Færslur: 2008 Júlí
28.07.2008 13:03
Mánasteinn
Mánasteinn er tvævetlingur undan Móeiði og Tígur gamla og líklega hef ég heldur verið fljót á mér að gefa Dimmi nafnbótina "Síðasti hornfirðingurinn í dalnum" ´þvi þessi hefur enn sterkari skyldleika að rekja til Hornafjarðar, þó ekki sé hann beint ímynd þess hornfirska gæðings. Liturinn á honum verður seint sagður eins "upplitaður mykjuhaugur" eins og sagt var um forfaðirinn Skugga frá Bjarnanesi. Þeir sem hafa gaman af ættfræði geta skoðað ættartré Mónu og séð hvað hún er skemmitlega samtvinnuð frá mögum hornfirskum hestum en fyrir þá sem ekki vita er Móeiður undan henni og Kjark frá Egilstaðabæ sem kemur einnig sterkur inn úr Hornafirði með Skó frá Flatey sem afa og Ófeig frá Hvanneyri sem langafa.
Nánar svo um uppruna vindótta litarins í Álfhólum hér
Hvort Mánasteinn eigi eftir að skera sig úr fjöldanum, veit ég ekkert um, hinsvegar bar hann af tvævetlingunum mínum og fékk að fara í hryssur þó ég sé að mestu hætt að nota ósýnda titti í miklum mæli.
Ég hef stundum sagt að þegar ég er að járna hross þá geti ég sagt um hvort þau séu eða verði hágeng, finn alltaf hvort þau eru liðug í bógunum eða ekki.
Á þessari mynd fær hugtakið hökuhágengur nýja merkingu og ef hann heldur áfram að vera svona liðugur í bógum, þá örvænti ég ekki! Þarna heilsar Mánasteinn hálfsystur Ágústínusar með virktum, bjó til smá dramatíkska stuttmynd af fyrstu kynnum þeirra sem sjá má hér og sýnir glöggt að stóðhestalíf getur verðið stórhættulegt líf ef maður kann ekki að passa sig.
25.07.2008 14:10
Verulegar uppfærslur á síðunni!
Ungfolar, unghryssur og folöld hafa bættst í hópinn ásamt nýjum hestum til sölu.
Fleiri viðbætur eru á dagskráinni, fylgist vel með.
Ef einhverjar athugasemdir eða spurningar vakna varðandi síðuna þá endilega sendið póst á [email protected]
Aðstoðarvefstjórinn
22.07.2008 09:31
Zorro vinnur Fákaflug
1 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir / Zorró frá Álfhólum 8,56
2 Teitur Árnason / Hvinur frá Egilsstaðakoti 8,50
3 Agnes Hekla Árnadóttir / Váli frá Vestmannaeyjum 8,49
4 Sigurður Rúnar Pálsson / Galdur frá Stóra-Ási 8,47
5 Bjarney Anna Bjarnadóttir / Seiður frá Kollaleiru 8,23
6 Kristín Ísabella Karelsdóttir / Galdur frá Hemlu 8,22
7 Kolbjörg Katla Hinriksdóttir / Vængur frá Hólkoti 8,15
8 Sæmundur Jónsson / Blakkur frá Bessastöðum 8,03
Frábært hjá þeim á sínu fyrsta keppnisári saman, til hamingju!
Því miður á ég ekki mynd af nýja parinu og læt hér því fylgja gamla mynd af LM 2002 af Hrefnu og Zorro.
Zorro er fyrsta afkvæmi Svertu og undan Ögra frá Hvolsvelli.
12.07.2008 20:16
Dimmir og Díva í myndatöku og sitthvað fleira
Fékk Elku Guðmundsdóttur í heimsókn í gær og tók hún m.a myndir af Dimmi áður en hann fór að sinna skyldustörfum og Dívu systur hans. Á hún hinar bestu þakkir skildar fyrir fínar myndir.
Ein í lokin af skeiðspretti á landsmóti, enginn fjórtaktur þar á ferð!
Vil minna á að fáein pláss eru enn laus undir hann og hægt að setja inn til hans fram eftir sumri.
Díva er í léttu trimmi, jafnvel með það í huga að sýna aftur á síðsumarssýningu. Fleiri myndi má finna af þeim systkinum hér
Þau eru skemmtileg systkinin undir hnakk, en það er ekki þar með sagt að það sé engu öðru sinnt. Mikið að gera á tamningastöðinni, bæði fyrir og eftir landsmót.
Ég taldi uppundir 50 hross í hesthúsinu í dag, já það er gott að eiga stórt hús og getað staflað inn í það með góðu móti!
Tvær duglegar stelpur eru í vinnu hjá mér, Sara Rut og Maja frá Danmörku. Þarna er Maja að undirbúa 4v hálfsystur Diljá undan Ísold og Flugari frá Barkastöðum.
Alltaf er eitthvað til sölu og alltaf er eitthvað að seljast annars nennti maður nú ekki að standa í þessum bissness!
Vil minna fólk bara á að hafa samband ef það er að leita að hesti, það er aldrei að vita nema að draumahesturinn sé ekki langt undan.
M.a er nýkominn á söluskrá þessi myndarlegi 7v Pegasussonur sem við köllum Örninn, stór og traustlega byggður klárhestur sem fer vel með og fallega undir, hentar meðalvönum reiðmönnum. Video af honum væntanlegt fljótlega.
06.07.2008 22:24
Landsmótsfréttir
Hryssa sem Mette sýndi og heitir Fantasía frá Breiðstöðum er samt eitt af þeim hrossum sem ég var mest hrifin af í forsýningu , loftaði vel undir hana og segir mér það að ég er að gera rétt með því að halda hornfirska blóðinu til haga en móðirin er Mergsdóttir frá Skörðugili og úr hornfirska ættleggnum þar, eftir því sem ég kemst næst. Ekki var hún nú faxmikil blessunin, með pönkaralúkkið góða en það breytti engu um fasið hjá henni, menn mega nefnilega ekki rugla saman faxi og fasi!! Ég og einn viðmælandi minn vorum sammála um að hún hefði alveg mátt fá 9,5 fyrir fegurð í reið. Hún var hins vegar ekki að sýna sitt besta í afkvæmahópnum hans Hróðurs, fór um á hoppi og skoppi mest, allan tíman frekar stjórnlaus, en slíkt getur gerst í hita leiksins.
Töltúrslitin á laugardeginum voru spennandi og ófyrirséð. Losti frá Strandahjáleigu var hæstur á hæga töltinu, Tumi fyrir hraðabreytingarnar og Rökkvi fyrir yfirferð. Eftir yfirferðina hafði brekkan snúist á sveif með Rökkva sem gjörsamlega týndi hestana upp hvern á fætur öðrum án þess að fipast en þrjár 10 fyrir yfirferð dugðu ekki í fyrsta sætið. Spurning hvað var hægt að gera betur fyrir þá sem gáfu 9,5 urnar? Losti sprakk á yfirferðinni en fyrir það var ég komin í fylglislið hans, svakalega flottur hestur sem getur gengið í miklum burði, ég hefði alveg unnt honum að sigra ef hann hefði haldið út.
Úrslitin á sunnudaginn voru veisla, þvílíkir yfirferðagammar í B-flokknum og enginn að taka framúr neinum. Brokkið hefði mátt takast betur hjá flestum en margir lentu í ógöngum um tíma. Ísleifur og Röðull vel að sínum sigri komnir.
A-flokkurinn var dramatískur, Kolskeggur sem flestir höfðu spáð sigri, reif undan sér, líklega á brokkinu. Var samt hæðstur fyrir skeiðið en skeifulaus skeiðaði hann ekki og var þvi úr leik. Aris vann verðskuldað, flottur hestur og mér fannst hann ekki síðri á tölti og brokki en Kolskeggur þrátt fyrir að einkunnir segðu annað. Feykna góðir skeiðsprettir hjá Illingi frá Tóftum og Þyt frá Kálfhóli.
Sara Rut og Mósart stóðu sig vel, komust í milliriðla með góðri sýningu í forkeppni, flott hægt tölt hjá þeim og glæsibrokk. En í milliriðlunum gekk ekki allt upp og Mozart tók ekki brokkið strax, sína bestu gangtegund og náðu þau þ.a.l ekki úrslitasæti, sem var jafnvel í augnsýn ef þau hefðu verið í sínu besta formi. En svona er keppnin, heppni og útsjónasemi í bland við góða þjálfun á góðum hesti.
Dimmir var töluvert frá því besta, svona eins og ég þekki hann núorðið, en hann hélt öllu sínu gangtegundalega séð en lækkaði fyrir vilja niður í 8,5. Það var ekki hægt annað því sýningin gekk ekki snuðrulaust fyrir sig. Hann ætlaði að sigla í þennan rosa skeiðsprett en...**pang** vinnuslys á miðri leið með tilheyrandi leiðindum en náðum að klóra yfir með því að taka þokkalegan sprett uppá 8 strax til baka.
Fyrir yfirlitið hafði ég knapaskipti og Leó tók við taumunum, markmiðið var að hann myndi hækka skeiðið fyrir mig, enda hef ég kannski sagt áður að mér fari best að ríða tölt og brokk. Hvort það var skynsamleg ákvörðun veit ég ekki, allavega var hann ekki að fá neitt fram sem ég er búin að sjá til þeirra áður og var því ekki ástæða til neinnar hækkunar. En nú fer kallinn bara í hryssur og gerir betur að ári.
Að lokum vil ég þakka öllum vinunum fyrir skemmtilegar samverustundir í brekkunni meðan á öllu þessu stóð, ekki er mannlifið síður skemmtilegt en hestalífið
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]