Færslur: 2010 Desember
05.12.2010 11:18
Undantekningin
Í mínum eftirlitsferðum um hrossahópinn í haust er einn rauður sem fangar alltaf athygli manns fyrir vasklega framgöngu. Þetta montrassgat er undan Kappa frá Kommu og Gásku frá Álfhólum.
Ég var nú með mínar efasemdir um að pörunin hefði verið gáfuleg þar sem bæði Gáska og Kappi flokkast undir að vera klárhestar og þrátt fyrir að vera heldur höll undir slíka hestgerð, þá trúi ég ekkert endilega á að það sé sniðugt að halda klárhestum hverjum undir annan. En Gáska er með 9 fyrir tölt og Kappi er kominn með 9.5 og mér sýnist miðað við það sem ég hef séð í þeim rauða að þar vanti ekki töltið þannig að ég er bara sátt með útkomuna. Kannski það sé bara málið, að hnykkja á góðum klárhryssum með því að halda undir enn betri klárhest, hummm........
Og lofthæð hefur hann fengið frá báðum foreldrum sínum þannig að þetta er hið besta mál allt saman.........nema hann er undantekningin sem sannar regluna! Hann er Rauður! Ég er orðin góðu vön þegar Gáska á í hlut og hún er alltaf búin að eiga skjótt afkvæmi þangað til núna. Aldeilis heppin þar til í sumar að "Rauður tíundi" kom í heiminn mér til mikilla vonbrigða. En maður ríður ekki langt á litnum einum saman og honum til tekna þá er hann dökkrauður og verður vonandi "Vallarvænn". Rauður tíundi hefur nú ekki fengið nafn ennþá en ætli það liggji ekki best við að kalla hann Garp. Hann er eini hesturinn sem er til undan Gásku fyrir utan Gáska Geislason sem var seldur til Austurríkis í fyrra.
Fleiri myndir hér
Keilissonurinn frá því í fyrra sem var í eigu Húsafellshesta hlaut heldur dapurleg örlög. Honum var forðað hér í vor undan gosi, flóði (sem aldrei kom) og öskufalli. Ég man eftir því þegar ég setti hann á kerruna að ég sagði við þá félaga að þeir yrðu að passa sérstaklega uppá hann af því að ég ætlaði að fá hann lánaðan tveggja vetra, og hann yrði sá eini úr þeim árgang sem myndi fá að leika sér eitthvað. En þegar Metamótið var í haust komu þau tíðindi að Skjóni litli væri týndur og eftir dauðaleit fannst hann drukknaður í djúpri gjótu í Flóanum þar sem hann var í hagabeit og er þá annar af fjórum hestum fæddum undan Gásku sem nær ekki að verða eldri en veturgamall.
Gáska er líklega að öllum öðrum stóðhryssum hér ólöstuðum, sú ein sú skemmtilegasta til að henda sér á bak og fá sama fílinginn eins og maður hefði tekið útúr henni beislið deginum áður í fullri þjálfun. Þarna er hún nýkominn úr girðingu frá Kappa og að sjálfsögðu ójárnuð!
Í sumar var henni haldið undir Ágústíunus.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
Flettingar í dag: 1209
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1097
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1561532
Samtals gestir: 98331
Tölur uppfærðar: 13.11.2024 12:00:19
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]