Færslur: 2011 Ágúst

21.08.2011 23:13

Íþróttamót Harðar og Dreyra 2011

Um helgina var íþróttamót Dreyra og Harðar haldið í Mosfellsbæ á góðum keppnisvelli þeirra Harðarmanna.  Fullt af sterkum hestum skráðum til leiks í öllum flokkum enda síðasta stóra íþróttamót sunnan heiða í bili og alveg 8-9 mánuðir í næsta íþróttamót.  Spurning um að fara að lengja keppnistímabilið?Gjóska átti góðan dag á föstudaginn og fékk 6.93 í forkeppni í fjórgang með heldur sannfærandi sýningu að mér fannst.  Ég ákvað vísvitandi að "gleyma" þyngri hlífunum heima svo ég myndi ekki freistast til að þyngja hana of mikið á mótsstað.  60 gramma "kvartbútts" og átta millimetra skeifur er málið fyrir þessa skvísu, þyngri vikt skapar bara vandræðagang, því eins og sést á þessari mynd þá er ekki mikið rúm fyrir hærri lyftu!Hæga töltið í Gjósku er að verða betra og betra, ég var búin að sprauta hana af stað og ætlaði að halda henni, en ég hugsa að ég sleppi því og taki með henni einn vetur í viðbót, nú loksins þegar merin er komin í eðlileg reiðhestahold og hætt að berjast við fitupúkann sem er búinn að há henni frá því að hún var trippi ;)Skálmandi á brokki í úrslitum.Hóóó.. nóg af "power" í þessariAfar áhugasöm við að týna keppinauta sína uppi á öllum gangtegundum ;)Og þó að hún líti út fyrir að "þokast" (eins og sagt var um ágæta hryssu ;) eftir brautinni á yfirferðinni þá var hún búin að týna uppi tvo keppinauta áður en yfir lauk og samt fannst mér hún vera bara á hálfum snúningi! 

Það var bara einn galli á gjöf Njarðar....það var full mikið keppnisskap á fetinu fyrir framan dómarana, en slakaði vel á langhliðinni fjær sem dugaði þó ekki til og fet með meðaleinkunn uppá fimm landaði okkur í síðasta sæti í úrslitum, en meðaleinkunn fyrir hina þætti var uppá 7.5, og enduðum aftur með 6.93 út.   Spurning um að fara að sækja reiðkennslu í fetreið ;)
Hrefna María er heldur betur búin að hrista uppí stóðhesti sínum Grími frá Vakursstöðum og þau kepptu í B-úrslitum og voru aðeins hársbreidd frá því að vinna sér keppnisrétt í A-úrslitum. Hlutu flotta einkunn í úrslitum 7.00 en 6.77 í forkeppni.   


Efnilegur fjórgangari með sterkan grunn, hástígur og fasmikill á brokki.


Brúntvístjörnóttur með leist, næstum eins og Fagri-Blakkur, draumaliturinn hennar Hrefnu ;)Svo er spurning hvað henni helst lengi á þessum hesti, því þvert á hið göfuga íslenska ræktunarmakmið, þá eru þessir fjórgangsprammar alveg gríðarlega vinsæl söluvara!  Á meðan eðalfín fimmgangshross enda liggur við á útsölu hjá manni, þá er slegist um fjórgangarana.....skrítið?
Síðastur í braut á föstudaginn var hann Kraftur frá Strönd, hann er kannski ekki með besta grunnin af fjórgangara að vera....en yfirferðartöltið hjá gæanum....ég fékk næstum gæsahúð í gegnum myndavélalinsuna við að horfa á hann...6.70 í einkunn.Nei það er ekki stertsláttur í Skjóna, hann ber taglið bara svo flott!  Engin furða að þau folöld sem við fengum í sumar sýni ógnar takta á tölti svo eftir því verður tekið.Eins og þessi skjótti sem töltir á slíkri yfirferð líkt og enginn sé morgundagurinn :)  Takið eftir afturfótaskrefinu!

Og af því að Kraftur slapp við að mæta í úrslit, þá var ég fljót að nappa honum uppá kerru hjá mér og halda undir hann hryssu sem ég vissi að var í látum um helgina ;)


01.08.2011 23:50

Meistarar!


Harpa Sigríður og Trú frá Álfhólum urðu Íslandsmeistarar í Fjórgangi barna á Íslandsmóti Barna og unglinga í Keflavík á dögunum.  Þær hafa vaxið saman þessar stöllur og flottur endir á ferlinum að landa Íslandsmeistaratitli, því lítill fugl hvíslaði að mér að Trú sé á leiðinni í folaldseign.  Til hamingju með árangurinn, Harpa :)

Trú er undan Eldvaka frá Álfhólum sem var undan Andvara frá Ey og Vöku frá Álfhólum, móðirin er Sverta frá Álfhólum undan Tígur frá Álfhólum sem einnig er undan Vöku frá Álfhólum, þannig að þarna er talsverð skyldleikaræktun á bak við.Sömu helgi varð hin sænska Filippa Hellten tvöfaldur Svía meistari á stóðhestinum Rauðskegg frá Brautartungu. Filippa og Rauðskeggur sigruðu bæði fjórgang og slaktaumatölt á sænska Meistarmótinu.  Þau hafa átt mikilli velgengni að fagna alveg frá byrjun en hann var keyptur í gegnum síðuna okkar fyrir tveim árum síðan. Hrefna María byggði Rauðskegg upp í 2 ár og keppti töluvert á honum í Slaktaumatölti og fjórgangi hér heima með góðum árangri áður en hún seldi hann.

Við óskum þessum ungu og sannarlega miklu reiðkonum innilega til hamingju með árangur sinn á hrossunum frá okkur. 
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 1557
Gestir í dag: 167
Flettingar í gær: 2895
Gestir í gær: 453
Samtals flettingar: 1179512
Samtals gestir: 78153
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 14:00:52

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]