Færslur: 2009 September

21.09.2009 00:43

Haustsprikl



Ég smalaði hryssunum heim frá 
Dimmir um helgina og notaði sólarglætuna til að smella nokkrum myndum af folöldum undan honum sem fylgdu mæðrum sínum undir hann aftur.

Þessi móvindótti var voða lítillátur í vor þegar hann fæddist.  Fyrstu dagana lallaði hann á einhverju tölt/skeið malli sem er reyndar mjög gott en svo sýndi hann bara ekki neitt nema valhopp og ég var ekkert að skoða hann of mikið í sumar.

Fall wriggle

I took the mares from 
Dimmirs field home last weekend. Took him from them now he is going to play with the boys until the training begins this winter. I used the little sun we had to take few photos of the foals who where with their mothers.

This Silverdapple one was really small when he was born this spring. The first few days in his life she wander around on tölt/pace which is actually really good, but I have not had a change to look at him much this summer.




Hann er heldur betur búinn að æfa sig í að taka til fótanna í sumar og það er alveg feykilegt svif og kraftur í brokkinu.   Þessi foli er undan 
Mær sem er undan ættmóður vindóttu hrossana hér ef svo má að orði komast, henni Mónu gömlu sem er einnig móðir Móeiðar. 

He has for sure been practicing this summer to run powerfully with his feet with huge suspension and power in his trot. This young foal is sired by Mær which is the daughter of the ancestress of all silverdapple horses here in Álfhólar, that is Móna frá Álfhólum who is also the mother of the great Móeiður frá Álfhólum.



Hann þarf sko engar þúfur til að hjálpa sér við að öngla upp löppunum þessi ;)

He does not need any tussock to help him lift his feet ;)



Það er nú kannski engin tilviljun að Mær er að fara undir Dimmi í þriðja skiptið en fyrir á hún þessa veturgömlu montrófu sem ég kalla Meyju.

Maybe it is no coincidence that Mær is going the third time to Dimmir. Before she has this boasting 1 year old mare called Meyja.



Kvöldsól er líka að fara undir Dimmi í þriðja skiptið og nú vil ég fá meri takk, og hún má alveg líta út eins og þessi brúni, hann þarf heldur ekki þúfur eða loðið gras til að lúkka vel ;)

Kvöldsól is also going to Dimmir the 3rd time but now I want a mare, THANKS. She can for sure look like this black one, he does not either need tussock or high grass to lift his feet and look good. ;) 

18.09.2009 22:23

"Og hann er bara 9 vetra!"



Það má finna mörg flott video á Youtube, og ótúlegt nokk það eru til önnur hestakyn sem fanga athygli manns heldur en Íslenski hesturinn.

Eins og þessi svartsokkótti stóðhestur sem keppir hér í Dressúr og er líklega einn allra flottasti dressúrhestur sem maður hefur séð.  Hesturinn svo fjaðrandi hágengur og mjúkur og framkvæmir æfingarnar svo átakalaust.  Knapinn fylgir hverri hreyfingu fullkomlega, gegnum mjúkur, heildamyndin frábær og það er heilmikið frelsi í öllum aganum.

En það sem er kannski athyglisverðast er að þessi ungi stóðhestur er "bara" 9 vetra!   Þetta er kannski eitthvað sem við getum haft í huga þegar okkur finnst keppnishestarnir vera orðnir úreldir 9- 10 vetra, að úti í dressúrheiminum eru þeir kannski rétt að byrja sinn feril!  

11.09.2009 17:51

Ný söluhross




Nú þegar haustar breytast aðeins áherslur í hestamennskunni. Búið er að draga undan flestum kynbótahrossum og keppnishrossum og þau komin í haustfrí.  Í staðinn er verið að gera hóp af tryppum reiðfær og halda áfram með önnur.

Núna eru mörg góð söluhross á járnum hjá okkur og í þjálfun. Allt frá traustum reiðhrossum til úrvals keppnishrossa og ræktunargripa.

Endilega komið við á sölusíðunni okkar og lítið á úrvalið, þó svo það sé ekki nema sýnishorn af því sem við erum með til sölu. Fylgist með á næstunni því við ætlum að reyna koma sem flestu inn á síðuna sem er söluhæft.  Söluhæft segi ég, því við viljum bara bjóða hross til sölu hér á síðunni sem við erum sjálf ánægð með og teljum vera eiguleg hross.   


Lífleg sala hefur verið á Álfhólum í sumar og mörg hross komin til eða eru á leið til nýrra eiganda. 

Oft á tíðum þá höfum við ekki undan við að koma söluhrossum inn á síðuna. En hér eru nokkrar myndir af hestum sem hafa leynst hjá okkur í sumar og farnir til nýrra eiganda.


New sale horses

Now when the fall is coming we have a bit different emphasis in our horsemanship. We have put most of our breedingshow and competition horses to fall vacation. Their training will begin again in December or January. Instead we have group of youngsters that we are breaking and other horses that we are training more.

Now we have many good Sale horses in the stable. All from stable riding horses to super competition horses and breeding candidates.

Please check out our Sale webpage and take a look at our variety, even though it is not all of our sale horses. Stay tuned next couple of days because we will try to put all horses that are ready for sale on our homepage. Yes, we say "ready for sale" . we only offer horses that we are satisfied with and think are ownable horses.

Horse sale has been good here in Álfhólar this summer and many horses are on their way to new owners or are already there.

Sometimes we did not have time to put them on our homepage because they are already sold. Here are photos of horses that we have had this summer and did not reach our sale page but have already landed with new owners.  



Þetta er Eldgígur 5v foli frá Hrefnu Maríu. Stór og mikill hestur, gríðarlega sterkur og þolmikill foli.  Framtíðar keppnishestur sem farinn er til Þýskalands. Skemmtilega ættaður hestur undan Eldvaka frá Álfhólum og Gýgur frá Ásunnarstöðum, Blakksdóttur frá Hafnarnesi. Ræktun af gamla skólanum. Hann er annað afkvæmið sem við eigum undan þessari hryssu hitt er Herská Parkersdóttir.

This is Eldgígur 5 year old gelding from Hrefna María. Big and powerful horse, extremely  strong horse. Future competition horse that has left Iceland and is placed in Germany. His blood is intresting his father is Eldvaki frá Álfhólum and mother is Gýgur frá Ásunnarstöðum, daughter of Blakkur from Hafnarnesi. Breeding old school way. Eldgígur is her second offspring that we train the other one is Herská daughter of Parkef from Sólheimum



Þetta er Seiður frá Strandarbakka. Aðeins 4 vetra stóðhestur ræktaður af Eiði áður kenndur við Búland. Seiður er farinn til Þýskalands. Einstaklega geðgóður foli með góðar gangtegundir og fallegan limaburð. Seiður er undan Líbrant frá Baldurshaga (gráskjóttur stóðhestur sem fór út í fyrra vetur, Siggi Sig var með hann lengst af) og Galdursdóttur frá Sauðárkróki. Skemmtilegt að segja frá því að hesturinn heitir Seiður, móðir hans Norn og afi hans Galdur.... Spúkí ..!?

Okkur finnst mjög skemmtilegt er að fá fréttir af seldum hestum og myndir.  
Hér er nýji eigandinn af honum Þrym frá Álfhólum sem oftast var kallaður Valda-Blesi á þessum bæ. Þrymur var seldur í vetur og vegnar honum vel á nýjum stað.

This is Seiður from Strandarbakka. Only 4 year old stallion. Seiður is placed in Germany. He has really nice temperament with good gaites and nice leg action. His father is Líbrant from Baldurshaga (grey pinto stallion, placed in Swiss) and his mother is a daughter of Galdur from Sauðárkroki. It is fun to tell you about that the name Seiður means sorcery and his mother is called Norn that means Witch and his grandfather is called Galdur that means magic or witchcraft.... wooo spukíí..

We are happy to have news of our sold horses and photos. Here is the new owner of Þrymur frá Álfhólum. Þrymur was sold last winter and is doing well at his new home.



Svo er hann Rauðskeggur lentur í Svíþjóð og gaman að sjá að honum líkar vel við græna grasið hinum meginn við Atlandshafið.

And then there is news from Rauðskeggur. He has landed in Sweden and it is nice to see that he is adopting well and it seems that he likes the green grass just as well on the other side of the Atlandic Ocean.


 




03.09.2009 11:35

Suðurlandsmót



Um síðustu helgi lauk skemmtilegu suðurlandsmóti þar sem ég tók þátt í fimmgang opnum flokki, á Mætti frá Leirubakka, 6 vetra stóðhesti sem ég fékk í hendurnar í sumar.  Við fórum í forkeppni í 6.60 og enduðum í þriðja sæti í úrslitum.

Máttur stóð í ströngu vikunni áður, því þá fór ég með hann í kynbótadóm þar sem hann hækkaði töluvert fyrir hæfileika og endaði í 8.34,  8.17 í aðaleinkunn.  Hann er með 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9 fyrir vilja. 

Southern championship

Last weekend was one of the biggest sport competition this year. It is called Suðrulandsmót or in English maybe Southern championship. I participated in five gait open class on the stallion Máttur from Leirubakka. He is a 6 year old stallion that I got for training this summer. In the preliminaries we got 6,60 and ended in 3rd place after the finals.

Máttur had a hard working week, because I took him to a breeding show the same week. He raised his scores a bit for ridden abilities and ended up with 8,34 and 8,17 for total score. He has 8,5 for tölt and general expression and 9 for spirit. 




Hann fékk aðeins 7,5 fyrir skeið en það var skoðun margra að sú einkunn hefði alveg mátt vera 8 eftir yfirlit.

Einn dag fékk Máttur til að hvíla sig og svo var hann kominn á hringvöllinn, get ekki annað en sagt að geðslagið í þessum hesti og viljinn til að leggja sig fram í verkefnin er í góðu lagi.

He only got 7,5 for pace but it was on many people's mind that it should have been 8.

Máttur got one day of to rest and then we went to the overall track. I can not say anything other that is spirit and temperament are excellent and is eager to do everything for you.


Stundum er skrítið hvernig hlutirnir eru, því þegar ég var beðin um að taka hann að mér um mitt sumar var ég síður en svo hrifinn að fá stóðhest í þjálfun með allri þeirri vinnu sem því fylgir og reyndi í lengstu lög að humma það fram af mér, en Máttur er í eigu sömu aðila sem eiga Dívu með mér svo þeir hafa ágætis tök á mér ;)   Núna er hann hins vegar komin í mikið uppáhald hjá mér þessi hestur og kannski engin furða.

Sometimes it is strange how things develop, when I was asked to take a stallion in training middle of the summer and I was not jumping of joy of it because it is a lot of work to have and train a stallion over the summer. But I know the owners a lot so I could not say no, but now Máttur is one of my favorite and no wonder.



                                                                                                                           Mynd Lena Walvik

Að auki mætti ég með Dívu í tölt meistara þar sem við enduðum í 4-6 sæti eftir forkeppni og þ.a.l beint inní A-úrslit.  Úrslitin lét ég fram hjá mér fara í þetta skipti því tæknilega var Díva komin í haustfrí hjá mér og eiginlega dottin úr allri þjálfun. Mér fannst hún bera yfir sér of mikinn haustbrag til að geta skartað eitthvað í keppni og því átti ég bara eftir að draga undan henni.  En Hrefna og Sara Rut skoruðu á mig að fara með hana og hún fékk sína bestu einkunn sumarsins mér algerlega að óvörum, 7.37.

Lena Walvik frá Noregi var í viku heimsókn hjá okkur og tók helling af flottum myndum eins og hún er vön.

In additionally I took my 5 year old Díva to the master class Tölt. We ended up in 4-6 place . But Diva is technically  on a fall break and almost in no training shape so I did not participated in the finals.  But I got my highest scores this season 7,37 in the preliminaries.

Lena Walvik from Norway came here for a visit for a week and as usual she took  tons of great photos.





Hrefna María gerði góða ferð á honum Rauðskegg sínum og vann slaktaumatöltið.  Þetta var þeirra síðasta mót því í dag hélt Rauðskeggur litli upp í langt ferðalag sem mun enda í Svíþjóð á laugardag. Rauðskeggur er góður og skemmtilegur hestur, mikill ljúflingur og án efa eftir að bræða hug og hjörtu nýrra eiganda líkt og okkar. 

Hrefna María had a good trip to the Southern championship also. She won the T2 (loos rain tölt) on her stallion Rauðskeggur.  It was there last champion because today the small Rauðskeggur went on a long journey that will end in Sweden next Saturday. Rauðskeggur is a good and enjoyable horse, really much of a sweetheart and will without a doubt become new owners favorite like ours. 

   




02.09.2009 14:03

"Jólahreingerning" og Töðugjöld



Þegar hestarnir voru nærrri því farnir að labba útúr stíunum var komin tími til að moka út, og tækifærið var notað til að skrúbba yfir allt í leiðinni.
 


Það má alveg kalla þetta jólahreingerningu, því ég er ekki mjög bjartsýn á að við nennum að gera þetta nema einu sinni á ári.

Um miðjan mánuðinn voru töðugjöld og hestakeppni á hellu og á Laugardagskvöldið var heilmikið fjör sem endaði með Papaballi.



Þarna má sjá nokkrar hestakonur í heldur óvenjulegu apparati, fallturni. Fv.  Artemisa, Eva, Sissel og Sara.



´Hrefnan, Gróan og Villan eru þarna á fleygiferð.



Tamningakonurnar á Álfhólum, Maija frá Finnlandi og Sara Rut voru í góðum gír.  Maija sagði við mig um daginn á kynbótasýningunni að ég ætti að fá spes verðlaun fyrir að vera með fallegasta aðstoðarfólkið á sýningunni ;)



Kófsveittar frænkur og búnar að dansa af okkur lappirnar til kl 3 um nóttina, en við erum ekki alveg vissar hver þessi ofurhressi er, sem tróð sér inn á myndina hjá okkur, hummm?
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 1357
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627831
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 12:23:59

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]