Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 12:42

Tæplega 70% vindótt !



Sumir hafa haft þá skoðun á mér að ég sé upptekin af litum og það að hrossin séu af hornfirskum uppruna.... en það er nú samt engan vegin rétt.  Ekkert nema tilviljun að ein að besta gamla ræktunarhryssan (Móna) er móvindótt og hefur margsnúinn skyldleika í Hornafjörðinn gaf yfirleitt góð hágeng hross, hvort sem þau voru vindótt eða ekki og það að hæst dæmda hryssan hér í Álfhólum, með 8,22 er móvindótt klárhryssa, dóttir hennar með 9,5 fyrir tölt, Móeiður Kjarksdóttir.  Og eins og margir vita þá er móðurætt Kjarks að mestu úr Hornafirðinum líka.

Ég hef aldrei elt uppi einhvern graðhest og haldið undir hann af því að hann er svona eða svona á litinn, þá væri ég löngu búin að ná mér í leirljósa genið einhvers staðar.  En sorrý, það er bara enginn leirljós  eða moldóttur hestur í nágrenninu sem ég hef fallið fyrir. 

Hvort að ég hefði notað Mánastein tveggja vetra eins og ég gerði ef hann hefði verið brúnn eða skal ég ekki fullyrða um..... jú sennilega, hann var lofthár og fallegur, hreyfði sig flott og var undan mömmu sinni.

   

En það er auðvitað tvöföld ánægja að fá svona sperrileg folöld í fallegum lit, eins og hann Frakk hérna sem er unda skjóttri hestakaupa guggu ;) Fregn SauðárkróksFálkadóttur.   Þegar við tókum veturgömlu tryppin inn í vor þá var oftar en ekki, þessi látinn halda sýningu fyrir gesti og gangandi enda skreffallegur með eindæmum.  En Frakkur sprangar ekki lengi um íslenska grundu því hann er seldur til Finnlands og ætlar að auka kyn sitt þar innan fárra ára ef allt fer fram sem horfir.



Eigandi þessa svarta hests taldi hann fallegasta folaldið fætt hjá honum það árið... hann pantaði með tvær hryssur í sumar en guggnaði vegna hestapestarinnar, vildi hafar hryssurnar í sjónmáli en ekki þvælast með þær landshorna á milli.  Samkvæmt síðustu fréttum átti hann að fá að halda kúlunum eitthvað áfram.



En eigandi þessarar litfögru framfallegu snótar lét enga hestapest stoppa sig og mætti með móðurina aftur og tvær aðrar til.



Þessi fæddist kvöldið fyrir öskufallið 13 maí en það skaðaði hann ekkert þó hann yrði svartur af ösku í smá tíma.  Undan Irsu Kýrholts-Hrannarsdóttur frá Kanastöðum.



Og hér er einn móvindóttur sem ætti að geta skyrpt úr hófum þegar fram líða stundir. Móðir er Rún frá Eystra-Fíflholti, ekki ættstór hryssa en hefur eignast eina ágæta hryssu undan Tígur gamla, föður Mánasteins, Ronju sem einnig er móvindótt.



Rúsínan í pylsuendanum þetta árið var svo önnur af tveim fæddum hryssum hér þetta árið (enn sem komið er) undan Ögrun.  Alveg hrikalega sæt. 

Þessi tryppi og folöld virðast hafa gott gang og hreyfingar upplag, hvort þau sem þau sýnast vera fimmgangs eða þróast meira í klárganginn.  Öll sýna gott tölt í upphafi ævinnar.

Það skemmir ekki fyrir að hann er afar örlátur á vindótta grunnlitinn og það eru tæplega 70% af afkvæmunum allskonar vindótt.

Mánasteini hefur verið sleppt í hólf með hryssum og það eru nokkur pláss laus hjá honum og ekkert mál að bæta inná hann fram yfir miðjan Júlí.  Verð er 45.000 með öllu.

Það er svo planið að taka góðan þjálfunarsprett á honum í september og október vegna þess hvernig síðasti vetur fór í vaskinn,  þannig að ég býst við að taka hann úr merum um miðjan ágúst.
Miðað við svingið á honum í haganum virðist hann vera búinn að ná sér alveg í löppinni sem hann slasaðist á í fyrra þannig að ég er bara björt á þetta.




26.06.2010 18:05

COME TO MAMA!!

Áfram halda myndasögur:



Syngið:
Þrír fílar (Sara, ég (Hrefna María) og Sara Rut öðru nafni Rúturinn :) lögðu af stað í leiðangur, lipur var þeirra fótgangur, takturinn var þó heldur tómlegur, svo þeir tóku sér EINN TIL VIÐBÓTAR!!! :Þ



Markmannstaktar eins og á Heimsmeistaramótinu í Fótbolta!



Come to mama!!! 



Sara var harðákveðin að fara ekki heim fyrr en það væri búið að kíkja undir taglið og tékka á kyninu.



Já okkur vantaði svo örugglega eina svona til viðbótar! Sara tók gleði sína á ný eftir að 11 hestfolöld höfðu fæðst í sumar á móti aðeins einni hryssu, þá kom þessi unga dama í heiminn í gærmorgun. Hún kom svo sannarlega sem kölluð. 



Ekki missa hana SARA!... hún er nú ekki nema svona 20 kg.. eða hvað?



Já ekki hlægja þig máttlausa!



Eins og svo margir vita þá eru nýkastaðar hryssur frekar styggar en þá er einmitt sniðugt að reyna ná folöldunum frekar því þá fara þær nú ekki langt. Þyrnirós er upp á Austur mýri sem er mjög stórt hólf og frekar erfitt að ná hryssunum út í svo stóru hólfi. Þyrnirós tók á rás og hljóp af stað rétt fram hjá okkur og folaldið á eftir, Sara var snögg til, skaust á milli þeirra og hljóp það nánast í faðminn á henni:)



Hér er svo móðirin komin það er engin önnur en hún Þyrnirós frá Álfhólum (móðir Þrumufleygs). Faðir folaldins er Dimmir frá Álfhólum





Albróðir þessarar hryssu fæddist í fyrra og vorum við það hrifnar af honum að Sara smellti Þyrnirós aftur undir Dimmi og sagðist ætla að fá hryssu á næsta ári! 



Pirrandi fyrir athyglissjúku eins og mig að fá aldrei að vera með á myndunum því ég held alltaf á myndavélinni!



Við bætum nú úr því og fékk ég að vera með!



Jíhaa.. :)



Tignarleg er hún Þyrnirós alltaf. Hún er ákaflega falleg hryssa í stóði. Myndarskapurinn og upplitið leynir sér ekki. Vinkil hágeng og mikill skörungur.



Æi hvað maður er lítill... en fljúgandi gangur og fótaburður.. aðeins nokkra tíma gömul. 

Svo þarf Sara bara skíra dömuna. Albróðirinn hefur verið nefndur Þrumugnýr og þessi væntanlega Þrumu-? ... Þrumurós, Þrumudís, Þrumuflaug... tja maður spyr sig. 

Rósa Valdimars (móðir mín) á að halda Þyrnirós þetta sumarið og er hausverkurinn byrjaður. Allar uppástungur um hesta eru velþegnar. :)

Texti og Myndir: Hrefna María (tekur yfir þegar þegar yfirmaðurinn stingur af í bæinn). 

26.06.2010 02:03

Ný heimasíða Þrumufleygs

Okkur langaði að benda ykkur á að síða hefur verið opnuð á veraldar vefnum tileinkuð honum Þrumufleyg. 

Slóðin er:



Allt gott er að frétta af kappanum og hefur hann það gott í stóðinu sínu sem er á Skúmstaðalandi í nágrenni Álfhóla. Það má með sanni segja að hann sé að lifa draumalífi margra karlmanna... éta, sofa, og ..... :)

Endilega kíkið við!
 

25.06.2010 01:09

Kaldar kveðjur


Myndasaga



Vúhú, Guggur í sjónmáli !!!



Jójójó.... mér lýst vel á þig mar!  Flott á litinn beib emoticon



"Djöfull er ég flottur, tralla la la tralla la la, djöfull er ég flottur..... Vú...."emoticon 



"Hún sagði hættu, farðu, þegiðu og hætt´að abbast uppá mig!"    Áts, Djöfs bitsið emoticon



Í hvurslags ljónagryfju er eiginlega búið að henda mér í ??? Kræst!!  Ég fíla mig ekkert flottann lengur emoticon



Hóhóhó....bíddu, bíddu ertu að grínast í mér.... ekki þú líka vinan  emoticon



OK, ég verð að halda kúlinu, anda inn, anda út, anda inn..... ekki hlaupa í burt....dem, sú er geggjuð maður, vá!



Er ´etta eitthvað djók með lúkkið á þessum gellum, þær eru allar á svipinn eins og þær séu nýsloppnar út af "gúgú" heimili! Já og með snjóhvít augu, ég hef nú bara aldrei séð svona lagað fyrr!



En það er víst ekki um annað að velja en að taka dansinn með þessum guggum hvort sem mér líkar betur eða verr, vona bara að ég komist heill heim eftir að ballinu lýkur.

Myndatökumaður: Hrefna María Ómarsdóttir
Textahöfundur og stílisti: Sara Ástþórsdóttir
Staðsetning: Skúmstaðir
Fyrirsæta: Máttarbaugur 2 vetra undan Baug frá Víðinesi og Mónu frá Álfhólum


04.06.2010 23:30

Þrumufleygur frá Álfhólum



Það er ekki um auðugan garð að gresja í sýningarhaldi með hross hér frá Álfhólum þetta vorið.  Öll hrossin hjá mér veiktust undir vorið eins og áður sagði, en hjá Jonna í Ármóti var hinn 4 vetra Þrumufleygur Þyrnirósar og Þóroddson í þjálfun í vetur. Það var riðið á tæpasta vað með að fara með hann í dóm en strax eftir sýninguna veiktist hann, fékk hita og komst þ.a.l ekki á yfirlitið. Þrumufleygur fékk meðhöndlun strax hjá dýralækni, hitinn hvarf strax og hann virðist vera nokkuð frískur og ekkert kvefaður.


                                                                                                                    Mynd Kolla GR

Þó var enginn beygur í honum fyrir brautinni á þriðjudeginum enda fjörviljugur og krafmtikill foli, sem lítið bítur á.  Sýningin gekk þokkalega nema skeiðið gekk ekki alveg upp og þótti Jonna það afar súrt að komast ekki á yfirlitið til að laga skeiðeinkuninna sem var bara uppá 6. Brautin í forsýningunni í Hafnarfirði var rosalega hörð og getur það breytt ýmsu með svona ung hross á skeiði sem var raunin hjá Þrumaranum, eins og við köllum hann.


                                                                                                                    Mynd Kolla Gr

Fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð í reið fékk hann 8,5 og hæfileikaeinkunn var uppá  7.95  Okkur fannst hann heldur hart dæmdur fyrir byggingu, 7.76 en það getur auðveldlega lagast með auknum þroska á næsta ári. Aðaleinkunn 7.87. Meiri upplýsingar um hann HÉR.

John Kristinn er búinn að vera mjög ánægður með klárinn í allan vetur. Frá fyrsta mánuði í tamningu hefur hann verið hrifinn af hestinum segir hann fljótan til, hreingengan og viljugan.  Hreinlega hefur ekki verið hægt að ná klárnum af honum, svo sem engin ástæða til. John hefur tamið hestinn lista vel og segir hann folann vera besta tryppi sem hann hefur tamið og þjálfað.

Sjá fleirri myndir af Þrumufleyg HÉR



Þrumufleygur verður í góðri girðingu í nágrenni Álfhóla í sumar og áhugasamir geta hringt í Hrefnu Maríu 8611218 eða sent póst á [email protected]



                                                                                                                                                                Mynd Óðinn Örn

01.06.2010 15:44

Attention English readers



More news in English on the right side of the page or click here.

  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 394
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 17404
Gestir í gær: 203
Samtals flettingar: 1547951
Samtals gestir: 98021
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 02:15:10

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]