Færslur: 2011 Maí
14.05.2011 21:06
Reykjarvíkurmeistaramót
Reykjavíkurmeistaramótið var haldið um síðustu helgi í blíðskaparveðri, ólíkt því sem var helgina þar á undan þegar allt var á kafi í snjó.
Þó ég hafi ekki hoppað hæð mína í loft upp yfir persónulegum árangri á þessu móti, þá vakti Saga vinkona athygli mína á því hvað það voru mörg hross fá Álfhólum skráð á þetta mót sem er líklega annað sterkasta Íþróttamót ársins með fjöldann allan af skráningum og það er vissulega ánægjulegt fyrir ræktanda að vita til þess að það sé hægt að nota hrossin frá manni í fleira heldur en að ríða fyrir kind ;)
Og því má bæta við að það er gleðilegt þegar að hrossin lenda í góðum höndum, hjá metnaðarfullum knöpum sem kappkosta við að gera sitt besta með þau.
Ég mætti með Dívu í töltið en það var alveg óhætt að segja, að við vorum ekkert að gera okkar besta miðað við hvernig hún hefur verið undanfarið, en fór þó í einkuninna 7.90 sem væntanlega dugar sem farmiði inná Landsmótið í tölti, tja allavega ef maður tekur mið af einkunnum fyrri ára.
Ég hafði nú reyndar lúmskan grun um að þetta gæti farið svona og svona, því ég var eitthvað að gambla með járninguna á henni stuttu fyrir mót. Gerði tilraun til að setja hana á botna í lok apríl, en ákvað það fjórum dögum fyrir mót að mér fyndist hún bara mikið betri á gömlu átta millunum sínum, en það var full skammur tími uppá að hlaupa og jafnvægið raskaðist, eðlilega. Þessi mynd er tekin um miðjan apríl, áður en ég fór út í tilraunastarfsemina ;) Ég var ekkert að þvæla henni í B-úrslitin enda var sauðburður komin á trilljón hérna í sveitinni og í nógu að snúast!
Frumraun Sóllilju í fjórgang skilaði henni í meistaraflokks einkunn 6.37 en dugði ekki í úrslit. Sóllilja er undan Sóldögg og Berki frá Litlu-Reykjum.
Mynd Þórunn Þöll
Gjóska fékk fínar einkunnir í fjórgang fyrir allt nema fet, var dáldið heit á brautinni, kom út í einkunn 6.40. Þetta var líka fyrsta skiptið sem hún keppir í fjórgang. Gjóska er undan Gásku og Hrannari frá Höskuldsstöðum.
Það var glæsilegt "Comeback" hjá Sögu vinkonu eftir 6 ára keppnishlé á hryssunni sinni henni Myrkvu frá Álfhólum 7 vetra, sem er undan hinni öldruðu Mónu frá Álfhólum og Gusti frá Lækjarbakka. Saga er áhugamaður en fór í fína meistaraflokkseinkunn í þeirra fyrstu keppni, 6.37. Þær enduðu í öðru sæti í opnum flokki 2 í góðum félagsskap, með fyrstu verðlauna stóðhesta á hvora hönd. Mér segir svo hugur að nú sé Saga kominn á bragðið og láti finna fyrir sér á fleiri mótum ;)
Myrkva var ekki eina afkvæmi Mónu sem var að gera það gott, en hún Þórunn Þöll er að gera flotta hluti með Mózart sem er 13 vetra Tívarssonur. Þau voru í A-úrslitum í fjórgangi unglinga og samkvæmt síðustu fréttum stóðu þau efst á íþróttamótinu í Herði eftir forkeppni í fjórgangi. Hörku stelpa hún Þórunn og stefnir að því að koma með Mozart í heimahagana í sumar og vinna hérna á Álfhólum :)
Hrefna mátaði Indíu sína á keppnisvellinum í fyrsta skipti og keppnisgreinin slaktaumatölt varð fyrir valinu. Það gekk svona glimrandi og þær fóru í A-úrslit með einkunina 6.47 eftir forkeppni og enduðu í fjórða sætinu með 6.67. Indía er að stíga upp úr meðslum en hún var illa sleginn í vetur og var frá hátt í 2 mánuði, en hryssan er komin núna á beinu brautina og verður gaman að fylgjast með þeim tveim í sumar.
Ekki bara góð í kyrrstöðu :) ... Indía er falleg hryssa og hefur hlotið 1st verðlaun fyrir byggingu þar af 8,5 fyrir háls og herðar og bak og lend. Hún er undan Svertu og Leikni frá Vakursstöðum
Harpa Sigríður gerði góða hluti á Trú í barnaflokki, var í B-úrslitum í fjórgang og A-úrslitum í tölti. Þess má geta að þær eru efstar í fjórgang á Íþróttamótinu í Herði eftir forkeppni. Trú er undan Svertu eins og Indía og Eldvaka frá Álfhólum og er 11 vetra gömul.
Trú er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fyrr í vetur festu þau kaup á unghryssunni Arabíu sem er undan Svertu og Leikni frá Vakursstöðum, alsystir Indíu.
Alsystir Trú heitir Zara frá Álfhólum og er 7 vetra gömul keppnishryssa hjá Mariu Greve. Þær voru á Reykjavíkurmeistaramótinu einnig, en eru að gera enn betri hluti uppí Gusti þessa helgina og eru sem stendur fjórðu í tölti með einkuninna 6.77 sem er meistaraflokks einkunn.
Zorro frá Álfhólum er gamalreyndur keppnishestur, líka undan Svertu og Ögra frá Hvolsvelli. Þau Guðlaug Jóna fengu einkuninna 6.43 í ungmennaflokki, flott einkunn en dugði ekki í úrslit í þetta skiptið enda mótið fyrna sterkt.
Það er svoldið gaman að því hvað þessar ósýndu hryssur, Móna og Sverta eru að gefa frá sér fína keppnishesta, þannig að það má nú ekki alltaf afskrifa þessar ósýndu hryssur sem ræktunar hross ;)
Skyggnir frá Álfhólum hefur oft staðið sig vel á mótum með eigandann sinn, Drífu Harðardóttur, þó þau hafi ekki verið í toppslagnum á þessu móti. Skyggnir er undan Pegasus frá Skyggni og Kolföxu frá Álfhólum sem var af gamla kyninu hér í Álfhólum en er fallin.
Það voru semsagt 11 hross frá Álfhólum skráð á Reykjarvíkurmeistaramót, 10 luku keppni og 5 af þeim fengu rétt til að ríða úrslit. Dimmir var skráður í fimmgang en ég var með samviskubit yfir því að vera svona marga daga að heiman svo ég sleppti því að mæta með kappann.
Svo af öðrum hestum tengdum okkur.... allt stóðhestum :)
Rósa með Konna sinn, Íkon frá Hákoti. Rósa var stór uppá sig og vildi ekki fara í áhugamannaflokkinn og skellti sér í opna flokkinn og stóð sig vel að vanda en fór ekki í úrslit að þessu sinni. Þau hafa gert það gott á mörgum mótum í vetur að vanda og verið í úrslitum í flestum mótum ef ekki unnið þau.
Hún Hrefna María eignaðist nýjan hest í fyrrahaust, hann Grím frá Vakurstöðum en hún fékk hann hjá þeim Valdimari og Halldóru á Vakurstöðum. Hrefna tamdi þennan hest á sínum tíma og var alltaf hrifinn af honum og stökk á hann þegar tækifærið bauðst. Stórættaður stóðhestur undan Gæfu frá Úlfsstöðum og Leikni frá Vakurstöðum.
Hrefna og Grímur gerðu ágæta hluti í sinni fyrstu tilraun á keppnisvellinum og hlutu 6,60 í forkeppni í fjórgangi opnum flokk. Þau námu ekki staðar þar en síðustu fréttir herma að þau rúlluðu upp B-úrslitum í fjórgangi nú á íþróttamótinu í Herði í gærkvöldi. A-úrslit verða riðin nú í dag.
Þennan hest spottuðu Hrefna og Jonni út í fyrravetur og keyptu, Kraftur frá Strönd, Kjarksonur. Þeir Jonni gerðu það gott í slaktaumatölti og enduðu 4 með 7,50 í einkunni í meistaraflokki. Stefnan er að sýna hestinn aftur í kynbótadóm en þess má geta að við væntum þess að fá 4 folöld undan þessum litfagra gæðingi nú í sumar...
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
Flettingar í dag: 1445
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627919
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 13:49:27
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]