Færslur: 2009 Nóvember

27.11.2009 10:22

Mynd sem segir sögu



Ég var að flétta í gegnum myndir sem Birgit frá Þýskalandi tók í sumar og rak þá augun í þessa sem ég hafði ekki veitt neina athygli áður.  Bara ósköp venjuleg mynd af hrossum í rekstri, eða allavega er það sem flestir sjá.

Þessi mynd segir mér hins vegar söguna af forystusauðnum Dívu sem leiðir hópinn, yfirklappstýrunni Móey sem ég get alltaf notað sem mið í haganum þegar ég er að tékka hvort Díva sé ekki örugglega á sínum stað.   Díva er svona sparibaukur sem ég passa sérlega mikið uppá og hafði hana yfirleitt úti eina.  Fann svo út að það væri ein hryssa í húsinu sem myndi aldrei sparka frá sér og það var hún Móey litla og því óhætt að hafa þær saman.  Ef að allir í heiminum væru eins og Móey þá væru öll stríð úr sögunni.  Það gat verið skondið að fylgjast með því í svona túrum, ef það var einhver slagur í uppsiglingu, þá hljóp sú vindótta á bak við Dívu eða Gjósku, þá móálóttskjóttu og faldi sig svo hún yrði örugglega ekki fyrir höggi.  Náttúrulega mjög hentugt þegar hross eru svona þenkjandi því þá er maður ekki hræddur um að þau slasi sig í slagsmálum.

Sú gráa, Frostrós og Heiðrún sú jarpa tóku uppá því í sumar að vilja vera alltaf saman og heimtuðu að fá að vera í sömu stíu á daginn, ekki gerði ég neitt til þess að gera þær að vinkonum en það eru ein 4 ár á milli þeirra í aldri.

Svo að lokum er það Gjóska, alltaf jafn sátt í eigin skinni og lætur sé fátt um finnast þó að reksturinn fjarlægist óðfluga. Það er oft eins og hún þurfi ekkert sérstaklega á vinum að halda og passar uppá sinn persónulega radíus.  Ef hægt er að tala um að hross séu mismundandi greind, þá held ég að þessi skjótta greinist í efri mörkunum.



Fjölskyldubönd eru gífurlega sterk í hrossahópnum og systkyni halda oft saman langt fram eftir aldri fái þau tækifæri á því.  1stu verðlauna hryssan Skessa frá Kanastöðum passar hér uppá yngri systur sína í áningu í sama rekstri.

Já, tengslin í hrossahópnum eru margbreytilegri heldur en margur gerir sér grein fyrir.

15.11.2009 13:45

Svarti Svanurinn




Sumar ræktunarhryssur hérna í Álfhólum hafa fengið meiri athygli hér á forsíðunni en aðrar.  En það er nú bara þannig að þær verða nú að vinna sér það inn að ég fjalli um þær ;) 
Þessi svartstjörnótti framtaksfallegi foli er í eigu Rósu og er undan Þyrnirós frá Álfhólum og Þórodd frá Þóroddstöðum og er á fjórða vetri.



Hann var tamin í ca mánuð í haust af John Sigurjónssyni tengdasyni Rósu sem er yfirtamningamaður á Ármóti þessa dagana.  Jonni lætur afar vel af folanum og er alveg ólmur í að eignast hlut í honum. 

Jonni er hálf munaðarlaus þegar kemur að hestamennsku en enginn í hans fjölskyldu veit varla hvað snýr fram eða aftur á hrossum. Því var mikill happafengur fyrir hann að kynnast Hrefnu Maríu og komast í tæri við svona góð hross ;)



Folinn ungi fékk nafið Þrumufleygur þegar hann var folald. Hann brunaði á öllum gangi á sínum yngri árum og því höfum við trú á því að þetta verði alhliða hestur þó svo hann hafi valið að skálma mikinn brokki eftir að hann var járnaður. 

.

Upplitsdjarfur 2ja vetra gamall en varð að dúsa heima á meðan Mánasteinn og Dáðadrengur fengu að æfa sig á feitum "guggum" í mýrinni! 




Okkur Þyrnirós gekk ágætlega í þeim töltkeppnum sem við tókum þátt í og vorum oftast í A-úrslitum.  Þetta video er síðan á Reykjavíkurmóti Fáks 2003 en þar lentum við í 3ja sæti í tölti Meistaraflokk en ég var titluð Reykjavíkurmeistari þá sem efsti Fáksmaður.  Árið 2004 ætluðum við okkur að gera stóra hluti en hvert óhappið elti annað, þannig að þjálfun og árangur var frekar dapur það árið.  Um vorið fór hún undir Hrym frá Hofi og er búin að vera í folaldseign uppfrá því. 
Þyrnirós er fædd Rósu undan áðurnefndri Vöku, en ég eignaðist ráðandi hlut í henni fyrir nokkrum árum en Rósa fær 3ja hvert folald undan henni. Þrumufleygur er fyrsta folaldið sem hún eignast undan Þyrnirós og það er ekki að spyrja að því, "kellingin" hestheppin að vanda ;)

Vaka móðir Þyrnirósar var einnig móðir 1verðl stóðhestanna Tígurs og Eldvaka og er af gamla Álfhólastofninum með Nökkvablóðið í æðum.  En hún hefur meir en það, því afi hennar er Hrafn frá Kröggólfsstöðum sem var undan Herði frá Kolkuósi.  Hrafn þessi fór ungur til Þýskalands og var í eigu Brunó heitins á Wiesenhof.  Ég man fyrir allmörgum árum þegar ég var í Þýskalandi þá var Hrafn í guðatölu hjá mörgum Þjóðverjum.  Einhver kom hróðugur til mín og tilkynnti mér að Hrafn væri sko langa langafi hestsins síns!

Þyrnirós fór undir Dimmir í sumar, en eitt besta folald sumarsins var einmitt undan þeim tveim. Segi kannski nánar frá því í næstu gúrkutíð.

15.11.2009 00:18

Tíminn fljúgandi



Vá, eigum við að ræða það eitthvað.....Sumarið nýliðið og dekurhrossin varla komin í haustfrí, nýklippt og fín ( ég ræðst alltaf á faxið á haustin sumum til mikillar hrellingar), að það er bara komin miður nóvember og maður fer að telja dagana þangað til að gæðingarnir komi inn aftur, t.d jarpa uppáhaldið sem var nú eiginlega byrjuð í haustfríinu sínu þegar þetta video er tekið, búin að klippa sjálf af sér toppinn og bæta hressilega á sig. 

Ekki það að hesthúsið sé búið að vera tómt í haust, nóg af tryppum og söluhrossum rúlla í gegn en margt af því fer svo í frí í Desember til að rýma til fyrir hrossum sem koma til vetrarþjálfunar.  Stundum leynist óvæntir gæðingar í hópnum eins og þessi brúnstjörnótti sem ég er að prófa þarna í þriðja skipti.

Time flies too fast!

Woww should we discuss this further...  The summer has just passed and our own competition/show horses are on their fall break, new cut main and hoofs. I always cut their maine and hoofs allot when I give them their break, some people think that's crazy but I think it gives it more grooving. And now it is middle of November and I am already counting the days until theses "fancy" horses come again for training. For example this bay mare of mine, Díva, that was technically already began in her break  when this video was taken. She had cut of her bang herself and gain some extra weight.
 
The stable has however not been empty this fall. Plenty of youngsters in training and sale horses in training. Some of this horse go then to a break in December and are trained again next summer. So we have enough room for the horses that are coming in to winter training. Sometimes I find unexpected things in this horse group. Like this black one with the star.




Það er svoldið fyndin saga á bak við hann.... Rósa keypti hann frá Akurey fyrir 5 árum síðan og er undan hesti héðan sem hét því skemmtilega nafni Rósinkranz og var undan Vöku gömlu sem hefur gefið hérna mörg góð hross og Þokka frá Bjarnanesi.  Já hún Vaka litla sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni var alveg gríðarlega fallegt folald sem brunaði vinkilhágeng á öllum gangi og það kom ekki í ljós fyrr en vorið eftir að Rósa hafði keypt köttinn í sekknum.  Vaka litla var alls engin hryssa heldur hestur!!!

Svo kom að tamningu og eftir ca tveggja mánaða tamningu þótti "Vaka litla" frekar púkó og lítið sem minnti á sprangið yfir þúfurnar forðum daga.  Svo honum var eiginlega hent í mig og sagt að ég mætti bara eiga hann og Verena hélt árfram þjálfuninni í haust.  Ég er heldur léleg buissness manneskja og klikkaði algerlega á því að fá það undirritað að hann tilheyrði núna mínu eignasafini, kannski af því að ég var sjálf búin að gefa upp vonina um annað en að þetta yrði meðal frístundahestur í besta falli, hummm... 
Taumléttur, taktgóður, sjálfberandi og hágengur, er hægt að biðja um eitthvað meira, ja nema kannski aðeins meiri stærð fyrir mig. 


There is a great story behind this one. Rósa (Sara mother's sister and Hrefna María's mom) bought this one from Akurey a farm her nearby 5 years ago. His father is a horse from us and his name was Rósinkranz and his mother was Vaka from Álfhólar (mare that have given us few 1.st price offsprings) and his father was Þokki frá Bjarnanesi. "She" was a really nice looking foal, fly on tölt with crazy high movements and was named in the head of his grandmother "Vaka junior". But it was a little bit of surprise the following spring when it came clear that "Vaka junior " that we thought was a mare was indeed a stallion!!!!!

Then "she" was just castrated and when he was old enough we started training him. After ca. 2 months of training was "Vaka junior" just average and did not show us the greatness that we saw in him as a foal. So Rósa ALMOST just gave me (Sara) him and Verena has been training him this fall. I am for sure a really bad business woman to have not got her signature for him (maybe because I just thought he would just be a nice riding horse, nothing more.. )   

But "Vaka junior" has been like a Cinderella story. He is just an amazing horse. So light on the rains, clear beat, self carring, high lifting movements, ready for the track in Tölt competition, really talented horse. Can you ask for more???


  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 1357
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627831
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 12:23:59

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]