12.07.2010 18:31

Þeir skjóttu standa sig

Hrefna María skrifar:

Pestin tíðnefnda hefur herjað á okkur síðustu misseri en nú eru hrossin á Álfhólum svona að stíga upp úr flensunni og flest að komast í lag. Það léttir hressir og kætir að vera komin í hnakkinn á ný. 

Ég (Hrefna) var þó fyrr farin að hreyfa eða fyrir rúmlega 2 vikum síðan, því svo virtist að hrossin sem ég var með í Reykjavík væru að ná sér fyrr heldur en þau sem voru hérna fyrir austan. Líklegasta skýringin er sú að ætla má að ég hafi fengið pestina á undan. 

En hrossin virtust frekar spræk og ekki á þeim að sjá að hafa verið í 8 vikna veikindapásu. Ég og John erum greinilega með keppnissýki á háu stigi því að við stóðust ekki mátið og skráðum okkur á Gullmótið sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi, já á eiginlega óþjálfuðum hrossum :/ .... en við höfum greinilega þjálfað vel í vetur og standa hrossin vel að því.

John Kristinn fór í slaktaumatölt T2 á stóðhestinum Kraft frá Strönd sem er Kjarksonur frá Egilsstaðabæ. Gekk það frábærlega og stóðu þeir efstir eftir forkeppni með 6,77 í einkunn. Úrslitin voru riðin svo á sunnudeginum og sigraði hann þau glæsilega með 7,17 í einkunn.  

 
Mynd: Nína Hjartardóttir

Kraftur er í eigu míns og John Kristins. Hann hefur nú ekki verið formlega kynntur hérna á síðunni en þetta er ákaflega fallegur og góður hestur, frábært geðslag og ekki skemmir nú liturinn og prúðleikinn fyrir honum. Þetta er nú án efa ekki eina skiptið sem þessi hestur mun láta sjá sig á keppnisbrautinni enda mikið efni í frábæran keppnishest hvort sem er í slaktaumatölt, fjórgang eða tölt. 


Mynd: Maríanna Gunnarsdóttir

Hægt er að sjá fleiri myndir, video og upplýsingar um þennan gullmola HÉRNA.


Mynd: Maríanna Gunnarsdóttir

Ég gat nú ekki látið John einan um að baða sig í sviðsljósinu á þessu móti og því skellti ég mér á Mammon í fimmgang og gæðingaskeið. Í fimmganginum gengu hlutirnir ekki alveg upp og var Skjóna bara sleppt út í stykki um hádegisbil eftir þá forkeppni. Síðan var nú bara haft það huggulegt í góða veðrinu og horft á hestamót það sem eftir lifði dagsins ....  eða þangað til að þulurinn fór að tala um að Gæðingaskeiðið væri að fara byrja. Obbobbobbb ... og ég og Mammon skráð í það. Þá var Skjóni tekin úr stykkinu sínu belgfullur og úttroðinn af grasi, lagt á hann á 10 sek og riðið beint á gæðingaskeiðsbrautina og viti menn... Ég og Mammon skoruðu vel og unnu gæðingaskeiðið með 6,58 í einkunn. Verð að viðurkenna að mér fannst þó skemmtilegast að vinna strákana sem heimtuðu að útreikningarnir yrðu yfirfarnir sem var svo gert en úrslitin stóðu. :)



Ég stóðst nú ekki mátið að láta taka mynd af mér með fyrsta skeið-bikarinn minn, og fyrstu verðlaun okkar Mammons. Ég og John komu því heim með sitthvor verðlaunin eftir helgina og eru ekki frá því að brúnskjótt sé orðið okkar uppáhalds litur :)  

Eldra efni

Flettingar í dag: 974
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426969
Samtals gestir: 93811
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 10:06:38

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]