Færslur: 2012 Mars

26.03.2012 10:57

Svellkaldar!


Veturinn í vetur hefur verið viðburðarríkur og af mörgu af að taka. Það hefur heldur ekki verið auðvelt að hafa eirð í sér og setjast fyrir framan tölvuna og blogga auk þess sem tölvan fór í smá mótþróastuð þegar ég ætlaði að setja hérna inn myndir fyrir nokkru.... en hún virðist hafa jafnað sig á því blessunin svo enga hef ég afsökunina lengur!

17. mars mættum við gallvaskar á ísmótið Svellkaldar konur. Sóllilja fór þar með í sína fyrstu töltkeppni og við fengum 7.23 í forkeppni.  Úrslitin voru aðeins daprari, en ég kenni tilraunastarfsemi minni algerlega um það, því ég ákvað að skera undan henni botnana sem hún var með í hléinu og það gekk erfiðlega að finna réttan takt fyrst eftir það, en við enduðum í fimmta sæti og bara vel ásættanlegur árangur það á fyrsta töltmótinu.
Rósa mætti til leiks á nýrri litfagri hryssu frá Hrefnu og Jonna, Dís frá Jaðri. Dís er undan Þrist frá Feti. Þær komust inn í B-úrslit og gerðu sér lítið fyrir og unnu þau með meistarabrag, en þreytan farin að segja aðeins til sín í A-úrslitum og þær enduðu því í 6 sæti. Glæsilegt það!  


Aðstoðartamingarkonurnar mínar þreyttu frumraun sína á svellinu og Andrea náði 5.sæti á hryssunni sinni Kátínu frá Grímsstöðum og Verena 6.sæti á Hjaltalín frá Reykjavík í sínum flokki.Hrefna María og Hugleikur frá Fossi, góður hestur sem Hrefna hefur nýlega fengið í sölumeðferð fengu ágætis einkunn 6,30 en það dugði þó ekki í úrslit.

Það verður kannski eins og að bera í bakkafullan lækinn að tala um meistaradeildina sem hefur verið mikill tímaþjófur í vetur, en það verður samt gert á næstunni :)   

13.03.2012 23:34

Ármótstíðindi - Þyrnirós að skila

Það var einn daginn í febrúar mánuði að Hrefna María skrapp í heimsókn til síns heitt elskaða í Ármót og fór yfir stöðuna hjá honum og hrossunum. Enda gengur það ekki til lengdar að leyfa honum leika lausum hala þar niðurfrá án þess að Bossinn (Hrefna María) viti hvað er í gangi og hafi stjórn á hlutunum. 

Staðan á hrossunum hjá honum var góð enda nú ekki við öðru að búast. John Kristinn er afar flinkur tamningamaður og þjálfari. Þolinmóður, næmur og flinkur, laðar það besta fram í trippunum á þeirra forsendum, ríður þeim fram með léttleika og lipurð. 

 
Álfarós frá Álfhólum er ung hryssa á 5 vetur. Hún er undan Þyrnirós frá Álfhólum og Braga frá Kópavogi. Álfarós er því hálfsystir Þrumufleygs. John tamdi hana í fyrra og var hún komin nokkuð langt í tamningu en tekin sú ákvörðun að leyfa henni að þroskast aðeins meira áður en farið væri með hana í dóm. John byrjaði svo með hana núna í Janúar aftur. Hún er svo sannarlega að blómstra þessa dagana og heyrðist í Johnna í gær að hryssan væri "alveg svakaleg" meira segja í þessu drullufæri sem búið er að vera. Hún er mjög rúm og afar hreingeng og mikið fas og rými. Frábært tölt og mikið brokk, örugglega alhliða hryssa.  


  
Hrefna hafði orð á því að myndirnar náðu ekki að fanga fasinu nægilega vel og að hún lúkkaði betur "live" en á myndum. "Hún er bara ótrúlega líka Þrumufleyg, með þetta svakalega mjúka tölt, rými og vilja og svona flengi rúm á brokki" sagði Hrefna. Álfarós er í eigu Róberts og Sigurðar Húsafellshesta félaga og ekki fyrsti gæðingurinn sem þeir pikka út úr stóðinu á Álfhólum!

John er núna með 3 hálfsystkyni í tamningu öll undan Þyrnirós. Þau Þrumufleyg, Álfarós og svo er hann með einn fola á 4 vetur, Þrumu-Þór, sem er undan Leikni frá Vakurstöðum. Þrumu-Þór var gerður reiðfær fyrir áramót þegar þessi mynd var tekin og var sérlegur aðstoðamaður Johns fengin í verkið að sýna okkur hann. Enda er John búin að læra taktana vel af Hafliða, að hann þurfi sko að standa með gestum og lýsa nákvæmlega hvað ber fyrir augu auðvitað með miklum tilþrifum! Kári Steins er flinkur tamningamaður sem starfar með John Kristni á Ármóti. Tíminn verður að leiða það í ljós hvernig hestur Þrumu-Þór verður en hann er stór og þroskamikill hestur sem er núna í gangsetningu og gengur ágætlega, þó svo að á tímabili í Janúar hafi hann fengið viðurnefnið "Stjörnukíkir" , það nafn hefu þó núna rjátlast af honum enda John ekki þekktur fyrir að hafa hrossin sín eins og endur á oddaflugi !  :) 
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 1090
Gestir í dag: 153
Flettingar í gær: 2895
Gestir í gær: 453
Samtals flettingar: 1179045
Samtals gestir: 78139
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 13:18:44

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]