01.06.2008 22:57

Mozart og Sara


Sara Rut og hinn litfagri Mozart frá Álfhólum kepptu í úrtöku Fáks í unglingaflokki í gær og stóðu sig með prýði.  Uppskáru 8 sætið og öruggan farmiða á Landsmót  og fengu í bónus að ríða úrslit í dag.

Mozart er undan Tívari frá Kjartansstöðum og Mónu frá Álfhólum sem hefur gefið mörg góð klárhross.
Spennustigið var hátt hjá okkur Siggu, mömmu hennar, í brekkunni enda engir slorhestar sem unglingarnir í Fák eru með undir höndum. 

Þeir sem ekki vita, þá er hún Sara Rut, eða djúneorinn eins og hún er stundum kölluð, búin að vera hjá mér síðustu 3 sumur. Orðin hörkuseig tamningastelpa og virkilega gaman að sjá hana uppskera fyrir erfiðið. Þau voru búin að vera í stuttri þjálfun hjá mér fyrir mót, en Sara stundar nám í MA, (allt of langt í burtu)  og skrópaði í nokkrum prófum til að geta tekið þátt.
Til hamingju Sara Rut!

Flettingar í dag: 413
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 2204
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 889740
Samtals gestir: 56442
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 12:29:17

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]