyrir honum á gamalli járningunni og reif því undan honum eftir viku og hafði hann járnalausan í 10-12 daga á meðan hann var að læra taktinn almenninlega. Um síðustu helgi komu nokkrar píur úr bænum til að fara á Þorrablót og við það tilefni var lagt á gripinn sem er að fara þarna í þriðja reiðtúrinn eftir að hafa verið járnaður að nýju. Þetta trippi virðist ætla að verða alveg með einstakt jafnvægi á tölti svona miðað við stutta tamningu, og það ætti að sjást vel á efstu myndinni, léttleiki, burður, taktur og að ég held mikið rými. Og ekki spillir grunnurinn fyrir honum, hátt stökkið og skrefamikið brokkið.
Sara Rut (nú Hólanemi) sem fékk að prófa hann hafði það á orði að þetta væri eins og að sitja á ljóni, kraftmiklu og mjúku.
Ég var minna kát þegar Eldhugi fæddist, hann átti að verða svartskjóttur hestur (því jú mig langar alltaf í stóðhest með þennan einstaka léttleika móður sinnar) og varð því frekar súr þegar ég sá rauðan stóran sláp hlaupandi klaufalegan í mýrinni á stórstígu lulli á eftir mömmu sinni! En hann varð seinna skemmtilegur á að horfa og mér er minnistætt eitt skipti fyrsta veturinn eftir að hann fæddist, að ég labbaði um stóðið og hugsaði með mér.....skyldi ég vera með eitthvað í stóðinu sem kemst með tærnar þar sem Díva hefur hælana, eitthvað sem getur tekið við, og þá flýgur sá rauði framhjá, svona lofthár, myndarlegur og léttstígur, og ég hugsa, já það er kannski von og fyrirgaf honum að vera svona rosalega rauður á litinn!
En ég á ekki mikið af rauðum ræktunarhryssum svo þetta sleppur kannski alveg, já eins og heyra má er ég alveg farin að undirbúa mig fyrir að nota þennan grip ef heldur áfram með hann sem horfir og á þegar von á einu undan honum og Dimmuborg Braga og Dimmudóttur næsta sumar.
En það er eitt að vera efnilegur og annað að verða góður og það er bara eitthvað sem framtíðin getur sagt til um, og eins og er þá getur maður bara leyft að hlakka til gleðilegra vinnustundanna með þessum fola og sér síðan til hvert það leiðir.
Og heiðurinn af nafninu á hún Gróa vinkona hennar Hrefnu Maríu eftir að ég var búin að vera að brjóta heilann endalaust og ekkert nafn nógu gott á þann eldrauða,... en ELDHUGI skal hann heita ;)
En ég á ekki mikið af rauðum ræktunarhryssum svo þetta sleppur kannski alveg, já eins og heyra má er ég alveg farin að undirbúa mig fyrir að nota þennan grip ef heldur áfram með hann sem horfir og á þegar von á einu undan honum og Dimmuborg Braga og Dimmudóttur næsta sumar.
En það er eitt að vera efnilegur og annað að verða góður og það er bara eitthvað sem framtíðin getur sagt til um, og eins og er þá getur maður bara leyft að hlakka til gleðilegra vinnustundanna með þessum fola og sér síðan til hvert það leiðir.
Og heiðurinn af nafninu á hún Gróa vinkona hennar Hrefnu Maríu eftir að ég var búin að vera að brjóta heilann endalaust og ekkert nafn nógu gott á þann eldrauða,... en ELDHUGI skal hann heita ;)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
Flettingar í dag: 951
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426946
Samtals gestir: 93809
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 09:45:31
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]