Artemis frá Álfhólum

Jörp, fædd 2001.
Eigandi: Valdimar Ómarsson

Faðir: Pegasus frá Skyggni (8.32)
Ff. Hrafn frá Holtsmúla (8,56)

Móðir: Urður frá Álfhólum
Mf: Ögri frá Álfhólum (8.02)
Mm: Unnur frá Álfhólum


Síðsumarssýning á Hellu 2007:     
Bygging  7,94
Hæfileikar 8,04
Aðaleinkunn 8,00       
                      

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 7,5
Samræmi 8
Fótagerð 7,5
Réttleiki 7,5
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 7.94
Kostir
Tölt 9
Brokk 7.5
Skeið 5
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 8.04
Hægt tölt 8,5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8,00




Video af Artemis tekið síðsumars 2007 á Hvoli í Ölfussi:

/> 


Artemis frá Álfhólum, fyrstu verðlauna hryssa í eigu Valdimars Ómarssonar er fædd árið 2001. Þetta byrjaði með að Valdi fékk lánaða meri hjá Söru frænku hans á Álfhólum til að halda undir einhvern stóðhest. Hryssan sem Sara lánaði okkur heitir Urður frá Álfhólum er hún undan Ögra frá Hvolsvelli þar að leiðandi er hún hálfsystir t.d Heikis, Zorro og Þyrnirósar öll frá Álfhólum. Fyrir valinu til að halda Urði undir var Pegasus frá Skyggni, fallegur og góður fjórgangari, og var það einstaklega hentugt því hann var einmitt á Álfhólum það sumar og óþarfi að fara að sækja vatnið yfir lækinn.
Artemis fæddist og var það okkur til mikilla gleði merfolald, fallega jörp og mjög frísk.

Í tamning var Artemis alveg einstök, ákaflega ljúf og geðugt hross. Til að byrja með var hún alveg klármegin og brokkaði mikið en eftir að fyrsta tölt skrefið kom í gangsetningu virtist vera eins og allar flóðgáttir hefðu opnast og fór hún alveg yfir í binding. Valdimari var nánast hætt að litast á blikuna, en eftir 3 vikna hjax á lulli í Víðidalnum fór hún að hreinsa sig.  Töltið kom mjúkt og skrefmikið. Án efa hefur bindingurinn bara bætt í henni töltið enda er það orðinn staðreynd að Lull er gull...!!!

Þegar tamningin var komin nokkuð vel á leið hjá Valdimari tók Sara í Álfhólum (frænka Valdimars) við henni. Gekk þjálfunin alveg vonum framar og ákveðið var að sýna hana og þá bara nokkra mánaða tamin. Artemis fékk hinn ágætasta dóm 8 á línuna fyrir hæfileka nema 8,5 fyrir vilja og geðslag og auðvitað 5 fyrir skeið. Eftir þetta ákvað Valdi að taka við henni aftur og spreyta sig á henni í keppni, og gekk það oftast þokkalega. T.d urðu þau Suðurlandsmeistarar í fjórgang eftir erfiðan bráðabana, 2 sæti í fjórgang á Reykjavíkurmeistaramótinu og 3 sæti í fjórgang í íþróttamóti Andvara.

Árið eftir fékk Valdimar John Kristinn, má sinn, til að taka við þjálfuninni á Artemis og stefnt var á sýningu. John hafði þá gert ágæta hluti með aðrar hryssur frá Söru og ákvað Valdimar að slá til og senda honum hryssuna. Lagði hann sig allan fram enda uppskar hann eins og hann sáði reið henni í fyrstu verðlaun með 9 fyrir tölt, vilja og geðslag.




Afkvæmi Artemisar frá Álfhólum. 

   Nn frá Álfhólum, fæddur 2011
Bleikur

Faðir: Sær frá Bakkakoti

       

Atlas frá Álfhólum, fæddur 2009
Jarpur

Eigendur: Valdimar Ómarsson og Rósa Valdimarsdóttir  

Faðir: Aris frá Akureyri

Flettingar í dag: 1043
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1427038
Samtals gestir: 93812
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 10:51:40

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]