Færslur: 2008 Ágúst
26.08.2008 11:00
Gáski og afkvæmi hans
Það fæddust folöld undan hinum og þessum hestum í sumar, Dug frá Þúfu, Leikni frá Vakurstöðum, Baug frá Víðinesi, Þokka frá Kýrholti, Stála frá Kjarri, Tígur og Dimmi frá Álfhólum, Íkon frá Hákoti og Funa frá Vindási. Þar að auki notaði ég skjóttan fola í fyrra sem er fæddur mér en Leó keypti af mér sem folald, hann Gáska frá Álfhólum, Gásku og Geislason. Það er svo magnað hvað tölur í kynbótadóm hafa mikið gildi en af því sýningin á honum í vor gekk ekki sem skildi lá við að maður hætti að gleðjast yfir afkvæmunum. Þetta folald er undan Gáska og gamalli hryssu sem heitir Kolfaxa.
IS-2003.1.84-666 Gáski frá Álfhólum
Sýnandi: Leó Geir Arnarson
Mál (cm):
141 131 138 64 149 39 51 44 6,6 29,0 18,0Hófa mál:
V.fr. 8,9 V.a. 8,3Aðaleinkunn: 7,92
Sköpulag: 8,02 |
Kostir: 7,85 |
Höfuð: 8,0 Bein neflína Fínleg eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 Reistur Háar herðar Þykkur Hjartarháls Bak og lend: 7,0 Stíft spjald Afturdregin lend Áslend Samræmi: 8,0 Léttbyggt Sívalvaxið Miðlangt Fótagerð: 9,0 Mikil sinaskil Þurrir fætur Réttleiki: 7,0 Framfætur: Útskeifir Nágengir Hófar: 8,5 Hvelfdur botn Prúðleiki: 6,5 |
Tölt: 8,5 Taktgott Há fótlyfta Brokk: 8,5 Taktgott Skrefmikið Skeið: 5,0 Stökk: 7,5 Sviflítið Vilji og geðslag: 8,5 Ásækni Þjálni Fegurð í reið: 8,5 Góður höfuðb. Mikill fótaburður Fet: 6,5 Skrefstutt Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
Umsagnirnar eru þó ekki slæmar og má vera að sýningin hafi farið betur ef ekki hefði þurft að járna hann upp á mótstað vegna ólöglegrar járningar en það vildi ekki betur til að jafnvægið raskaðaðist með og þeir sem þekktu hann áður fannst hann ekki vera sami hestur í braut.
21.08.2008 12:45
Síðsumarsfréttir
Undur og stórmerki, fréttir
Já það er heldur langt síðan maður sendi frá sér lífsmark, ég er farin að fá SMS frá fólki sem tékkar á þvi hvort ég sé ekki örugglega á lífi ennþá!
Annars var sett á forsíðu hestafrétta þessi fína mynd af mér vera að leita að Dvergum, minni óþægilega á ákveðinn knapa sem situr akkúrat svona, held að ég verði að fara á reiðnámskeið ef þetta heldur svona áfram..já...
Þessi er skömminni skárri, en þetta er hún tinnusvarta Atorka frá Álfhólum, hrakfallabálkur með meiru en hún fór í 7.90 núna á Hellusýningunni. Atorku átti að sýna í vor en hún slasaðist illilega á baki, hélt að hún gæti ekki orðið til reiðar meir. Uppúr 20 júlí fór ég að skríða á bak aftur, tók hana í 2ja daga rekstur en það vildi ekki betur til að afturfótaskeifa snerist undir henni og uppslátturinn fór uppí kviku....GREAT...! Tveggja vikna hvíld og annar 4 daga rekstur um verslunarmannahelgi og 4 sinnum á bak eftir túrinn og beint á brautina. MIðað við þjálfunina þá er ég bara sátt við útkomuna, gat ekkert komist í að þjálfa skeiðið sem sumir vilja meina að sé firnamikið, en 6 varð útkoman úr því, eðlilega. (ég hefði kannski átt að mæta með snúrumúlinn á yfirlitið, því eini alvöru spretturinn sem ég hef náð útúr henni var á snúrunni!) Spurning hvað ég geri, hvort ég verð með hana næsta vetur eða held henni?
Það má sjá nokkrar myndir af þessu ferðalagi okkar um verslunarmannahelgina í myndaalbúmi, þar sem Kanastaðir og Álfhólar ráku saman um 70 hross upp að Fossi og síðan voru riðnir Hólsárbakkarnir uppundir Ártún sem er besta reiðleið ever!
Á síðsumarsýningunni sýndi ég líka hana Dívu okkar en hún var dáldið komin yfir toppinn, orðin haustleg og loðin og dómarar sáu sér ekki ástæðu til að hækka hana frá því í vor, þrátt fyrir að hún sé búin að bæta töluvert í. Hún hefur líka verið dugleg að reita á sér faxið í sumar blessunin og komið svoldið múlalúkk á hana.
Gáta frá Barkastöðum fjögurra vetra hryssa sem kom til mín rétt fyrir landsmót fór í 7.82 út, efnilegt jafnvígt alhliða tryppi , vel byggð og getur ábyggilega farið í fyrstu verðlaun með frekari þjálfun seinna meir.
Svo reif ég tvær merar undan hnakknum hennar Maju aðstoðartamningakonu um miðjan júlí þegar henni fannst vera orðið eitthvað gaman að ríða á þeim. Það má náttúrulega aldrei hafa of gaman hjá vinnufólkinu! Ekki stóð sérstaklega til að sýna þær og kannski ákveðið dómgreindarleysi að sýna lítið undirbúin hross en það var bara látið vaða!! Báðum var kennt að skeiða í hestaferðalaginu um Verslunarmannahelgina og Silfurrán fékk 7,5 fyrir skeið og Auðlind 7, fljótar að læra þessar elskur!
Silfurrán hlaut arfaslakan byggingadóm, 7,48, varla hægt að segja frá því og 7.60 fyrir hæfileika, það má kannski laga það eitthvað til, þarf bara að temjast meira. Hrefna frænks segir að hún eiga að fara leikandi í 8,20-30 fyrir hæfileika næsta vor, ætli að það sé ekki best að hún fari bara í þjálfun til hennar
Auðlind þótti töluvert fallegri, 7,88 í byggingu, fékk ma 8,5 fyrir frampart, en ég sprakk hinsvegar úr hlátri þegar ég sá réttleikaeinkunn upp á 6!! Uuuu... ég hef bara aldrei tekið eftir því að hún væri eitthvað verulega snúin, var að vísu alveg herfilega járnuð hjá mér( þorði ekki að laga það svo nýfundna skeiðið myndi ekki hverfa). Ja allavega hefur hún aldrei gripið framaná sig á nokkuri gangtegund né stundað það að rífa undan sér skeifur þannig að.. ég held að þetta verði að endurskoða...hummm Engu að síður er Auðlind puntuleg meri sem á eitthvað inni með meiri þjálfun og að auki er hún alveg draumareiðhestur mjúk, taumlétt, hæfilega viljug og hreingeng. og fékk 7.63 í aðaleinkunn. Hún er til sölu fyrir rétt verð.
Hrefna lagaði vel til dóminn á henni Spyrnu frá Vorsabæ og reið henni í 7,85. Spyrna er keppnishestur Rakelar Jónsdóttur en þeim hefur gengið mjög vel í keppni í sumar undir leiðsögn Hrefnu. Rakel er dóttir Ólafar frænku okkar og Jóns Garðars en þau stunda sína ræktun og hestamennsku á Fögru-Völlum í Landssveit.
Jæja það er líklega best að koma sér í vinnuna aftur!
Já það er heldur langt síðan maður sendi frá sér lífsmark, ég er farin að fá SMS frá fólki sem tékkar á þvi hvort ég sé ekki örugglega á lífi ennþá!
Annars var sett á forsíðu hestafrétta þessi fína mynd af mér vera að leita að Dvergum, minni óþægilega á ákveðinn knapa sem situr akkúrat svona, held að ég verði að fara á reiðnámskeið ef þetta heldur svona áfram..já...
Þessi er skömminni skárri, en þetta er hún tinnusvarta Atorka frá Álfhólum, hrakfallabálkur með meiru en hún fór í 7.90 núna á Hellusýningunni. Atorku átti að sýna í vor en hún slasaðist illilega á baki, hélt að hún gæti ekki orðið til reiðar meir. Uppúr 20 júlí fór ég að skríða á bak aftur, tók hana í 2ja daga rekstur en það vildi ekki betur til að afturfótaskeifa snerist undir henni og uppslátturinn fór uppí kviku....GREAT...! Tveggja vikna hvíld og annar 4 daga rekstur um verslunarmannahelgi og 4 sinnum á bak eftir túrinn og beint á brautina. MIðað við þjálfunina þá er ég bara sátt við útkomuna, gat ekkert komist í að þjálfa skeiðið sem sumir vilja meina að sé firnamikið, en 6 varð útkoman úr því, eðlilega. (ég hefði kannski átt að mæta með snúrumúlinn á yfirlitið, því eini alvöru spretturinn sem ég hef náð útúr henni var á snúrunni!) Spurning hvað ég geri, hvort ég verð með hana næsta vetur eða held henni?
Það má sjá nokkrar myndir af þessu ferðalagi okkar um verslunarmannahelgina í myndaalbúmi, þar sem Kanastaðir og Álfhólar ráku saman um 70 hross upp að Fossi og síðan voru riðnir Hólsárbakkarnir uppundir Ártún sem er besta reiðleið ever!
Á síðsumarsýningunni sýndi ég líka hana Dívu okkar en hún var dáldið komin yfir toppinn, orðin haustleg og loðin og dómarar sáu sér ekki ástæðu til að hækka hana frá því í vor, þrátt fyrir að hún sé búin að bæta töluvert í. Hún hefur líka verið dugleg að reita á sér faxið í sumar blessunin og komið svoldið múlalúkk á hana.
Gáta frá Barkastöðum fjögurra vetra hryssa sem kom til mín rétt fyrir landsmót fór í 7.82 út, efnilegt jafnvígt alhliða tryppi , vel byggð og getur ábyggilega farið í fyrstu verðlaun með frekari þjálfun seinna meir.
Svo reif ég tvær merar undan hnakknum hennar Maju aðstoðartamningakonu um miðjan júlí þegar henni fannst vera orðið eitthvað gaman að ríða á þeim. Það má náttúrulega aldrei hafa of gaman hjá vinnufólkinu! Ekki stóð sérstaklega til að sýna þær og kannski ákveðið dómgreindarleysi að sýna lítið undirbúin hross en það var bara látið vaða!! Báðum var kennt að skeiða í hestaferðalaginu um Verslunarmannahelgina og Silfurrán fékk 7,5 fyrir skeið og Auðlind 7, fljótar að læra þessar elskur!
Silfurrán hlaut arfaslakan byggingadóm, 7,48, varla hægt að segja frá því og 7.60 fyrir hæfileika, það má kannski laga það eitthvað til, þarf bara að temjast meira. Hrefna frænks segir að hún eiga að fara leikandi í 8,20-30 fyrir hæfileika næsta vor, ætli að það sé ekki best að hún fari bara í þjálfun til hennar
Auðlind þótti töluvert fallegri, 7,88 í byggingu, fékk ma 8,5 fyrir frampart, en ég sprakk hinsvegar úr hlátri þegar ég sá réttleikaeinkunn upp á 6!! Uuuu... ég hef bara aldrei tekið eftir því að hún væri eitthvað verulega snúin, var að vísu alveg herfilega járnuð hjá mér( þorði ekki að laga það svo nýfundna skeiðið myndi ekki hverfa). Ja allavega hefur hún aldrei gripið framaná sig á nokkuri gangtegund né stundað það að rífa undan sér skeifur þannig að.. ég held að þetta verði að endurskoða...hummm Engu að síður er Auðlind puntuleg meri sem á eitthvað inni með meiri þjálfun og að auki er hún alveg draumareiðhestur mjúk, taumlétt, hæfilega viljug og hreingeng. og fékk 7.63 í aðaleinkunn. Hún er til sölu fyrir rétt verð.
Hrefna lagaði vel til dóminn á henni Spyrnu frá Vorsabæ og reið henni í 7,85. Spyrna er keppnishestur Rakelar Jónsdóttur en þeim hefur gengið mjög vel í keppni í sumar undir leiðsögn Hrefnu. Rakel er dóttir Ólafar frænku okkar og Jóns Garðars en þau stunda sína ræktun og hestamennsku á Fögru-Völlum í Landssveit.
Jæja það er líklega best að koma sér í vinnuna aftur!
- 1
Eldra efni
- 2025
- Janúar
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
Flettingar í dag: 560
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1130
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 1767582
Samtals gestir: 102899
Tölur uppfærðar: 19.1.2025 13:01:49
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]