Færslur: 2012 Desember

07.12.2012 23:32

Meir af fólki en hestum - Álfhólar tilnefndir




Uppskeruhátíðin var haldin með pompi og pragt á Broadway aðra helgina í Nóvember, þar var aðallega uppskorin gleði með góðum vinum en það kom okkur líka skemmtilega á óvart að Álfhólar fengu tilnefningu til þess að vera Keppnishestabú ársins, gaman að því :)




Partýbomburnar Hrefna María og Sara Rut brostu sínu blíðasta.  Hrefna er núna búin að venda sínu kvæði í kross og sest á skólabekk, tæklar Viðskiptafræðina í HR með miklum móð, en mun þó halda áfram að þjálfa og temja í Víðidalnum í vetur meðfram skólanum.  Sara Rut er hins vegar orðin yfirtamningamaður á Álfhólum og verður í vetur, mikill fengur í henni :)





Helgina eftir var svo uppskeruhátíð hjá Geysi og þar fengum við Díva líklega síðasta bikarinn á þessum vettvangi, Mjölnisbikarinn sem var gefin því pari sem stóð sig best á töltbrautinni innan félagsins.  Enginn fór heim þó hlaðinn jafn mörgum verðlaunum og Sæli frændi í Fróðholti og Anna Fía konan hans en þau hrepptu öll ræktunarverðlaunin.  Hansi var svo kosinn knapi ársins. 



  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 1465
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627939
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 14:11:00

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]