Ísold frá Álfhólum

Brún, fædd 1993.

Faðir: Hrafnkell frá Álfhólum
Ff: Pá frá Laugavatni
Fm. Vaka frá Álfhólum
Móðir: Þoka frá Álfhólum
Mf. Nátthrafn frá Álfhólum

Kynbótasýning í Borgarnesi 1999:
Bygging: 7.38
Hæfileikar: 7.76
Aðaleinkunn: 7.57

Ísold er mikill öðlingur og afbragðs gæðingur. Hún er ákaflega stolt og glæsileg hryssa úti stóði og ber allstaðar af þar sem hún kemur þrátt fyrir að hafa ekki skorað hátt fyrir sköpulag.

Hún var mjög skemmtileg í tamningu og varð strax í uppáhaldi hjá Söru sem tamdi og þjálfaði hana. Einstakt geðslag, fótaburður og gott ganglag prýðir þessa hryssu.

Fannar Örn (sonur Rósu og Ómars) keppti á henni í Barnaflokki á LM1998 og á LM2000 með góðum árangri.

Eigandi Ísoldar er Fannar Örn, en Rósa móðir hans og Hrefna systir hans hafa stundum afnot af henni.

Ísold fer vel af stað í ræktun. Fyrsta afkvæmið hennar Diljá fór beint í 1. verðlaun. Annað afkvæmið (f. 2004) sem verið er að temja er einnig mjög álitleg hryssa.
 


Sköpulag
Höfuð 7
Háls/herðar/bógar 7
Bak og lend 7
Samræmi 7
Fótagerð 8
Réttleiki 7
Hófar 8.5
Prúðleiki 3
Sköpulag 7.38
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 5
Stökk 8.5
Vilji 8.5
Geðslag 8
Fegurð í reið 8.5
Hæfileikar 7.76
Aðaleinkunn 7.57Afkvæmi Ísoldar:


Nn frá Álfhólum, fæddur 2010                   
Brúnn
Eigandi: Rósa Valdimarsdóttir

Faðir: Ikon frá Hákoti


  

Nn frá Álfhólum, fæddur 2009
Rauður
Eigandi: Rósa Valdimarsdóttir og Hrefna María Ómarsdóttir

Faðir: Ómur frá Kvistum

Nn frá Álfhólum, fæddur 2008
Brúnn
Eigandi: Rósa Valdimarsdóttir og Hrefna María Ómarsdóttir

Faðir: Þokki frá Kýrholti


Nn frá Álfhólum, fæddur 2007
Bleikálóttur

Faðir: Bragi frá Kópavogi


Fanndís frá Álfhólum, fædd 2006
Rauðskjótt
Eigandi Fannar Örn Ómarsson

Faðir: Skrúður frá Litla-Landi


Nn frá Álfhólum, 2004
Rauðstjörnótt

Faðir: Flugar frá Barkarstöðum
   
 
Diljá frá Álfhólum, fædd 2002
Móálótt
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir

Faðir: Reginn frá Ketu
 

Kynbótasýning 2007:
Bygging: 7.87
Hæfileikar: 8.26
Aðaleinkunn: 8.11

Sjá nánar með að smella á myndina.
                                                      
Flettingar í dag: 304
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 1031
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 440472
Samtals gestir: 13059
Tölur uppfærðar: 30.11.2022 10:28:25

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]