Færslur: 2011 Nóvember

18.11.2011 09:00

Fjör, Fas og Fótaburður!Það er alveg á hreinu að hápunkturinn hjá Álfhóla "crewinu" í sumar var að taka þátt í ræktunarbússýningunni á Landsmótinu.  Það var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að vera með því okkur hafði ekki hugnast tímasetningin fyrir ræktunarbússýningar, en þær áttu upphaflega að vera um miðjan dag á fimmtudag.  En Maggi Ben fékk því breytt og taldi okkur á að koma og vera með, því hann hafði trú á því að við hefðum fullt erindi.

Þeir sem voru eitthvað svekktir út í mig að hafa ekki mætt með Dívu í töltið á Landsmótinu, þögnuðu alveg, því þeir fengu alveg nóg að sjá af henni og hreint ekki léleg skipti að fá að þeyta henni trekk í trekk eftir beinu brautinni þar sem fasið og frelsið í henni nýtur sín best.  Og Díva fékk nóg að snúast, kom líka fram með föður sínum Arð á Laugardag, sem tók við fyrsta sætinu fyrir fyrstu verðlauna afkvæmahesta.  Það voru sumir hissa á því af hverju ég reið henni ekki í veðlaunaafhendingunni í 7 vetra flokknum.... Mér þótti tvær innkomur sama daginn vera meir en nóg á hrossi sem gefur allt í botn þegar beðið er um.


Þrumufleygur fékk líka heldur betur að snúast og auk yfirlitsýningar á föstudeginum var hann líka í Þóroddshópnum, en hann stóð sig vel og engan bug að sjá á honum þó lagt væri á hann í þriðja sinn á föstudagskvöldið. Hann var eitt af flaggskipum hópsins þó aðeins fimm vetra sé!!Dimmir tók hraustlega á því á skeiðinu hjá Leó, svona allavega þegar hann skeiðaði, því kallinn átti til að kynda full mikið undir kötlunum ;)  


Klárhryssurnar í hópnum. Hans Þór á Indíu, Janus á Gjósku og Hrefna María á Sóllilju.


Það var smá hausverkur að finna knapa fyrir sýninguna, en 4 þessara hrossa höfðu varla fengið annan knapa á bak sér nema mig sjálfa.  Tveir vinir Jonna voru til í "geim" og svo var reynt að raða öllu saman eins og best þótti passa.  Þökkum þeim félögum Janusi og Hansa Hvergerðingum kærlega fyrir hjálpina :)

 :

Þær voru kátar Hrefna og Sóllilja ;) "Svona hlýtur Beyoncé að líða eftir hverja tónleika hehehe" kom upp úr Hrefnu eftir laugardagskvöldið. "Þvílíkt kikk að láta 6000 þús mans klappa í takt og hrópa stuðnings orðum að manni!!" Gjóska og Janus stóðu sig vel.Og Hansi fór vel á Leiknisdótturinni Indiu.

Það eru sumir sem segja að það sé lítið að marka svona ræktunarbússýningar, hrossin séu öll yfir viktuð á botnum og 300 gramma hlífum. Það er því gaman að segja frá því að öll hrossin okkar voru á 8 mm skeifum fyrir utan Indiu sem var á léttu fylliefni að auki.  Þyngstu hófhlífarnar voru 200 grömm en allflest voru með 120-155 gramma hlífar.  


Þar kepptu 12 frábær ræktunarbú um þann heiður að fá að koma fram á Laugardagssýningunni. Eftir föstudaginn kom í ljós að það voru tvö bú jöfn að stigum og var þeim att saman í einvígi á laugardagskvöldið, en auk Álfhóla voru það Syðri-Gegnishólar sem var valið hrossaræktunarbú 2010. Skeiðgaffallinn hjá þeim á Laugardagskvöldið var vígalegur og urðum við því að lúta í lægra haldi í þessu einvígi.

En við vorum engu að síður hæst ánægð með árangurinn og stuðning þeirra sem kusu okkur og veittu okkur þann heiður og gleði að vera með á laugardagskvöldinu.  Löngu síðar er maður að hitta fólk á förnum vegi sem lýsir yfir ánægju sinni með ræktunarbúsýningarnar sem sumum þótti toppurinn á mótinu....ekki leiðinlegt að vera þátttakandi í því :D

Læt hér fylgja með nokkur video af stemmingunni.


Skemmtilegt video af bæði Álfhólum og Efri-Gegnishólum á laugardagskvöldið.


Sýningin okkar á föstudaginn.


Sýningin á Laugardaginn.  
Takk fyrir okkur þetta var magnað!!
Og svona í lokin er hér video af afkvæmasýningu Arðs frá Brautarholti.Ætli það sé ekki toppurinn á tilverunni að þjóta áfram á fljúgandi tölti án þess að þurfa að halda í tauma, mér finnst það allavega ;)

Það má í lokin geta þess að Díva á von á fósturvísafolaldi með áðurnefndum Þrumufleyg sem mun væntlanlega líta dagsins ljós í maí á næsta ári ef allt gengur upp.    

Díva sjálf heimsótti Óm frá Kvistum seinnipartinn í ágúst, en það stopp hefur líklega verið of stutt, því það bar engan ávöxt, enda kannski svoldið seint í rassin gripið og kannski má kalla það græðgi að heimta tvö folöld undan sömu merinni á ári.  Hún kom því á hús fyrir viku síðan, eiganda sínum til ánægju og yndisauka og byrjar betur en nokkru sinni fyrr, það er varla að maður þori á bak svo maður skemmi ekki neitt ;)

Gjóska er hinsvegar fylfull, líka við Þrumufleyg, verður gaman að sjá og bera saman hálfsystkinin undan þessum jafnöldrum, Dívu og Gjósku. 


En að setja upp svona sýningu er ekki bara að sitja á hrossunum og gott aðstoðarfólk er gulls ígildi. 
(Skrifað af Hrefnu Maríu).

Þó við vorum einungis með 6 hross og 6 knapa þá er heilmikið umfang að koma öllu af stað og hafa allt klárt á réttum tíma, finna reiðtygi og hafa búningana klára. Strákarnir voru nú ekkert yfirsig ánægðir þegar þeir sáu mig (Hrefnu) koma með allt siflurskrautið og byrjaði að festa það allt á jakkana og ekki má gleyma silfurglans bindinu!!! 

Sagði þeim bara að finna Diskó-Pallann í sér því þetta væri sko Gordjöss!! ... Þeir voru nú ekki alveg á þessu en eftir að ég kom þeim öllum í gallann fengu þeir Módjóið aftur...  og held ég í margfölduðu veldi í þessum líka gordjös búningum!!


Guðrún Elín ein af hjálparhellunum fékk ekki verra hlutverk en að passa Thunderinn :) Thanx!Þessi sá um að allir væri í góða skapinu og engin "smala/stress" veiki færi um mannskapinn og jú að allir væri stífbónaðir! Thanx Jódís mín ;) Allt komið á fullt. Rakel frænka sér hér um að taglið á Dimmi sé rétt kembt :)Mamma (Rósa) sá um að Janni væri tiptop á Gjósku, taglið verður bara að vera í lagi!Díva... þó þú sért díva færðu bara gamlan, ljótan, gulan múl á hausinn!!! ... hmmm... Sara á ég ekki að gefa þér glimmer múl á hana í Jólagjöf??Mesti tíminn hjá mömmu fór nú reyndar í að dást að Fleygunum sínum :) ... ótrúlega skiljanlegt svo sem. Rakel með Sóllilju... ekkert unglinga vesen á þessari ungu stelpu. Hjálpaði okkur mikið sem og hinar góðu vinnukonurnar okkar í sumar. Takk stelpur Andrea, Nína, Þórunn, Rakel og ekki síst Hjördís sem var hægri hönd Söru á Landsmótinu.  Þær eiga mest allan heiðurinn af videounum og myndum af atriðinu okkar.  
Þruman góða!! Mestu rokkarar kvöldsins klárlega ;) Þessi fékk örlítin einkenni "smala veikinnar" jájá bara svona meðan allir vour að fá axlarpúðana sína, bindin, réttu hófhlífarnar, efrimúl, neðrimúl, skáreim.... og hvað ekki hvað... en það þarf nú eitthver að sjá um að allt sé í topp lagi hehehe.. Mamma og Jódís tilbúnar í geimið .... 

og við líka ;)))Hópurinn komin á bak og reddí að rokka !! 

-Álfhólar, Hrefna María out-
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 1512
Gestir í gær: 403
Samtals flettingar: 1168805
Samtals gestir: 76879
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 09:17:10

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]