15.03.2010 10:43

Stórir og smáir sigrar



Sveitakjellingin brá sér af bæ um helgina og skellti sér í borg óttans og tók tvær af uppáhalds stelpunum sínum með sér, þær Dívu og Gjósku til að etja kappi við aðrar hestakonur á Svellköldum konum 2010.  Það er ekki hægt að segja annað en að sú bæjarferð hafi endað vel og báðar hryssurnar í úrslit, Gjóska í B-úrslit og fyrsta sætið í höfn hjá okkur Dívu eftir hörkubaráttu við frábæra hesta og stelpur.  Og eins og sjá má á þessari mynd þá eru þarna engir smá keppinautar!!



Innimótin hafa ekki verið sterkasta vígið hennar Dívu hingað til, og því afar ánægjulegt að hafa náð svona góðum árangri þar á fyrsta mótinu hennar í vetur og það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þeirri einkunn sem hún hlaut í úrslitum, 8.22.

Ég var aðeins með hnút í maganum fyrir þessa keppni, reiðhöllin hjá mér búin að vera undirlögð í byggingarframkvæmdum að hluta síðasta mánuðin þannig að ég var lítið sem ekkert búin að stilla hana af inni fyrir þetta mót, auk þess sem þjáfunin gekk brösuglega vegna meiðsla á afturfæti framanaf vetri. En það var ástæðulaus hnútur og Díva er svo einstök að því leyti að það er eins og henni finnist alveg hrikalega gaman að keppa, taktviss og kjörkuð og er gráðug í að týna keppinautana sína upp ;)  Og hún þarf að hafa hraðar fætur við að leggja sem flesta keppinauta af velli því hennar bíða víst önnur verkefni eftir næsta sumar.  



Svo var það hún Gjóska mín sem ég hef mikinn metnað fyrir en þessar myndir eru síðan í byrjun febrúar. Hún er undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku frá Álfhólum, hálfsystir Hruna frá Breiðumörk.
Hún er að stíga sín fyrstu keppnisspor, stóð sig vel á fyrsta mótinu sínu Ísmóti Suðurlands sem var haldið í Þykkvabænum fyrir tveim vikum á frosnum sandi.  Þar var hún fjórða í B-flokk með 8.50 og þriðja í tölti með eitthvað yfir 7.  
Ég var á henni í fyrsta holli í Svellköldum og var bara alveg rosalega ánægð með hana.  Hún er svona orkumikill gaur en hefur alveg taugarnar til að taka slaginn.  Þrír af dómurunum voru bara mjög kátir með hana og gáfu henni um 7 í einkunn.  Tveir dómarar sáu eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað var (of hratt hæga tölt???) og sturtuðu henni niður en engu að síður dugði hennar einkunn inní B-úrslit, 6.57 held ég að hún hafi verið.  En þar sem ekki er hægt að vera með tvo hesta í úrslitum þá fékk hún bara að fara upp í Víðidal og fá sér kvöldmat meðan við Díva tókum A-úrslitin. 
Það væri freistandi að halda þessari hryssu eitt ár í enn frá folaldseignum því nú er fyrst að verða gaman.  Ég held að hún sé með sömu einkunn og Díva var með í fyrra á Svellköldum, er ári á eftir sem er kannski ekkert skrítið því hún slasaðist á fjórða vetur og missti af lestinni.



En það voru fleiri Áfhólakellur sem mættu á svæðið og létu til sín taka.  Hrefna María mætti með hana Vöku sína Rökkvadóttur frá Margretarhofi og varð í 10 sæti í opnum flokki en þess má geta að þær unnu fyrstu vetrarleikana í Fák fyrir nokkru síðan.


                                                                                                                                                             Mynd Dalli

Og mamma hennar mætti gallvösk á honum Konna sínum, Íkoni frá Hákoti og endaði í sjöunda sæti í meira vönum. Þau eru nú yfirleitt í úrslitum á öllum mótum sem haldin eru í Víðidalnum og oftar en ekki í fyrsta sæti, þessi tvö.



Já, það hefur verið dagskrá allar þrjár síðustu helgar hjá mér. Dimmi tók ég líka með á Ístölt Suðurlands og þar enduðum við í fjórða sæti í A-flokk með einkunina 8.48.  

Um þarsíðustu helgi þreytti ég svo frumraun mína í sýnikennslu þegar ég tók þátt í Hestanálgun í Rangárhöllinnni.  Mér til aðstoðar var hann Dimmir og talaði ég um það hversu mikilvægar ábendingar úr hnakk og með fótum væru og hvað við kæmumst langt með því að stjórna þó að engir væru taumar.  Fyrir áhugasama er video á hest.is    Þá talaði ég einnig um gangsetingu á klárgengum hrossum og var með Sóllilju sem verkefni í því.
Það voru nokkrir knapar og reiðkennarar sem komu að þessari sýningu og hún var mjög vel sótt.  Hún endaði á skemmtilegum fyrirlestri með Rúnu Einarssdóttur og svo vann hún með þremur knöpum inn í höll á eftir.  Hugmyndin hjá staðarhöldurum er að gera þetta að árvissum viðburði.




Og smá af framkvæmdum.... Þær hafa að mestu legið niðri frá því í byrjun árs 2008 en í byrjun febrúar var ráðist í að loka á milli reiðskemmu og hesthúss auk þess að kaffistofan góða er loksins að komast í gagnið.



Gott útsýni bæði yfir skemmu og hesthús, hefði helst viljað hafa allt úr gleri, en þá hefði ég þruft að vinna í víkingalottó!!!  Samkvæmt teikningum verður allt gler að vera eldvarnargler og það er sko ekki gefins!



Búið að einangra og bara eftir að mála. 20 fermetra langþráð kaffistofa að verða til.


Þegar mikið er að gera, verður eitthvað undan að láta og í þessu tilfelli hefur uppfærsla heimasíðunnar setið á hakanum og ég ætla ekki að lofa neinu um bót og betrun í þeim efnum en geri mitt besta :)

Eldra efni

Flettingar í dag: 974
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1426969
Samtals gestir: 93811
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 10:06:38

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]