Færslur: 2009 Nóvember
27.11.2009 10:22
Mynd sem segir sögu
Ég var að flétta í gegnum myndir sem Birgit frá Þýskalandi tók í sumar og rak þá augun í þessa sem ég hafði ekki veitt neina athygli áður. Bara ósköp venjuleg mynd af hrossum í rekstri, eða allavega er það sem flestir sjá.
Þessi mynd segir mér hins vegar söguna af forystusauðnum Dívu sem leiðir hópinn, yfirklappstýrunni Móey sem ég get alltaf notað sem mið í haganum þegar ég er að tékka hvort Díva sé ekki örugglega á sínum stað. Díva er svona sparibaukur sem ég passa sérlega mikið uppá og hafði hana yfirleitt úti eina. Fann svo út að það væri ein hryssa í húsinu sem myndi aldrei sparka frá sér og það var hún Móey litla og því óhætt að hafa þær saman. Ef að allir í heiminum væru eins og Móey þá væru öll stríð úr sögunni. Það gat verið skondið að fylgjast með því í svona túrum, ef það var einhver slagur í uppsiglingu, þá hljóp sú vindótta á bak við Dívu eða Gjósku, þá móálóttskjóttu og faldi sig svo hún yrði örugglega ekki fyrir höggi. Náttúrulega mjög hentugt þegar hross eru svona þenkjandi því þá er maður ekki hræddur um að þau slasi sig í slagsmálum.
Sú gráa, Frostrós og Heiðrún sú jarpa tóku uppá því í sumar að vilja vera alltaf saman og heimtuðu að fá að vera í sömu stíu á daginn, ekki gerði ég neitt til þess að gera þær að vinkonum en það eru ein 4 ár á milli þeirra í aldri.
Svo að lokum er það Gjóska, alltaf jafn sátt í eigin skinni og lætur sé fátt um finnast þó að reksturinn fjarlægist óðfluga. Það er oft eins og hún þurfi ekkert sérstaklega á vinum að halda og passar uppá sinn persónulega radíus. Ef hægt er að tala um að hross séu mismundandi greind, þá held ég að þessi skjótta greinist í efri mörkunum.
Fjölskyldubönd eru gífurlega sterk í hrossahópnum og systkyni halda oft saman langt fram eftir aldri fái þau tækifæri á því. 1stu verðlauna hryssan Skessa frá Kanastöðum passar hér uppá yngri systur sína í áningu í sama rekstri.
Já, tengslin í hrossahópnum eru margbreytilegri heldur en margur gerir sér grein fyrir.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
15.11.2009 13:45
Svarti Svanurinn
Sumar ræktunarhryssur hérna í Álfhólum hafa fengið meiri athygli hér á forsíðunni en aðrar. En það er nú bara þannig að þær verða nú að vinna sér það inn að ég fjalli um þær ;)
Þessi svartstjörnótti framtaksfallegi foli er í eigu Rósu og er undan Þyrnirós frá Álfhólum og Þórodd frá Þóroddstöðum og er á fjórða vetri.
Hann var tamin í ca mánuð í haust af John Sigurjónssyni tengdasyni Rósu sem er yfirtamningamaður á Ármóti þessa dagana. Jonni lætur afar vel af folanum og er alveg ólmur í að eignast hlut í honum.
Jonni er hálf munaðarlaus þegar kemur að hestamennsku en enginn í hans fjölskyldu veit varla hvað snýr fram eða aftur á hrossum. Því var mikill happafengur fyrir hann að kynnast Hrefnu Maríu og komast í tæri við svona góð hross ;)
Folinn ungi fékk nafið Þrumufleygur þegar hann var folald. Hann brunaði á öllum gangi á sínum yngri árum og því höfum við trú á því að þetta verði alhliða hestur þó svo hann hafi valið að skálma mikinn brokki eftir að hann var járnaður.
.
Upplitsdjarfur 2ja vetra gamall en varð að dúsa heima á meðan Mánasteinn og Dáðadrengur fengu að æfa sig á feitum "guggum" í mýrinni!
Skrifað af Sara Ástþórsdóttir
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
Flettingar í dag: 1357
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627831
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 12:23:59
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]