Færslur: 2008 September

20.09.2008 22:51

Fegurðin er afstæð

Hvernig getur stelpa í hvítum diskógalla, já eða í náttfötum ef við viljum vera leiðinleg, heillað þúsundir manna á lágreistum, lágengum og faxlitlum brúnum hesti????Þetta er alger snilld hjá henni og skemmtilegt á að horfa þrátt fyrir að fótaburðurinn sé ekki að þvælast fyrir honum blessuðum og kennir okkur einu sinni enn hvað fegurð er afstætt hugtak.  En "Beauty is líka pain" og eins og glöggir sjá þá gefur hún ábendingnar mikið með fótum og hefur spora í hælunum, e-ð sem við íslendingar eru voða hrædd við.  Já, ég man þegar ég var að taka til tamningar árgang undan ákveðnum hesti að þau voru sum hver ansi viljadauf til að byrja með og klárgeng í þokkabót og þá bað ég einhvern um að koma með spora fyrir mig.  Minnir samt að ég hafi bara nennt að setja þá einu sinni upp.  
Svona lagað er tæplega kennt á einni nóttu og ég leyfi mér að efast um að hesturinn hafi alltaf verið riðinn og þjálfaður beislislaust.  En hann hefur greinilega gaman af þessu og fer í gegnum sýninguna kjamsandi og sáttur, traustið og sambandið milli manns og hests eins og best er á kosið.
Burtséð frá því, þá væri þetta kannski hugmynd fyrir einhvern mótafrömuðinn að setja upp svona mót þar sem keppt væri berbakt og beislislaust!

11.09.2008 14:56

Vú,vú hvolpar :P9 litir sveitastrákar og stelpur fæddust á Kanastöðum í fyrrinótt unda Pjakk mínum og Snotru tíkinni þar á bæ.Maður veit ekki hvort manni finnst þeir sætir eða ljótir svona litlir og umkomulausir en flestir eru voða fallegir á litinn, blesóttir með ljóstýru á skottinu.Stoltur faðirinn! 

Nú er einstakt tækifæri fyrir aðdáendur Pjakks að eignast undan honum hvolp og um að gera að nýta sér það og hafa samband fyrr en síðar

Snotra er eins og Pjakkur alveg frábær hundur og það hafa komið hvolpar undan þeim áður sem hafa vakið mikla lukku hjá eigendum sínum bæði innanlands og utan!   Feðgarnir Pjakkur og Rexi hennar Hrefnu Maríu.

07.09.2008 01:12

Hagaljómar


Baugsonurinn undan Mónu var eins og álfur út í hól þegar mamma hans skildi hann eftir aleinan heimundir meðan hún gamnaði sér mér Dimmi í sumar.  Við þurftum að ná í stóðið lengst út í mýri, til að koma honum undir aftur, því ekki var sú gamla á þeim buxunum að ná sjálf í snáðann!  En einhvern árangur bar þetta ævintýri því Móna sónaðist með 30-40 daga fyli eins og flestar aðrar hryssur sem við sónuðum í gær undan Tígur, Mánastein og Dimmi.  Ég var reynar smá smeik um að Mánasteinn væri eitthvað klaufalegur við að fylja, því þær fyljuðust ekki alveg strax.  En þetta lærðist hjá honum og allar orðnar klárar þannig að ég verð óhrædd að setja vel inná hann næsta sumar.


Þessi krúttulegi brúnblesótti Leiknissonur undan Þyrnirós er eitt af mörgum (stóð)hestfolöldum sem fæddust í sumar.  Held að það hafi verið milli 60-70 % hestfolöld í sumar, já það eru ekki alltaf jólin.  Þyrnirós fór undir Dimmi.

Við geltum 8 hesttryppi í gær, fyrst það kom dýralæknir í hlaðið, sem betur fer var ekki mikið af veturgömlum tryppum sem komu til álita sem stóðhestar.  Ætla að sjá til með rauðblesótta Glymsoninn (hægt að skoða undir marsfærslu) brúnskjóttan Ásson sem Hrefna á og Urðar jarpskjótti er á leið til Svíþóðar með kúlurnar. 4 tvævetlingar eru með kúlurnar, auk Mánasteins eru það Dáðadrengur Víkings og Dimmuson, Leiknissonurinn og Svertu  og Þrumufleygur  Þyrnirósar og Þóroddson.   

Enginn 3ja vetra graðhestur er til en þeim mun fleiri hryssur undan sparihryssunum sem eru að koma til tamningar í haust.  Ætlaði helst að byrja á þeim núna strax, en ætla að komast betur í gegn það sem er heima fyrir fyrst.


                                                                                                                           Mynd Ransý Ásgarði
Þó svo að það sé kominn september þá eru ennþá að koma hryssur í heimsókn.


                                                                                                                           Mynd Ransý Ásgarði
Ég notaði tækifærið og henti mér á bak kallinum og eins og sjá má hefur hann engu gleymt.  Dimmir verður seint kallaður hagaljómi,  þannig  að einhvern veginn verðum við að sjarmera hryssueigenduna svo þeir brenni ekki með hryssurnar í burtu aftur þegar hann tekur á móti þeim á gamaldags íslenskum góðgangi

 Að sjálfsögðu er ég alveg steinhætt að ríða út með beisli og hnakk og geri þær kröfur að geðslagið þoli slíkt
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1512
Gestir í gær: 403
Samtals flettingar: 1168917
Samtals gestir: 76889
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 10:43:20

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]