Færslur: 2015 Apríl
09.04.2015 12:45
"Game over?"
Síðasta mánuðinn hefur mér svoldið liðið eins og ég sé með stein í hjartanu....."Dívan" í hesthúsinu datt úr leik annað árið í röð, snúningurinn á kjúkunni í fyrravetur tók sig aftur upp og ég hef ekki þorað að koma nálægt honum síðan í lok febrúar. Já það ætlar að verða erfitt fyrir okkur Eldhuga að slá í gegn! Rétt að bæta því inní fyrir þá sem ekki vita þá slasaðist hann á kjúku um miðjan apríl í fyrra.
Þessar myndir voru teknar um jólaleyti.... jú jú maður reyndi að nota allar sólarglætur þennan annars hörmungarveturinn til að taka myndir eða video, kannski hvort sem hrossin voru tilbúin eða ekki, en ég er bara búin að fara 15-20 sinnum á bak þennan veturinn þegar þessar myndir voru teknar ( og reyndar flúði myndatökumaðurinn af vettfangi í tveim síðustu ferðunum án þess að ég vissi af, þegar mér fannst hesturinn loksins orðinn sæmilegur...það var 12 stiga frost þennan daginn)
Mér fannst engin af þessum myndum neitt framúrskarandi né segja til fulls hvers konar ævintýramóment hann gat gefið manni, og var alltaf að bíða eftir fallegum degi og helst snjólausum því mér fannst ekki gaman að honum í svona færi. Ég læt þær samt flakka hérna núna, það er líklega útséð um frekari vitnisburð á framgöngu þessa hests, þennan veturinn held ég.
Ég er búin að sýna nokkur hross í 9 fyrir brokk, brokkið í þessu tryppi er eitthvað "way ower that" aldrei setið svona, nema kannski.... pabbi hennar Hrefnu Maríu átti margverðlaunaðan kappreiðarbrokkara undan hinum eina sanna Lýsing frá Voðmúlastöðum, vígahágengan og taktöruggann sem fór ekki upp af brokkinu....ég var reyndar bara 9-10 ára gömul en gersamlega heilluð af þessum ævintýrahesti sem manni fannst þá og eiginlega ekki fyrr en í Eldhuga sem ég þykist finna sambærilegan kraft í spori. Já það tók heil 30 ár að finna annan eins brokkara eins og Ómars-Stjarna ;)
Var spurð að því í vetur af danskri konu sem reið með mér við hlið á harða stökki fyrr í vetur, hvort ég héldi ekki að hann gæti fengið 10 fyrir brokk, og ég sagði nottla kokhraust að það gæti bara alveg verið, hann ætti nú föðurbróður með 10 fyrir brokk!
En Elhugi er ekki vandamálalaus frekar en aðrir hestar og það var eitt sem mér stóð oft ekki á sama um, að ég lenti ósjaldan í því að hann gaf sjálfum sér á kjaftinn með hnjánum.... lúxuxvandamál myndu sumir segja, en ég hugsaði stundum um það hvað það væri nú svakalegt ef hann myndi nú rotast við það.... já hvert myndi ég fljúga? ;)
Tryppi sagði ég þarna fyrir ofan, já þessi hestur er bara fjögurra vetra tryppi á fimmta vetur, undan Kappa frá Kommu og Gásku frá Álfhólum, svona til upprifjunnar.
Eldhugi býr yfir alvöru mýkt á tölti og það er mikil skrokkhreyfing sem gerir hann svo svakalega skemmtilegan ásetu..... eitthvað sem ég vil meina að hann hafi frá móður sinni Gásku. Rétt að taka það fram að það eru ekki neinar þyngingar á Eldhuga á þessum myndum, enda eru þær algjörlega óþarfar á svona hest. Ekki það að hann sé klárgengur, því það kom alveg tímabil í vetur sem ég var að hugsa hvort hann yrði vakur líka, eða hvort hann kæmist bara svona svakalega hratt á klárhestabindingi.... alla vega ekki skýr lína þarna á milli, hann skeiðaði mjög mikið fyrstu vikurnar sem folald.
Það var aðeins kaldhæðnislegt að ég var varla búin að sleppa orðinu við tamningarkonurnar mínar, hvað ég væri nú alveg svakalega ánægð með að hafa lamið sjálfa mig með tvær af bestu hryssunum okkar undir hann í sumar ( það er svo auðvelt að gleyma þegar maður missir sjónar af hestum), þegar ég fer að vera vör við heltina aftur.
Ég skal nefnilega alveg viðurkenna það að þegar hann var ekki komin með almenninlega vöðvafyllingu til að fylgja hreyfingunum eftir þarna 2 fyrstu mánuðina í þjálfuninni, þá var ég alveg að naga mig í handarbökin annað slagið yfir því að hafa haldið bæði mömmu Dívu og mömmu Þrumufleygs undir þennan titt! En svo þegar leið á janúar og sérstaklega í febrúar var ég farin að þekkja hann aftur og gott betur, og er full tilhlökkunar að fá undan honum vonandi 4 folöld í sumar.
Það kitlar smá að horfa fram eftir makkanum á þessari einu dóttur Eldhuga. Dimmuborg móðir hennar er búinn að kyssa margan froskinn en það var ekki fyrr en ég hélt henni undir Eldhuga að mér fannst hún eigast afkvæmi sem væri henni sæmandi ;)
Og fallegt í henni töltið þó reisingin sé ekki eins og á brokkinu, en hún er aðeins yngri þarna líka. Þó ég hefði ákveðið að halda Dimmu gömlu undir Eldhuga um veturinn, þá hélt ég að mér höndum til að sjá hvað dóttir hennar myndi gefa. Og fyrst hún virtist vera koma með sitt besta folald, þá var gefið grænt ljós!
Ég var voða glöð að finna nokkrar folaldamyndir hér í albúmi, ég lenti nefnilega í þeim óskupum að tölvan hrundi í haust og flest allt sem í henni var! Og ekki er ég sú skipulagðasta að taka afrit þannig að manni fannst stór partur af sínu lífi hverfa með, já þetta var alveg töluvert áfall :( Og kannski er það ástæðan fyrir því að það er fyrst núna sem ég hysja upp um mig og reyna að vekja eitthvað líf á þessari heimasíðu því það vantar ekki að það er nóg að snúast í sveitinni, og vonandi meir um það síðar :)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
Flettingar í dag: 1465
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627939
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 14:11:00
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]