Færslur: 2008 Júní

20.06.2008 10:18

Sól og sumar


Medalían mátuð við gæðingsefni framtíðarinnar! 
Rósa með folald úr ræktun Hrefnu Maríu undan Funa frá Vindási.

Álfhólakvensum verður líklega úthýst á næstu 17 júní leikum í Landeyjum. Þær komu og hirtu öll verðlaun í boði í kvennaflokknum, Rósa efst á Íkon frá Hákoti, þá Hrefna á Rauðskegg sínum, nýja slaktaumatöltaranum og ég þurfi að láta mér lynda 3 sætið á Ronju litlu 


Hér erum við frænkurnar svo að búa til gæðingsefni framtíðarinnar, vonandi, en Móna gamla var leidd undir frænda sinn, hann Dimmir á 17 júní.  Við héldum alltaf mikið uppá Hrafnar sem Hrefna átti undan Mónu og Tíg, sem var 1st verðl geldingur og keppnishestur, en hann var bráðkvaddur síðasta vetur og var mikil sorg hjá öllum yfir því ótímabæra dauðsfalli.  Þá ákváðum við að búa til eitthvað svipað og ætluðum að halda undir Tígur aftur en eftir að það gekk svona vel með Dimmi og Dívu þá fannst okkur ekki slæmt að krydda hornfirsku blönduna með Dimmu gömlu og tókum nýkrýndan Landsmótsfarann úr hesthúsinu í staðinn. 

Folaldið undan Mónu er hestur undan Baug frá Víðinesi, en ég ætla að gera betur grein fyrir fæddum folöldum síðar.

Þeir sem hafa hug á því að halda undir Dimmi þá kostar tollurinn 50þ, allt innifalið.  Hann fer í hólf hérna eftir Landsmót, en það er möguleiki að halda á húsi fram í miðja næstu viku.  En ég get tekið á móti hryssum í girðingu til hans hvenær sem hentar. Sendið email á [email protected] eða [email protected] eða  hringið í síma 8988048 eftir frekari upplýsingum.

14.06.2008 02:33

Dimmir stóðst prófið!

Já það var sko rótað yfir gamla dóminn í gær í Hafnafirði!!!  Dimmir mætti hvæsandi í braut og þeir kunnu loks að meta í dómpallinum að sjá svona glaðan og sprækan fola, voru ekkert að sitja á tölunum lengur og létu þær flakka með glöðu geði  Ég skal þó alveg viðurkenna að það var nú töluvert meiri sláttur á kappanum í gær heldur en á Hellu og ekki bara dómaraskandall að hann skyldi vera svona mikið lægri þar.

Hér kemur dómurinn og núna þekki ég hestinn á dómblaðinu.  Ég var búin að vera yfirlýsingaglöð í góðra vina hópi og sagðist ætla að sýna hann í 8.50 fyrir hæfileika í vor svo þetta er allt í áttina. Svo er bara að halda áfram að bæta sig fram að landsmóti og gera enn betur.  Hann verður samt væntanlega ekki í neinum toppslag þar með þessa byggingatölu sína en ánægjulegt engu að síður að hann fékk fararleyfi til að keppa við Orrabaukana þar

Héraðssýning á Sörlastöðum


Dagsetning móts: 02.06.2008 - Mótsnúmer: 07

Íslenskur dómur

IS-2003.1.84-674 Dimmir frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

142   131   135   64   143   40   47   42   6,6   31,0   19,0  

Hófa mál:

V.fr. 8,8   V.a. 8,1  

Aðaleinkunn: 8,17

Sköpulag: 7,82

Kostir: 8,40


Höfuð: 7,5

Háls/herðar/bógar: 7,5
   Reistur   Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   Breitt bak   Jöfn lend   Beint bak  

Samræmi: 8,0
   Sívalvaxið  

Fótagerð: 8,5
   Sverir liðir   Öflugar sinar  

Réttleiki: 7,5
   Framfætur: Útskeifir  
  kýrfættur

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Rúmt   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 8,0
   Rúmt   Há fótlyfta   Fjórtaktað/Brotið  

Skeið: 8,0
   Mikil fótahreyfing  

Stökk: 8,0
   Ferðmikið  

Vilji og geðslag: 9,0
   Ásækni   Þjálni   Gleði  

Fegurð í reið: 8,5
   Mikill fótaburður  

Fet: 7,5
   Taktgott  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 5,0


Héraðssýning á Sörlastöðum


Dagsetning móts: 02.06.2008 - Mótsnúmer: 07

Íslenskur dómur

IS-2004.2.84-669 Díva frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

146   141   65   144   28,0   18,5  

Hófa mál:

V.fr. 8,9   V.a. 8,4  

Aðaleinkunn: 7,84

Sköpulag: 7,96

Kostir: 7,76


Höfuð: 8,0
   Bein neflína  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   Hátt settur  

Bak og lend: 7,5
   Áslend  

Samræmi: 8,5
   Fótahátt  

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 8,5
   Afturfætur: Réttir  

Hófar: 8,0
   Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 7,5
   Há fótlyfta   Ferðlítið   Ójafnt  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 8,5
   Ásækni  

Fegurð í reið: 8,5
   Mikill fótaburður  

Fet: 6,5
   Skrefstutt   Framtakslítið  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 5,0

Litla systir stóð sig einnig býsna vel og vantar bara nokkrar kommur inná landsmót.  Hafði aldrei mátað hana inná velli áður en hún gerði allt af fúsum vilja, þannig að þessi frammistaða hennar gefur bara góð fyrirheit.

Þar með eru öll 5 afkvæmi Dimmu sem eru á tamningaraldri komin með dóm,  engin undir 7.75,  tvö með fyrstu verðlaun, og Dívan á góðri leið nema að við látum staðar numið með hana og setjum hana í ræktun en sú ákvörðun verður tekin á næsta hluthafafundi með þeim Sigurði og Róberti  
Ég skal alveg viðurkenna það fúslegar að ég hef meira gaman af því að hlaupa á eftir folöldum heldur en að þeytast eftir brautinni endalaust

Það skyggði smá á Hafnafjarðaferðina að Atorka þurfti að sitja eftir heima. Hún slasaðist fyrir 10 dögum síðan, á hestakerrunni hjá mér, fór undir slá og rústaði á sér bakinu. Vonandi verður hægt að sýna hana á síðsumarssýningu því hún var að verða þræl flott á tölti og brokki fór á slöttungs skeiði líka.  Hefði getað lent öðru hvoru megin við áttuna.

Og svona í lokin af því ég var að tala um Orrabauka, þá var Leó að sýna í gær Orradóttur undan Bellu frá Kirkjubæ úr ræktun Markúsar í Hákoti, Veröld sem fór í 8.31 í aðaleinkunn og er hæðst fjögurra vetra hryssna inná LM enn sem komið er. Veröld er síðasta afkvæmi Bellu sem fórst fyrir 2 árum og því stórkostlegt fyrir Markús og Dóru að fá svona góða hryssu í lokin undan Bellu, til hamingju með þetta!

09.06.2008 16:01

Hættulegur leikur...

....eða leiðtogahlutverkið í lagi?

Sólandus er undan Berki frá Litlu- Reykjum og Sóldögg frá Álfhólum.  Stóðhestur á fjórða vetur sem var gerður reiðfær í vor og kom vel til, kemur fyrir sem skrefmikill klárhestur og mjög grunnt á töltinu.  Vil taka það fram að hann er ójárnaður þarna.  Frekari tamningar bíða svo þar til næsta haust úr þessu og ekki vildi ég fara með hann í byggingadóm því hann náði að reita af sér nær allt fax í vor

Mjög skemmtileg týpa sem gaman er að vinna með.

04.06.2008 11:09

Ísbjarnarblús

Ég varð alveg fokreið þegar ég heyrði af ísbjarnadrápinu á Þverárfjalli í gær. Með alla þessa tækni, var ekki hægt að fanga björnin lifandi?  Nei, á staðinn voru bara mættir hrokafullir blóðþyrstir veiðimenn ólmir í að drepa.  Halló, þessi dýr eru í útrýmingarhættu og var ekki hægt að fanga hann og flytja greyið til síns heima?  Örugglega einhverjir peningamenn sem hefðu viljað kosta það og fá klapp á bakið.  Barnalegt og aumingjalegt!

Heyrði þetta ljóð eftir Baggalútsmenn í útvarpinu í gær og þótti virkilega flott.

Kveðja til ísbjarna og annara innflytjanda.

Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
      á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
      að nema Skagafjörð.

Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
     um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
     -gleymdir þér um stund.

Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
       á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
       í dúnmjúkri gróðurmold.

Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
     -þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
     þig vildu þegar í bönd.

Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
      en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
     -og skjóta í hjartastað

01.06.2008 22:57

Mozart og Sara


Sara Rut og hinn litfagri Mozart frá Álfhólum kepptu í úrtöku Fáks í unglingaflokki í gær og stóðu sig með prýði.  Uppskáru 8 sætið og öruggan farmiða á Landsmót  og fengu í bónus að ríða úrslit í dag.

Mozart er undan Tívari frá Kjartansstöðum og Mónu frá Álfhólum sem hefur gefið mörg góð klárhross.
Spennustigið var hátt hjá okkur Siggu, mömmu hennar, í brekkunni enda engir slorhestar sem unglingarnir í Fák eru með undir höndum. 

Þeir sem ekki vita, þá er hún Sara Rut, eða djúneorinn eins og hún er stundum kölluð, búin að vera hjá mér síðustu 3 sumur. Orðin hörkuseig tamningastelpa og virkilega gaman að sjá hana uppskera fyrir erfiðið. Þau voru búin að vera í stuttri þjálfun hjá mér fyrir mót, en Sara stundar nám í MA, (allt of langt í burtu)  og skrópaði í nokkrum prófum til að geta tekið þátt.
Til hamingju Sara Rut!

  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 1512
Gestir í gær: 403
Samtals flettingar: 1168805
Samtals gestir: 76879
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 09:17:10

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]